Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980
19
Council til Englands. Hann tók sér
ferð á hendur til Bandaríkjanna
árið 1945. Var sú ferð farin í
erindagerðum fyrir Nýbyggingar-
ráð og fleiri ferðir fór hann utan í
þágu íslenzkra stofnana, en hér
verður þessi upptalning látin
nægja.
Eins og nærri má geta hlóðust á
Árna hin margvíslegustu nefnda-
störf, er fá verða hér talin: Hann
var ritari Mjólkursölunefndar á
hinum erfiðu fyrstu árum í starf-
semi hennar 1934—1935. Endur-
skoðun jarðræktarlaga tók hann
þátt í á árunum 1949 til 1950.
Formaður ísl. FAO-nefndarinnar
1946—1958. Árni var fulltrúi ís-
lands á fjölda FAO-þinga í Róma-
borg. Hann var í nefnd þeirri er
kölluð var starfsíþróttanefnd árin
1952—1958. í nefnd er fjallaði um
friðun Reykjanesskagans, í nefnd
þeirri er fjallaði um bifreiðaakst-
ur ríkisins á Norðurlandi og Hafn-
arfjarðarleið, í nefnd er fjallaði
um Austurveg, formaður nefndar
sem á sínum tíma fjallaði um
endurskoðun laga um innflutning
búfjár og loðdýrarækt, í nefnd
þeirri er endurskoðaði lög um
varnir gegn sauðfjársjúkdómum.
Hann var 11 ár í stjórn N.J.F. og
var þá formaður íslandsdeildar-
innar lengst af. Form. Skógrækt-
arfélags íslands, Þjóðræknisfé-
lagsins, félagsins Ísland-Noregur
og mætti svo lengur telja.
Hann hlaut riddarakross Fálka-
orðunnar 1942 og riddari hinnar
norsku Ólafsorðu. Var hann gerð-
ur að heiðursfélaga ýmissa félaga-
sambanda s.s. Þjóðræknisfélags
íslendinga í Vesturheimi, Búnað-
arsambands Suðurlands og ís-
landsdeildar N.J.F. Hann var rit-
stjóri Búnaðarblaðsins Freys á
árunum 1924—1925 og síðar á
árunum 1939—1945.
Eftir Árna liggur mikill fjöldi
bæklinga og bóka er flest öll fjalla
um landbúnaðarmál, en hann var
einnig skáld gott og gaf út þrjár
ljóðabækur, er flestar minntu á
landbúnaðinn og trú höfundar á
framtíð þess atvinnuvegar. Ljóða-
bækur þessar nefndi hann: Mold,
Gróður og Brattahlíð.
Hér verður látið staðar numið
þeirri upptalningu er snertir
vinnu og störf eins af aldamóta-
mönnum íslensku þjóðarinnar,
Árna G. Eylands, er fórnaði öllum
kröftum sínum og stundum ís-
lenskum landbúnaði. Hann vildi
leggja sitt af mörkum til þess að
íslenzka þjóðin nyti góðs af þeim
framförum, sem hann hafði
kynnst með öðrum þjóðum og
honum varð mikið ágengt, en eins
og oft vill verða um slíka menn þá
gustaði oft um hann í deilum og
umræðum, því allstaðar þar sem
Árni Eylands kom þá gekk hann
ætíð hina beinustu leið til verks og
skeytti því lítt þó andblærinn væri
í fangið. Hann gekk hina beinustu
leið upp brattann og á brekkubrún
gat hann með gleði í hjarta horft
niður brekkuna og glatt sig við
grænt sléttlendið og gróandi þjóð-
líf.
Sveinn Tryggvason.
