Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980
Legstelnner
varanlegt
mlnnismerki
Framleiðum ótal
tegundir legsteina.
Allskonar stærðir og
gerðir. Veitum fúsiega
upplýsingar og ráðgjöf
um gerð og val
legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSMKUA
SKHMMUÆQI4« SM 76677
Vitni vantar
Miðvikudaginn 30. júlí um kl.
14,00 var ekið á bifreiðina R-43893
sem er Volkswagen fólksbifr.
drapplit, við verslunina Seljakjör í
Teigaseli. Vinstra afturaurbretti
er skemmt á bifreiðinni og er
tjónvaldur hvít Bedford sendibifr.
Mánudaginn 21. júlí var til-
kynnt að ekið hefði verið á stein-
vegg sem er við hús nr. 44—56 við
Otrateig. Er um 1 metri brotinn af
veggnum. Mun hafa átt sér stað
19,—20. júlí og er tjónvaldur
vörubifreið eða grafa.
Al'OLÝSINGASIMINN ER:
22480 QjíJ
2W#r0\mblot)it>
t
Systir okkar,
ASDÍS SVEINSDÓTTIR,
Vífilsstaöaspítala,
sem andaöist 26. )úní, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju
þriöjudaginn 5. ágúst kl. 3 e.h.
Fyrir hönd vandamanna,
Hannes Sveinsson,
Siguröur Sveinsson.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
MARGRET OTTADÓTTIR,
Bárugötu 31,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni miövikudaginn 6. ágúst kl.
13.30.
Jón Otti Sigurösson, Sigríöur Kristjánsdóttir,
Helgi Sigurösson, Erla Þórisdóttir
og barnabörn.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
ÞÓRUNN SIGUROARDÓTTIR,
Sléttahrauni 21, Hl.,
verður jarösungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þriöjudaginn 5.
ágúst, kl. 13.30.
Jonný Sigurðardóttir, Guömundur Halldórason,
Ásta Siguröardóttir, Þorsteinn Hálfdánarson,
Höröur Jafetsson, Anna Aöalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
1
t
Hjartans drengurinn minn,
STURLA BRIEM,
Hverfisgötu 91,
veröur jarösettur, fimmtudaginn 7. ágúst frá Kirkju Fíladelfíusafn-
aöarins, Hátúni 2, kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hans, er bent á Barnaheimiliö aö
Kornmúla í Fjótshlíö. Minningarkort fást á skrifstofu Fíladelfíusafn-
aöarins, Hátúni 2, eöa Minnlngarsjóö Félags einstæöra foreldra.
Minningarkort fást á skrifstofu FEF, Traðarkotssundl 6.
Halldór Þorsteinn Briem.
t
Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og útför
HAFLIÐA HELGASONAR,
fyrrv. útibússtjóra, Siglufiröi.
Jóna Einarsdóttir,
Helgi Hafliöason,
Einar Hafliöason,
Siguröur Hafliöason,
Ragnar Hafliðason,
Hafliöí Hafliöason,
og barnabörn.
Margrét Erlendsdóttir,
Sigrún Magnúsdóttir,
Kristrún Halldórsdóttir,
Edda Ólafsdóttir
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 81960
íslenskir skákmenn
í víking vestanhafs
í júlímánuði tóku nokkrir
íslcnskir skákmenn þátt i
tveimur skákmótum vestan-
hafs. Fyrst var ferðinni heitið
til Philadeiphia, en þar fór
fram hið árlega World Open
. skákmót, þar sem teflt er um
há peningaverðlaun. Ilátt i
þúsund skákmenn þreyttu
keppnina i ýmsum styrk-
leikaflokkum. í almenna
flokknum þar sem 10 stór-
meistarar voru meðal þáttt-
akenda, tefldu þrír íslend-
ingar, þeir Margeir Péturs-
son, Jóhann Hjartarson og
Sævar Bjarnason. í flokki
skákmanna með J800—1900
stig tefldi Árni Á. Árnason
og í 1700—1800 stiga flokkn-
um tefldi Þormar Jónsson.
