Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980 Þorvarður Elíasson, skúlastjóri Verzlunarskóla íslands: „Me>cin gallinn á meðhöndiun verðlagsmáia hér á landi er að stjórnvöld geta stjórnað einstök- um fyrirtækjum með því að setja boð, bönn og setja ákveðin fyrir- mæli. sem ekki ná jafnt yfir alla þegna þjóðfélaKsins,“ sajfði Þor- varður Eliasson skólastjóri Verzlunarskólans í samtaii við Morjfunhlaðið, er hann var spurður álits á meðferð hins opinbera á þessum málum. „Þetta er þó ekki annað en einn angi á almennri stjórn efna- hagsmáia, sem hefur verið með þeim hætti hér á landi að við höfum sokkið dýpra og dýpra í fen ofstjórnar með hverju árinu sem líður. Ofstjórn sem er dæmd til að mistakast, vegna þessa að hún er ekki í samræmi við grundvallar- lögmál markaðskerfisins, en lög- mál þess er jafn vonlaust að brjóta og hvert annað náttúrulög- mál,“ sagði Þorvarður. „Ef einhver efnahagsstjórn á að vera þar sem markaðskerfið er angur á öllum sviðum efnahags- mála en næst í dag,“ sagði Þor- varður. Landbúnaðarstefnan — skólabókardæmi um óstjórn — Getur þú bent á eitthvert dæmi? „Við getum tekið landbúnaðinn sem dæmi, en menn virðast al- mennt vera sammála um að það sé vandamál sem þurfi að leysa. Vandamálið hófst með því að tekjur bænda voru ekki taldar nægar og mönnum stóð ógn af fólksflóttanum úr sveitunum og var það leyst með því að stórauka fjárframlög til landbúnaðar og þar með framleiðsluna. Þetta hafði í för með sér offramboð á landbúnaðarvörum og þar með kom nýtt vandamál til sögunnar. Þetta er dæmigerð efnahagsað- gerð sem skapar nýtt vandamál og viðbrögð stjórnvalda eru einnig Þorvarður Elíasson nokkurra laga um landbúnaðar- mál, en þau sem við búum við, svo haldið sé áfram með það dæmi. Þetta þýðir alls ekki að engin lög megi setja um atvinnumál, heldur aðeins að núverandi löggjöf er verri en engin." — Hvernig myndu bændur starfa ef enginn tryggði sölu á afurðum þeirra? „Þeir myndu starfa með sama hætti og frystihúsin geraí dag. Þeir yrðu þá að taka upp við- skiptasamninga við dreifingar- fyrirtækin og selja þeim fram- leiðslu sína fyrirfram. Landbún- aðarmálin verða aðeins leyst af bændum sjálfum." — Þú sagðir að nota ætti verzlun sem hagstjórnartæki. Hvernig getur hún stjórnað land- búnaðarmálunum? „Hvað varðar verzlun með land- búnaðarafurðir, þá er þeim hlut- um þannig fyrir komið í dag að reynt er með einokun og miðstýr- ingu að tryggja viðskiptaöryggi framleiðenda og dreifingaraðila, Ráðherrar ekkert annað en vandamálaframleiðendur lagt til grundvallar þá verður að stjórna í samræmi við þau lögmál sem þar ríkja og þar sem mark- aðskerfið eitt er fært um að halda uppi þeim lífskjörum sem við búum við í dag, held ég að ekki sé verulegur ágreiningur um að halda áfram að byggja á því. Þetta þýðir að við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að bezta leiðin til þess að halda uppi og auka efnahagsstarfsemina er að nota verzlun og viðskipti sem hagstjórnartæki, en hætta geð- þóttaákvörðunum stjórnvalda. Menn virðast ekki hafa komið auga á það hér á landi að mikilvægasta hlutverk verzlunar- innar er að stýra framleiðsluþátt- um þjóðarinnar, með því að full- nægja óskum frjáls markaðar. Ef stjórnvöld höguðu löggjöf og stjórnsýslu með tilliti til þess og reyndu að ná markmiðum sínum með því að virkja markaðskraft- ana, í stað þess að berjast gegn þeim, næðist margfalt betri ár- dæmigerð. Þau leysa nýja vanda- málið með nýjum stjórnvaldsað- gerðum og greiða afurðirnar niður til að auka eftirspurnina. Sú lausn leiðir af sér enn nýtt vandamál, eins og allar aðrar slíkar lausnir, sem er halli á fjárlögum og ofsköttun, vegna vaxandi offram- leiðslu. Af því kemur að ríkið getur ekki aukið niðurgreiðslurn- ar og þá er gripið til nýrra aðgerða. Samið er kvótakerfi til að takmarka framleiðsluna og sam- fara því er settur á fóðurbætis- skattur og fé þannig flutt úr einum vasanum