Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR OG LESBÓK 183. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 Prentsmiðj|i Morgunblaðsins. Aukaþing í Svíþjóð Stokkholmi. 15. áocúst. AP. RÍKISSTJORN borgaraflokkanna í Svíþjóð frestaði í dag ákvörðun um hækkun virðisaukaskatts eftir fjögurra klukkustunda fund með leiðtogum jafnaðarmanna. Thorbjörn Fálldin forsætisráðherra. sem viðurkenndi nýlega að stjórnarflokkarnir hefðu ákveðið að hækka virðisaukaskattinn, vildi ekkert láta hafa eftir sér eftir fundinn. Hann tilkynnti aðeins, að samkomulag hefði orðið á fundinum um að kalla saman aukaþing — hið fyrsta frá því á árunum eftir 1950. horfir fyrir stjórninni. Spáð er 10.000 milljóna s. króna við- skiptahalla, 19.000 milljóna króna greiðsluhalla og 55.000 milljóna króna halla á fjárlögum fyrir árslok. Leiðtogar sósíaldemókrata sögðu á blaðamannafundi, að þeir hefðu kynnt stjórninni „nokkrar ráðstafanir", en vildu ekki greina frá þeim fyrr en stjórnin hefði athugað tillögurn- ar. Stjórnin mun tilkynna ákvörðun sína á þriðjudaginn. Aukaþingið mun standa frá 25. ágúst til 5. september og taka fyrir núverandi efnahagsástand Svíþjóðar og framtíðarhorfur. Bæði samtök verkalýðsfélaga og vinnuveitenda leggja fast að stjórninni að láta ekki verða af áformum sínum um hækkun virðisaukaskattsins og þunglega Jafntefli í einvígi Buenos Aires, 15. ágúst. AP. LEV Polugajevsky sigraði Viktor Korchnoi í dag í 12. og síðustu skákinni í áskorenda- einvígi þeirra, þannig að því lauk með jafntefli, 6:6. Þeir verða því að tefla tvær skákir í viðbót til að fá úr því skorið hvor þeirra eigi að halda áfram í keppninni um að skora á Karpov heimsmeistara. Kor- chnoi gaf skákina í 73. leik, en hún fór í bið á fimmtudaginn. Skákin er á bls. 20. Carter forseti og Edward Kennedy takast i hendur í lok flokksþings demókrata í New York og Rosalynn Carter horfir á. Sjá fréttir frá lokum þingsins á bls. 16. Stjórnin í Póllandi neitar að láta undan Sadat vill nýjan fund Kairó, 15. ámist. AP. ANWAR Sadat forseti, sagði i dag, að fundur æðstu leiðtoga Egyptalands, ísraels og Banda- rikjanna eftir forsetakosn- ingarnar i Bandarikjunum i nóv- ember væri bezta leiðin til að bjarga samkomulaginu i Camp David. Sadat sagði að það yrði „ósanngirni og ókurteisi" að fara fram á slíkan fund meðan Carter forseti reyndi að ná endurkjöri. Varsjá, 15. ágúst. AP. EDVARD Babiuch forsætisráð- herra neitaði i dag að lækka verð á kjöti og varaði við þvi að „óvinir pólska alþýðulýðveidisins“ notuðu ólgu verkamanna til að ýta undir hugmyndir, sem „ættu ekkert skylt við baráttu verkalýðsstéttarinnar.“ Babiuch sagði þetta i fágætu sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar i sama mund og ólga jókst i Eystra- saltsborginni Gdansk. Hann sagði, að verð á kjöti yrði óbreytt til hausts 1981 og markaðsbirgðir af kjöti yrðu ekki auknar. Babiuch tók við embætti i febrúar til að bæta bágborið efnahagsástand Pól- lands. Hann sagði að ólgan væri vatn á myllu óvina alþýðulýðveldisins og hugmyndirnar, sem þeir kyntu und- ir, striddu gegn þjóðarhagsmunum. Hann átti greinilega við kröfur verkamanna i Gdansk og viðar um frjáls verkalýðsfélög. Um 16.000 starfsmenn Lenín-skipa- smíðastöðvarinnar í Gdansk hafa neitað að mæta til vinnu og krafizt að ræða við valdamikinn