Tæknivæðing landbúnaðarins
þykir í dag jafnsjálfsagður hlutur
og að á boðstólum sé ávallt gnægð
matvæla, sem núorðið er svo mikil
að erfitt er að selja öll þau býsn
sem framleidd eru. Þetta þykir svo
sjálfsagt að menn halda helst að
öll þessi þróun hafi orðið af sjálfu
sér. Þá vilja þeir gleymast, hug-
sjónamennirnir, frumkvöðlarnir
og brautryðjendurnir í okkar
þjóðfélagi, menn sem stundum
hafa fengið samheitið aldamóta-
mennirnir, þeir sem ólust upp
meðan enn var hér eymd og sultur,
menn sem lögðu út í hina vanda-
sömu en sigursælu baráttu fyrir
þeim undragóðu lífskjörum sem
þjóðin býr við í dag. Einn af
þessum aldamótamönnum og
brautryðjandi í islenskum land-
búnaði, minn gamli vinur og
velgjörðarmaður, Árni G. Ey-
lands, lést mánudaginn 28. júlí sl.
85 ára gamall.
Það má lýsa Árna G. Eylands
með einu orði: Hann var ræktun-
armaður. Hann vissi hvað jörðin
gat gefið ef hún var yrkt og um
hana hugsað og um þann gróður
sem búskapur okkar byggir á. Þær
voru orðnar margar ritsmíðarnar
sem Árni lét frá sér fara um
ræktunina og enn í dag er það
mörgum bóndanum holl lesning.
Þegar Árni var ungur maður
var það skortur á ræktuðu landi
sem stóð framleiðslunni mest
fyrir þrifum. Kargaþýfi og blautar
mýrar, melar, holt og sandar, voru
viðfangsefnin og hann sá að þar
dugðu ekki handverkfærin ein til
að leysa íslenskan landbúnað úr
aldalöngum álögum erfiðis og
eymdar.
Tæknivæðing landbúnaðarins
varð því sérstakt hugðarefni Árna
og þær eru ótrúlega margar nýj-
ungarnar í tækni sem Árni flutti
inn í landið og kynnti fyrir
bændum og búnaðarfélögum. Ég
býst við að hér fyrr á tímum hafi
Árni verið minnisstæðastur er
hann stjórnaði því ferlíki sem
nefnt var Þúfnabaninn og mark-
aði stór spor í ræktunarsögu
landsins.
Hjá löndum okkar í Vestur-
heimi kynntist Árni skurðgröf-
unni og gekkst fyrir því að slík
tæki fengust til landsins. Það er
vafasamt að nokkur önnur tækni
hafi jafngjörbylt íslenskri land-
búnaðarsögu og skurðgrafan.
Öndvegisrit Árna, Búvélar og
ræktun, hefur orðið mörgum
bóndanum gott veganesti á fyrstu
árum tæknivæðingar í landbúnað-
inum.
í lífi sínu og starfi var Árni
alltaf að hvetja til dáða. Hann var
óþolinmóður ef ekki hafðist strax
það sem honum fannst að gera
þyrfti. Atorkumenn þurfa mikið
olnbogarými og þar sem þröngt er
til margra átta getur soðið upp úr
þegar menn geysast fram á völl-
inn. Áhugamáiin voru svo mörg og
áhuginn svo brennandi að við
ungir námsmenn og síðar nýgræð-
ingar í faginu hrifumst með og
vildum taka þátt í ævintýrinu sem
var að gerast í búskaparháttum
landsmanna.
Það segir kannski mest um
Árna G. Eylands hvernig hann
reyndist okkur sem hugðumst
leggja í framhaldsnám í búvísind-
um. Þar var hann einnig ræktun-
armaðurinn sem hlúði að nýgræð-
ingunum í búfræðingaliðinu. Það
verður seint fullmetinn og þakk-
aður sá áhugi sem okkur var
sýndur og sá stuðningur sem
okkur var veittur þegar við stigum
fyrstu skrefin. Mér er þetta efst í
huga þegar ég kveð hinn látna
brautryðjanda í íslenskum land-
búnaði.
