Morgunblaðið - 16.08.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.08.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 15 Þorsteinn Broddason: Við fótskör ömmu atvinnu (sem sumir vilja að vísu kalla atvinnuleysi) og að baki þeim liggur a.m.k. ekki það sál- armorð, sem alvarlegast er við atvinnuleysið á íslandi. Öll þau verkefni, sem móðir vor, fóstur- jörðin, kallar á ættu að tryggja okkur gegn þeim hörmungum. Stefán G., Klettafjallaskáldið, bað: Að hugsa ekki í árum en öldum. Tímarnir eru breyttir og hraðinn hefir margfaldast. En samt. Að hugsa í áratugum á a.m.k. við um íslenzkan landbún- að. Annað bæri bráðræðisleg skammsýni. Við hljótum að finna leiðina, sem fara þarf til að velferðarþjóð- félag verði á íslandi, þar sem landbúnaður og bændabýli um allt ísland verða einn sterkasti þáttur- inn með matvælaframleiðslu, með barnauppeldi, með menningu og menntun, hófsemi, mannrækt. Þar sem gullkálfur er ekki dýrkaður heldur velferð þjóðar í samræmi anda og efnis, kristin lífsskoðun. Kains-lögmál eða hvað? Frjálshyggja og markaðsbú- skapur! Stjórnmálastefna. Hvað felst í þessu? Undirhyggja eða Kainsiögmál. En hann spurði: Á ég að gæta bróður míns? Frelsi er mestu gæði lífsins. Ekki ótak- markað frelsi, heldur frelsi þeirr- ar samfélagshyggju, sem kristið siðgæði leggur í brjóst, þar sem gróðahyggjan er ekki til. Eins og Jón Þorláksson orðaði það: Að efla farsæld síns heimilis og þar með alls þjóðfélagsins, öðrum að skað- lausu. Frelsi með ábyrgð. Frelsi byggðarlaga, fjórðunga hér á Is- landi, miklu meira frelsi en nú er, hjá fólki byggðanna og landsfjórð- unganna: Frelsi með ábyrgð. Markaðsbúskapur er í raun marklaust orð nema skýrt sé. Framleiðsla til viðskipta þarf auð- vitað að vera eftirsótt, því meir því betra. En grundvallarbúskap- ur okkar íslendinga hlýtur að byggjast á því að gera sem mest úr gæðum landsins og hafsins um- hverfis fyrir íslendinga sjálfra, alltaf og í öllum efnum. Leita sífellt að viðfangsefnum í um- hverfi sínu og fyrir umhverfi sitt. Framleiða verðmæti til útflutn- ings fyrir markað, þ.é. seljanlega vöru. En gæta þess í öllum umsvif- um að valda ekki öðrum tjóni, en bæta hag byggðar sinnar, eða byggðar, sem styðja þarf, sbr. þangmjölsverksmiðjuna á Reyk- hólum t.d., hafa samfélagslegt markmið fyrir íslenzkar byggðir, íslenzkt fólk. íslenzkur markaðs- búskapur verður þess vegna þeim markmiðum háður, sem byggða- stefnan krefst, að efla byggð um allt ísland, þar sem menningar- og menntaþáttum lífsgæðanna, sem við leitum eftir í velferðarþjóðfé- lagi, verður sem mest náð í lífsstarfi sveitanna. Þetta mælir tölvan ekki. Þessir þættir eru í þjöppuðu máli. Segja má að nokkuð gæti endurtekninga. Afsakanlegra af því að málalenging er ekki. Þeir sem telja þetta kjaftæði, athugi samt hvort ekki er rétt að lesa tvisvar. Kvölds og morgna eins og Ólafsbænir. Nú er ég að fara heim, — heim. 11. ágúst 1980 Ég minnist þess ekki að hafa séð fjallað um hernaðarleg málefni af meiri hernaðarlegri þekkingu í íslensk blöð en Björn Bjarnason hefur gert á undanförnum árum í Morgunblaðið. Matthías Á. Mathiesen hefur að því er ég best veit aflað sér þekkingar og kosið að starfa á öðrum vettvangi. Þess vegna beini ég orðum mínum til Björns þó svo að nafn Matthíasar standi einnig undir orðsendingu þeirri sem er tilefni þessa skrifs. Sendiherra Bandaríkjanna á Is- landi ku hafa afhent Ólafi Jó- hannessyni utanríkisráðherra og þeim öðrum, sem til þess eru kjörnir og ráðnir að fara með utanríkismál landsins, bréfkorn. Hafi ég heyrt rétt og fréttamaður ríkisútvarpsins verið starfi sínu vaxinn var efni þess eitthvað á þessa leið: Það er meginregla að játa hvorki né neita tilvist kjarnorku- vopna í bandarískum herstöðvum. — Sendiherrann er m.