Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Breska blaðið The Tim- es sagði nýlega í for- ystugrein, að valið, sem breska stjórnin stendur frammi fyrir í baráttu sinni við verðbólguna, sé náskylt ágreiningnum milli Milton Friedmans og Fri- edrich A. Hayeks. Fried- man haldi því fram, að ráðast beri gegn verðbólg- unni með því að telja hana niður smátt og smátt. Hay- ek vilji, að gripið sé til harkalegra en skamm- vinnra aðgerða. Segir blað- ið, að enginn þurfi að efast um, að það sé yfirlýst stefna ríkisstjórnar Mar- garet Thatchers að fara leið Friedmans. Atburðar- ásin kunni hins vegar að knýja hana til að feta sig inn á þá braut, sem Hayek mæli með. Hayek-aðferðin sé sársaukafyllri, en hún gefi einnig fyrirheit um skjótan bata, þegar verð- bólgan hafi verið þurrkuð út úr kerfinu. Síðan rifjar The Times upp þau sjón- armið, sem Hayek kynnti hér á landi í vetur, að ríkisstjórnir geti auðveldar þraukað stuttan tíma mik- illar óánægju en löng tíma- bil minni óvinsælda. Blaðið segir, að skoðun Hayeks sé mjög líklega rétt. Hvetur það bresku ríkisstjórnina til að hvika hvergi frá settum áformum sínum og segir, að hið minnsta frávik verði til þess að auka hraða verðbólgunnar á nýjan leik og þar með lengja atvinnu- leysistímann. Astæða er til að vekja athygli á þessum sjónar- miðum hins virta breska blaðs hér á landi, því að við stöndum að mörgu leyti í svipuðum sporum og Bret- ar, þótt atvinnuleysi hafi ekki hafið innreið sína, enda er brottflutningur fólks úr landinu öryggis- ventill að því leyti. Ríkis- stjórn Gunnars Thorodd- sens fylgir í megindráttum stefnu í anda Friedmans í baráttu sinni við verðbólg- una. Hún valdi þann kost að grípa á verðbólguvand- anum með hægfara niður- talningu. Framkvæmd stefnunnar er þó mjög handahófskennd og þótt markmiðið sé að verðbólg- an verði á árinu 1982 orðin svipuð og í nágrannalönd- unum er leiðin að því mjög óljós. Þá er ríkisstjórnin alls ekki undir það búin að horfast í augu við óhjá- kvæmilegar afleiðingar stefnu sinnar, þess vegna eru miklar líkur á því, að hún muni hopa og verð- bólgan magnast á ný með auknum hraða. Framsóknarflokkurinn eignar sér höfundarréttinn á niðurtalningarleiðinni, hann kallaði hana „norsku leiðina" í kosningabarátt- unni á liðnum vetri og þóttist hafa fullkomið vald á framkvæmd hennar. En þessi tækifærissinnaði flokkur er þekktari fyrir annað en stefnufestu og vel ígrundaðar aðgerðir. í rík- isstjórninni hefur hann valið þann kost, að beita úreltu verðlagskerfi til að koma fram vilja sínum. í raun hefur öllum vanda verið ýtt á undan sér sam- tímis því sem opinber þjón- ustufyrirtæki og einkafyr- irtæki hafa verið tekin slíku kverkataki, að óvíst er, hvernig þau lifa það af. Vandi þjónustufyrir- tækjanna í opinberri eign mun með einum eða öðrum hætti bitna á neytendum þeirra, annað hvort í lélegri þjónustu eða aukinni skatt- heimtu og hærri gjalds- krám, þegar fram líða stundir. Einkafyrirtækin geta ekki með sama hætti leitað á náðir ríkishítarinn- ar. Þeir aðilar, sem verða harðast úti vegna hins vit- lausa verðlagskerfis og geð- þóttaákvarðana stjórn- málamanna við beitingu þess eru innflytjendur og kaupmenn. Kerfið setur þeim óeðlilegar skorður og hvetur þá síður en svo til hagkvæmra innkaupa. Að lokum bitnar það auðvitað með fullum þunga á neyt- endum, öllum almenningi. Stefna ríkisstjórnarinn- ar í anda Milton Friedmans er framkvæmd með svo