Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980
23
6% samdrátt-
ur hjá SAS
UM það bil 6% samdráttur
hefur átt sér stað á flug-
starfsemi SAS-flugfélags-
ins skandinavíska á fyrstu
sex mánuðum þessa árs að
því er segir í frétt frá
fyrirtækinu.
Ástæður þessarar minnkunar er
m.a. að finna í verkfalli flugum-
ferðarstjóra í Svíþjóð og starfs-
manna flugvalla í Noregi á tíma-
bilinu. Það skýrir þó ekki allt og í
frétt fyrirtækisins segir að meta
megi samdráttinn um 2,5% við
venjulegar aðstæður.
Fyrirtækið flutti um 750 þúsund
farþega fyrstu sex mánuði ársins,
sem er um 19% færri farþegar
heldur en á sama tíma í fyrra.
Vöruflutningar fyrirtækisins
stóðu hins vegar má segja i staö
fyrstu sex mánuði ársins.
Ohagstæður vöruskipta-
jöfnuður Bandaríkjanna
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR Bandaríkjanna
hefur verið mjög óhagstæður síðustu mánuð-
ina, en í júní var hann „aðeins“ óhagstæður um
tæpa 2.3 miiljarða Bandarikjadoliara. eða
rúmiega 1100 milljarða íslenzkra króna.
I maímánuði hafði vöruskiptajöfnuðurinn
verið óhagstæður um rúmlega 4 milljarða
Bandaríkjadollara, eða sem næst 2 þúsund
milljörðum íslenzkra króna. — Aðalástæður
þessa bætta jöfnuðar eru taldar aukinn útflutn-
ingur iðnaðarvara og lækkandi verð á olíu, eða
um 6 cent hver tunna, eða sem næst 30 krónum
íslenzkra.
Heildarútflutningur Bandaríkjamanna jókst
um 5,5% í júní, en á sama tíma minnkaði
innflutningur um tæplega 3,3%. Þessi minnk-
andi innflutningur er talinn bera þess glöggt
merki, að eftirspurn hefur minnkað töluvert
með hinum almenna samdrætti í efnahagslífinu.
Eins og fyrr sagði lækkaði verð lítillega á olíu
til landsins, en á sama tíma jókst innflutningur-
inn um 5%. Ástæður lækkunarinnar eru aukið
framboð á olíu á heimsmarkaði samfara minnk-
andi eftirspurn.
Bandaríkin:
Neytendaverð hækk-
aði um 1% í júní
Iðnaðarvöruút-
flutningurinn
jókst nokkuð í
Bandaríkjunum á
2. ársf jórðungi.
Svíþjóð, janúar — marz:
Þjóðarframleiðsla
jókst um nær 4,5%
ALMENNT neytendaverð í
Bandaríkjunum hækkaði um
1% i siðasta mánuði, en hafði
hækkað um tæplega 0.9% í
maímánuði, að því er banda-
ríska viðskiptaráðuneytið til-
kynnti fyrir skömmu.
Neytendaverð, sem er mikill
mælikvarði á verðbólguna hef-
ur hækkað um nær 14,8%
fyrstu sex mánuði ársins. Að
vísu ber að geta þess, að heldur
hefur þokazt til betri vegar
síðustu þrjá mánuðina.
Atvinnuleysi hefur ekki verið
meira í háa herrans tíð í
Bandaríkjunum, en nú eru um
8,75% vinnufærra manna at-
vinnulausir. Hagfræðingar spá
því, að atvinnuleysið verði kom-
ið yfir 12% áður en árið er á
enda.
ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA Svía
fyrstu þrjá mánuði ársins jókst
um 4.5% samanborið við fyrstu
þrjá mánuðina 1979, að því er
segir í frétt frá sænska viðskipta-
ráðuneytinu.
Framleiðslan í námuiðnaði
jókst á þessu tímabili um nærri
6%, sem er með því mesta á
undanförnum árum. í landbúnaði
og skógariðnaði var aukningin í
kringum 5%.
