Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980 betta (jerf)ist 4. áfíúst 1976 — 81 tekinn af lífi í Súdan, fjrunaður um að hafa ætlað að bylta ríkisstjórn landsins. 1971 — Apollo 15 fer til jarðar eftir sex daga rannsóknir á tunglinu. 1944 — Nazistar handtaka Önnu Frank og fjölskyldu hennar í felustað í Amsterdam. 1940 — ítalskt herlið sækir frá Abyssiníu inn í Brezka Sómalí- land. 1922 — Átök milli fasista og sósíalista í borgum á Italíu. 1919 — Rúmenskt herlið sækir inn í Búkarest. 1916 — Danir selja Jómfrúreyj- ar Bandaríkjamönnum fyrir 15 milljónir dollara. 1914 — Bretar segja Þjóðverjum stríð á hendur — Bandaríkin lýsa yfir hlutleysi. 1853 — Skattur á auglýsingar í dagblöðum afnuminn í Bret- landi. 1798 — Lénskerfi afnumið í Frakklandi. 1578 — Orrustan um Acazar (A1 Kasr el Kebir); Sebastian af Portúgal fellur. 1511 — Affonso de Abuquerque tekur Malakka herskildi. 1265 — Orrustan um Evesham. Afmæli — Percy Bysshe Shelly, enskt skáld (1792—1822) — Knut Hamsun, norskur rithöfundur (1859—1952) — Elísabet drottn- ingarmóðir (1900— ) Andlát — 1568 Burghley lávarð- ur, stjórnmálaleiðtogi. Innlent — 1717 Eidgos í Kverk- fjöllum — 1727 Jökulhlaup fylgja gosi í Öræfajökli, verða þrem að bana, drepa búfénað og eyða lönd — 1796 d. Hannes Finnsson biskup — 1862 f. Stef- án Eiríksson — 1919 Fyrsta erlenda knattspyrnuheimsóknin — 1929 Viðeyjarsund Ástu Jó- hannesdóttur — 1930 „Verka- lýðsblaðið" hefur göngu sína — 1931 Dr. Aljechin teflir við ísl. skákmenn — 1939 d. Sig. Sig- urðsson frá Arnarholti. Orð dagsins — Friður kemur að innan — leitið hans ekki annars staðar — Búdda. * Þetta geröist 5. áfíúst 1972 — Brottvísun Asíufólks frá Uganda kunngerðar. 1960 — Efri-Volta fær sjálf- stæði. 1955 — Frakkar skipuleggja yfirráð sín á Suðurskautsland- inu. — Gjaldeyrissamkomulag Evrópu undirritað. 1939 — Flugpóstflutningar Breta yfir Atlantshaf hefjast. 1890 — Frakkar lýsa yfir stofn- un verndarríkis á Madagaskar. 1864 — Sjóorrustan á Mobile Bay. 1789 — Franska þingið sam- þykkir að afnema sérréttindi. Afmæli — Guy de Maupassant, franskur rithöfundur (1850— 1893). Andlát — 1799 Howe lávarður, sjóliðsforingi — 1895 Friedrich Engels, stjórnmálaheimspeking- ur. Innlent — 1874 Þjóðhátíðin á Þingvöllum — 1675 d. Brynjólfur Sveinsson biskup — 1741 d. Oddur Sigurðsson lögmaður — 1839 Bólu-Hjálmar dæmdur — 1845 Fyrsta ráðgefandi Alþingi slitið — 1848 Þingvallarfundur — 1904 „Útilegumaður" Einars Jónssonar gefinn landinu — 1912 Sambandsflokkur stofnað- ur — 1913 d. Guðlaugur Guð- mundsson bæjarfógeti — 1916 Fyrsta landskjör — 1919 Danir skipa sendiherra á íslandi — 1892 f. Eiríkur Kristófersson — 1895 f. Guðm. Einarsson frá Miðdal. Orð dagsins — Ef þú vilt að þér gangi vel skaltu ráðfæra þig við þrjá öldunga. — Kínverskur málsháttur. Ekki fer milli mála að um leið og sporthátur er nefndur, að upp i huga margra kemur ekki bara vélknúinn bátur, heldur I mörgum tilfellum bátur þaninn seglum. Það er siglari i orðsins fyllstu merkingu. Að sigla seglbáti er sjósport númer eitt i hugum margra, sem á annað borð hafa fengið siglingabakteriuna, og lært þá list að sigla og beita seglum eftir aðstæðum hverju sinni. Svo heillaðir geta þeir orðið af þessari íþrótt að þeim finnst litið til mótorknúinna báta koma, miðað