Síðastliðin tvö ár hefur ís-
lenskum skákmönnum vegnað
mjög vel á mótinu. 1978 varð
Ingvar Ásmundsson efstur
ásamt fleirum og í fyrra náði
Haukur Angantýsson sama
árangri, en báðir áttu þeir í
höggi við fjölda af stórmeist-
urum. Ekki tókst okkur ís-
lendingunum í almenna
flokknum að halda uppi merki
landsins að sinni, enda við
nánast óvígan her að etja.
Fyrir síðustu umferð átti eng-
inn okkar möguleika á að
hljóta verðlaun og Jóhann
hlaut að lokum sex vinninga
af níu mögulegum og við
Sævar hálfum vinningi minna.
Árangur, sem svo sannarlega
er ekki hægt að hrópa húrra
fyrir. Fimm skákmenn skiptu
fyrstu verðlaununum á milli
sín, stórmeistararnir Dzind-
zindhashvili, Miles, Gheorghiu
og Christiansen og kanadíski
alþjóðameistarinn Day.
Ljósi punkturinn á mótinu
var frábær frammistaða Árna
Á. Árnasonar í sínum flokki,
en hann hlaut annað sætið og
þúsund dollara verðlaun með
sjö og hálfan vinning. Efstur,
hálfum vinningi á undan Árna
varð Filippseyingur, Abero að
nafni. Þessi ágæti árangur
Árna sýnir, að það er ekki
aðeins í efstu styrkleikaflokk-
unum, sem við íslendingar
getum staðið útlendingum á
sporði. Þormar Jónsson hlaut
4'á vinning af níu í sínum
flokki, sem er mjög viðunandi
árangur, þegar tekið er tillit
til þess, að Þormar, sem er frá
Akranesi, hefur fá tækifæri til
æfinga eins og aðrir íslenskir
skákmenn, sem búsettir eru
utan höfuðborgarsvæðisins.
Eftir World Open skákmót-
ið héldu þeir Margeir, Jóhann
og Árni til New York til þess
að taka þar þátt í alþjóðlegu
skákmóti.
Mótið var allvel skipað, af
60 þátttakendum voru þrír
stórmeistarar og fjórir alþjóð-
legir meistarar. Töluvert kom
á óvart, er bandarískur al-
þjóðameistari og skákrithöf-
undur, John Watson náði ör-
uggri forystu í upphafi móts-
ins og hafði hlotið 6'á vinning
af sjö mögulegum. Watson
þessi hefur að undanförnu
helgað sig ritstörfum að
mestu, t.d. hefur hann ritað
fjögurra binda verk um enska
leikinn (1. c4) og eru tvö þeirra
þegar komin út. Honum hefur
vegnað slælega á mótum fram
að þessu og náði ekki alþjóð-
lega titlinum fyrr en eftir
leika 29. — g5, sem hægt væri
að svara með 30. Bb3 — He2,
31. Kfl (Hótar 32. Hxf8+)
Hxh2, 32. Ha8 með öflugu
frumkvæði. Vart þarf að orð-
lengja það, að Watson þáði
jafnteflisboðið umsvifalaust,
en óneitanlega fannst mér
hann hreppa efsta sætið að
óreyndu.
Jóhann Hjartarson átti við
ramman reip að draga í síð-
ustu umferðunum, en út úr
þremur síðustu skákunum
þurfti hann aðeins einn vinn-
ing til þess að ná áfanga að
alþjóðlegum meistaratitli. í
níundu umferð tapaði hann
sviplega fyrir Benkö eftir að
hafa hafnað jafnteflisboði og í
tíundu umferð lét hann í
minni pokann fyrir Alburt í
jafnteflislegu endatafli. í síð-
ustu umferð átti hann ennþá
möguleika, en missti þá vinn-
ingsstöðu niður í jafntefli
gegn alþjóðlega meistaranum
Kudrin. Jóhann hlaut því að
lokum 6 'á vinning sem var þó
mjög góður árangur því að
hann tefldi við alla stórmeist-
arana þrjá. Árni háði frum-
raun sína á alþjóðlegum vett-
vangi og komst bærilega frá
henni, en hann hlaut fjóra
vinninga. Hann hlaut færri
vinninga en hann átti, því
hann spillti mörgum ágætum
skákum í tímahraki.