Ég hef ekki ætlað mér að rekja
hin fjölmörgu störf Árna G. Ey-
lands, þar sem það verður gert af
öðrum, en mig langar að lokum að
minnast þeirrar hlýju og vináttu
sem þau Árni og kona hans,
Margit, sýndu okkur hjónunum
alla tíð og við sendum henni og
niðjum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Björn Sigurbjörnsson
Um það bil 60 ár eru nú liðin frá
því að faðir minn kom með ungan
og gjörvilegan mann, sem þá var
nýorðinn ráðunautur Búnaðarfé-
lags íslands, heim að Blikastöðum.
Þessi maður var ekki einsamall
því honum fylgdi yndisfalleg ung
kona, norsk að ætt, ásamt
2ja—3ja ára dóttur þeirra. Þetta
var Árni G. Eylands, sem numið
hafði bæði bóklega og verklega
búfræði og jarðrækt ásamt verk-
stjórn í Noregi og átti eftir að
verða landskunnur vegna starfa
sinna í þágu íslensks landbúnaðar.
Þessi ágætu hjón dvöldu nokk-
urn tíma á heimilinu, þau höfðu
eitt lítið herbergi til umráða og
mötuðust með heimafólkinu. Ekki
var setið auðum höndum, heldur
gengið um mýrar og móa til
athugunar á hvernig framræslu,
ræktun og öðru því líku skyldi
hagað. Þennan stutta tíma höfðu
þeir faðir minn og Árni nóg að
spjalla, því faðir minn hafði um
aldamótin dvalið á norskum
bændabýlum og tekið þátt í öllum
störfum sem þar tii féllu. Fylgdist
hann síðan vel með öllu sem
búskap snerti og var því ekki
ókunnur þeim stefnum í landbún-
aði, sem þá ríktu hjá frændum
okkar á Norðurlöndum.
Þessa fáu daga myndaðist sú
vinátta sem aldrei bar skugga á og
var yfirfærð til okkar yngri kyn-
slóðarinnar.
Fyrstu árin þurftu þau hjónin
að mestu að flytja heimili sitt stað
úr stað, eftir því hvar Árni
starfaði og var það þeim mjög
erfitt, en ég man vel hvert traust
þau báru til mömmu þegar þau á
leið sinni norður í land lögðu
lítinn son sinn í faðm hennar til
varðveislu meðan þau voru að
starfi nyrðra.
Þau stofnuðu nýbýlið „Mos-
bakka“ (nú Lundur) á Víðinum í
Mosfellsdalnum og dvöldu þar
nokkur ár, blönduðu geði við
nágrannana og eignuðust þar vini
og kunningja. Unga konan starf-
aði í Kvenfélagi Lágafellssóknar
og er þar heiðursfélagi. Síðar
fluttu þau til Reykjavíkur þar sem
Árni gegndi ótal mikilsverðum
störfum fyrir land og þjóð. Heim-
ili þeirra í Reykjavík og sumarbú-
staður sem þau hjón áttu á
Þingvöllum voru búin húsgögnum
og munum af listrænni smekkvísi,
þar ríkti gestrisni og þangað var
gott að koma.
Eins og áður var getið er kona
Árna af norskum ættum, en hún
varð íslendingur meiri og betri en
margur innfæddur. Að sjálfsögðu
dvöldu þau hjónin oft í Noregi og
voru mikils metin hjá norskum og
norrænum bændasamtökum.
Árni var boðberi nýrra tíma,
með honum hófst vélaöldin í
íslenskum landbúnaði. Hann var
mikill unnandi ræktunar og hvers
konar framfara í sveitum lands-
ins, skáldmæltur vel og nefndi
eina af ljóðabókum sínum „Mold“.
Flest erindin í þeirri bók eru dýr
óður til ættjarðarinnar, ræktun-
arstarfsins og íslenskrar gróð-
urmoldar.
Um leið og við hjónin og fjöl-
skyldur okkar þökkum samleið og
vináttu liðinna ára, sendum við
þér kæra Margit og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Helga Magnúsdóttir
Blikastoðum.
Kveðja í nafni Múlaþings-
manna.
