Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980 11 Jónas Eggertsson: Fylgjandi frjálsri álagningu „Frjáls verzlun hlýtur að skapa það jafnvægi i efnahagslifinu, sem við þurfum á að halda. en það tekur væntanlega nokkurn tima og á meðan verðbólgan er i svona miklum ham, verður þetta alltaf crfitt,“ sagði Jónas Egg- ertsson bóksaii, er blaðamaður ræddi við hann i bókaverzlun hans að Rofabæ 7. „Verzlunin er ekki beinlínis frjáls nú, en frjálsræði hennar hefur aukist verulega undanfarinn áratug. En við munura lengra aftur þessir eldri, nú þurfum við ekki lengur að sitja á tröppunum við Skólavörðustíg tólf frá sex á morgnana til að bíða eftir leyfum. Frelsi verzlunar felst í því, að geta náð í þær vörur, sem viðskiptavin- urinn óskar eftir, og að geta selt þær á samkeppnisfæru og viðráð- anlegu verði. Sá, sem ekki getur veitt viðskiptavinum sínum slíka þjónustu, hlýtur að detta upp fyrir. „Verðlagsákvæði og verðbólga hefta frelsi verzlunarinnar“ Verðlagsákvæði og fyrst og fremst þessi rosalega verðbólga hefta frelsi verzlunarinnar veru- lega. Við getum ekki keypt stórt og hagkvæmt inn, því ef við losnum ekki strax við vöruna, étur verðbólgan hana upp. Það er bannað að láta vörulager fylgja verðbólgunni og því verður lager- inn að engu. Eg er fylgjandi frjálsri álagningu og tel ólíklegt að hún myndi hækka vöruverð. Það hjálpar bara anzi lítið í óðaverðbólgunni, nema því aðeins að lagerinn mætti fylgja henni. Þetta er hálfgert basl og við erum alltaf að elta skottið á okkur og lánsfé er engin lausn vegna hárra vaxta. „Verzlunin oft álitin afæta“ Það eru nú á vissan hátt nokkuð þokkalegir tímar, að minnsta kosti miðað við það hvernig verzl- unarhöftin voru fyrir mörgum árum. Nú er mun meira vöruúrval og vinnutími styttri og hagkvæm- ari. Áður var okkur gert að kaupa vöruna frá ákveðnum aðiljum eða löndum. Verzlun hefur, held ég, aldrei verið kölluð neitt sældarstarf, og oftast held ég, að verzlunarmenn séu litnir hornauga og kallaðir afætur. En fólk verður að gera sér grein fyrir því að verzlunin er einn af nauðsynlegum hlekkjum í framleiðslukeðjunni og því verður varla breytt." — HG. Júhann J. ólafsson: Frelsi er harður húsbóndi „Ég tel það vera velmegun lands og lýðs til framdráttar, að verzlun sé gefin frjáls, en þetta er ekkert sérmál verzlunarinnar. heldur á þetta við um allan almennan atvinnurekstur“. sagði Jóhann J. ólafsson heildsali, er blaðamaður ræddi við hann. „Regin misskilningur að frelsi og óstjórn fari saman“ Eftir því sem athafnafrelsi er meira, skilar það meiri afköstum og meiri lífsfyllingu fyrir þá, sem atvinnu stunda. Þetta á jafnt við bankastarfsemi, landbúnað og iðn- að auk allra félagsstarfa. Það hefur lengi verið mjög algeng og landlæg túlkun hér á landi, að frelsi sé eitthvað hömlulaust og stjórnlaust. Menn hafa viljað setja samasemmerki á milli frelsis og óstjórnar, en það er regin misskilningur, því frelsi er harður húsbóndi, sem krefst sjálfsögunar í stað blindrar hlýðni og ósjálf- stæðis. Þetta þekkja menn, sem hafa farið úr vinnu hjá öðrum, út í sjálfstæðan atvinnurekstur, eða nemendur, sem farið hafa úr skyldunámi í háskóla, þar sem akademiskt frelsi ríkir. Frelsi eykst stöðugt hjá launþegum inn- an fyrirtækja, því það, ásamt ábyrgð og umbun, er eitt virkasta hagstjórnartækið í dag. Sama gildir um allt þjóðfélagið og í samskiptum þjóða í milfum. Takmörk frelsis eiga að vera ábyrgð þeirra, sem taka ákvarðan- ir, grundvöllur aðhaldsins er af- köst og hagnaður. Taki menn réttar ákvarðanir, gengur þeim vel og öfugt. Hlutverk þjóðfélags- ins er að móta reglur, sem komi í veg fyrir, að þessi viðleitni manna bitni harkalega á öðrum. Menn hafa enn í huga hörku