við siglarana. Sjálfur hef ég ekki tekið seglbátabakteri- una, en virði þó fullkomlega aðdáun manna á íþróttinni, svo marga hef ég séð heillaða og svo margar lýsingar á siglingum manna á seglbátum, að maður kemst ekki hjá að hrifast með. Fúslega skal ég viðurkenna að oít hefur það hrifið mig erlendis, að sjá hraustlegar, sólbakaðar og ánægðar fjölskyldur sameinast i starfi og leik um borð i ótrúlegum fjölda seglbáta, sem i mörgum tilfellum virðist vera annað heimili þessa fólks yfir sumarmánuðina. Hér heima hefur seglbátaiþróttin átt heldur erfitt uppdráttar, þar sem yfirleitt alla aðstöðu vantar fyrir þessa báta. Að auki hefur landinn þurft að sækja þá marga út fyrir landsteinana. Nú ætti að verða bót á þessu, þar sem hafin er framleiðsia á mjög skemmtilegum siglurum úr plasti hér heima. Auðvitað er hér áhugi fyrir siglurum eins og annarsstaðar i heiminum, þar sem land liggur að sjó. Ekki ætti hann að minnka nú þegar eldsneyti er orðið svo óheyrilega dýrt, að menn hafa helst engan möguleika á að hreyfa bensindrifinn bát lengur. En það er alltaf sama sagan að minnsta kosti hér i Reykjavík, engin höfn eða önnur aðstaða til fyrir seglbáta eða aðra sportbáta. Ég teldi það mjög eðlilegt að i Reykjavík einnig, væri höfn til fyrir nokkur hundruð seglbáta. Það væri að minnsta kosti eðlilegra en að ekki skuli vera höfn fyrir einn slikan bát, hvað þá heldur fleiri. Fyrsta siglaranum frá verksmiðjunni Plastbátar hf.. slakað í Reykjavíkurhöfn. Eftir er að koma upp siglu og seglum. Þetta er samskonar siglari og hafin er framleiðsla á hér heima, og sagt er frá í meðfyigjandi grein. Framleiðsla hafin á seglbátum hér á landi Fyrir stuttu lagði ég leið mína í þessa nýju seglbátaverksmiðju, sem er til húsa í 400 fermetra nýju húsi við Smiðshöfða, hér í borg. Hitti þar að máli Jón Friðriksson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sem ber nafnið Plastbátar hf. Spurði ég Jón hver tildrögin hafi verið að þessari nýju framleiðslu. Fórust Jóni þannig orð: Undirbúningur að stofnun Plastbáta hf. var hafinn í árs- byrjun 1979. Ég hafði þá búið um skeið í Svíþjóð og hafði ákveðið að kaupa mér seglskútu. Eftir að hafa leitað nokkur fyrir mér, komst ég í kynni við einn þekktasta bátateiknara Svía, Per Brohell. Brohell hefur meðal annars teiknað seglskútuna Vega, en hún er sú skúta, sem til er í flestum eintökum í Svíþjóð. Tveimur árum áður en kynni okkar hófust, hafði Brohell hafið framleiðslu á nýjum báti, skútu, sem hann kallaði PB-63. Hins vegar hafði hann orðið að leggja framleiðslu þessarar skútu á hilluna að mestu vegna heilsu- brests. Eftir að ég hafði heim- sótt Brohell nokkrum sinnum, æxluðust málin þannig, að í stað þess að kaupa af honum einn hálfbyggðan bát, eins og upp- haflega hafði verið hugmyndin, samdi ég um framleiðsluréttinn fyrir PB-63 á íslandi. Nú fór í hönd annasamur tími meðan framleiðsla á mótunum fór fram. Næst var að koma mótun- um heim til íslands. Það gekk sannarlega ekki erfiðleikalaust fyrir sig vegna verkfalls far- manna, sem þá stóð yfir. Þá var það að við fréttum af því að nýr íslenskur togari væri um það bil að fara frá Flekkefirði í Noregi. Þetta var togarinn Július Geir- mundsson frá Isafirði. Við sett- um okkur í samband við útgerð- arstjóra og föluðumst