handahófskenndum hætti, að hugmyndasmiðurinn myndi fyrirverða sig fyrir þann skapnað, ef hann kynntist honum. Ráðherr- arnir eyða kröftum sínum í alls kyns millifærslur og búa ekki yfir neinni fram- sýni í atvinnumálum. Án sérstakra aðgerða stöðvast frystihúsin, burðarás út- flutningsframleiðslunnar. Verslunar— og þjónustu- fyrirtækjum er haldið í greipum marklausrar ofstjórnar. Um verslun- armannahelgi er vert að minnast þess, að mesta niðurlægingu hefur ís- lenska þjóðin orðið að þola á tímum verslunarhafta og einokunar. Verði ekki mót- uð ný og markviss endur- reisnar- og umbótastefna er augsýnilegt, að allt stefnir enn á verri veg. Svo mjög hafa núverandi vald- hafar hallmælt leið Hay- eks, að allt bendir til þess, að þeir muni enn um sinn halda áfram á braut Fried- mans án þess að viður- kenna tilvist lærimeistar- ans eða taka nægilegt mark á honum. Að viðvirkeima lærimeistarann | Reykjavíkurbréf l♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 2. ágúst »»< Frjálsræði eða ríkis- forsjá Tilgangurinn með stjórnmála- samstarfi sósíal-demókrata og sósíalista er sá, að gera hlut ríkisvaldsins sem mestan, að taka sem mest af tekjum manna og beina þeim inn í ríkishítina, svo að misvitrir stjórnmálamenn og gæð- ingar þeirra geti dreift þeim aftur. Markmið þessara flokka er sem sé að hafa fulla vasa af fé annarra til ráðstöfunar á pólitískum forsend- um. Sú kennisetning er ómótmæl- anleg, að ráðdeild manna eykst ekki við það, að þeir hafi ótak- markað ráðstöfunarvald yfir fjár- munum annarra. Síst af öllu er það til að bæta ráðdeildina, þegar fjárhaldsmaðurinn er í þannig aðstöðu gagnvart umbjóðanda sin- um, að með margvíslegum ráðum getur hann komið honum á kné. Sósíal-demókratar og sósíalistar telja sig hafa náð lengst á óska- braut sinni, þegar þeir hafa þann- ig í fullu tré við almenning, og hann getur I hvorugan fótinn stigið vegna þess hve hann er orðinn háður þeim, sem arðrændi hann, ríkinu. Hér á landi eru það Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn, sem eru boðendur þeirra þjóðfé- lagskenninga, sem telja, að mönn- um sé best borgið, þegar þeir hafa hreiðrað um sig í náðarfaðmi hins alvalda, fjársterka ríkis. Það er furðulegt að sjá talsmenn þessara flokka reyna að komast hjá um- ræðum um þessi grundvallaratriði með vangaveltum um mismunandi rekstrarform fyrirtækja. Eins og slík atriði skipti sköpum í þessu sambandi. Aðalatriðið er með hvaða hugarfari menn ganga til stjómmálastarfs, hvort þeir eru á þeim vettvangi til að berjast fyrir hagsmunum ríkishítarinnar og þeirri barnalegu trú, að hún geri allt best, eða hvort þeir eru þar til að gefa mönnum kost á að sann- reyna réttmæti hins forna spak- mælis, að hver er sinnar gæfu smiður. Á þessu tvennu er grund- vallarmunur. Þróunin bæði hér á landi og í nágrannalöndunum hefur því mið- ur gengið allof langt í þá átt, að ríkishítin sé sett á einhvern stall og litið á hana sem allsherjar bjargvætt. Eins og jafnan er, þegar mál hafa þróast á þann veg, eru margir, sem telja hag sínum borgið við óbreytt ástand, og hinir, sem vilja breyta því verða fyrir margvíslegu ámæli til að gera þá grunsamlega. Með þessum hætti sækja sósíal-demókratar og sósíalistar nú gegn andstæðingum sínum, til dæmis hér á landi. Um leið og þeir berjast fyrir aukinni ríkisíhlutun verða þeir sífellt aft- urhaldssamari og tregari til að líta á núverandi völd ríkisins með gagnrýnisaugum. Þess í