Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980 17 Sverrir Sigurðsson, sem fyrir skömmu gaf Há- skóla íslands málverka- safn, heimsóttur urkantinn. Þær kannast orðið við mig. — Hann veit um hreiður, segir Ingibjörg, hérna út um allt, en segir engum frá, ekki einu sinni mér. Var narraður til Kanarí — Þið hafið sennilega ekki oft verið í siglingum á sumrin? — Ég skal nú segja þér, að ég var einu sinni narraður til Kanarí. Mér leiddist svo óskaplega, ég hafði ekkert að gera, því ég kann ekki að liggja í sólbaði. — Myndirðu vilja brjóta þetta land hér á nýjan leik, Sverrir, þegar þú horfir til baka á verkin þín? — Nei, ekki hér, ég fengi mér betra land til ræktunar. Hér verður skóflustungan hvít af jökulleir. Svo eru snjó- þyngslin, sem mikið skemma, annars hef ég verið að reyna að byggja upp varnargarða. Svo var oft skelfing erfitt að eiga við ána hérna, þó lítil spræna sé. Stundum varð hún ófær og gestir hjá okkur lokuðust inni. Ingibjörg býður okkur í kaffi og heimabakaðar kökur í bústaðnum. Upphaflega var þetta 20 fermetra skúr, sem kallaður var verkamannsskýli. Nú er það notalegt og rúmgott sumarhús. Ég leiði að því hugann yfir bakkelsinu, hvort húsráðendur kynnu betur við sig hér í sveitinni eða á Seltjarnarnesinu, þar sem þau búa. — Þegar ég er hér, segir Ingibjörg, langar mig ekki á Nesið, en þegar ég er þar, langar mig ekki hingað. — Við hjónin sögðum, að mig minnir, við Björn Th.: Þú þarft að koma hingað til þess að þekkja okkur virkilega. — Hvort þykir þér nú vænna, Sverrir, um málverkin þín eða myndina, sem þú sérð hérna út um gluggann? — Það er nú ekki gott að segja, mér þykir vænt um hvorutveggja. Þetta er þó dá- lítið ólíkt, þessi mynd hérna er lifandi og sköpuð af okkur, en í hinu er maður þiggjandi. Það er farið að kvölda. Margt hefur verið spjallað, sem ekki verður fest á blað. Tíminn liður hratt á þessum fallega stað, en sem við hverf- um á braut af skógarsvæðinu upp á melana, þá hugsar maður sem svo: Allt þetta er hægt að gera víða á Islandi, ef ár trésins væru fleiri hjá mörgum. Dr. Erlendur Haraldsson dósent: JÆerk bók um Islendinga Richard F. Tomasson: ICELAND THE FIRST NEW SOCIETY útgefiö af lceland Review Iceland the First New Society er tvímælalaust merkasta bók sem útlendur maður hefur ritað um íslendinga um áratugi. Reyndar þekki ég enga bók sem er sam- bærileg. Þetta er ekki ferðabók þótt höfundur hafi heimsótt land- ið nokkrum sinnum og ferðast víða, heldur er þetta fyrst og fremst bók um okkur íslendinga rituð af fræðimanni sem virðist ekki aðeins glöggskyggn á ein- kenni þjóða, heldur hefur af að- dáanlegri elju aflað sér sægs gagna um íslenska þjóðfélags- hætti, sögu, bókmenntir, trúmál, venjur og viðhorf ýmiss konar. Bók sína byggir Tomasson á kynn- um sínum af ýmsum þekktum mönnum hérlendis, á stöðluðum viðtölum við hundrað manns víða um land og framar öllu á fjölda prentaðra heimilda innlendra sem erlendra, fornra sem nýrra. Richard Tomasson (sem er ekki af íslenskum ættum) er prófessor í félagsfræði við háskóla Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Hann hefur