Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 25
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 2 5 „Á faraldsfæti ’80‘ „Á FARALDSFÆTI ’80“ nofnist ferðalag Halia, Ladda ok Brimklóar um landið. í kvöld leika þeir og skemmta i Félagsheimilinu á Húsavík og annað kvöid á Raufarhöfn. Auk þeirra koma fram, þau Ragnhildur Gisladóttir og Björgvin Halldórsson, sem kynna 1ö(í af væntanlegri hljómpiötu þeirra. Á hverri skemmtun verður í gangi happdrætti, en á lokaskemmtun- inni í Hollywood, miðvikudaginn 10. sept. nk., verður aðalvinningurinn, myndsegulbandstæki, dreginn út. Kaffisala í Ölveri KAFFISALA verður haldin sunnudaginn 17. ágúst í sumar- búðunum í Ölver undir Ölvers- fjalli (áfast Hafnarfjalli). Ilefst kaffisalan kl. 3 með því. að flutt verður hugvekja, en síðan gefst gestum kostur á að fá sér hress- ingu allt til kl. 10 um kvöldið. Sumarbúðastarfi í Ölver er að ljúka þessa dagana. Alls hafa um 180—190 börn dvalizt þar í sumar, í sex dvalarflokkum. F'rumkvöðull starfsins í Ölver er Kristrún Ólafsdóttir, lengi kennd við „Frón“ á Akranesi. Kristrún hefur nú staðið fyrir sumarbúðastarfi í fjóra áratugi. Ágóðinn af kaffisölunni í Ölver rennur til starfsins á staðnum. PÁLMI Gunnarsson og Friðryk verða með skemmtun i Hnifsdal i kvöid og á Patreksfirði annað kvöld. Ætlun þeirra félaga er að kynna plötu Pálma, „Hvers vegna varstu ekki kyrr?“ MYNDLIST Sýning í Ásmundarsal í DAG opna Guðjón Ketilsson og Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarsýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu. Á sýningunni eru átta verk sem flest eru fleiri en ein mynd og eru allt að tólf myndir í einni seríunni. Eru þetta ljósmyndir, teikningar og hlutir. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 16—10 og 14—10 um helgar, en henni lýkur 25. ágúst nk. SKEMMTANIR Sumargleðin í Aratungu í kvöld, en d Hótel Sögu annað kvöld Það er orðin hefð eða venja að hljómsveitir fari um landiö á sumrin. Ragnar Iijarnason ætti að vera farinn að fá reynslu í því, þar sem hann hefur staðið í svona ferðum i ein 25 ár. Hann byrjaði með föður sinum. þar næst með KK kvartettnum, síð- an Sjálfstæðisflokknum, en að siðustu með Sumargleðinni svoköiluðu. Þetta er tiunda sumar Sumargleðinnar og um þessa helgi lýkur afmælisferð hennar um landið en alls hafa verið heimsóttar um 30 staðir. Lögð hefur verið áhersla á að vanda til skemmtidagskrárinnar og reynt að hafa danslögin við allra hæfi. Á skemmtidag- skránni, sem er um tveggja stunda löng eru 18 atriði m.a. bingó, gjafahappdrætti, verð- launagetraun og afmælisgjafir. í kvöld mun Sumargleðin vera í Aratungu, en á morgun munu þeir enda gleðina á Hótel Sögu. Það ber ýmislegt á góma, söngkraftar koma fram með ýmiskonar hljóðfæri, grínþættir eru og brandararnir fjúka. Skemmtikraftarnir sem eru fjórir bregða sér í ólíklegustu gerfi. Bessi Bjarnason og Ragnar Bjarnason eru tveir af skemmti- kröftunum, en auk þeirra eru tveir nýliðar þeir Magnús Ólafsson sem margir kannast 'feflaust við síðan hann lék Þorlák þreytta síðastliðinn vetur, og Þorgeir Ástvaldsson er hinn nýliðinn, en hann kannast flestir við úr sjónvarpi og útvarpi. Þorgeir mun leika á harmon- ikku og m.a. bregða sér i gerfi danskennara. Það er ekki ein- göngu diskótónlist sem að boðið Skemmtikraftar Sumargleðinnar kófsveittir og þreyttir að tjaldab- aki. ómar setti upp hákollu fyrir Ijósmyndarann sem hann hyggst þó ekki nota til frambúðar. er upp á heldur er reynt að hafa. liðurinn í henni eru Gjábakka- dansdagskrána blandaða og þess bræður sem eru harmonikku- má geta til gamans að einn hljómsveit. Ferða- leikhúsið FERÐALEIKHÚSIÐ heldur áfram sýningum á „Light Nights" að Fríkirkjuvegi 11. Sýningarnar eru fjórar í viku fram til 31. ágúst, það er á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld- um, og hefjast þær kl. 21 öll kvöldin. Sýningar þessar eru einkum ætlaðar enskumælandi ferða- mönnum. GUÐSPEKIFÉLAGIÐ Um frœði Martinusar SÆNSKUR menntamaður Rolf Elfing kemur í dag til Reykjavíkur, og mun næstu viku flytja erindi um fræði danska spekingsins Martinusar í húsi Guðspekifélagsins Ingólfsstræti 22. 1. erindið verður sunnudags- kvöldið 17. ágúst kl. 9, — nánar auglýst síðar í blöðunum. SUÐURGATA7 Michal Werner með samansetninga UM HELGINA lýkur sýningu Michels Werners á samsetningum i Galleri Suðurgötu 7, en hann er einkum þekktur sem myndhöggvari. Michael er fæddur árið 1912 og stundaði myndlistarnám í París. Hann hefur undanfarin ár kennt við myndlistarskólann, Watford School of Art í London. Werner hefur haldið 15 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim. Sýning Werners í Gallerí Suðurgötu er opin frá kl. 4 til 10 í dag og á morgun en henni lýkur annað kvöld. Verkin eru öll til sölu. MYNDLIST Páll Isaksson í Eden UM SÍÐUSTU helgi opnaði Páll ísaksson myndlistarsýningu i Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru 28 verk. flest þeirra oliupastel- og tússpennaverk. Páll sagði í samtali við Mbl. að þetta væri önnur einkasýning sín, hann hefði verið með litla sýningu í Fossnesti á sl. ári. Flestar myndanna á sýningunni eru málaðar á þessu eða á síðasta ári og eru allar til sölu. Sýningin stendur til 18. ágúst og er opin á opnunartíma Edens, frá kl. 9—23.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.