ö.o bundinn eins konar þagnarskyldu um íverustaði bombunnar. — En hon- um er ljós alvara þessa máls fyrir íslendinga, svo hann bregður á leik líkt og Lúther heitinn forðum þegar hann setti saman kverið. Hann tekur herstöðvasáttmála Bandarikjanna og íslands sér í hönd og bregður undir leslamp- ann. Líkastur elskulegri ömmu, sem kennir barni á bók lætur hann fingurinn fylgja línunni við uppbyggilegustu ritningargrein- arnar. Utanrikismálafulltrúar Is- lands sitja ýmist í keltu hans eða horfa yfir öxl honum. Það er náttúrlega undir því komið hversu vel þeir sjá á bókina hvernig þeim gengur að meðtaka fagnaðarer- indið. Það er jafnvel ekki örgrannt um að einhverjir sitji andspænis sendiherranum og sjái allt á hvolfi. Ólafi Jóhannessyni og Karli Steínari Guðnasyni virðist hafa verið helst til fast litið á fingur ömmunnar og farið líkt og ónefnd- um fiðurfénaði í höndum loddara. Ólafur Ragnar sat náttúrlega þannig að hann sneri því upp sem átti að snúa niður í fagnaðarer- indinu líkastur ... Kannski sofnaði Geir Hall- grímsson við brjóst ömmunnar því að honum var meira í mun hvaða hugmyndir hálft dúsín íslenskra utanríkisráðherra hefur haft um vistarverurnar í húsi bombunnar. Þeim sem finnur sannleikann í Guði má visast á sama standa um karp Lúthers við páfadóminn í Róm. Eins má íslendingum standa á sama um karp Ólafs Ragnars við þá hina og lestraræfingar sendi- herrans ef þeir bara fá að vita sannleikann um bombuna. Alþingi íslendinga hefur í um- boði íslensku þjóðarinnar falið Birni Bjarnasyni og félögum hans í öryggismálanefnd að leita þessa sannleika. Nú hefur sú hin sama nefnd lagt fram skýrslu sem skv. Ríkisútvarpinu gerir hvorki að játa né neita tilvist kjarnorku- vopna á Keflavíkurflugvelli og er því borið við að afla þurfi frekari gagna. ðlafur Ragnar Grímsson hefur beitt þessari skýrslu fyrir sig þegar hann hefur reynt að tor- tryggja niðurstöður fulltrúa Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Utanrík- ismálanefnd um það að kjarn- orkuvopn séu ekki og hafi ekki verið geymd á Keflavíkurflugvelli. Nú hefur skilningur ungmenna- félagakynslóðarinnar á dreng- skaparhugsjón íslendingasagn- anna mjög sett mark sitt á málflutning þeirra sem farið hafa með utanríkismál þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins, svo engan þarf að undra að þeir telji að bandamanni og vopnabróður gangi gott eitt til þegar hann flytur þeim boðskap sinn. Ömmu- sagan verður enn trúverðugri fyrir það að hana ber þeim fyrir sjónir í formi ritaðs texta á skjalapappír með tilheyrandi und- irskrift. Þjóðin er líka orðin vön karpi þingmanna sinna um einsk- isnýta hluti og aulalegri vísnagerð á þingsölum. Óg hafa bara gaman af. Það eina sem hefur vantað á að skrípaleikur sá sem hér er til umræðu yrði fullkomnaður var eins og ein eða fleiri vondar vísur. Menn hafa vitað sem var að Öryggismálanefnd vinnur sín störf í kyrrþey og safnar þeim gögnum sem á vantar til að sannleikurinn um bombuna komi í ljós. Þetta bombumál er í sjálfu sér ekkert endanlegt takmark, heldur er þörf á gagngerri athugun á öryggismálum landsins og hernað- arlegri stöðu þess. Um þau mál öll hafa íslendingar fjarska óþrosk- aðar hugmyndir. Öryggismála- nefnd er eini vottur þess, að úr því sé reynt að bæta. Þess vegna rak menn í roga- stans þegar yfirlýsing þeirra Matthíasar Á Mathíesen og Bjarna Bjarnasonar var lesin upp í Ríkisútvarpið hinn 12. þ.m. Þeir telja að vel geti komið til greina að leggja Öryggismálanefnd niður vegna þess hversu ófullkomin skýrsla hennar er notuð í pólitísk karpi. Vond vísa svona í lokin hefði gert þetta að saklausum farsa í ljósi þess að Öryggismála- nefnd héldi áfram mikilvægu starfi sínu. En endir þeirra Björns og Matthíasar lyftir þessu öllu saman í hæðir skrípa — harm- leikjanna. Það er þvtlíkast sem Shakespeare sé genginn aftur, sestur að á íslandi og farinn að stjórna þingnefndum þar. .Að gefnu þessu tilefni fylgja þessar fyrirspurnir til Björns Bjarnasonar og svara óskað. 