áður skrifað merka bók um Svía og sænskt þjóðfélag. Áhugi hans virðist fyrst og fremst vera á samanhurði þjóða sem byggður er á áreiðanlegum heimildum. Áhug- inn fyrir íslandi stafar þó ef til vill öðru fremur af því að hann telur íslenskt þjóðfélag hið fyrsta og jafnframt elsta hinna nýju þjóðfélaga Vesturlanda. Landnám Islands var fyrirrennari mann- flutninganna miklu til Vestur- heims er ýmiss konar hefðir voru lagðar að baki og nýjar þjóðir mótuðust. Athygli Tomassons beinist að því hvernig þjóðfélag skapast við þessar aðstæður og hvers konar þjóðareinkenni það hefur í för með sér. Þótt bókin fjalli fyrst og fremst um íslendinga nútímans, þá hefst hún með eftirtektarverðum sam- anburði landnáms íslands og landnáms evrópskra manna í Suð- ur og Norður-Ameríku nokkrum öldum síðar. Tomasson skoðar þróun íslensks þjóðfélags, sögu okkar, bókmenntir og hugsunar- hátt frá öðru sjónarhorni en við eigum að venjast. Hann gerir þetta á lifandi og læsilegan hátt, rökstyður niðurstöður sínar vel og fræðimannalega og kemur ótrú- lega víða við. Það er aðdáanlegt hve þessi útlendi maður kafar djúpt í það efni sem hannglímir við. Manni sýnist að sennilega geti þeir, sem sinna íslenskum fræð- um, sögu, jafnvel bókmenntum, lært nokkuð af þessari bók, fengið ný viðmið, séð ýmsa þætti í víðara samhengi en fyrr. Jafnvel kven- réttindakonur og rauðsokkur ættu að geta lesið sitthvað þarna sér til gagns og skilnings. Fyrir islensk þjóðfélagsfræði, sem enn eru á bernskuskeiði, er bókin varanlegt framlag. Tomasson virðist reynd- ar vel heima í þvi sem þegar hefur verið gert hérlendis á þessu sviði. Sennilega er þetta merkasta bók um okkur íslendinga síðan Guð- mundur Finnbogason ritaði bók sína „íslendingar“ fyrir nær fjór- um áratugum. Það, hversu bók þessi er mun víðtækari og byggir meira á rannsóknum og ýmsum tölulegum upplýsingum, má að nokkru þakka því verki sém unnið hefur verið í félagsvísindum við Háskóla íslands undanfarinn ára- tug. Bók þessi er gefin út samtímis af University of Minnesota í Bandaríkjunum og Iceland Re- view. Hún er vel úr garði gerð, um 260 blaðsíður að stærð, prýdd nokkrum myndum og með ritskrá og atriðaskrá. Haraldur J. Hamar, útgefandi Iceland Review, á þakk- ir skilið fyrir að koma bókinni út hérlendis. Okkur vantar duglegar stúlkur og stráka Úthverfi Hrísateigur Hraunteigur Hringið í síma 35408 Utanhússveggklæðning Ál eða plast Þetta hus er klætt með liggjandi álklæðningu. Við bjóðum 2 tegundir af utan- hússveggklæðningum. Frá ALSIDE stærsta framleiöanda í USA í utanhússálklæöningum fáum viö álklæöninguna. ALSIDE-klæöningin fæst í 14 litum — tvenns konar áferö — slétt eöa meö viðaráferö. Lóörétt eöa liggjandi (sköruö). Mjög falleg. PLAST-klæöninguna fáum viö frá SONOBAT í Belgíu. Fæst í mörgum litum. Klæöningin er tvöföld meö milligeröum, mjög sterk. Búin aö fá margra ára góöa reynslu á íslandi. Fer mjög vel á húsum. Viö sérhæfum okkur í utanhússveggklæöningum. Kanniö úrvaliö hjá Kili s/f. Kjölur s/l, Vesturgötu 10, sími 21490. Víkurbraut 13, sími 2121.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.