Sá, sem þessar kveðjulínur rit-
ar, þekkti Árna G. Eylands ekki
persónulega, en þeim mun betur af
afspurn, af því sem undirritaður
erjar nú sama stjórnmálajarðveg
og Árni gerði um árabil. Ég hefi
eignast þá vini verðmæta austur
þar, sem bezt kunna að segja af
kostum framfarasinnans Árna G.
Eylands að ég er þess fullviss að
nú kveðja bændur og sjálfstæð-
ismenn einn sinna verðmætustu
félaga.
Árni barðist vasklega í Múla-
þingi fyrir hugsjónum einka-
framtaksins, sem hvergi skyldi
finna staðar betur en í bænda-
stétt. Hann var enda byltingar-
maður í framfaramálum landbún-
aðar.
Árni G. Eylands var frambjóð-
andi Sjálfstæðisflokksins í Múla-
þingi um árabil og átti erindi sem
erfiði.
Ég mæli fyrir munn bænda
þessa lands, þegar ég blessa og
heiðra minningu Árna G. Eylands.
Sverrir Hermannsson.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera I sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.
Ásjíoir t>órhallsson___________Siglingar II
Um Laser
Tveir kunningjar mínir sem
höfðu smíðað sér hraðbát en
áttu enga vél báðu mig að koma
með sér á sjó, því faðir minn átti
tíu hestafla utanborðsmótor.
Nokkur vindur var og ég reyndi
að segja þeim að það yrði ágjöf
en við fórum klukkan sjö.
Á bátinn vantaði framrúðu,
lakkið var flagnað og krossviður-
inn upplitaður. Þeir höfðu smíð-
að bátinn fyrir þrem árum og
ekki klárað að ganga frá, sæti
vantaði og plitta í botninn.
Báturinn nái sér ekki upp á
vatnið með vélinni; þá dreymdi
um fjörutíu hestafla Mercury.
Fðrinni var heitið inn í Naut-
hólsvík og hafði ég myndavél
með. Sjór gusaðist upp á hval-
bakinn og við urðum blautir á
lærunum.
Fyrir utan Skildinganes kom
seglbátur á móti okkur. Hann
var grunnur og oddmjór, aðeins
með stórsegl, einn maður var um
borð í gulum samfestingi. Batur-
inn dansaði til og frá og maður-
inn hallaði sér út fyrir borð-
stokkinn og sigldi grimmt. Ég
þekkti að þarna var Laser og
stjórnandinn Bjarni Guðmunds-
son.
Laser er vinsæll keppnisbátur
um þessar mundir, kostar millj-
ón, aðeins 59 kg að þyngd,
einfaldur, hraðskreiður og getur
ekki sokkið. Smíðaður eftir
kanadískri hugmynd. Bjarni
sigldi beitivind og beit í stór-
skautið er hann strekkti seglið.
Við snérum vélbátnum og keyrð-
um samhliða en höfðum varla
við honum, þó vélin væri pínd á
fullu. Laserinn leið hljóðlaust
meðan ég var að greiða flækjuna
og báturinn rann frá landi.
„Settu kjöl,“ kallaði hann.
Ég stakk fallkjölnum í rifuna,
teygja var í honum svo hann
færi ekki útbyrðis. Báturinn
sigldi af stað og stefndi á
þaraloðna steinbryggju. í tauga-
sjokki reyndi ég vendingu en
hafði ekki næga ferð.
„Klaufi," heyrðist úr landi.
„Settu stýrið niður.“
Stýrisblaðið stóð upp í loftið
og ég togaði í spotta sem dró það
niður, þannig að það varð eins og
hnifsblað í sjónum. Báturinn
sigldi aftur af stað.
„Meiri kjöl.“
Ég ýtti kjölnum í botn. Nú
tókst vendinginn og báturinn
skreið út úr víkinni. Ég halaði
stórskautið inn og fann bátinn
herða á sér. I hólfinu var borði
til að krækja ristunum undir svo
vega mætti sig út fyrir borð-
stokkinn. Ég hallaði mér varlega
útfyrir, framlenging var á stýr-
issveifinni. Báturinn rann áfram
eins og sleipur höfrungur, lipur
og viljugur. Ég þurfti varla að
hreyfa stýrið þá svaraði hann.