1. Hvernig getur Bj. Bj. rök- stutt að túlkun á upplýsingum sem ekki hefur verið aflað skuli vera nægt tilefni til að hætta við að afla upplýsinganna. 2. Eða er það löngu ákveðið að lestraræfing bandaríska sendi- herrans með utanríkismálanefnd skyldi — ef veður leyfði — að verða útfararræða yfir öryggis- málanefnd sem gæti skýrt við- brögð Ólafs Ragnars Grímssonar. 3. Hvert sem svarið er við þessum spurningum er ástæða til að spyrja enn; Hefur Björn yfir einhverjum þeim upplýsingum að ráða sem sýna að hér séu ekki kjarnorkuvopn, en öryggismála- nefnd né almenningi eru kunnar, og hverjar eru þá þær upplýs- ingar. Þorsteinn Broddason. Athugasemd vegna fyrirspurna Því miður verð ég að játa, að ég átta mig ekki á þræðinum í grein Þorsteins Broddasonar. Vinsam- lega bendi ég honum á að lesa greinargerð Öryggismálanefndar og yfirlýsingu okkar Matthíasar Á Mathiesen um útúrsnúning Ólafs Ragnars Grímssonar á henni. Al- þingi samþykkti á þessu ári að láta 25 milljónir króna renna til Öryggismálanefndar, eigi störf hennar að breytast í skrípaleik fyrir tilverknað formanns þing- flokks Alþýðubandalagsins, virð- ist ástæðulaust að leggja þessi útgjöld á-skattgreiðendur. Þing- flokkar tilnefna tvo menn hver í nefndina, sem varð til vegna málamiðlunar vinstri manna við stjórnarmyndun Ólafs Jóhannes- sonar haustið 1978. Hafi það farið fram hjá Þor- steini Broddasyni er mér ljúft að skýra honum frá því, að samþykki íslenskra stjórnvalda þarf til þess að kjarnorkuvopnum verði fyrir komið hér á landi, slikt samþykki hefur ekki verið veitt. Öryggis- málanefnd hefur verið að rann- saka forsendur þeirra umræðna, sem fram hafa farið hér á landi og byggðar eru á fullyrðingum er- lendra aðila um að hér kynnu að vera kjarnorkuvopn. í greinargerð nefndarinnar er lýst, hvað þessir aðilar hafa fyrir sér og sjónarmið- um annarra. Frekari gögn varð- andi þann þátt málsins eiga eftir að berast og rannsókn á honum breytir engu um það, að kjarn- orkuvopn verða ekki hér nema íslensk stjórnvöld samþykki. Kjarnorkuvopn á Keflavíkurflug- velli hafa álíka mikið hernaðar- legt gildi fyrir varnarliðið og greiða fyrir nauðasköllóttan mann. Björn Bjarnason. Kref jast kosn- inga í Svíþjóð Stokkhólmi 14. áKÚst. AP. „STJÓRNIÐ eða farið frá“ var allt og sumt sem verkalýðsfélögin og vinnuveitendur höfðu að segja við stjórn borgara- flokkanna í Svíþjóð, sem nú hyggst hækka virðis- aukaskatt um 3%, upp í samtals 25%. Sænska stjórnin hafði hvorki samráð við verkalýðsfé- lögin né vinnuveitendur þegar hún ákvað skatta- hækkunina og er búist við að það geti dregið dilk á eftir sér í væntan- legum samningaviðræð- um á vinnumarkaðinum. Sænska alþýðusam- bandið og önnur launþega- félög krefjast nýrra kosn- inga og segja, að hækkun virðisaukaskattsins geri að engu þær litlu kaup- hækkanir sem samið var um fyrr á þessu ári. „Eina færa leiðin til að ráða bót á efnahagsástandinu er að efna til nýrra kosninga,“ sagði Gunnar Nilsson, forseti sænska alþýðu- sambandsins. I málgagni vinnuveit- enda, sem löngum hefur stutt dyggilega við bakið á Hægriflokknum, var allt að því krafist að stjórnin færi frá. „Ef stjórnin ger- ir ekki betur en hún hefur gert að undanförnu, er best fyrir hana að fara frá,“ sagði í blaðinu. Pólitískt morð Toccoa, GeorKÍu. 14. áKÚ.st. AP. PÓLITÍSKUR keppinautur hefur verið handtekinn. ákærður fyrir morð á skattstjóranum í bæ í Norðaustur-GeorRÍu. Skattstjórinn, Elizabeth Willi- ams, fannst látin á heimili sínu fimm dögum fyrir forkosningar demókrata 5. ágúst þegar hún keppti að endurkjöri. Andstæðing- ur hennar, Donald Addison fyrr- verandi skattstjóri, var handtek- inn á sunnudaginn, ákærður fyrir morðið. ^ iÚtsalan hefst á mánudag þcrnhard lax^al KJÖRGARÐ/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.