Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÍJST 1980 hefur versn- að um 30% Roy Andersson, stjórnarformaður Lockheed við L-1011, nýjustu vél verksmiðjanna, sem ætlað er að koma á markað á næsta eða þarnæsta ári. Lockheed á í miklum rekstrarerfiðleikum SAMKEPPNISAÐSTAÐA brezkra framleiðenda hef- ur versnað á heimamark- aði og erlendis um nærri 30% á sl. tólf mánuðum, að því er segir í frétt frá London School of Econom- ics nýverið. Þessar niðurstöður hafa valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi, þar sem stjórn- völd höfðu klifað á því, að staðan hefði ekki versnað nema um 10—15% á sl. tólf mánuðum. Astæður þessarar versn- andi samkeppnisaðstöðu Breta, er sífellt hækkandi kostnaður innanlands, svo og hin mikla hækkun sem orðið hefur á enska pund- inu á sl. tveimur árum. Þessi slæma staða hefur komið mjög illa niður á mörgum fyrirtækjum í Bretlandi; sérstaklega þeim sem treysta nær ajfarið á erlenda markaði. í þessu sambandi má nefna bíla- iðnaðinn, en staða hans er vægast sagt slæm um þess- ar mundir, eins og komist er að orði í frétt LSE. Þar er það aðeins Ford, sem stendur upp úr, hefur reyndar aukið söluna und- anfarna tólf mánuði. Hin fyrirtækin standa hins veg- ar mjög höllum fæti, sér- staklega þó British Ley- land, BL, sem hefur sagt upp miklum fjölda starfs- manna á undanförnum mánuðum. BANDARÍSKA flugvélaframleiðslufyrirtækið Lock- heed. sem var forðað frá gjaldþroti fyrir cinum áratug með ríkisláni. á nú í miklum rekstrarerfiðleikum. Tap fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi þessa árs var meira en það hefur verið í áraraðir, eða 150 milljónir Bandaríkjadollara. sem er um 75 milljarðar íslenzkra króna. Fyrirtækið hefur þurft að draga mjög saman alla hönn- unarvinnu og tveimur vélum, sem það ætlaði að setja á almennan markað innan tveggja ára. A sama tíma í fyrra var rekstrarhagnaður fyrirtækis- ins um 9 milljónir Bandaríkja- dollara, eða sem næsta 4,5 milljörðum íslenzkra króna. Tvö eru þau vandamál, sem aðallega hafa gert stjórnend- um Lockheed erfitt fyrir á þessu ári. Annars vegar hefur gengið mjög erfiðlega að fá ýmsa hluti í framleiðsluna frá einu af systurfyrirtækjum Lockheed, en það fyrirtæki hefur rambað á barmi gjald- þrots undanfarna tólf mánuði og hins vegar hefur allt logað í vinnudeilum hjá Lockheed það sem af er árinu. Sérfræðingar telja, að fyrir- tækið þurfi um ár til þess að komast yfir þessi vandræði, þar sem það framleiði mjög góðar farþegaþotur, sem séu æ meira að vinna sér sess í farþegaflugi víða um heim. Mikil sala hjá Ford i Bretlandi. Ford er í raun eina verksmiðjan, sem ekki heíur lent í miklum erfiðleikum vegna versnandi samkeppnis- stöðu. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL — ATHAFNALÍF umsjón: Sighvatur Blöndahl þar sem því var lýst sem skoðun hennar, að þessi dómsniðurstaða væri ekki stefnumarkandi um lánsvið- skipti utan innlánsstofnana, þar sem þar var um að ræða samningsrof vegna erlendrar kröfu, auk þess sem Hæsti- réttur fjallaði ekki um þær breytingar, sem orðið höfðu á gerð skýrari. í kjölfarið áttu svo framkvæmdastjóri og formaður Verzlunarráðsins viðræður við bankastjóra Seðlabankans um málið. Þeir tóku málaleitan okkar mjög vel, eins og glöggt sézt á síðustu vaxtatilkynningu bankans," sagði Bjarni Snæ- björn. Gamalt baráttumál okkar komið í höfn — segir Bjarni Snæbjörn Jónsson, hagfræðingur Verzlunarráðsins, um nýjan kafla í vaxtatilkynningu Seðlabanka um vexti utan innlánsstofnana „ÉG VERÐ að segja, að við hagfræðingur Verzlunarráðs íslands, i samtali við Mbl. erum mjög ánægðir með sið- ustu vaxtatilkynningu Seðla- bankans, hvað varðar vexti, og þá alveg sérstaklega drátt- arvexti, utan innlánsstofn- ana. Um þau mál hefur rikt mikil óvissa í gegnum árin og það hefur verið baráttumál Verzlunarráðsins að fá skýr ákvæði þar að lútandi," sagði Bjarni Snæbjörn Jónsson, „Það má segja, að skriður hafi komist í málið í október á sl. ári, en þá var kveðinn upp dómur í Hæstarétti, í skaða- bótamáli vegna samningsrofs. Niðurstaða þess dóms skapaði verulega óvissu um heimild til töku dráttarvaxta. Vegna málsins gaf aðalstjórn Verzl- unarráðsins út yfirlýsingu, tilkynningu Seðlabankans um dráttarvexti frá 20. nóvember 1976,“ sagði Bjarni Snæbjörn ennfremur. „Aðalstjórn Verzlunarráðs- ins ákvað svo í vor að rita bankastjórn Seðlabankans bréf og fara þess á leit, að vaxtatilkynning bankans, að því leyti sem hún snertir vexti utan innlánsstofnana, yrði I hnotskurn má segja, að vaxtareglur utan innláns- stofnana séu nú þessar: 1. Þegar samið er um lánskjör eða viðskiptaskilmál- ar eru þekktir, gilda viðkom- andi vextir innlánsstofnana utan þeirra, m.a. dráttarvext- ir, sem hámarksvextir, eins og verið hefur. 2. Þegar formlegir láns- samningar eða viðskiptask- ilmálar eru ekki fyrir hendi, eru hámarksvextir hins vegar eftirfarandi: a) 35% ársvextir, þegar samið er um vexti af skuld, en vaxtahæð er ótil- greind eða þegar greiða skal vexti af skuld, þótt eigi sé um það samið. — b) 46% ársvext- ir, sem dráttarvextir frá ein- daga til greiðsludags, þegar viðskiptaskilmálar liggja ekki fyrir. — c) Sömu vextir og af innlendum gjaldeyrisreikning- um, þegar samið er um vexti á láns- og skuldaskiptum í er- lendum gjaldeyri, en vaxta- hæð er ótilgreind. — d) 6% ársvextir, sem vanskilavextir í láns- og skuldaskiptum í er- lendri mynt til viðbótar vöxt- um samkvæmt lið c hér að framan, þegar gengisáhætta helzt á gjaldfallinni upphæð. Að ofansögðu er ljóst, að öllu máli skiptir, hvort viðs- kiptaskilmálar eru þekktir eður ei. Samkeppnis- staða Breta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.