Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980 Rætt við Geir Hallgrímsson um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar: Vonleysið og upplausnin i stjórnarherbúðunum setur svip sinn á allt þjóðlífið — RÍKISSTJÓRNIN missti gullið tækifæri. þegar hún Kekk þannig frá fjárlögum og lánsfjáráætlun, að hvergi var svigrúm til að létta sköttum af einstaklingum, heimilum og fyrirtækjum. Með fyrirhyggju við af- greiðslu þessara meginþátta í efnahagslífinu hefði verið stuðlað að skynsamlegri lausn á kjaradeilunum og heilbrigðara fyrirkomulagi varðandi tengingu verðlags og kaupgjalds. Sex mánaða ferill ríkisstjórnarinnar sýnir, að við myndun hennar var hvorki leystur ágreiningur milli þeirra, sem að stjórninni standa, né mótuð nokkur skynsamleg heildarstefna til lausnar fyrirsjáanlegum vandamálum. Reynslan síðasta misseri sannar einnig, að ráðherrarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Að dæmi fyrri vinstri stjórna þvælist ríkisstjórnin frá einni vísitöludagsetningunni til annarrar og sér aldrei út fyrir næsta þriggja mánaða tímabil. Vonleysið og upplausnin i stjórnarherbúðunum setur nú svip sinn á allt þjóðlífið. Slíkir stjórnarhættir eru í algjörri andstöðu við stefnu og störf Sjálfstæðisflokksins. ' *X • /*A . . a /m " (yy**'yS': ■ v» ■mm '4W Geir Hallirrímsson Þannig komst Geir Hallgríms- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins að orði, þegar Morgunblaðið sneri sér til hans í vikunni og leitaði álits hans á stöðu efna- hagsmálanna í tilefni af því, að Þjóðhagsstofnun hefur nú gefið út skýrslu um þróun þeirra og spá um framvinduna, það sem eftir er ársins. — Spáir þú ríkisstjórninni langra lifdaga við þessar að- stæður? — Ekki vil ég neinu spá um langlífi hennar. Ég tel, að það velti annars vegar á því, hvað framsóknarmenn vilja fylgja fast eftir upphrópunum sínum og rok- um á þriggja mánaða fresti um nauðsyn strangra aðhaldsaðgerða gegn verðbólgunni og hins vegar því, hve langt kommúnistarnir í Alþýðubandalaginu þora að ganga á bak orða sinna varðandi kjaramálin. — Viltu stuttlega rekja efna- hagsaðgerðir rikisstjórnarinnar til þessa? — í stuttu máli er tiltölulega auðvelt að rekja þær. Stjórnin lagði fram fjárlagafrumvarp og fékk það samþykkt eftir sínu höfði. Einkenni fjárlaganna og tillagna stjórnarsinna á þingi í vor er hömlulaus viðleitni til aukinnar skattheimtu. Beinir skattar voru hækkaðir, söluskatt- ur var hækkaður og sveitarfélög- unum var veitt heimild til að hækka útsvörin. Með þessum hætti stuðlaði ríkisstjórnin að því að auka skattbyrði almennings um 25 til 30 milljarða króna til viðbótar við 25 til 30 milljarða króna nýjar skattaálögur ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar. Þrátt fyrir þessa auknu tekjuöfl- un var ýmsum vanda ýtt á undan sér til úrlausnar við afgreiðslu lánsfjáráætlunar, sem ríkis- stjórnin notaði til að stórauka erlendar lántökur. Greiðslubyrði afborgana og vaxta erlendra lána er nú talin nema 16 — 17% af útflutningstekjum og fer hækk- andi næsta ár, en í stjórnarsátt- málanum er mælt fyrir um 15%, sem hámarki. Eftir að þing fór í sumarleyfi hefur orðið 11% gengissig, en síðan ríkisstjórnin tók við í febrúar hefur verð á Bandaríkja- dollar hækkað um tæp 25%. Afurðalán fiskvinnslunnar voru hækkuð úr 75% í 85%. Ákveðið var að greiða 20 króna styrk úr verðjöfnunarsjóði á hvert pund af frystri blokk. Þessar aðgerðir bæta rekstrarstöðu frystihús- anna um 1 til 2%. Samhliða þessu voru gefnar mjög óljósar yfirlýs- ingar um skuldbreytingalán frystihúsunum til handa, en allt er enn á huldu um framkvæmd þeirra áforma. Ákveðið hefur verið að auka niðurgreiðslur á landbúnaðarvör- um um næstu mánaðamót. Hins vegar munu þær vörur hækka meira, eða um 10 til 15% mánuði síðar og gleypir sú hækkun niður- greiðslurnar og meira en það. — Sýnist þér af efni stjórnar- sáttmálans. að sjá hefði mátt þessa þróun