stað er til dæmis byrjað að ræða um rekstr- arform fyrirtækja. Einkarekstur og „félagsleg- ur“ rekstur Rekstrarform fyrirtækja er í sjálfu sér ekkert höfuðatriði svo framarlega sem þeim eru búin þannig skilyrði, að þau standi jafnt að vígi hvort sem um einkafyrirtæki, samvinnufyrir- tæki eða ríkisfyrirtæki er að ræða. Vildarvinir ríkishítarinnar og gæslumenn samvinnuhreyfingar- innar á pólitískum vettvangi hafa séð svo um, að ríkisfyrirtækin og samvinnufélögin búa við hagstæð- ari skilyrði en fyrirtæki í einka- eign. Viðskiptalífið hér á landi geym- ir ótal dæmi um þann forgang, sem ríkið telur sig hafa í krafti einokunar sinnar. Þessi dæmi eru bæði stór og smá, en öll einkenn- ast þau af skorti á viðleitni til að koma til móts við viðskiptavininn. Um hann er hugsað á þann veg, að honum sé það fyrir bestu að fara að reglum seljandans annars fái hann aðeins reykinn af réttunum. Hvaða einkaaðila myndi til dæmis líðast til lengdar að neita að taka við greiðslu í ávísun eins og tíðkað er af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og Fríhöfninni á Keflavík- urflugvelli? Myndu menn láta það viðgangast ef Fríhöfnin væri einkafyrirtæki, eins og hún á auðvitað að vera, að þeir gætu ekki greitt fyrir varninginn þar nema með seðlum? Athyglisvert er, að þegar fjár- hagur Sambands íslenskra sam- vinnufélaga er viðunandi, snúast fréttir af aðalfundi þess að mestu leyti um félagslegt gildi sam- vinnuhreyfingarinnar og nauðsyn þess, að hún geti sinnt hlutverki sínu á því sviði með aðgerðum af margvíslegu tagi. Hins vegar er rekstrarafkoman meginfréttaefn- ið, þegar þyngist undir fæti, og þá er látið hátt um nauðsyn dreifbýl- isverslunarinnar og þær þröngu skorður, sem henni eru settar. Á aðalfundi SÍS í sumar var aðallega fjallað um málefni félagslegs eðlis enda þótti ástæðulaust að vekja of rnikla athygli á tekjuafganginum. Þótt síðasta ár hafi verið eitthvert hið versta, sem yfir landbúnaöinn hefur gengið, sáust þess lítil merki í reikningum SIS, enda fá bændur ekki greiðslu þaðan, fyrr en fyrir- tækið hefur allt sitt á hreinu. Kemur sú aðferð við reksturinn væntanlega viðsemjendum SIS til góða í þeirri lotu, sem nú stendur yfir milli Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna og Al- þýðusambandsins. Á það hefur verið minnst í fréttum nýlega, að ýmis þjónustu- fyrirtæki ríkisins, sem keppa við einkaaðila, til dæmis að því er varðar smiðjurekstur, nytu þess í samkeppninni, að þau þyrftu ekki að standa skil á söluskatti. í þessu máli eru ekki öll kurl komin til grafar, en hitt er ljóst, að það munar um minna en 23% sölu- skatt, þegar menn eru að gera tilboð í verk. Skattaívilnanir til handa samvinnuhreyfingunni voru til umræðu í Velvakanda- dálki blaðsins í vikunni og þar kom fram, að af 100 milljóna króna hreinum tekjum er sam- vinnufélagi gert að greiða 16,4 milljónir króna í skatta en venju- legu hlutafélagi 49,2 milljónir króna. Áform munu uppi um það, að ráðast í mikla uppbyggingu á Landsmiðjunni. Hefur ríkissjóður nýlega lánað fyrirtækinu 120 milljónir króna, svo að það geti greitt Reykjavíkurborg fyrir lóða- réttindi. Stjórnendur fyrirtækis- ins fara þess á leit, að á næstu fjárlögum verði einum milljarði króna varið til að efla Landsmiðj- una. Er ekki að efa, að þær óskir verða teknar til greina af iðnað- arráðherranum og fjármálaráð- herranum, sem báðir eru úr Al- þýðubandalaginu. Vafalaust verð- ur