Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 Hljóðfæri eftir Tuma Magnússon. ísafjörður: Jón og Tumi sýna í bókasafninu ÞANN 9. ágúst var opnuð sýning í bókasafni ísafjarðar. Þeir sem sýna eru Jón Sigurpálsson og Tumi Magnússon. Þeir hafa báðir stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og einnig í Hollandi. Báðir vinna að ein- hverju leyti með tónlist og eru verkin bæði þrívíðir hlutir og teikningar. Sýningin er opin frá kl. 10 til 22 daglega og stendur til 19. ágúst. Rarik: Raforkuverð hækkar almennt um 9—12% Heimilistaxti lækkar um 5% TAXTAR hjá rafveitum sveitar- félaga og Rafmagnsveitum rikis- ins hækkuðu um 9—12% hinn 10. ágúst sl. Ginn taxti hækkaði þó ekki, heldur lækkaði. Það var taxti til heimilisnotkunar, sem lækkaði um 5%. Sú lækkun dregur úr þeim mun, sem er á raforkuverði til heimilisnota frá Rafmagnsveitum ríkisins og á samsvarandi taxta hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Munurinn nú er 36%, en var 56% fyrir umrædda gjaldskrárbreyt- ingu. I frétt frá Iðnaðarráðuneytinu segir, að gjaldskráruppbyggingin hjá Rafmagnsveitum ríkisins hafi verið í endurskoðun og tillögur um INNLENT einföldun og breytingar verið lagðar fyrir ráðuneytið. Dýraspítalinn og „kerfið“ í GREIN Sigriðar Ásgeirsdóttur hér i blaðinu i gær: Dýraspital- inn og „kerfið“, hefur fallið niður ein málsgrein. „Það er því ljóst, að Dýraspítal- inn er kominn í stríð við „kerfið". Dómstólarnir munu skera úr um, hvernig þeirri baráttu lýkur, því synjun yfirdýralæknis á faglegu mati á hæfni danska dýralæknis- ins, og þar með á heimild honum til handa, til að stunda dýralækn- ingar hér, hefir verið borin undir dómstóla, til úrskurðar." Þá hefur dagsetning í upphafi greinarinnar misritast, á að vera 16. júní i stað júlí. Nöfnum Presthólabræðra víxlað í VIÐTALI við Presthólabræður, sem birtist í Mbl. þ. 15. þ.m. urðu blaðamanni á þau mistök að víxla nöfnum þeirra bræðra, Hálfdáns og Jónasar. Gengur villa þessi í gegnum alla greinina, þannig að Hálfdán er skráður fyrir orðum Jónasar og Jónasi eignuð ræktun- arstarfsemi Hálfdáns. Eru hlutað- eigendur beðnir afsökunar á þess- um leiðu mistökum. Jón bóndi vildi ekki láta mynda sig með tikinni Tótu. Frú Inga Magnúsdóttir, kunningjakona hans, situr þarna hjá hundin- um. — Ljósm. Emilia Auglýst eftir hundi á leið í Skagafjörð: Sá hundahirðinn og leizt ekki á blikuna... í HÁDEGISÚTVARPINU í gær var auglýst eftir hundi — gæti verið á leið í Skagafjörð! Þetta var tikin Tóta. veiðihundur Jóns Friðrikssonar á Vatns- leysu í Skagafirði. — Hún fékk aðkenningu, sú gamla, eins og kvenfólkið gjarn- an fær, sagði Jón. — Þú skilur hvað ég á við. Og ég vissi af norskum „gæðapilti" á hundabú- inu í Þormóðsdal, og þangað sendi ég Tótu. En Tóta sá aldrei þann norska, aðeins hundahirð- inn, og þá kvaddi hún. Hún fannst í Mosfellssveit- inni, búin að finna sér félaga, íslenzkan, svo ég fæ líklega einn lágfættan af