Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980 39 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Nú er ekki sízt tækifæri til að útbúa glóðir og steikja mat sinn þar á. Víða má fá ágætis grill. Auk þess er hægurinn á að gera sér hlóðir með því að hlaða steinum í kringum grunna gryfju, setja kol í og grind yfir. Tækjaskortur þarf því ekki að koma í veg fyrir glóðarsteiktan mat. Bezt er að gæta þess, að grillið sé vel stöðugt, því eng- inn vill sjá á eftir góðmetinu ofan í grasið, eða jafnvel í moldarflag. Gætið þess, að kolin séu orðin að glóð og setjið þá kjötið á heita grindina, sem þið hafið smurt lauslega með olíu. Bezt er að snúa matnum við nokkrum sinnum, svo ekk- ert brenni nú við. Glóðarsteiktur matur er nefnilega ekki það sama og brenndur. Það er hægt að glóðar- steikja alls konar mat. Oftast er það kjöt og fiskur. Athugið að nota meyra og magra kjötbita. Kjöt meyrnar alls ekki á glóðunum, svo það er mjög áríðandi að það sé vel meyrt. Og ekki má það vera feitt. Fitan bráðnar nefnilega og drýpur niður á glóðirnar. Þá blossa upp logar, sem geta brennt matinn. Fisk er bezt að steikja í þar til gerðum fiskgrindum, því það er erfitt að snúa fiskinum við, án þess að missa hann í smábita. Það er hægt að rista kartöflur á glóðum, og t.d. tómata. Einnig er hægt að pakka kartöflum í málmpappír og stinga í glóðirnar. Þá fáið þið ljómandi bakaðar kartöfl- ur. Og ekki má gleyma laukn- um. Það er ljómandi gott að baka lauk á sama hátt og kartöflur. Hann verður mjúkur, ótrúlega sætur og öll remma fer úr honum. En glóðarsteiking er ekki bara glens og gaman, því alltaf þarf að umgangast opinn eld með varúð. Gætið þess, að ekkert eldfimt sé nærri, þar með talin náttúran. Athugið, að neisti í þurra mosaþembu er ekkert grín. Farið því vel og varlega með opinn eld úti við. Og svo eru það þið sjálf. Ef þið steinkið kolin með íkveikju- vökva, skuluð þið hafa í huga, að hann fuðrar upp um leið og eldur er borinn að. Gætið því að hári, augnabrúnum og skeggi, ef eitthvert er, og hallið ykkur ekki of glannalega yfir eldinn. Ég mæli fremur með að þið notið spritttöflur en vökva. Það er auðvelt að kveikja upp með þeim, og sumir segja, að vökvinn gefi aukabragð. Það er vinsælt að leggja kjöt í kryddlög og ýmsar kjöt- búðir eru óðfúsar að aðstoða okkur með því að bjóða krydd- legið kjöt til sölu. En það er fjarska auðvelt að útbúa sinn eiginn lög, og það er ekki svo vitlaust að hugsa sig um tvis- var og jafnvel þrisvar, áður en búðarhjálpin er þegin. At- hugið að nota ekki salt í krydd- lög eða salta mat, áður en hann er glóðarsteiktur. Salt brenn- ur nefnilega fljótt. Glóðar- steikt og gott Og munið svo að það þarf ekki að fara í langa útilegu til þess að glóðarsteikja. Notið einnig garðinn eða svalirnar, því þá getið þið notað grillið að staðaldri. Góða skemmtun! Kryddlögur I Þessi lögur er einfaldur og fljótlagaður. Hann hentar mjög vel fyrir lambakjöt, kálfa- kjöt og kjúklinga, eða það annað kjöt, sem þið hafið. Látið kjötbita liggja í leginum í 1—3 daga. Nokkrir klukkutím- ar gera líka sitt gagn. Þegar komið er að steikingu, látið þið löginn renna af kjötinu í um 1 klst. Notið t.d. sigti. Ef þið eigið kvörn, er alveg ljómandi að nota hana til að blanda kryddlög. Þið þurfið þá minna af