Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980
29
Jón á Hjalla,
afi Kristins.
Kristinn við verslunarhús
sitt við Laugaveg í byggingu.
Við vorum svo langt frá, við
vorum 500 metra frá og þar var
maður öruggur. Klöppin sem við
stóðum á hún gekk í bylgjum.
Varðan var hlaðin á klöppinni og
þá kipptist varðan til og það þoldi
hún ekki. Einu sinni hrundi í
Raufarhólshelli og hann styttist
um 100 metra, það voru á honum
þrjú op. Það hrundi frá einu opinu.
Ég hef mælt hann. Hann er tæpir
900 metrar.
P: Gerðir þú þér ekki tíðar
ferðir upp á fjallið og í hellana?
Jú, það eru ekki svo margir
hellar þarna, það eru skútar, á
Riftúni, næsta bæ við Þórodds-
staði, þar var hellir sem var
kallaður Gapi og er þarna enn.
Það átti einu sinni að hafa farið
kálfur inn í hann og komið upp í
Hafnarfirði. Það var náttúrlega
vitleysa, en það var ekki nema
stutt hægt að komast inn í hann.
einn eða tvo metra, en svo hafði
náttúrlega hrunið úr hellinum og
lokast fyrir kjaftinn á honum.
Ég skaut ósköp af rjúpu þarna,
en það var ekki fyrr en ég varð
eldri, 16—17 ára. Það var í kring
um Raufarhólshelli, þar var ágæt-
ur sta'ur til að skjóta rjúpu. Það
var hraunið sem rann, þegar hann
Skafti Þóroddsson var á alþingi.
Það var árið 1000. Það var kallað
Eldborgarhraun. Það kom úr
tveimur gígum sem eru á milli
Meitlanna sem kallað er, það er
nyrðri Meitill og fremri Meitill,
það er á Lágaskarði. Það hefur
verið svo mikil umferð þar í gamla
daga að það eru 5 eða 6 sentimetra
skorur í öllum klöppum þar sem
að þeir hafa farið og er enn. Það er
líka á Hellisheiði, þar hafa þeir
farið karlarnir beint yfir í Kolvið-
arhól. En þetta voru þeir sem
komu úr Höfninni, sem kölluð var
Þorlákshöfn. Sjómenn og hinir og
aðrir. Þarna fóru alltaf hestarnir
og meitluðu svona skorur í bergið.
Þetta sést enn og eru oftast tvær
samhliða götur, því þeir hafa verið
hver með öðrum karlarnir. Ég
þekki alveg hverja einustu hunda-
þúfu þarna af því að ég fór þarna
um allt, aðallega í rjúpnaskytterí
og í berjaheiði, það er margt hægt
að gera þarna ef maður nennti því.
P: Segðu okkur eitthvað fleira
um ferðir ykkar krakkanna.
Það var nú þarna sem við fórum
í berjaferðirnar. Svo var það á
haustin, þegar búið var að heyja,
þá vorum við látnir fara upp í
fjallið og slá. Þar voru hliðar og
þar var ágætis gras og þá kom það
fyrir að við vorum með tjald og við
lágum í því. Það var voða gaman
að því. Það var nú ekki nema öðru
hvoru. Það var ekki á hverju ári,
svona annað hvert ár í mesta lagi.
Það var svo reitt heim. Það var
hálfa leið frá bænum okkar að
Hveradölum, þar sem nú er skíða-
skálinn. Það var svona miðja vegu
— það eru svona tíu km þangað,
en við vorum svona 5 km frá
bænum.
P: Það hefir náttúrlega verið
fært frá hjá ykkur á þessum tíma?
Það var gert fyrst þegar ég man
eftir. Það fyrsta sem við vorum
látin gera var að passa lömbin,
þegar þau voru rekin, þá var svo
mikið jarmið og lætin í þeim. Það
var ekkert betra en þegar kerl-
ingarnar eru að syngja í útvarp-
inu. Lömbin jörmuðu svo mikið,
það var búið að reka mæður þeirra
burtu og þær voru náttúrlega
annars staðar.
Við vorum að rifja upp ætt þína
áðan. Hvaðan kemur áhugi þinn á
kaupsýslu og viðskiptum?
Afi minn var Jón á Hjalla bóndi
og formaður á Hjalla í Ölfusi.