sjávarútvegsráðherrann til- búinn að styðja þetta framtak, því að ekki stundar Landsmiðjan skipasmíðar. Hins vegar byggir hún afkomu sína fyrst og fremst á sölu á innfluttum vélum til land- búnaðarframleiðslu og vegghill- um. Hvað ætli ríkisrekstrarsinn- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980 2 1 Verzlunin er síðasta stig fram- leiðslunnar á leið til neytandans Hvenær var fyrsti frídag- ur verzlunarmanna hald- inn? Það var fimmtudaginn 13. september 1894, eða fyrir 86 árum. Síðar varð fyrsti mánudagur í ágúst fyrir val- inu og er svo enn og mun verða um ókomna framtíð. „Frídagur verzlunar- manna" er annars mjög merkilegur dagur í sögu þjóð- arinnar. Hann er einstakur að því leyti, að upphaf hans var, að ein atvinnustétt, verzlunarmenn, launþegar og vinnuveitendur, tóku höndum saman og völdu einn virkan dag, sem sameiginlegan frí- dag. Þegar litið er 86 ár til baka, verður að telja þetta mjög merkilegt framtak og það ánægjulega er, að sú ósk hefur ræzt, sem kom fram í ræðu W. Christensen, kaup- manns, sem sagði, þegar hann lýsti tilgangi hátíða- halda fyrsta frídags verzlun- armanna, „að þetta væri byrjun almennrar skemmti- samkomu verzlunarstétt- arinnar, og vonaði, að það mætti haldast við ár frá ári.“ — Samtal við Magnús L. Sveins- son formann Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur Sú breyting hefur orðið á, að nú má segja að flestar aðrar stéttir taki sér einnig frí þennan dag. Er vitað um tildrög þess að verzlunarmenn efndu til þess fridags? í fundargerðarbók stjórnar Verzlunarmannafélags Reykjavíkur frá þessum tíma, er sagt, að stjórnin hafi komið saman til fundar þann 8. sept. 1894 og þar segir: „Umræðuefni fundarins var einkum það, að kaupmenn og verzlunarstjórar allra hinna stærri verzlana hér í Reykja- vík höfðu — fyrir milligöngu herr. Guðbr. Finnbogasens, boðið að gefa þjónum sínum frídag í næstu viku, til þess að þeir gætu skemmt sér á einn eða annan hátt.“ Það hefur jafnan fylgt af- greiðslustörfunum, að vinnu- tíminn hefur verið mjög langur. Ég hygg að mönnum hafi því fundist vel til fundið, að þetta fólk fengi frí einn virkan- dag yfir sumarið. Þannig er það reyndar enn í dag, að vinnutími afgreiðslu- fólks er með því lengra sem þekkist. Hvert er álit þitt á stöðu verzlunarinnar, þegar rætt er um undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar? Það fer ekkert milli mála, að verzlunin er einn af undir- stöðuatvinnuvegum þjóðar- innar. Það ætti að vera öllum ljóst, að framleiðslugreinarn- ar, bæði fiskiðnaður og annar iðnaður, hvaða nafni sem hann nefnist, eru algjörlega háðar verzluninni. Verzlunin er ómissandi tengiliður milli frumframleiðslunnar og neytenda. Enda stendur ekki á, að gagnrýna verzlunina, ef neytendum finnst skorta á þjónustu af hennar hálfu. Það, hvað aðrar atvinnu- greinar eru háðar verzlun- inni, sést glöggt einmitt um Magnús L. Sveinsson þessar mundir, þegar tregða er á sölu fiskafurða, á þeim mörkuðum, sem við höfum búið við. Þá spyrja menn: Er ekki hægt að afla nýrra markaða? Þá reynir m.a. á söluhæfileika okkar sem verzlunarstéttin sér um. Þannig er það með fram- Ieiðslugreinarnar, að einn af grundvallar-þáttum þeirra og undirstaða er verzlunin. Það er nefnilega lítill arður, sem framleiðslugreinarnar gefa af sér, ef ekki eru til aðilar, sem koma framleiðsl- unni á markaðinn, þar sem neytendur eru til staðar. Þar kemur til kasta verzlunar- stéttarinnar. Það