lífsins á síðustu öld, þegar menn voru sviptir öllum eigum sínum ef þeir urðu undir í lífsbaráttunni. Vel- ferðin á að styrkja markaðskerfið og auka frelsi og sjálfsvirðingu manna, en ekki að rífa hvoru- tveggja niður. Á þann hátt færast áhættu eða fátæktarmörk sífellt ofar. „Verzluninni er stórlega mismunað“ Helztu höftin á verzluninni í dag eru verðlagsákvæðin; tak- mörkun á verzlun með erlendan gjaldeyri; takmörkun á aðgangi að lánamörkuðum, bæði hér heima og erlendis; mismunun í sköttun, til dæmis er lagður sér skattur á skrifstofu og verzlunarhúsnæði; mismunandi hár tollur á vörum; mismunandi möguleikar á að fá vöruflokka lánaða erlendis, eftir því hvernig þeir flokkast; röng gengisskráning og ósveigjanleg meðferð vöru í tolli. Allar þessar takmarkanir á frjálsri verðmyndun valda gífur- legri sóun fjármagns, og takmörk- un á vöxtum og Iágir vextir trufla lánamarkaðinn. En þessi umræða hefur venjulega verið einskorðuð um of við verzlun. Lánastarfsemi, iðnaður og þjónusta er einnig verzlun, eins og reyndar öll at- vinnustarfsemi. „Frelsi verzlunar mun meira nú en fyrir 20 árum“ Þrátt fyrir alla þá annmarka, sem eru á verzlun í dag, er hún þó hátíð miðað við það, sem hún var fyrir 1960. Til að skýra þetta get ég nefnt að 1957 ætlaði ég að reyna að stunda háskólanám með vinnunni, en það var lífsins ómögu- legt, því allur tíminn fór í að jagast í innflutningsyfirvöldum og bönkum til að fá að greiða fyrir vörur, jafnvel þó gjaldeyrisleyfi væru fengin eða að vörurnar væru á frílista. Ég hætti því námi. Árið 1962 hóf ég nám aftur og þá fór saman aukið frelsi verzlunar og frjálsleg tilhögun náms í Háskóla íslands. Ég gat skipulagt minn eigin náms- og starfstíma, haldið rekstrinum áfram og lokið námi á fjórum árum. „Afskipti hins opin- bera virðast valda verðhækkunum“ Ég hef tekið það áður fram í fjölmiðlum, að kerfið hvetur menn ákaflega lítið til hagkvæmra inn- kaupa. Að vísu er hægt að fá leyfi hjá verðlagsstjóra til að hagnast á góðum innkaupum, en það leyfi þarf að fá í hverju einstöku tilfelli og slíkt verður allt of stirt í vöfum. Ef maður fylgist með afskiptum hins opinbera af verð- lagsmálum, finnst manni það beinlínis vera til að hækka verð- lagið í sumum tilfellum. Ef verð á áfengi og tóbaki fer niður fyrir kaupmátt einhvers ákveðins tíma- bils, er það talin ástæða til að hækka það. Við verðum ekki vör við að lækkun á olíuverði á markaðinum í Rotterdam í benzín- verði á íslandi, og ef Efnahags- bandalagið greiðir niður kjarnfóð- ur hjá sér, er það hækkað hér með skattlagningu og verð á svínakjöti og kjúklingum þannig hækkað um leið, í stað þess að það ætti að lækka. Þegar frjáls innflutningur á sælgæti virðist hafa áhrif til hækkunar er þegar farið að tala um 40% toll, til að hækka þessar vörur aftur í verði. „Verzlunarhöftin hindra edlilega vörubirgðamyndun“ í stað þessara afskipta ríkis- valdsins af verðlagi, ber að efla hæfileika íslenzkra atvinnuvega og almennings til þess að geta sjálfir brugðist við efnahags- sveiflum og breyttum forsendum á markaðinum. Ein alvarlegasta af- leiðing verzlunarhaftanna er, að þau hindra eðlilega myndun vöru- birgða hér í landinu. Afleiðingarn- ar eru óteljandi, en koma talsvert fram í alls konar truflunum í öðrum atvinnugreinum en verzl- uninni í formi varahlutaskorts og efnisvöntunar. Skortur á vörulager og fjár- magni skapast hvorutveggja af rangri stýringu fjármagns, það er hart fyrir menn, þegar þeir eru búnir að útvega fjármagn með ærinni fyrirhöfn, að þær vörur, sem ætlunin var að kaupa, eru ekki til. Þetta kemur sér mjög illa fyrir fyrirtæki, sem bíða verkefna og geta orðið fyrir stórkostlegu tapi fyrir vikið. Bót á þessum vandamálum væri