Hann stofnaði verzlun hér í
Reykjavík. Jón á Hjalla átti barn
með Guðrúnu Bergsdóttur ömmu
minni. Hann var þá ekki nema 16
ára. Þetta barn var móðir mín,
Guðrún Jónsdóttir. Hún ólst upp
hjá föður sínum, en móðir hennar
var vinnukona hingað og þangað.
Marteinn bróðir minn fór til afa
okkar og vann hjá honum þangað
til hann setti sjálfur upp verzlun
beint á móti. Þá varð hann nú
vondur karlinn. Hann var búinn
að gera erfðaskrá. Marteinn átti
að fá talsvert. En svo breytti hann
henni. Hann breytti henni nokkr-
um sinnum, þrisvar, fjórum sinn-
um. Og seinast lenti arfurinn hjá
Jóni Engilberts. Hann fékk dálít-
ið. Mamma fékk ein tíuprósent.
Jón Engilberts sagði mér að hjann
hefði aldrei getað lært að verða
málari hefði hann ekki fengið
þennan styrk. Það var sama sem
10 þúsund gullkrónur. Það voru
hundraðogtuttuguþúsund sem
hann afi minn lét eftir sig. Þórður
á Hjalla eða tvö börnin hans fengu
líka arf. Jón afi minn hafði setið í
óskiptu búi. Konan hans var dáin
fyrir tuttugu eða þrjátíu árum.
Hún átti enga erfingja, nema tvær
systur voða gamlar og þá fengur
þær svo og svo mikinn part af
þessu og það skiptist allt saman
svona mikið.
P: Þetta hefur verið geysilegt fé
í þá daga.
Það var voða mikið, því þá voru
engir skattar, það voru víst seld
húsin, það var líka þar sem
Ullarverksmiðjan er núna. Svo
voru það tveir krakkar sem hann
ólupp, þau voru nú lengi í Dan-
mörku, en fóru svo til Ameríku.
Það skiptist svona. Það fór allt út
í verður og vind. Það gengur
svona.
Ég fór i Verzlunarskólann og
strax og ég kom úr honum byrjaði
ég að versla eða rétt strax það var
1918 en ég útskrifaðist 1916, síðan
hef ég verzlað, það eru 62 ár.
1
Samnorræn
vinnuferð
til Kúbu
í DESEMBER næstkom-
andi gefst tíu íslendingum
kostur á að taka þátt í
samnorrænni vinnuferð til
Kúbu. Tilgangur ferðarinn-
ar er tvíþættur: annars
vegar að sýna samstöðu
með kúbönsku byltingunni,
hins vegar að kynnast landi
og þjóð. Þetta er í tíunda
sinn sem efnt er til slíkrar
ferðar.
Ferð þessi er farin á
vegum Vináttufélags ís-
lands og Kúbu.
-y AUGLÝSINGATEIKNISTOf A SMI 2SE10
Eiginmaöur minn og faöir,
ÁRNI G. EYLANDS,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 5. ágúst kl
10.30 f.h.
Fyrir hönd ættingja. Margit Eylands,
Eirik Eylands.
Mjúkar plötur undir þreytta fætur
Teg. „Hamburg"
Þolir olíu og sjó, rafeinangrandi,
grípur vel fót og gólf, dregur úr
titringi, svört, 11,5 mm þykk, stæröir
allt aö 1x10 metrar.
Notast í vélarrúmum og verksmiðjum
þar sem fólk stendur timum saman
viö verk sitt.
Teg. „Rotterdam"
Þolir sæmilega olíu og sjó. grípur vel
fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 23
mm á þykkt, stæröir 40x60 cm,
40x120 cm, 60x80 cm og 80x120 cm.
Notast yfir vélarrúmum og í brú og á
brúarvængjum.
>öyGl]mflij(yF<J^[n)©©©[n] &
Vesturgötu 16, Reykjavík, símar 13280/14680.
Handverkfæri eru
sterk og vönduð
Œ
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
Fjölbreytt úrval AEG
handverkfæra til iðnaðar-,
bygginga- og tómstundavinnu.
Við AEG borvélarnar
er auðveldlega hægt að setja
ýmsa fylgihluti. svo sem pússikubb,
hjólsög, útsögunarsög og margt fleira.
G HANDVERKFÆRI SEM ERU ÞEKKT FYRIR GÆOI