ráðherra til að kynna kröfur sínar. Ólga, sem hófst í skipasmíðastöðinni 1970, leiddi til falls Gomulka. Talsmenn Sjálfsvarnarnefndar andófsmanna (Kor) segja, að flutn- ingaverkamenn í Gdansk og Gdynia hafi einnig lagt niður vinnu og almannasamgöngur í borginni hafi stöðvazt. í sjónvarpsávarpi sínu sagði Babi- uch að aðþrengdur efnahagur Pól- verja þyldi ekki endalausar kaup- hækkanir án þess að eitthvað kæmi á móti. „Það væri skammsýni og að lokum kæmi það niður á verkamönn- um,“ sagði hann. Hann sagði að stjórnin ynni af alefli að lausn efnahagsvandans og „drægi réttar ályktanir." „Það er ógerningur að komast algerlega hjá öllum mistökum," sagði hann. Hann sagði að bezta lausnin mundi mis- takast, ef ekki fylgdi „gagnkvæmt traust og ábyrgðartilfinning." 1 herkirkjugarðinum í Varsjá komu 2.000 manns saman til að leggja blómsveiga að leiðum pólskra hermanna, sem féllu í orrustunni við Varsjá 1920, þegar Pilsudski mar- skálkur hrundi sókn Rússa. Wojciech Ziembinski, kunnur and- ófsmaður benti á hugrekki pólsku hermannanna og fordæmdi Yalta- samninginn 1945, þegar „vestrænir bandamenn seldu Pólland." Grafirn- ar voru þaktar blómum og kveikt var á kertum til heiðurs hinum föllnu. Hvítir varaðir við i Zimbabwe Salishury. 15. ágúst. AP. SVARTIR þingmenn sökuðu í dag hvitan fyrrverandi yfirhershöfð- ingja Zimbabwe, Peter Walls hers- höfðingja. um landráð og ráðherra sagði að hvitir menn „sem sættu sig ekki við hina nýju skipan i landinu ættu að taka saman pjönkur sínar og fara strax ...“ Nathan Shamuyarira upplýs- ingaráðherra sagði, að Walls hefði verið viðriðinn byltingartilraun þeg- ar kosningaúrslit voru tilkynnt 4. marz sl. En aðrir ráðamenn sögðu, að það sem helzt væri fundið að Walls væri svartsýni, sem hann hefði látið í ljós um framtíð lands- ins. Shamuyarira sagði í sérstakri yfirlýsingu, að stjórnin hefði til athugunar að lögsækja Walls og grípa til annarra ráðstafana gegn honum. Yfirlýsingin naut augsýni- lega stuðnings Robert Mugabe for- sætisráðherra, sem sat rétt hjá honum. Stuðningsmenn Mugabe á þingi hrópuðu „Landráð, landráð", jiegar ásakanirnar á hendur Walls voru bornar fram. Titanic fundinn á botni Atlantshafs New York, 15. áúst. AP. BANDARÍSKUR leitarflokkur telur sig hafa fundið farþega- skipið „Titanic“, sem sökk fyrir 68 árum, um 380 mílur út af strönd Nýfundnalands að sögn Mike Harris. leiðangursstjóra í dag. „Við höldum að við höfum fundið Titanic," sagði Harris í samtali við AP. „Við verðum ekki vissir fyrr en við sendum niður sjónvarpsmyndavélar, en bergmáisleitartæki sýna að skipið er af réttri lengd, breidd og hæð.“ Skipið fannst á 12,000 feta ina að „Titanic".. Leiðang- ursskipið, „Fay“, fór frá Port Everglades 17. júlí með 38 manna áhöfn, þar af 23 vís- indamenn. Vont veður hefur hamlað leitinni og valdið tjóni á tækjabúnaði. Ef verður verður gott á morgun væri hægt að koma fyrir sjónvarpsmynda- vélum og skoða skipið, en búizt er við slæmu veðri á morgun. Grimm stefnir að því að senda könnunarkafbát á staðinn í sumar og bjarga hluta flaksins með fjarstýrð- um tækjabúnaði. Sovézkt skip er í námunda við „Fay“ og hefur fylgzt með leiðangrinum mestallan tím- ann. Rússneskar raddir úr annarri talstöð trufluðu sam- tal AP við „Fay“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.