má því segja að verzlunin sé síðasta stig framleiðslunnar á leið til neytandans. Það er því ljóst, að eins og verzlunin er háð öðrum und- irstöðuatvinnugreinum, eru þær ekki síður háðar verzlun- inni. Allt byggist þetta á því, að hver þáttur fyrir sig og sameiginlega geti gengið snuðrulaust. Þessum stað- reyndum verða stjórnvöld að gera sér grein fyrir á hverj- um tíma og tryggja það, að verzlunin sem og aðrar und- irstöðuatvinnugreinar búi við eðlilegan rekstrargrundvöll. Það er forsenda þess, að atvinnuvegirnir standi undir sómasamlegum launum laun- þegum til handa. Ég óska öllu verzlunar- og skrifstofufólki ánægjulegrar verzlunarmannahelgar. arnir myndu segja, ef fyrirtæki í slíkum viðskiptum í einkaeign eða vélsmiðja eins og t.d. Héðinn færi fram á lán úr ríkissjóði til lóða- kaupa og bæði síðan um milljarð til að geta byggt á lóðinni? Innflutnings- og gjald- eyrishöft? Því miður hefur talsmönnum einkarekstrar ekki tekist að stíga skrefið til fulls, þannig að jafn- ræði sé milli hinna ólíku rekstr- arforma og þau fyrirtæki tekin undan pilsfaldi ríkisins, sem þar eiga ekki heima lengur og hafa kannski aldrei átt þar heima. Þeir, sem hafa viljað hamla gegn ríkis- íhlutuninni, hafa undanfarið orðið að sækja gegn straumnum, en ekki er ólíklegt að nú sé komið að vatnaskilum, ekki verður lengra haldið á sömu braut. Helsti þrándur í götu heilbrigðs einkarekstrar hefur verið íhlutun- arsemi ríkisvaldsins í krafti úr- eltrar veðlagslöggjafar. í tíð við- reisnarstjórnarinnar, sem stuðl- aði að stærstu umbótunum á sviði atvinnurekstrar síðustu áratugi, kom einn ráðherra Alþýðuflokks- ins í veg fyrir, að samþykkt væri víðsýn verðlagslöggjöf. I tíð ráðu- neytis Geirs Hallgrímssonar 1974—78 náðist mikilvægur áfangi með setningu nýrrar verðlagslög- gjafar. Hins vegar var hið besta úr henni auðvitað eyðilagt, þegar kommar og kratar komust í stjórn haustið 1978 og síðan hefur undir forystu framsóknarmanna í verð- lagsmálunum verið stefnt í algjört óefni og þar með stórspillt rekstr- arafkomu fjölda fyrirtækja. Þarf engum að koma á óvart, að kommar og kratar beiti sér þannig gegn einkarekstrinum og það gera framsóknarmenn einnig svo lengi sem „félagslegi" þáttur samvinnu- hreyfingarinnar er einhvers met- inn. Átak viðreisnarstjórnarinnar fólst ekki síst í því að afnema gjaldeyris- og innflutningshöft. Síðan það var gert hafa Islend- ingar undirgengist alþjóðasamn- inga bæði með aðildinni að EFTA og viðskiptasamningum við Efna- hagsbandalags Evrópu, sem fela í sér skyldu að stuðla að frjálsum viðskiptum. Þess vegna veldur það furðu, þegar þess verður vart í einu stjórnarblaðinu, Þjóðviljan- um, að þar teldu menn ekki óeðlilegt, að ríkið tæki að sér að stjórna innflutningsmagni og gjaldeyrissölu á nýjan leik. í forystugrein Þjóðviljans 23. júlí sagði m.a.: „Ætli menn í alvöru að sigrast á viðskiptahall- anum, þá er hætt við að endur- skoða þurfi þá fáránlegu meðferð á dýrmætum gjaldeyri sem hér viðgengst enn.“ Á forsíðu Þjóðvilj- ans 29. júlí má svo lesa þessa fyrirsögn: „Nóg af gjaldeyri? — Bílafjöldinn tvöfaldast á áratug,“ og neðar á sömu forsíðu: „Er rétt að draga úr bílainnflutningi í Ijósi viðskiptahallans? — „Ekki tíma- bært“, segir viðskiptaráðherra." Og enn er sótt á sömu mið í forsíðufyrirsögn 31. júlí, en þá segir Þjóðviljinn: „Verulegur gjaldeyrir fer í bifreiðakaup: flutt inn fyrir 12 miljarða fyrstu 6 mánuði þessa árs.