Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980 Landbúnaðarvörur hækka 1. september LANDBÚNAÐARVÖRUR lækk- uðu í gærdag um 2,4%—11,4%, eins og skýrt hefur verið frá i Morgunbiaðinu. Það verður þó skammgóður vermir að óbreyttum niðurgreiðsl- um, því 1. september n.k, munu landbúnaðarvörurnar hækka á nýjan leik með hækkandi vísitölu. Mbl. tókst ekki að afla sér upplýsinga um hversu mikil hækkun landbúnaðarvaranna verður, sé miðað við bráðabirgða- tölur um hækkun vísitala. „Vonumst eftir vaxandi viðskiptum milli þjóðanna44 - segir f ráf arandi sendiherra S-Kóreu á íslandi þeim. Blm. spurði Sang Kook Han sendiherra að því hverjar líkur hann teldi á betri samskiptum Kóreuríkjanna tveggja og svar- aði hann því til, að þar væri því miður ekki við miklu að búast. í þeim viðræðum, sem fram hefðu farið milli þjóðanna, hefðu S-Kóreumenn lagt til, að byrjað yrði á að leyfa eðlilegar póst- samgöngur milli landanna og að fólk fengi að heimsækja ætt- ingja sína handan landamær- anna. Sang gat þess, að um 10 milljónum kóreskra fjölskyldna hefði verið tvístrað í lok Kóreustríðsins. N-Kóreumenn legðu hins vegar alla áherslu á fulikomna sameiningu landanna strax, sem S-Kóreumenn teldu með öllu óaðgengilegt þar sem þjóðarhelmingarnir byggju við svo gerólíkar aðstæður í efna- hagslegu og stjórnarfarslegu til- liti. Sang Koök Han, sendiherra S-Kóreu á Islandi sagðist að Iokum vilja koma á framfæri þakklæti sínu til allra þeirra, sem hann hefði átt samskipti við hér á landi. Hann hefði hvar- vetna átt vinsemd og virðingu að mæta. Hann sagðist vona að samskipti S-Kóreumanna og ís- lendinga mættu fara vaxandi í framtíðinni og nefndi í því sambandi, að á næsta ári hygð- ust S-Kóreumenn taka þátt í kvikmyndahátíð sem haldin yrði hér á landi. SENDIHERRA Suður-Kóreu á tslandi, hr. Sang Kook Han, er nú staddur hér á Iandi og er þetta hans sjötta heimsókn til landsins og jafnframt sú sið- asta að sinni þar sem hann hverfur nú til nýrra starfa fyrir land sitt. Hann hefur verið sendiherra hér i fjögur ár og haft aðsetur í Ósló. í stuttu spjalli, sem Mbl. átti við Sang Kook Han, bárust m.a. í tal samskipti þjóðanna, íslend- inga og S-Kóreumanna. Sang sagði, að fjarlægðin milli land- anna væri að vísu mikil en þrátt fyrir það væru viðskiptin minni en efni stæðu til. Útflutningur S-Kóreumanna til Norðurlanda væri einkum vefnaðarvara, skór og raftæki og færi vaxandi. Hann sagði, að í viðskiptunum við íslendinga hallaðist mjög á aðra hlið og íslendingum í óhag. S-Kóreumenn hefðu að vísu keypt nokkra ull héðan og vildu kaupa meira en vegna takmark- ana á þeim útflutningi hér væri þar við ramman reip að draga. Sang sagði, að S-Kóreumenn væru nú að þreifa fyrir sér á alþjóðlegum bílamarkaði með smábíl, sem kallaður væri Pony og væri sambærilegur við jap- anska smábíla hvað verð og gæði snerti. Sang Kook Han sendiherra sagði að mörg undanfarin ár hefðu S-Kóreumenn búið við efnahagslegt góðæri og árlegur hagvöxtur verið um 10—12%. Martin Petersen: Hef ekki ákveð- ið neitt ennþá — Ég vil ekkert um málið segja á þessu stigi, sagði Jón Júlíusson fyrrum fram- kvæmdastjóri stjórnunar- sviðs Flugleiða, sem látið hefur af störfum hjá Flugleið- um eftir 25 ára starf, er Mbl. ræddi við hann í gær, en síðasti vinnudagur hans hjá fyrirtækinu var 31. júlí sl. Martin Petersen fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða hefur einnig látið af störfum hjá Flugleiðum, en hann hóf störf hjá Loftleiðum í september 1947. Mbl. spurði hann hvað tæki nú við hjá honum: — Ég er nú ekki búinn að ákveða neitt, en hyggst hugsa um það næstu eina til tvær vikurnar hvað ég tek mér fyrir hendur. Ég óttast ekki að ég finni mér ekki eitthvert starf, enda ekki sérlega kröfuharður um hvaða störf ég hefi með höndum, sagði Martin og kvaðst að öðru leyti ekki vilja ræða um Flugleiðir, það væri lokuð bók og hann vildi ein- ungis horfa fram á við. Heyskapur gengur vel og spretta er með eindæmum góð: Vegna samdráttar víða um heim og olíuhækkana væru nú hins vegar ýmsar blikur á lofti og væri talið að hagvöxturinn yrði ekki nema 3—4% á þessu ári. Þegar blm. spurði Sang um þá ókyrrð, sem verið hefði í S-Kóreu að undanförnu, sagði hann, að þau mál væru ekki auðskýrð í stuttu máli. Núver- andi stjórnvöld hefðu þó í hyggju að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu í október n.k. um nýja