Útflutningur landsmanna jókst
um 10.5% fyrstu þrjá mánuðina
en það er um 3% meiri aukning
heldur en fyrstu þrjá mánuði
ársins 1979. Þá kemur einnig fram
í fréttinni, að einkaneyzla hefur
aukist um 1.5% fyrstu þrjá mán-
uði ársins.
Þetta gen)ist
1978 — ísraelsmenn ráðast á
palestínskar búðir í Líbanon
eftir hryðjuverk í Tel Aviv.
1975 — 188 farast með leigu-
flugvél við Agadir í Marokkó.
1963 — Dean Rusk heimsækir
Sovétríkin fyrstur bandarískra
utanríkisráðherra.
1962 — Ben Bella hylltur í
Algeirsborg eftir sigur í mánað-
arlangri valdabaráttu.
1%0 — Níger fær sjálfstæði.
1958 — Kjarnorkukafbáturinn
„Nautilius" siglir fyrstur undir
Norðurpólinn.
1949 — Evrópuráðið fyrst sett.
1940 — Lettland verður sovézkt
lýðveldi.
1914 — Þjóðverjar segja Frökk-
um stríð á hendur og gera innrás
í Belgíu.
1882 — Brezkt herlið tekur
egypzku borgina Súez herskildi.
1858 — John Speke finnur
upptök Nílar.
1830 — Júlí-byltingunni í
Frakklandi lýkur.
1803 — Annað Mahratha-stríðið
gegn furstanum í Gwallior hefst.
1767 — Herlið frá Burma gerir
innrás í Síma.
1675 — Frakkar sigra hollenzk-
an og spænskan flota á Pal-
ermo-flóa og taka Sikiley.
1670 — Frakkar hertaka Lot-
hringen.
1645 — Bromsebo-friður Svía og
Dana sem missa mikið land.
1589 — Hinrik af Navarre
3. ríffúst
verður Hinrik IV Frakkakon-
ungur.
1571 — Tyrkir taka Famagusta,
Kýpur, eftir 11 mánaða umsátur
og myrða marga borgarbúa.
1500 — Alfonso af Napoli,
eiginmaður Lucretia Borgia,
myrtur.
1492 — Kristofer Kolumbus
siglir i vesturveg og finnur
Ameríku.
Afmæli — James Wyatt, enskur
arkitekt (1746-1813) - Stanley
Baldwin, brezkur stjórnmála-
leiðtogi (1867-1947) - Hákon
VII Noregskonungur (1872—
1957) — Dolores del Rio, banda-
rísk leikkona (1905—).
Andlát — 1422 Hinrik V Eng-
landskonungur — 1924 Joseph
Conrad, rithöfundur — 1977
Makarios erkibiskup, forseti
Kýpur.
Innlent — 1030 Stiklastaðarorr-
usta (d. Þormóður Kolbrúnar-
skáld) — 1524 Vígður Jón bp
Arason — 1727 Eldgos í Öræfa-
jökli — 1856 Ríkisarfi Hollands
sækir ísland heim — 1%1 Geng-
isfelling (13,2%) - 18% f.
Sigurgeir bp Sigurðsson — 18%
f. Brynjólfur Jóhannesson —
1915 f. Ágnar Kofoed Hansen —
1959 d. Sigtr. pr. Guðlaugsson.
Orð dagsins — Hræsni er virð-
ingin sem lestirnir sýna dyggð-
unum — La Rouchefoucauld,
franskur rithöfundur (1613—
1680).
Tískuverzlun til sölu
Lítil verzlun í verzlunarsamstæðu í miðborginni, góö
umboð. Tilboð merkt: „Tískuverzlun — 4610“ sendist
augld. Mbl. sem fyrst.
Okkar vinsæla
sumarútsala
hefst þriöjudaginn 5. ágúst,
Pi ft
tiiUtoria
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al (ÍLYSINGA
SÍMINN ER:
22480