Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁG.ÚST 1980 Pétur Pétursson þulur ræöir viö Kristin Einarsson kaupmann: Kristinn er léttlyndur og hlátur hans einlægur. — Grimslækur í Öifusi, æsku- heimili hans sést á mynd- inni. „Það var bannað að flytja inn vatnsglös og bollapör Kerlingarnar drukku úr blómsturvösum“ Þegar Kengið er um miðborg Reykjavíkur og leiðin liggur um gatnamót Austurstrætis og Póst- hússtrætis þá má búast við því að Kristinn Einarsson kaupmaður sé þar á ferð, einhverntíma dagsins. Hann er þá á leið frá verzlun sinni við Laugaveg, að sinna einhverj- um erindum á pósthúsinu, eða í opinberum stofnunum. Það er enginn asi á Kristni þótt hann hafi mörgu að sinna. Hann veit af langri reynslu að stundum þarf að taka á þolinmæðinni og að á vegum viðskipta og verzlunar er mörg borgarstjórabeygjan. En öllu miðar í áttina og allt fer einhvernveginn. Og það er hollt að staldra við á göngunni, hyggja að því sem liðið er og gleðjast við gamanmál. Fáir menn geta hlegið jafn dátt og Kristinn þegar kátleg atvik ber á góma. Hann kann frá mörgum slíkum að segja er hann rifjar upp verzlunarkjör og inn- fiutningsmál um leið og hann segir frá uppvexti sínum í Ölfus- inu. P: Hvaða ár heldur þú að hafi verið best hvað verslun snertir? Ég held að það hafi nú verið þegar það var álitið verst. Það var þegar mátti ekkert flytja inn og allt var bannað, 1946 og 1947. Þá mátti ekkert flytja inn, ekki einu sinni vatnsglös eða bollapör. Þá flutti maður in blómsturvasa og kerlingarnar drukku úr því, en það var ekki annað að gera. Útlend- ingarnir komu frá Winnipeg og ég man ekki hvaðan frá Ameríku og þeir voru alveg hreint hlessa að það var hvergi hægt að fá bolla- pör, en á einstaka stað var þó hægt að fá vatnsglös og svo allsstaðar blómsturvasa, af því að þeir voru ekki bannaðir. Hitt var allt skammtað. Alltaf verið að skammta. Það voru bara engar vörur til. Það þýddi ekki að skammta það voru bara engar vörur fluttar inn. Ég átti bollapör og diska á afgreiðslunni í tvö ár, það hafði ekkert gengið. Svo lagði ég bara peningana i hitt og annað rusl. Það kom alls staðar að af landinu. Ég fékk sumt alla leið frá Sauðárkróki. Það var úthlutað búsáhaldaleyfum, svona sitt þús- undið á hvern stað og svo varð maður að safna því og eftir því sem fleiri fluttu inn þá hafði maður meira. Það var um að gera að kaupa leyfin eða safna þeim saman, svo gat maður lagt á það eins og maður vildi og þessu þénaði ég lang mest á 1946 og 1947. Þá varð ég svo stöndugur að ég gat keypt mér íbúð og hana seldi ég núna til þess að geta byggt áframhaldandi hérna á Laugaveginum. Ég hefði annars aldrei getað þénað neitt, því það er alltaf hirt jafnóðum í skatta. Það þýðir ekkert, maður getur engu safnað. Svo þegar ég var búinn að b.vggja þetta, það kostaði nú ekki mjög mikið en ég hafði peninga þó, þá varð ég að bíða í 20 ár, þangað til ég gat haldið áfram. Ég byrjaði aftur að byggja í fyrra. I apríl reif ég smá kofa sem ég átti hérna og byrjaði að byggja. Ég ætlaði að reyna að koma því upp áður en ég hrykki upp af. Það er seinni parturinn af húsinu mínu. Ég kláraði þennan húspart 1972 afþví að þó að maður fengi eitthvað lánað þá var það svo lítið, en það þurfti að borgast í hvellin- um innan stutts tíma. Það var alls ekki hægt að fá lánað lengur en í 10 ár og næstu 10 ár varð maður að bíða meðan maður var að borga það. Svo var ég að reyna að safna einhverju til að halda áfram með húsbygginguna og það gat ég núna afþví að þó allt sé dýrt þá gerir það minna til því þá er allt orðið svo dýrt að maður þénar þess meira. Þú ert kominn af Bergsætt? K: Ég á aðra ættartölu sem er betri en