í annan. Þar erum við staddir í dag.en þessar aðgerð- ir munu enn leiða af sér nýtt vandamál og miklu stærra en við höfum áður séð hér á landi, því nú eru svína- og hænsnabændur sama vandamálið og íslensk bændastétt var orðin áður. Það er eftirtektarvert að þessir framleið endur hafa fram að þessu engin vandkvæði skapað, — aðeins framleitt verðmætar vörur. En eftir nýjustu ráðstafanir komast þeir örugglega í tölu hinna stóru efnahagsvandamála þjóðarinnar. Ráðherrar sem stjórna með þess- um hætti eru ekkert annað en vandamálaframleiðendur og er offramleiðsla á þeim. Landbúnað- arstefnan er skólabókardæmi um óstjórn. Við skulum ekki gleyma því að áður en öll þessi efnahags- lög til bjargar og styrktar land- búnaðinum voru sett voru bændur helztu máttarstólpar þjóðfélags- ins, — en ekki styrkþegar á ríkisframfæri eins og nú er stefnt að, að þeir verði.“ Afnema þarf f jölmörg lög — Hvaða leið er fær út úr þessum ógöngum? „Fyrsta skrefið sem stíga þarf er að afnema fjölmörg lög um atvinnumál, einkum verzlun og viðskipti, sem sett hafa verið á Islandi. Þjóðin væri betur sett án án nokkurs tillits til neytenda eða þjóðarheildar. Við getum tekið lambakjöt og mjólkurafurðir sem dæmi. Stefnt hefur verið mark- visst að því í áratugi að eitt sláturhús og eitt mjólkursamlag o.s.frv. séu starfandi á hverju sölusvæði. Síðan er kjötinu dreift af kjötheildsölum, sem í raun eru varla nema tveir og hafa skipt landinu upp á milli sín. Þessir heildsalar taka litla áhættu. Þeir selja kjötið samkvæmt opinberri verðskráningu. Þeim er reiknaður geymslukostnaður, sláturkostnað- ur og dreifingarkostnaður og það sem þá er eftir af verðinu rennur til framleiðenda, þ.e. bændanna. Sú áhætta sem í þessu er lendir á bændum. Smásalarnir kaupa síð- an vöruna af þessum tveimur kjötheildsölum en sá munur er þó á aðstöðu þeirra að smálsalinn er látinn bera viðskiptalega áhættu að því leyti að þegar hið opinbera verð á kjöti hækkar, þá hækkar heildsalinn verðið á öllum gömlum birgðum, en smásalanum er það bannað. Þetta býður upp á ýmsar skrýtnar uppákomur við verð- breytingar, þar sem þessir tveir heildsalar eru jafnframt mjög stórir smásalar. Árangurin af þessu skipulagi lýsir sér bezt í því að þegar ég eitt sinn spurðist fyrir um slátur- og dreifingarkostnað, þá var hann sagður hærri á hvert kíló kjöts, en það verð sem fékkst fyrir kjötið á erlendum mörkuð- um. Það sorglegasta af öliu er þó það að öll þessi ofstjórnarvitleysa í landbúnaðarmálum hófst vegna þess að bæta átti kjör bænda, en árangurinn er samt sá að bændur eru nú verr staddir efnalega, en þeir væru ef stjórnvöld hefðu látið ógert að koma þeim til hjálpar. Mikilvægt að afnema viðskiptaöryggi Hvað varðar mjólkurframleiðsl- una er dæmið enn svartara, en þar er gegnumfærð lögbundin einok- un. Hér er um að ræða skipulag sem skólabækur í hagfræði kenna að sé bezt til þess fallið að stöðva efnahagslegar framfarir. Ef sá árangur næst þarf enginn að vera undrandi. Ef við hins vegar óskum þess að halda uppi öflugum efna- hagslegum framförum, þá er eðli- legt að spurt sé hvað eigi að vera öðruvísi. Kjarni þess svars sem gefa verður við slíkri spurningu er að mikilvægast af öllu sé að afnema viðskiptaöryggi heiidsala, smásala og framleiðenda. Ef hver og einn fengi að verzla með lanbúnaðarvörur í heildsölu, þá hæfist samkeppni, sem myndi leiða til sömu vöruþróunar í land- búnaði og við höfum orðið vitni að í nokkrum innlendum iðnaðar- greinum, þar sem slíkt fyrirkom- ulag hefur verið tekið upp. Benda má á framþróun í innréttingasm- íði og fataframleiðslu, svo eitt- hvað sé nefnt, sem er ávöxtur af fríverzlun okkar með þessar vör- ur, frjálsri verðmyndun og af- skiptaleysi stjórnvalda. Hverjum dytti í hug í dag að krefjast þess að karlmannaföt verði niður- greidd, til þess að halda uppi offramleiðslu á þeim, eða krefjast þess að þau verði ekki framleidd úr öðru en íslenskri ull? Þeir