eftir flutningi á mótunum heim. Það var auðsótt mál og er ærin ástæða til að þakka þeim á Júlíusi Geirmundssyni mikil lið- Bátar Umsjón HAFSTEEVN SVEINSSON legheit í sambandi við þetta mál okkar. En nú var eftir að koma mótunum til Flekkefjarðar. Við höfðum snör handtök, fylltum mótin með nauðsynlegasta hrá- efni og verkfærum, fengum okk- ur flutningabíl og sendum til Noregs. Ekki gekk það þó átaka- laust, en hafðist þó að lokum, og heim komst farmurinn. Þá tóku aðrir við og settu saman fyrstu skútuna, sem síðar var á vöru- sýningunni í Laugardal 1979. Hún var seld til Isafjarðar skömmu síðar. í vetur sem leið lá framleiðsl- an að mestu niðri, en þráðurinn var síðan tekinn upp aftur í vor. Við erum búnir að selja 2 til 3 skútur til Noregs og erum að ljúka við þær þessa dagana. Höfum við einnig tekið upp þá nýbreytni, að gefa mönnum kost á að byggja skútur sínar sjálfir, ’ þannig að þeim eru leigð mót og húsnæði, en selt efni og leiðbein- ingar. Með þessu móti tekur það tvo—þrjá menn rúma viku að fullgera alla plasthlutana og setja þá saman, vinni þeir við smíðina á kvöldin og um helgar. Með því að leggja þannig fram eigin vinnu fá kaupendur skút- una mun ódýrari en ella. Sigraði í Venen Race PB-63 er 6,3 metra löng og 2,45 m þar sem hún er breiðust. Djúprista er 1,05 m. Skútan er býsna rúmgóð miðað við stærð, hefur tvær kojur 1,95 m langar og tvær 2,50 m. Þá er pláss fyrir eldavél, vask og salerni, áuk mikils geymslurýmis, enda var tilgangur Per Brohell, að hanna rúmgóðan og öruggan bát, með góðum siglingareiginleikum, og það tókst honum sannarlega. Ég get nefnt sem dæmi, að árið 1977 sigraði reynsluskúta hans í Ven- en Race-keppninni, í sínum stærðarflokki. Venen Race er keppni haldin árlega á Venen- vatni og tekur ævinlega þátt í henni fjöldi seglbáta. Skútan getur verið hvort heldur menn vilja með föstum kili eða fallkil- inum. Með fallkilinum er hún óneitanlega þægilegri í meðför- um, en hins vegar er þess að gæta, að slíkur kjölur skerðir gólfrými í káetunni. Að lokum má geta þess, að nú hefur verið smiðaður mótorbátur með sama skrokklagi og skútan, en með stærri yfirbyggingu. Mótorbát- urinn á að geta náð 8—10 mílna hraða með 12 hestafla vél og munu mótin af honum verða tilbúin með haustinu. Hann er hannaður með það fyrir augum, að vera þægilegur ferðabátur, ódýr í rekstri með möguleikum á hjálparseglum (% af seglabún- aði seglskútunnar). Sunnudag- inn 13. júlí verður skútan til sýnis við gömlu verbúðarbryggj- urnar í Reykjavík. Þetta hafði Jón að segja um tildrög þessarar bátaverksmiðju og framleiðsluna. Eftir að hafa skoðað þessa bátaframleiðslu, verð ég að segja, að þarna er mjög athyglisverður siglari á ferðinni. Oneitanlega gladdi það mig að sjá hann verða til undir íslensku þaki, fullunninn af ís- lenskum höndum. Ekki var ann- að að sjá en vandvirkni væri viðhöfð í öllum þáttum fram- leiðslunnar, enda virtust mér bátarnir áferðarfallegir, eins og þeir þurfa í raun að vera. Áhugavert ætti það að vera og kærkomið tækifæri sportbáta- áhugamönnum, að skoða þennan bát, þar sem hann að sögn Jóns, verður til sýnis sunnudaginn 13. júlí. Ekki síður fyrir að glöggt má sjá þess merki að seglbátar eru framtíðarfarkostir sport- bátamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.