fyrir? — Nei, ekki af efni stjórnar- sáttmálans, enda tók hann ekki á neinu vandamáli, þótt vandinn væri ljós. Þar er tekið fram, að beitt verði aðhaldi í gengismál- um. Varla samrýmist það tæp- lega 25% hækkun á Bandaríkja- dollar á hálfu ári. Eins og málum er nú komið áætlar Þjóðhags- stofnun, að frystihúsin verði rek- in með 3 til 4% halla á árinu og reiknar þó líklega með hærra dollaragengi en nú er fram kom- ið. Auk greiðslna úr verðjöfnun- arsjóði til frystingarinnar er 3% greiðsla innt af hendi til saltfisk- verkenda. Rétt er að hafa í huga, að frystihúsamenn telja útreikn- inga Þjóðhagsstofnunar á erfiðri stöðu sinni ekki sýna rétta mynd, þar sem hún taki ekki nægilegt tillit til vaxtakostnaðar. Fyrir- sjáanlegar eru svo kostnaðar- hækkanir bæði 1. sept. og 1. okt. næstkomandi. Með hliðsjón af þessu er ekki að undra, þótt orðrómur berist um það úr stjórnarherbúðunum, að þar séu uppi ráðagerðir um verulegt „gengissig í einu stökki" svo notað sé orðalag Tómasar Árna- sonar, til að unnt sé að koma þeim frystihúsum af stað aftur, er lokað hafa eða eru í þann mund að loka. Útflutningsiðnaðurinn stendur raunar verr en fiskvinnslan. Að- gerðir ríkisstjórnarinnar hingað til hafa ekki rétt afkomu hans. — En hvað með haráttuna gegn verðbólgunni? — Vöxtur verðbólgunnar er síst minni en hann hefur verið. í stjórnarsáttmálanum eru hækk- un framfærsluvísitölu sett ákveð- in mörk. Hún átti að hækka um 8% miðað við 1. júní. Hækkunin þá var 13%. Ekki er útlit fyrir hægari verðlagsþróun á síðari hluta ársins. Með niðurgreiðslum, sem kosta ríkissjóð meira en 2 milljarða síðustu 5 mánuði ársins og 6 milljarða á næsta ári, er framfærsluvísitalan greidd niður um 1,68% miðað við 1. ágúst. Hækkun hennar verður engu að síður yfir þeim 7%, sem stjórnar- sáttmálinn mælir fyrir um, 1. september. Samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar er síðan útlit fyrir, að hækkunin frá ágúst til nóvember verði 11 til 13%, en samkvæmt stjórnarsáttmálanum á hún að verða 5%. — Með þessu ertu í raun að segja, að niðurtalningin svo- nefnda og aðhaldið i verðlags- málunum hafi algjörlega mistek- ist? — Já, niðurtalningarstefna Framsóknarflokksins hefur í raun talið verðbólguna upp á við. Og ekki nóg með það, með aðgerðum sínum hefur ríkis- stjórnin tekið traustustu fyrir- tæki landsins, eins og Lands- virkjun og Hitaveitu Reykjavík- ur, þvílíku kverkataki, að með eindæmum er. Landsvirkjun er rekin með 3 milljarða króna halla og útlit er fyrir, að aftur þurfi að byrja að kynda hús með olíu á höfuðborgarsvæðinu. Þegar svona er komið fyrir hinum traustustu opinberu fyrirtækjum, má nærri geta, hvernig fyrir einkafyrirtækjum er komið. Framkvæmd niðurtalningar- stefnunnar af hálfu viðskiptaráð- herra og ríkisstjórnarinnar hefur verið með þeim einstæða hætti, að verðlagsráð hefur í raun verið gert óstarfhæft. Samþykktir þess hafa verið að engu hafðar og geðþótti ráðherra ráðið ferðinni. Þessi misbeiting á hinu úrelta verðlagskerfi ætti endanlega að leiða mönnum fyrir sjónir, hve mikið hagsmunamál það er, jafnt fyrir fyrirtæki og neytendur, að afnema kerfið með öllu. Ríkis- stjórnin heldur þannig á þessum málum, að við blasir taprekstur bæði verslunar og þjónustufyrir- tækja. Verslunarmenn hafa því yfir litlu að gleðjast á hátíðisdegi sínum. — Hvað viltu segja um at- vinnuútlit? — Þegar þetta er haft í huga varðandi þann atvinnurekstur, sem byggir afkomu sína á við- skiptum innanlands, og þess minnst, sem áður var sagt um útflutningsfyrirtækin, er ekki að undra, þótt kvíði sé í mörgum og þeiróttist minnkandi atvinnu. Ég vil ekki taka svo sterkt til orða, að ríkisstjórnin stefni markvisst að því að veikja grundvöllinn undir eðlilegri atvinnustarfsemi. Hins vegar gerir hún það þá óafvitandi með ráðslagi sínu. — Hvernig metur þú stöðu lánastofnana? — Engan þarf að undra þótt hin vitlausa niðurtalningarstéfna leiði til rekstrarfjárskorts