sem framleiða þessar vörur standa köldum fótum í áhættunni og hafa á ekkert að treysta nema sjálfa sig. Þeir verða einfaldlega að gera betur en keppinautarnir, sem eru aðrir íslenskir framleið- endur og innflytjendur," sagði Þorvarður Elíasson. Árni Júnsson í Kúnst: Stöndum okkur í verði komi ríkið ekki of nærri „ ÞAÐ hefur gífurlega mikil breyting i frelsisátt orðið í mál- um verzlunarinnar og er sú breyting til batnaðar,” sagði Árni Jónsson kaupmaður i sam- tali við Morgunblaðið. „Nú er miklu meira frelsi í sambandi við innflutning á vörum en áður var. Hins vegar held ég að tollskráin sé einhver sú vitlaus- asta bók sem til er á íslandi. Samkvæmt henni eru sumar vörur tollfrjálsar en aðrar tollaðar allt upp í 140%. Það eru felldir niður tollar af EFTA — vörum, en í staðinn er lagt á vörugjald, sem auðvitað er ekkert annað en tollur. Þetta er aðeins tilfærsla. Þessi tekjuöflun er árviss viðburður og ég tel það slæma þróun," sagði Árni. „Hér á landi er töluvert mis- ræmi í álagningu á vörum. Verzl- anir verða að borga með sumum vörum en leggja þeim mun meira á aðrar vörur, en þetta tel ég óheilbrigt og slæmt fyrir verzlun- ina og alla aðila. Þetta hefur orðið til þess að menn hafa notfært sér þessa smugu og verzlað eingöngu með vörur með hárri álagningu, en ekki með aðrar.“ — Hvað með óhagkvæm inn- kaup. Hækkar slíkt ekki vöruverð? „Eg held að of mikið sé gert úr þessum slæmu innkaupum. Ég held að kaupmenn geti verið ánægðir með verð á vörum, sem eru lágt tollaðar. Ég get nefnt sem dæmi að ég er að selja þýskt keramik og er það ódýrara hjá mér en í verzlunum í Þýskalandi. Með svona hluti getum við verið ánægðir með. Ég held að við getum staðið okkur vel í verði, ef ríkið kemur þar ekki of nærri,“ sagði Árni. — Hvað með frjálsan opnunar- tíma verzlana? „Mér finnst oft gæta nokkurs misskilnings í sambandi við þessa svokölluðu frjálsu verzlun. Ákveðnir menn prédika það að gefa eigi opnunaríma verzlana frjálsan. Hins vegar eru kaup- menn og samtök verzlunarfólks á móti þessu. Afgreiðslufólk í verzl- unum er margt húsmæður og væri lenging vinnutímans t.d. afar óhentug fyrir þær. Auk þess tel ég að lenging opnunartímans myndi, ef á heildina er litið, vera óhag- kvæm. Það tæki þá aðeins lengri tíma að selja sama magn af vörunni og ég held að slíkt myndi ekki þykja hagkvæmt. Hins vegar byggja þær verzlan- ir hér í kring, sem opið hafa á kvöldin og um helgar, á því að ekki eru opnar verzlanir í Reykjavík á þessum tímum. Við hér í Reykja- vík teljum að það sér fullnóg að hafa verzlanir opnar til 10 á föstudagskvöldum, en auk þess er heimild til þess að hafa þær opnar til 10 á þriðjudagskvöldum, en ég held að sú heimild sé almennt ekki nýtt. Annars tel ég að helsti vandinn í verzluninni sé verðbólgan, hún étur frá okkur allt rekstrarfé. Og ekki hjálpar það heldur til að undarleg lög segja að ekki megi hækka verð á lagernum, þrátt fyrir það að það megi hækka verð á öllum öðrum hlutum í samræmi við verðbólguna. Ég tel að þessi lög séu ólög. Það virðist vera lenzka hjá sumum stjórnmála- mönnum að fá rós í hnappagatið fyrir það að ráðst á verzlunar- menn. Þá finnst manni að ýmsar borgarstofnanir séu lokaðar fyrir hagsmunum verzlunarinnar. Ég get nefnt eitt lítið dæmi. Það var gert við gangstéttina á Laugar- veginum fyrir nokkru og það tók Árni Jónsson i verzlun sinni. svo langan tíma að gangbrautin var lokuð í margar vikur, og ekki fjölgaði viðskiptavinum hjá okkur, sem erum í nágrenninu, við það. Það má segja að Laugarvegurinn sé okkar „Strik“ og er líklegast fjölfarnasta gönguleið á landinu. Mér finnst að borgaryfirvöld gætu gert eitthvað fyrir Laugarveginn vegna þessa. Ég held að það væri ráð að koma fyrir snjóbræðslu undir gangstéttunum því það verða ófá beinbrot þarna á hverj- um vetri. Ég held að slík ráðstöfun myndi spara töluvert fé,“ sagði Árni Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.