Ég heyrði vél gangsetta og
vélbáturinn kom á eftir með
Bjarna í stafni.
„Strekktu betur á seglinu."
Ég togaði í skautið.
„Þú átt að hafa bómuna aðeins
strekktari en fjöðrina," kallaði
hann.
Neðarlega á mastrinu var vír-
stöng sem vísaði fram með
áfastri rauðri fjöður sem sýndi
stefnu vindsins. Var þannig
hægt að stilla seglin nákvæm-
lega.
áfram en við vorum í ærandi
hávaða. Ég tók myndir og klár-
aði filmuna óvart. Að lokum
skaust Laserinn fram fyrir
okkur.
„Getur ekki náð mér,“ kallaði
Bjarni.
Við snérum inn í Nauthólsvík,
nokkrir bátar voru að sigla um
voginn. Fyrir framan Siglinga-
klúbbinn Ými í Kópavogi lágu
fjórir kjölbátar. Við lentum í
sendinni fjöru Nauthólsvíkur.
Nokkru seinna kom Bjarni.
„Viltu prófa?" sagði hann og
steig á land.
„Nei, ég kann ekkert á þetta,"
sagði ég.
„Hefurðu ekki siglt Laser áð-
ur?“
„Nei.“
„Þá er tími til kominn."
Ég var færður í björgunar-
vesti.
„Áttu ekki einhvern bækling
sem ég gæti lesið. Er ekki betra
að gera þetta á morgun?"
„Svona, farðu um borð. Þú
lærir þetta ekki öðruvísi en
reyna það sjálfur," sagði Bjarni
og sneri stefninu út.
„Já, en ég kann ekkert á þetta.
í hvaða spotta á ég að toga?“
sagði ég og steig um borð.
Báturinn var valtur og mátti
sig varla hreyfa. Hann var
dekkaður með smá hólfi fyrir
fæturna, líkt og lokað hylki sem
myndi ekki sökkva þó yiti. Búið
var að taka fallkjölinn og stýris-
blaðið upp og í hólfinu var flækt
reipi. Bjarni ýtti mér frá landi á
„Beygðu betur upp í,“ kallaði
Bjarni. „Svona já.“
í vendingum var ég stirður,
vildi fórna höndum en brátt náði
ég öryggi og var farinn að
kúvenda.
En eitt sinnið er ég sigldi
beitivind, og hallaði mér út fyrir
til að sína hvað ég gæti, kom
snörp vindhviða og setti bátinn á
hliðina. Þeir skellihlógu í bátn-
um. Ég klifraði upp á síðuna,
báturinn flaut eins og korktappi.
Nokkru seinna rétti hann sig
sjálfkrafa og ég klifraði um borð
og hafði aðeins rassblotnað.
Eftir þetta lét ég bátinn æða
yfir öldutoppana, í sífelldri
spennu um að velta. Þeir eltu
mig upp undir Shell-bryggju og
spurðu hvert ég væri að fara.
Helst hefði ég viljað sigla út í
sólroðann.
í landi var mastrinu smokrað
upp úr stút, engin stög voru í
mastrinu, og ég heillaðist af
einfaldleikanum. Seglinu var
rúllað utan um mastrið og bát-
urinn tekinn inn. I ljós kom að
klúbburinn átti þennan bát og
þar sem ég var meðlimur gæti ég
fengið hann eina kvöldstund
gegn vægu gjaldi.
„Þetta gekk ágætlega hjá mér,
var það ekki?“ sagði ég.
„Jú, þú stóðst þig vel,“ sagði
Bjarni.
„Þetta var ekki eins erfitt og
ég hélt.“
„Sá sem reynir aldrei neitt,
getur aldrei neitt."
Bjarni Guðmundsson á Laser.