stjórnarskrá og snemma á næsta ári ættu síðan að fara fram forsetakosningar og al- mennar kosningar í kjölfarið á Sang Kook Han, fráfarandi sendiherra S-Kóreu á íslandi. Samtöl á frídegi verzlunarmanna í TILEFNI af frídegi verzlun- armanna átti Morgunblaðið samtöl við nokkra aðila verzl- unarinnar um stöðu hennar í dag, frelsi í verzlun o.fl. Bls. 10: Samtal við Þorvarð Elíasson skólastjóra Verzlun- arskólans og Arna Jónsson kaupmann. Bls. 11: Samtal við Jóhann J. Ólafsson stórkaupmann í Reykjavík, Valdemar Baldvins- son stórkaupmann á Akureyri og Jónas Eggertsson bóksala. . Bls. 12: Samtal við Úlfar Ágústsson kaupmann á ísafirði, Guðmund I. Gunnlaugsson í hjólasólningunni Bandag og Pét- ur Guðmundsson verzlunarmann hjá SÍS. Bls. 13: Samtal við Ásgeir Holm í Málaranum. Bls. 21: Samtal við Magnús L. Sveinsson formann Verzlunar- mannafélags Reykjavikur. Bls. 22: Viðskiptasíða, m.a. með samtali við Bjarna Snæ- björn Jónsson hagfræðing Verzl- unarráðs. Bls. 28: Pétur Pétursson ræðir við Kristin Einarsson kaup- mann. Tímabilið 1958-1978: Útflutningur hef- ur nær tílaldast INNFLUTNINGUR landsmanna jókst um 17,8% á sl. ári frá árinu 1978, en útflutningur jókst á sama tímabili um 20,21%. AIls var flutt út fyrir um 278,5 milljarða króna, en inn fyrir um 292,0 milljarða króna. Vöru- skiptajöfnuðurinn var því óhag- stæður um liðlega 13,7 milljarða Ef litið er á sambærilegar tölur fyrir árin á undan, þegar þær hafa verið uppfærðar á meðalgengi ársins 1978, kemur í ljós, að innflutningur landsmanna á árinu 1978 var tæplega 248 milljarðar Nafn konunn- ar sem lézt KONAN, sem lézt í eldsvoðanum að Langholtsvegi 77 í fyrradag hét Mathilde Ellingsen. Hún var 68 ára gömul, fædd 11. júlí 1912. Hún lætur eftir sig eiginmann og uppkomin börn. Eldsupptök eru ókunn. Rann- sóknarlögregla ríkisins vann í gærmorgun að rannsókn málsins. króna, en verðmæti útflutnings var um 231,6 milljarðar króna. Innflutningsaukningin frá árinu áður var um 5,7%, en árið 1977 var flutt inn fyrir andvirði um 234,5 milljarða króna, miðað við meðal- gengi ársins 1978. Útflutningurinn milli áranna hafði hins vegar aukizt um nær 24,4%, en hann var á árinu 1977 um 186,2 milljarðar króna. Vöruskiptajöfnuðurinn hefði því verið óhagstæður um rúmlega 16,4 milljarða á árinu 1978, en um rúmlega 48 milljarða króna á árinu 1977, ef verðmæti inn- og útflutnings væri fært upp á með- algengi ársins 1978. Við samanburð á inn- og út- flutningstölum, miðað við meðal- gengi ársins 1978, kemur í ljós, að útflutningur landsmanna hefur um tifaldast á tímabilinu 1958— 1978, eða úr 24,5 milljörðum króna í 231,6 milljarða króna. Innflutn- ingur hefur hins vegar nær átt- faldast á þessu tímabiii, en inn- flutningurinn var um 32,6 millj- arðar króna árið 1958, en var 1978 um 248 milljarðar króna. Slys á börnum í heimahúsum HEILSUVERNDARSTÖÐ Reykjavíkur hefur nýlega gefið út bækling sem fjall- ar um slys á börnum í heimahúsum. Bæklingurinn er 18 blað- síður, og mikið mynd- skreyttur. í honum er gerð grein fyrir margskonar hættum fyrir börn, sem stafa af daglegum hlutum á heimilum, s.s. stigum, rúmi barnsins, barnavagninum, pelanum, svölum og svo framvegis. Slys á f • V börnum| ^ i heimahúsum Möguleikar kannaðir á heysölu til útlanda „HEYSKAPUR hefur víð- ast gengið mjög vel og spretta verið með eindæm- um góð,“ sagði Agnar Guðnason, blaðafulltrúi Búnaðarfélags íslands, er Morgunblaðið spurði hann hvernig heyskaparhorfur væru að þessu sinni. „Sérstaklega hefur hey- skapur gengið vel á Suður- landi og sums staðar í Eyjafirði er heyskap lokið. Aðalatriðið nú er að koma einhverju af þessu heyi á erlendan markað, því tals- vert hefur dregið úr eftir- spurn hér innanlands. Ör- ugglega verður hægt að selja nokkurt magn til Norður-Noregs en verð á heyi er tiltölulega hátt þar í landi. Ákveðið var á fundi hjá Framleiðsluráði í dag, að Gunnlaugur Björnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Búvörudeild Sam- bandsins, færi til Noregs á mánudag og fullkannaði þar möguleika á heysölu, en verulegar líkur virðast á, að hægt verði að selja hey til Vestur-Noregs. Búreikningastofa land- búnaðarins hefur reiknað út framleiðsluverð á heyi og er það u.þ.b. 85 kr. hvert kíló. Verðið í Noregi er frá 100 til 160 kr/kg en flutn- ingsgjöld á heyi eru hins vegar nokkuð há.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.