“ Enginn þarf að efast um, hvað ritstjóri Þjóðvilj- ans átti við með orðunum „fárán- leg meðferð á dýrmætum gjald- eyri“ eftir að hafa lesið forsíðufyr- irsagnir blaðs hans siðan. Hugrenningar um að ríkisvaldið taki að skammta innflutning á bílum eru svo forneskjulegar, að engir nema örgustu ríkisafskipta- sinnar geta borið þær í brjósti. En áhugi Þjóðviljans á þessu máli sýnir, hvílík afturför hefur orðið í viðhorfinu til stjórnar efnahags- málanna á þeim tveimur árum, sem liðin eru síðan kommar og kratar sameinuðust með fram- sóknarmönnum í ríkisstjórninni. Þar komst gamla hafta- og kerf- isliðið aftur saman í eina sæng og síðan hefur allt verið á einn veg, niður á leið. Er ekki að efa, að í hinni ófaglærðu efnahagsmála- nefnd ríkisstjórnarinnar, hefur ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur þingflokks Alþýðubandalags- ins, þegar lagt til, að liturinn á bílaskömmtunarseðlunum verði almennt rauður, en grænn fyrir þá, sem ætla að kaupa af SÍS. Viö einir vitum Afstaða ríkisafskiptasinna mótast af kjörorði þeirra: Við einir vitum. Við einir erum færir að veita lýðnum þá leiðsögn, sem hann á skilið. Menn þurfa ekki að vera gjörkunnugir starfsháttum „gáfumannahópsins" í Alþýðu- bandalaginu til að komast að raun um, að þessar setningar lýsa viðhorfi hans í einu og öllu. Einn félagsmanna í þeim hópi er Guðrún Helgadóttir, sem á tiltölulega skömmum tíma hefur náð þeim frama innan Alþýðu- bandalagsins að sitja bæði í borg- arstjórn og á Alþingi fyrir þess hönd. Að undanförnu hafa verið nokkrar umræður um svonefnd kreditkort og sýnist sitt hverjum eins og við er að búast. Slík kort hafa náð miklum vinsældum og útbreiðslu erlendis. Hér á landi eru það einkaaðilar, sem hafa stofnað til fyrirtækis um útgáfu kórtanna og virðist það grunsam- legt í augum margra jafnt banka og hinna sem sjá ekki annað en náðarfaðm rikisins. Þjóðviljinn bar útgáfu þessara korta undir Guðrúnu Helgadóttur, sem virðist sérfræðingur „gáfumannahóps- ins“ í þessari kortagerð. Ekki stóð á svörunum. Guðrún sagði: „Kreditkortin eru bara enn ein leiðin til að kenna fólki að kaupa meira en það þarf og getur... þau eru verðbólguvaldur og það er alvarlegt mál að ríkis- stjórn sem ætlar að ná niður verðbólgu skuli ekki gripa í taum- ana til að koma í veg fyrir starfsemi af þessu tagi... Það er nefnilega freistandi að kaupa alls kyns óþarfa, hvort sem kaupand- inn á fyrir honum eða ekki og margur hefur fallið fyrir þeirri freistingu... Mér finnst að ríkis- stjórnin þurfi að grípa í taumana, efnahagsvandinn er nægur þó að þetta bætist ekki við.“ Skriffinnur á vegum KGB hélt því fram, að umferð bíla hefði verið stöðvuð inn í Moskvu til að Ólympíuleikarnir gætu ekki hagg- ast um mínútu vegna umferðar- öngþveitis. Guðrún Helgadóttir segir, að ríkisstjórnin verði að grípa í taumana, svo að almenn- ingur falli ekki í þá freistni að kaupa eitthvað, sem hann á ekki fyrir. Hún notar svonefnd kredit- kort sem skálkaskjól fyrir aðför sinni að einstaklingsfrelsinu eins og kommúnistarnir í Moskvu hafa notað Ólympíuleikana í sama til- gangi upp á síðkastið. Þurfa menn fleiri vitni um verslunarmanna- helgi til að fá sönnur fyrir því hve mikil fyrirlitning á einstaklingn- um felst í oftrúnni á ríkishítina og í hvaða ógöngur sú trú getur leitt þá sem hana iðka hvort sem þeir eru sósíal-demókratar, sósíalistar eða kommúnistar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.