labradorskyni í afrakstur af þessu kynbótastarfi mínu. — En hvað gera bændur í Skagafirði með veiðihunda? — Það er von þú spyrjir hvað hrossabændur í Skagafirði geri við veiðihunda; varla láta þeir þá drepa hrossin! Nei, það er mink- urinn; lágfætt mórauð skepna, sem þú hefur kannski heyrt af. Ljósm. Mbl. Emllia. Byggt yfir gos og öl Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur hafið framkvæmdir á 28.000 fermetra lóð fyrirtækisins við Grjótháls í Árbæjarhverfi. Örn Hjaltalín framkvæmdastjóri sagði í samtali við Mbl. að í fyrsta húsinu, sem nú er að rísa á lóðinni, yrði gosdrykkjaverk- smiðja og einnig á að fara þar fram átöppun á öii. Örn sagði, að vonir stæðu til að húsið yrði fullbyggt á næsta ári. Jóhann Jónasson forstjóri Grænmetisverzlunarinnar: „Allt er þetta vísitöluleikur, miðaður við kaupgjaldið44 ÉG ER orðinn dauðleiður á þessu — maður fær engu að ráða. Fyrirskipanir koma frá ráðu- neytinu um að kaupa og allt er þetta vísitöluleikur, miðaður við kaupgjaldið. Þetta er svo sem ekkert nýtt, en óvenjulegt á þessum tima árs. Ég kaupi ekki meira erlendis frá, hvað sem hver segir, því nú verður nóg til af islenzkum kartöflum,“ sagði Jó- hann Jónasson forstjóri Græn- metisverzlunar rikisins, er Mbl. talaði við hann i gær. Aðspurður sagði hann ekki rétt, að mikið smælki væri í erlendu kartöflunum. „Við höfum keypt inn sérstaklega fyrir hótel- og veitingastaði smáar gullaugakart- öflur, en þetta er alls ekki rétt, og við höfum ekki fengið neinar kvartanir um slíkt. — En hefur verið kvartað yfir nýju íslenzku kartöflunum? „Nei, ekki kannast ég við það, en SNEMMA í sumar gaf Samband ungra sjálfstæðismanna út rit- gerðasafnið „Til varnar frels- inu“ eftir Birgi Kjaran, hag- fræðing, í tilefni 50 ára afmælis sambandsins. Nú hafa 100 ein- tök af bókinni verið bundin þetta eru sumarkartöflur og því óflokkaðar. Mér finnst þó sjálfum þessar kartöflur lélegar og lausar í sér — ég tek þær erlendu fram yfir,“ sagði hann í lokin. sérstaklega inn og gefst mönnum kostur á að kaupa þau hjá Sambandi ungra sjálfstæð- ismanna. Þeir geta látið skrá sig á skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins, Háaleitisbraut 1. „Til varnar frelsinu“ eftir Birgi Kjaran Polugajevsky hefur gjörunna biðskák Spennan í einvigi þeirra Korchnois og Polugajevskys í Buenos Aires færðist heldur betur i aukana i fyrrakvöld er Poiugajevsky þjarmaði harka- lega að landa sinum fyrrver- andi og hafði, er skákin fór i bið, unnið tafl. Þessi skák hefði átt að verða sú síðasta i einvig- inu, en ef Polugajvesky vinnur biðskákina verður að fram- lengja um tvær skákir. Staðan, áður en biðskákin er tefld, er 6:5 Korchnoi i vil. Polugajevsky, sem hafi hvítt, fórnaði peði í byrjuninni líkt og í áttundu einvígisskákinni, en fór síðan strax út af troðnum slóð- um. Korchnoi virtist ekki vel með á nótunum, en hins vegar var greinilegt að það var ekki að ástæðulausu að Polugajevsky