hún. Og það er alla leið frá Magnúsi berfætta Noregskon- ungi, Ingólfi Arnarsyni, Sæmundi fróða og svona höfðingjum. Ég hef hana hérna. Kristinn hlær dátt og bætir við: Ég er útaf þessum köllum öllum. Það voru höfðingj- ar. Ég er þrítugasti og fyrsti liður. Ég hef ættartöluna hans Marteins bróður míns. Hann lét gera þessa ættartölu og ég er náttúrlega alveg það sama. Hann Benedikt Gabríel hann gerði hana. Hann var skrautritari. Þetta er nú aðallega í beinan karllegg. Dóttir mín tók ljósrit af þessu. Nú sækir Kristinn ættartölu þá er Benedikt Gabríel tók saman. Við Kristinn setjumst nú við borð og blöðum í ættartölu þeirra bræðra Marteins og hans. Áður en lengi er flett birtast Skálholts- biskupar og senn hillir undir Jón Loftsson prest í Odda, Sæmunds- sonar prests hins fróða í Odda Sigfússonar. Kona séra Lofts var Þóra Magnúsdóttir berfætts Nor- egskonungs og þá fer nú að styttast í Harald hárfagra. Frá ættartölum fornkonunga og kirkjufeðra víkjum við að ferli Kristins sjálfs, æsku hans, upp- vexti og störfum. P: Hvenær fórstu að vinna? Ja, það var nú strax. Ég var 8 ára þegar ég gekk út við slátt. Það var siður í sveitinni á sumrin. Þá var maður látin fara að slá þegar maður var 8 ára. En ég fór ekki að vinna fyrir mér neitt að ráði nema í vegavinnu, svona 10 ára. Þá var alltaf unnið fyrir svo og svo margar krónur á hverju vori og þá var skipt þannig að þeir sem bjuggu næstir veginum unnu í vegunum og þeirra krakkar. Þá man ég eftir því að maður vann 12 tima og við fengum 3 krónur fyrir það. Það var siður að vinna allan daginn snemma og seint, en það var ekki nema stuttan tíma. Það var aðallega að taka grjót upp úr veginum, setja mold í stærstu förin og svo sand, en þessi sandur fauk svo alltaf yfir sumarið, svo það varð alltaf að gerast á hverju einasta ári. Ég man að ég var alltaf látinn flytja mjólkina og það var dálítið erfitt, því þessir vagnar sem við höfðum voru tvíhjóla, stóðu stundum hálf fastir í þessum sandi þegar voru stórar hrúgur og þykkar. Sandurinn var fenginn þarna skammt frá. Það voru bara nokkur hundruð metrar, því það var allt fullt af sandi. P: Þetta er í Ölfusinu? Já, í Hjallasókn sem kallað er. Hjalli var aðal bærinn. Þórodds- staðir eru næsti bær við og svo vorum við á Grímslæk þar fyrir vestan. Þóroddsstaðir eru fyrir austan Hjalla. í Hjallasókn voru 5 eða 6 bæir fyrst, eða fleiri, en þeim var alltaf að smá fækka. Svo var Bakki, þar sem þeir eru að taka hitaveituna núna. Þar bjuggu ekki nema tveir bændur. Þar voru laugar. Þar var hægt að veiða ála. Ég var nú alltaf hálf smeykur við álinn. Við slógum nú samt grasið. Bóndinn á Bakka, hann hafði svo stórar engjar að hann leigði pabba engjarnar, part af þeim. Aðallega þarna sem álarnir voru. Það var ósköp vont að komast þar áfram, jörðin var svo meir, við sukkum aldrei minna en í hné. Vatnið var þar fyrir ofan, svo þetta var í klof sem við urðum að ganga, en þetta var voða fínt og mikið gras og það náði nærri því upp í háls. Á haustin þá fraus nú oft og við urðum að brjóta ísinn þegar við komum út, því þegar þurrkur var, þá var alltaf frost á morgnana, það fraus á nóttinni, en þiðnaði náttúrlega um daginn og varð ágætt eftir hádegi, en við urðum að byrja snemma á morgnana. Það var ekki nokkur miskunn hjá Magnúsi með það. Við fórum á fætur um sex eða sjö, nema á sumrin þá klukkan fjögur. En um túnasláttinn, þá var slegið svona frá tvö til sex eða sjö. Kaffið kom nú víst ekki fyrr en sjö, en þá var hvílt sig um einn til tvo tíma á daginn. Sofið um hádegið. Það var nú eiginlega bara eina viku meðan túnaslátturinn var, þá urðum við að fara svona snemma á fætur, af því að þá