Lokaröðin á mótinu varð
þessi: 1. Watson 8'á v. af 11
mögulegum. 2.-3. Margeir
Pétursson og Benkö (Bandar.)
8 v. 4.-7. Henley, Alburt og
Wilder (Bandar.) og Ostos
(Kólumbíu) 7'Á v. 8.-11. Kul-
igowski (Póllandi), Bass, Fe-
derowich og Gurevich
(Bandar.) 7 v. 12,—16. Jóhann
Hjartarson, Benjamin,
Strauss, Kudrin og Sulman
(Bandaríkjunum) 6'/2 v.
Þó að Jóhann Hjartarson
hafi misst af alþjóðatitlinum,
náði hann áfanga að FIDE
meistaratitli. Jóhann sýndi oft
ágæt tilþrif á mótinu, en
mesta athygli vakti, þegar
hann lagði alþjóðlega meistar-
ann Ostos að velli í aðeins 15
leikjum:
Hvitt: Jóhann Hjartarson
Svart: Ostos (Kólumhíu)
Enski leikurinn
1. d4 - RÍ6, 2. c4 - c5, 3.
Rf3 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc6,
5. Rc3 - e6, 6. g3 - Db6, 7.
Rb3 - Bb4, 8. Bg2 - Re5, 9.
Be3 - Da6,10. c5 - Rc4,11.
Bcl - 0-0, 12. 0-0 - d5, 13.
Dc2 - b6?, 14. Bg5 - Rd7?
15. Rxd5! Frábær leikur. Hót-
anir hvíts eru yfirþyrmandi og
svartur verður því að þiggja
riddarann en þá verður hann
tveimur peðum undir. Ostos sá
sér því þann kost vænstan að
gefast upp.
ítrekaðar tilraunir. Á þessu
móti small hins vegar allt
saman hjá honum og það var
ekki síst frábærri byrjana-
kunnáttu hans að þakka, t.d.
vann hann margar skákir með
enska leiknum.
Af okkur íslendingunum er
það að segja, að Jóhann byrj-
aði mjög vel og hafði hlotið
sex vinninga eftir átta um-
ferðir, en mér voru hins vegar
mjög mislagðar hendur og
hafði aðeins hlotið einn og
hálfan vinning eftir fjórar
umferðir. Þetta þýddi það, að í
næstu skákum fékk ég veikari
andstæðinga og við það færð-
ist ég upp í toppinn aftur. Á
Skák
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
þessu tímabili í mótinu vann
ég alls sex skákir í röð og átti
jafnvel möguleika á að verða
efstur þvi að ég tefldi við
Watson í síðustu umferð.
I úrslitaskákinni þekkti ég
byrjunina, sem var eitthvað
heimabrugg Watsons, illa, og
eyddi miklum tíma. Mér tókst
engu að síður að ná betri
stöðu, en var í mikilli tíma-
þröng. Ekki bætti það heldur
úr tímaleysinu að Watson
bauð mér tvívegis jafntefli, og
það í bæði skiptin á mínum
tíma, sem er auðvitað í algjöru
ósamræmi við skákreglur.
Spennan fór nú að færast í
aukana og er ég hafði leikið
28. leik mínum, sýndist mér
skyndilega, að ég væri að tapa
manni og bauð þvi jafntefli í
fáti, en þá átti ég innan við
eina mínútu eftir (Tímamörk-
in voru við 30. leik). Þetta voru
ofsjónir og í stöðunni átti ég
raunar enn ágæta vinnings-
möguleika:
Svart: Watson
Hvítt: Margeir Pétursson
í tímahrakinu sá ég skyndi-
lega, að eftir 28. — Bf8,
gengur 29. Bc5 ekki vegna
Hbl+, 30. Kf2 — Rd3+. En ég
átti annan mun sterkari leik
eftir 28. — Kf8, 29. Be3! því að
29. — Rxd5 gengur ekki vegna
30. Bh6. Svartur yrði því að