kryddi, því kvörnin malar svo smátt, að bragðið verður meira en ella. í stað þess að leggja kjötið í löginn, getið þið notað krydd- lög til að pensla kjötið með, þegar þið steikið það. Berið kjötið fram með góðu brauði. Það er alveg nóg meðlæti. Á eftir eða undan getið þið borið fram skál með góðu grænmeti, annaðhvort skorið í bita, stafi og sneiðar, eða sem salat. Þessi lögur nægir fyrir um 1 kg af kjöti: 1 dl ólífuolía 'h. dl sítrónusafi 1 hvítlauksrif 10 einiber 1 msk. timjan eða oregano, notið blóðbergskvisti ef þið náið í þá. nýmalaður pipar. 1. Blandið löginn. Saxið hvítlauksrifið, grófsteytið eini- berin. Blandið öllu saman og hellið yfir kjötið eða notið löginn til að pensla með. Kryddlögur II Þessi lögur er góður með áðurnefndu kjöti, en auk þess einnig nautakjöti og svínakjöti. 1 dl ólífuolía 'A-l dl þurrt vermút, gjarnan franskt 1 hvítlauksrif 1 tsk timjan 1 tsk oregano 1 tsk basil nýmalaður pipar Kryddlögur III Þessi lögur er býsna sterk- ur, en það eru hinir ekki. Hann hentar vel með hvers konar kjöti. 1 dl ólífuolía 2 negulnaglar eða W tsk duft 6 allrahandaber eða % tsk duft 1 tsk kanell 3—4 dropar tabascosósa eða svolítið af rauðum pip- ar, chilidufti eða öðrum sterkum piparsósum. 1. Steytið kryddið, ef þið notið heilt krydd. Blandið sós- una. Ef þið viljið hafa hana eldsterka, þá kryddið hana enn frekar. Glóðarsteiktur innmatur Auk þess sem það er ljóm- andi að glóðarsteikja alls kyns góða kjötbita, er alveg fyrirtak að glóðarsteikja lifur og nýru. Sá matur er reyndar óvenju- lega góður matreiddur á glóð- um, og jafnvel þeir, sem hrífast lítt af innmat, verða áreiðan- lega þægilega undrandi að bragða svona rétt. Þið getið notað eingöngu lifur, eða ein- göngu nýru, eða blandað þessu saman, eða notað það ásamt kjöti, svo að möguleikarnir eru býsna margir. Leggið innmatinn gjarnan í kryddlög, sjá t.d. einhverja af þessum krydd- lagaruppskriftum. Reykt svínaflesk er ljómandi með inn- matnum. Stingið þá vænum fleskbitum innan um lifur og/eða nýru á teina og glóðar- steikið. Þetta er mikið sælgæti. ídýfa Ég nefndi áður, að það væri tilvalið að bera fram nýtt grænmeti sem forrétt eða milli- rétt með gióðarsteiktum mat. Ekki má gleyma öðrum tæki- færum. Auk þess sem það er ljómandi gott að bera grænmetið fram eintómt, er góð hugmynd að bera fram góða ídýfu með því. Ég hef áður nefnt þann tilfinnanlega jógurtskort sem hér ríkir. Meðan skorturinn er, getum við oft notað súrmjólk í staðinn, og eins ými. 2 dl súrmjólk 2 msk sítrónusafi 1 hvítlauksrif nýmalaður pipar 2—4 msk nýjar kryddjurtir, t.d. steinselja og graslaukur (e.t.v. ofurlítið hafsalt) Hvítlaukurinn er saxaður og kryddið, ef þarf. Blandið ídýfuna, bragðið á og kryddið frekar, ef ykkur sýnist svo. Það er ljómandi að blanda ídýfuna í kvörn, en notið þá heldur minna af hvítlauk, því bragðið verður annars býsna sterkt. Þessi skammtur dugir handa fjórum eða þar um bil. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU W KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAfí EXTIR IKUNNAR Appelsínur — greipaldin — sítrónur — epli græn — vínber blá — perur — vatnsmelónur — melónur gular — plómur — ferskjur — bananar. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, simi 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.