var jörðin svo blaut. En hún þornaði og allt skrælþurrt á daginn. Það var varla hægt að slá þá. Þá voru engar sláttuvélar. Var állinn veiddur í ungdæmi þínu? Nei, hann var ekki veiddur nema óvart. Þegar við vorum að slá grasið og við slógum undir vatninu. Það var kallað að skera á, þá hjuggum við álana stundum í miðjunni og þeir sprikluðu jafnt fyrir það og við vorum dauð hræddir við þá. Svo voru ósar þarna og lækir fullir af áli. Hann var aldei veiddur. Við álitum þennan læk hálf eitraðan af því álarnir voru þar. Það var það eina að arnirnar veiddu þá. Þær sátu klukkustundum saman á sama stað þangað til þær stungu sér og komu svo með í nefinu ál, voða langan stundum, upp undir metri. Okkur þótti svo gaman að því hvað þær gátu verið rólegar. Við héldum stundum að þær væru dauðar, en allt i einu stinga þær sér og það skjátlaðist varla að þær kæmu þá með ál í nefinu. Það var þegr skýin drógust frtsólinni þá sáust álarnir svo vel. Ég er hræddur um að þeir hafi blindast af sólinni af því að þá kom svona lygna á vatnið og álarnir sáust miklu betur, en svo sáu þeir náttúrlega ekki eins vel. Þær, arnirnar, pössuðu alltaf að vera undan sólinni, þær sátu aldrei fyrir vestan lækinn, alltaf fyrir austan. Það var þeim megin sem skuggi var, af því að lækurinn rann frá norðri til suðurs. Þær voru svo klókar að þær sátu á einhverjum vissum nefjum. Þær verptu þarna í ölfusinu að Núp- um. Þær voru búnar að vera frá alda öðli á Núpum og verptu alltaf í sama hreiðrið og komu einum til tveim ungum upp á hverju einasta ári, en svo bar ekkert á þeim. Þeir hurfu og sáust ekki nema stuttan tíma, þeir komu ekki næsta ár, þá hafa þeir farið eitthvað annað. Þetta voru gömlu hjónin sem alltaf voru þarna. Þetta er ekki langt frá Arnar- bæli? Arnarbæli er neðar, alveg við ána, en þetta er svona tveim kílómetrum nær fjallinu. Það var alltaf í sama hreiðri á Núpafjalli sem þær verptu. P: Ætli það sé nokkuð um örn þarna núna? Ég man eftir þeim seinast 1940, þá var ég með son minn, hann var á fyrsta ári. Ég hafði sumarbústað í Hveragerði eða leigði. Við fórum stundum upp að Núpum. Vorum í nokkurskonar útilegu og höfðum með okkur kaffi. Þá var örninn oft að sveima þarna fyrir ofan langt uppi í loftinu. Hún átti þá ungana uppi í hömrunum. Við vorum hálf smeyk og þorðum aldrei að yfir- gefa strákinn. Hann var í körfu. Við þorðum ekkert að fara frá honum. Það var sagt að arnirnar ætluðu að taka börnin. Ég held að það hafi nú verið vitleysa. Það var lítið um það. Það var að minnsta kosti aldrei svo ég vissi um. En þetta var um 1940, þá var ég rúmlega fertugur, ég er fæddur 1896. P: Þá voru nú að gerast mikil tíðindi þarna eystra. Ég er fæddur 6. desember 1896, en 6. september voru mestu lætin, þarna hjá okkur. Þá hrundi vegg- ur hjá honum afa mínum, en hann vildi ekki fara. Það gerði ekkert til, því bærinn hékk uppi fyrir það, það var járnþak á honum, en það voru steinarnir sem hrundu. Vegg- urinn, hann var fyrir innan, að var vanalega eitthvað þiljað fyrir framan. Það var skarsúð á bæn- um. 6. september 1896 var jarð- skjálftinn mestur. Svo komu margir jarðskjálftar eftir það. Það var t.d. 1920. Ég man að ég var að hlaða vörðu og var að sækja stein í vörðuna, þá hrundi öll varðan niður. Það var eins og hefðu komið fleiri hundruð tröll upp á fjallið fyrir ofan bæinn, það var Gríms- lækjarfjall, og væru að velta niður grjóti. Sá jarðskjálfti kom frá vestri. Hann byrjaði þar og hélt áfram á móts við Hjalla, það er 1 km frá Hjalla. Það hrundu niður voða stór björg og á einum stað var heilt nef sem datt niður. P: Urðuð þið ekki skelkuð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.