frestaði tólftu skákinni um tvo daga. Rússneski stórmeistarinn fórnaði síðan hrók og kom Kor- chnoi algjörlega í opna skjöldu. Ekki voru önnur ráð með að forðast mát en að gefa drottn- inguna fyrir hrók, en það jafnvel eftir MARGEIR PÉTURSSON bætti ekki úr hörmulegri stöðu Korchnois og er skákin fór í bið virtist tapið blasa við honum. Frábær skák hjá Polugajevsky. Hvítt: Lev Polugajevsky Svart: Viktor Korchnoi Drottningarindversk vörn 1. Rf3 - Rf6, 2. c4 - b6, 3. g3 - e6, 4. Bg2 - Bb7, 5. 0-0 - Be7, 6. d4 - 0-0, 7. d5!? - exd5. 8. Rh4! (Þessi leikur er algjörlega nýr af nálinni og vafalaust árangur langra athugana sovézku sveit- arinnar í Buenos Aires. Það kom reyndar í Ijós í áttundu skákinni að hvíta staðan eftir 8. Rd4 — Bc6 er tæplega peðsins virði og endurbóta þörf). c6 9. cxd5 — Rxd5, 10. Rf5 — Bc5 (Hvíta staðan er einnig rúm- lega peðsins virði eftir 10... Bf6, 11. e4 - Re7, 12. Rd6 - Ba6, 13. Hel). 11. e4 - Re7 (Eftir 11. ... Rf6 er svartur enn verr settur. Framhaldið eft- ir 12. e5 — Re8,13. Dg4 gæti t.d. orðið 13. ... g6, 14. Bh6 - Kh8, 15. Bxf8 - gxf5, 16. Dxf5 - Bxf8, 17. Be4 og mátar). 12. Rxg7! - Kxg7,13. b4 (Biskupinn á c5 á sér nú ekki undankomu auðið). Bxb4,14. Dd4+ - f6,15. Dxb4 (Kóngsstaða svarts er í molum og hvítur hefur frábær sóknar- færi fyrir peðið. Hernaðaráætl- un hvíts, sem hófst með 8. Rh4 hefur tekizt með ólíkindum). c5, 16. Dd2 - Rbc6, 17. Bb2 - Ba6, 18. Ildl - Re5, 10. Ra3 - R7c6, 20. De3 - De7, 21. f4 - Rc4 Þessi leikur gefur hvítum kost á að ná unnu tafli með langri þvingaðri leikjaröð, en eftir 21. ... Rg4, 22. Df3 - Rh6, 23. Dh5 hótar hvítur óþyrmilega 24. Dg5+ og 23. ... Rf7 er svarað með 24. Dg4+ — Kh8, 25. Hxd7). 22. Rxc4 - Bxc4, 23. e5! (Slíkir leikir eru jafnvel varn- arsnillingum á borð við Kor- chnoi ofraun). fxe5, 24. Bxc6 — dxc6 25. Hd7!! - Dxd7, 26. Dxe5+ - KÍ7, 27. Df6+ - Kg8, 28. Dg5+ - Kf7, 29. Hel! (Svartur er nú svo að segja úrræðalaus, því 29. ... Hg8 er svarað með 30. Df6 mát) De6, 30. Dg7+ — Ke8, 31. Hxe6+ - Bxe6,32. Bf6 - Bf7, 33. Bg5 - Kd7, 34. Bh6 - c4, 35. Dxh7 - c5, 36. Bxf8 - Hxf8, 37. Dg7 - Ke7, 38. De5+ (38. g4! var nákvæmara, til þess að láta svartan eyða leik í 38.... Hg8). Kd7, 39. g4 - He8, 40. Df6 - Bd5, 41. g5 - He2 í þessari stöðu fór skákin í bið. Polugajevsky ætti vart að verða skotaskuld úr því að vinna þessa stöðu þrátt fyrir ónákvæmnina í 38. leik, en hrókur svarts á annarri línunni veldur honum þó óneitanlega töluverðum óþæg- indum. Bæði 42. g6 og 42. f5 er þannig hægt að svara með 42.... c3! og eftir 43. Dxc3 kemur Hg2+ og vinnur g-peðið. Hvítur ætti þó að eiga auðvelt með að bæta úr þessu, t.d. með 42. Dg7+ — Kd6, 43. f5 - c3? 44. Dxc3 - Hg2+, 45. Kfl - Hxg6?, 46. Df6+. 42. Dg7+ virðist því ákaflega nærtækur biðleikur, þó svartur eigi 42. ... He7 í fórum sínum, sem kemur til með að draga taflið eitthvað á langinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.