Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 24
24 TÓNLEIKAR Sumartónleikar í Skálholti Á sumartónleikum i Skálholti 16. og 17. þessa mánaðar lcikur Ragnar Björnsson íslenzkar orgeltónsmiðar. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00 háóa dagana. Á sunnudag hefst messa kl. 17.00 og eru kaffiveitingar að henni lokinni. Frumfluttir verða níu sálmafor- leikir eftir fimm íslenzk tónskáld á orgeltónleikunum. Hugmyndin að efnisskránni, segir Ragnar að hafi eiginlega komið of seint, en hann bað nokkur íslenzk tónskáld að skrifa fyrir sig sálmaforleiki yfir íslenzk sálmalög til að flytja á þessum tónleikum. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara brugðust tón- skáldin vel við og urðu til níu tónverk yfir íslenzk sálmalög. Ætlunin er að fá þessi verk gefin út í fjölriti fyrir íslenzka organ- ista. Tónverkin eru eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Nordal, Leif Þórar- insson og Ragnar Björnsson. Sem einskonar ramma um sálmafor- leikina leikur Ragnar í upphafi tónleikana Chaconne um upp- hafsstef Þorlákstíða eftir Pál Is- ólfsson og í lokin Preludium, Kóral og Fúgu um íslenzkt sálma- lag eftir Jón Þórarinsson. MYNDLIST Stefán frá Möörudal sýnir í Djúpinu STEFÁN frá Möðrudal opnar sýningu í Gallerí Djúpinu. Hafn- arstræti, kl. 15.00 í dag. Á sýningunni eru 67 olíumál- verk og eru flestar myndanna málaðar á þessu og síðasta ári. I samtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagði Stefán að hann hefði byrjað að mála á unga aldri, fimm eða sex ára. Hann lærði hjá Ásgrími Jónssyni listmálara, um tveggja ára skeið og hefur einnig fengið tilsögn hjá Geir Þormar, myndskurðarmeistara og Hauki Stefánssyni, þekktum andlitsmál- ara í Bandaríkjunum. Flestar myndanna á sýningunni eru iandslagsmyndir en einnig eru þar málverk af hestum og fólki. Sýningin stendur til 27. ágúst og er opin frá kl. 11 til 23 alla dagana. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. MYNDLIST Valtýr í Þrastalundi VALTÝR Pétursson er um þessar mundir með árlega málverkasýn- ingu sina i Veitingastofunni Þrastalundi við Sog. Á sýningunni eru 25 olíumálverk. Þetta er sjöunda sýning Valtýs i Þrastalundi og lýkur henni á morgun. KJARVALSSTAÐIR MYNDLIST Nína, Sveinn og Sigfús ÞESSA dagana stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning þriggja listamanna Nínu Gautadóttir sýnir nú í fyrsta sinn hérlendis. Á sýningunni eru 14 veggskúlp- túrverk sem gerð eru á árunum 1975—80. Nína lærði í Lista- háskólanum í París þar sem hún er einnig búsett nú. í myndir sínar notar hún aðallega neta- garn og hamp. Verkin eru öll til sölu. Sveinn Björnsson hefur málað frá árinu 1964 og lærði við akademíuna í Kaupmannahöfn. Hann hefur mikið verið til sjós en er nú rannsóknarlögreglu- maður. Sveinn á margar sýn- ingar að baki, en síðast sýndi hann í Kaupmannahöfn 1978. Sigfús Halldórsson hóf nám í málaralist 16 ára gamall og lærði þá hjá Birni Björnssyni og Margeiri Guðmundssyni. Árið 1944 fór hann til Englands og lærði leiktjaldagerð, auk þess sem hann tók húsmálun sem aukagrein. Þetta er þriðja sýn- ing Sigfúsar. Alls eru 84 máiverk eftir hann á sýningunni, þar af 52 til sölu. Sýning listamannanna er opin daglega frá kl. 14 til 22 og stendur til 24. ágúst. Á sunnudaginn kl. 15.30 verða nokkur laga Sigfúsar leikin í jazzútsetningu Magnúsar Ingi- mundarsonar. Ásamt Magnúsi leika á sunnudaginn, Reynir Sigurðsson, Alfreð Alfreðsson, Jón Sigurðsson, Kristján Jóns- son, Sigurður Flosason, Rúnar Georgsson og Árni Elvar. Umhverfislistasýningin á Korpúlfsstööum framlengd. Ákveðið hefur verið að framlengja umhverfislistasýninguna, Experimental Environment 1980, sem staðið hefur yfir að Korpúlfsstöðum að undanförnu. Að sögn aðstandenda sýningarinnar hefur aðsóknin verið góð, sérstaídega um helgar, og var því ákveðið að framlengja sýninguna til sunnudagskvölds en upphaflega átti henni að ljúka á síðastliðin fimmtudag. Umhverfisskúlptúr á umhverfislistasýningunni að Korpúlfsstöðum sem lýkur á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.