eitt stærsta framlagið til útrýmingar verð- bólgunnar". - HG. Valdemar Baldvinsson: rLeiftursókn hefði dreg- ið úr vanda verslunarinnar -Það er langt í frá, að verzlun á íslandi sé frjáis i dag. Á meðan við erum neyddir til að selja vöru undir kostnaðarverði, það er, að fast ákveðin álagning er lægri en kostnaðurinn við að dreifa vör- unni, er ekki um neitt frelsi að ræða,“ sagði Valdemar Baldvins- son heiidsali á Akureyri er biaða- maður Mbi. ræddi við hann. „Fylgjandi frjálsri álagningu“ „Ef velmegun á að verða mögu- leg hér, er frelsi verzlunarinnar undirstaða þess. Verði verzluninni skapað eðlilegt athafnafrelsi, er hún fær um að auka velmegun í landinu. Ég er eindregið fylgjandi frjálsri álagningu, en þó verður að vera eftirlit með henni og birta þyrfti skýrslur um álagningu verzlana. Ég er einnig hlynntur því, að kaupmenn fái að auka þjónustu sína með rýmri af- greiðslutíma. Ég skil ekki, hvers vegna verzlunareigandi má ekki vinna yfirvinnu eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins og ég sé ekkert á móti því, að afgreiðslu- fólk vinni yfirvinnu ef þess er gætt með samningum, að vinnu- þreki þessi verði ekki ofboðið og að ekki sé haft af því í launum. „Vöruverð lækkaði með frjálsri verzlun“ Ég vil halda því fram, að innflutningsverzlun gæti orðið mun betri hér á Akureyri, við höfum möguleika og reynslu til þess, en á meðan höftin og álagn- ingarreglurnar eru eins og í dag, er þetta ómögulegt og setur bæði innflutningsverzlun og smásölu algerlega óviðunandi tilveru skil- yrði. Þá koma vextir og fjár- magnsskortur í veg fyrir hag- kvæm innkaup, sem tvímælalaust myndu lækka vöruverð. Við fáum ákaflega litla fjárhagslega fyrir- greiðslu og það hefur orðið til þess, að við höfum ekki geta boðið viðskiptavinum okkar vissar vöru- tegundir, því hafa verzlanir orðið að kaupa þær frá Reykajvík og við það hækkar vöruverðið verulega. Ofan á söluverð vörunnar bætist flutningsgjald, vátrygging og síð- an álagning. Þannig yrði tómat- sósuflaska, sem kaupa þyrfti frá Reykajvík 40 kr. dýrari, en ef hún fengist hér á Akureyri. „Það eru álögur hins opinbera, sem hækka vörurverðið“ Þrátt fyrir óstjórnlegan áróður gegn kaupmönnum í áraraðir, held ég að fólki sé ljós nauðsyn þess, að hafa verzlunina frjálsa og að hún er aðeins einn af nauðsyn- legum hlekkjum í athafna- keðjunni. Því hefur verið komið inn hjá fólki að allt fjármagn, sem kemur inn yfir búðarborðið, sé hreinn gróði og hækkað vöruverð sé kaupmönnum að kenna og þeirra hagnaður, en það eru álög- urnar frá hinu opinbera, sem hækka verðið og það hirðir svo sannarlega stærsta hlutann af söluverðinu. Ég er mjög uggandi um hag verzlunarinnar nú og er hræddur um að núverandi erfið- leikar verði henni anzi þungir í skauti. Ég tel að stefna Sjálfstæð- isflokksins, „Leiftursókn gegn verðbólgu", hefði bjargað miklu í þessu sambandi og þykir leitt, að fólk áttaði sig ekki á ágæti hennar. Verðbólgan er að eyði- leggja nær alla starfsemi í land- inu og í dýrtíðinni brennur sparifé landsmanna upp og rekstrarfé verzlunarinnar verður að engu. Svo eru nú nýju skattalögin kapítuli út af fyrir sig, þau eru svo fáránleg eins og á að framfylgja þeim, að það tekur engu tali. Þegar farið er að skattleggja skuldir finnst mér nú skattpíning- in endanlega vera komin út í öfgar. Það er flestum nóg að borga 45% vexti af lánum, en með þessari skattlagningu liggur við að upphæðin tvöfaldist. Það hlýt- ur hver heilvita maður að sjá að þetta getur ekki gengið“. Tannlæknir Hef flutt stofu mína frá Borgarvegi 6 Y-Njarövík, aö Suöurgötu 24, Keflavík, sími 2149. Opnaö veröur 5. ágúst. Þorleifur Matthíasson, tannlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.