hjá fyrirtækjum. Þau leita auðvitað á náðir lánastofnana í nauðum sínum og nú hafa verið gefin út fyrirmæli um að útlánum þeirra skuli hætt, því að útlánagetan er engin. í stjórnarsáttmálanum er sagt, að verðbótaþátt vaxta eigi að lækka með hjöðnun verðbólgu. Verðbótaþátturinn var hins veg- ar hækkaður um 3% 1. júní. Alþýðubandalagið hafði á sínum tíma hæst um nauðsyn vaxta- lækkana, þannig er nú staðið við það fyrirheit. Þrátt fyrir vaxta- hækkunina er bilið milli verð- bólgu og vaxta af sparifé meira en nokkru sinni fyrr. Sparifjár- eigendur hafa enga trú á þeirri skrautfjöður ríkisstjórnarinnar, að þeir geti nú lagt fé sitt inn á verðtryggða sparifjárreikninga, enda verða menn að binda fé þar til tveggja ára. Með þessari skrautfjöður hefur áunnist það eitt, að bankarnir geta nú lánað fé með verðtryggingarskilmálum og aukið þannig mismun inn- láns— og útlánsvaxta. — Við myndun ríkisstjórnar- innar var því haldið á loft af Þjóðviljanum, að í sömu and- ránni yrði unnt að leysa úr þeim kjaradeilum, sem þá höfðu staðið um nokkurn tíma. Síðan hefur í raun ekkert gerst markvert á þeim vettvangi. Hvað viltu segja um þróun kjaramálanna? — Ríkisstjórnin setti sér það mark að tryggja kaupmáttinn. Alþýðubandalagsmenn börðu sér á Srjóst og strengdu þess heit, að stjórnarseta þeirra myndi koma í veg fyrir kjararýrnun. Nú er hins vegar að öllu óbreyttu spáð 6% kaupmáttarrýrnun á þessu ári. Á ýmsum aðstandendum ríkis- stjórnarninnar má skilja, að ætl- un ríkisstjórnarinnar sé með lagasetningarvaldi að koma í veg fyrir, að áhrif þess verulega „gengissigs í einu stökki", sem ég áður minntist á, komi fram í verðbótaþætti launa. Þess vegna mun allt kapp vera lagt á það nú, að kjarasamningar takist fyrir 1. september, en kosningaloforðið um sólstöðusamningana í gildi er gleymt og grafið, þótt kaupmátt- ur sé nú minni en nokkru sinni fyrir þá og eftir febrúarlögin 1978. Skýrir þetta hvers vegna ráð- herrar úr Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi lögðu að Vinnu- málasambandi samvinnufélag- anna að ganga til sérviðræðna við Alþýðusamband íslands, en Guð- mundur J. Guðmundsson hefur skýrt frá þeim ráðherrafundar- höldum. Ákafi ríkisstjórnarinnar í þessu máli er svo mikill að hún hefur sett sérstakan fulltrúa sinn, aðstoðarmann fjármálaráð- herra, til höfuðs sáttanefnd og á hann að fylgjast með viðræðum Vinnumálasambandsins og Al- þýðusambandsins. í þessu felst, að framsóknarmenn og kommún- istar hika ekki við að misnota almannasamtök eins og verka- lýðsfélögin og samvinnuhreyfing- una telji þeir það sér til flokks- pólitísks framdráttar. Þessi mis- notkun þarf raunar ekki að koma mjög á óvart, því að hún var öllum augljós, þótt með öfugum formerkjum væri, þegar verka- lýðshreyfingunni var beitt 1978. Komist samningar á með þessum aðferðum nú verða þeir yfirfærð- ir á opinbera starfsmenn og málatilbúnaður allur er með þeim hætti, að ríkisstjórnin ber fulla ábyrgð á samningunum og afleið- ingum þeirra. Vert er að minnast þess, að í sáttmála sínum segist ríkisstjórnin ekki munu setja lög um almenn laun nema allir aðilar að henni séu um það sammála, enda sé haft samráð við samtök launafólks. — Að lokum, þá er ljóst, að öliu er teflt á tæpasta vað, en er ríkisstjórnin ekki með neitt það á prjonunum í atvinnumálum, sem kynni að draga úr spennunni? — Ég kem ekki auga á það. Nýjustu tölur um vöruskiptájöfn- uð benda til þess, að meiri halli verði á viðskiptajöfnuði en spáð hefur verið, þótt útlit sé fyrir meiri þorskafla í ár en nokkru sinni fyrr. Þannig er gengið lengra í þorsk-, loðnu- og síld- veiðum en fiskifræðingar mæla með. Þannig er teflt á tæpasta vað í ölluin þessum greinum. Og algjör þröngsýni ræður ferðinni gagnvart nýjum atvinnugreinum, s.s. orkufrekum iðnaði um leið og aðgerðarleysið setur svip sinn á viðhorfið til átaks í orkumálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.