Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 23 Bílar Umsjón: JÓHANNES TÓMASSON OG SIG- HVATUR BLÖNDAHL Þriðja tölu- blað Motor- sports komið ÞRIÐJA töluhlað tímaritsins Mótorsport er nú komið á markaðinn til ángægju fyrir bilaáhugamenn. Efni blaðsins er mjög fjöl- breytt, og má þar nefna frásagn- ir af torfærukeþpninni á Akur- eyri fyrir skömmu, hópakstri fornbíla, Rallý Húsavík, sand- spyrnu, kvartmílu svo eitthvað sé nefnt. Blaðið er prýtt miklum fjölda mynda, en ritstjóri þess er Jón Sigurður Halldórsson. Datsun-bilar bíða nýrra kaupenda i Bandaríkjunum. Volvo semur við Kínverja SAMNINGAR hafa nú tekizt með Volvo-verksmiðjunum sænsku og yfirvöldum í Guang- Dong héraði í Kína. að á næstu fimm árum muni Volvo-verk- smiðjurnar framleiða fólksbíla og stærri bíla fyrir Kínverjana að verðmæti um 2.5 milljarða sænskra króna. eða sem na'st 300 milljörðum islenzkra króna. Þetta er langstærsti samning- ur sem Volvo-verksmiðjurnar hafa gert í einu lagi og hefur verið haft eftir forsvarsmönnum verksmiðjanna, að þeir hyggist leita hófanna við önnur héruð Kina um framleiðslu á bílum verksmiðjunnar. MÓTOBSPORT l'Mal við HafsUm Svemsson / 7. júni sýnmg Akurryrat R rautamuMlill þrhtgu RargarfjardarralH RnlH-<rns\ Forsíða þriðja tölublaðs Mót- orsports. Krefjast innflutnings- á japanska bíla hafta VERKALÝÐSFÉLÖG víða um heim eru nú farin að hóta aðgerðum verði ekki stemmt stigu við stöðugt vaxandi inn- flutningi japanskra bíla. sér- staklega eru talsmenn verka- lýðsfélaga í Bretlandi, Banda- rikjunum og Vestur-Þýzkalandi orðnir háværir. Innflutningur japönsku bíl- anna hefur farið mjög vaxandi á síðustu mánuðum og í júlí- mánuði var um algert met að ræða í Bretlandi, en þá náðu japanskir bílar um 18% mark- aðshlutdeild í fyrsta sinn í sög- unni. Þá er þetta hærri mark- aðshlutdeild heldur en hjá Brit- ish Leyland, sem löngum hefur verið stærsti aðilinn í Bretlandi. Markaðshlutdeild þeirra í júlí- mánuði var kominn niður í 16.23% úr um 20% í upphafi ársins. í Bretlandi er mest selt af Datsunbílum, en í Bandaríkjun- um er Hondan komin í efsta sætið og í Vestur-Þýzkalandi eru nokkrir stærstu japönsku fram- leiðendurnir með svipaða mark- aðshlutdeild. Á síðasta ári varð um það munnlegt samkomulag milli Breta og Japana, að innflutning- ur japönsku bílaframleiðend- anna myndi ekki fara yfir 11% af markaðnum. Það er ljóst, að það samkomulag verður ekki haldið, því á fyrstu sjö mánuðum ársins er heildarhlutur japönsku bílanna um 14.99%, og þyrfti því að koma til gífurlegur samdrátt- ur á innflutningnum, eða hann jafnvel að stöðvast alveg hjá sumum framleiðendunum. Nýja K-línan frá Chrysler CHRYSLER-bílaverksmiðjurn- ar handarísku berjast nú á hæl og hnakka fyrir lífi sínu, en tapið á þessu ári er fyrirsjáan- lega gífurlega mikið. eða 1,2 milljörðum Bandaríkjadollara eða um 600 milljörðum ís- lenzkra króna. Síðasta nýjasta nýtt frá verk- smiðjunum er hin svokallaða K-lína, en það er tiltölulega litlar sex manna fjölskyldubif- reiðar með framhjóladrifi, en nýju bílarnir nefnast: Plymouth Reliant og Dodge Aries. — Lee A. Iacocca, forstjóri verksmiðj- anna, sagði á fundi með frétta- mönnum fyrir skömmu, að þéss- ir nýju bílar verksmiðjanna væru eyðslugrannir smábílar, sem stæðust japönsku bílunum fyllilega á sporði. Þeir eiga samkvæmt upplýsingum verk- smiðjunnar að eyða um og innan við 10 lítrum á hundrað kíló- metra. Þrátt fyrir, að verksmiðj- urnar auglýsi K-línuna fyrir sex manns, segja sérfræðingar, að bílarnir seú alls ekki nema fyrir fimm. Áætlað verð í Bandarikjunum er í kringum 6000 dollara, eða sem næst 3 milljónum íslenzkra króna. Það þýðir, að bíllinn myndi kosta vel yfir 9 milljónir hér á landi. Forstjórinn sagði ennfremur á fréttamannafundinum, að ef allt gengi að óskum hvað varðar söluna á þessum bílum, ætti fjórði ársfjórðungur að koma" mjög vel út fyrir verksmiðjurn- ar. Omni 021,einn af smærri bílum Chrysler, sem selst hefur vel í Bandaríkjunum á sl. ári. í Bandaríkjunum hafa fram- leiðendur þarlendra bíla sjálfir farið fram á það við stjórnvöld, að innflutningur japanskra bíla verði takmarkaður í framtíðinni, þar eru fremstir í flokki Ford og Chrysler, en bæði þessi fyrirtæki eiga í gífurlegum rekstrarerfið- leikum eins og kunnugt er. Gífurleg aukning hefur átt sér stað á innflutningi japanskra bíla nema á Ítalíu og í Frakk- landi, þar sem innflutningstak- mörkunum er beitt, t.d. er aðeins leyfilegt að flytja eitt þúsund bíla inn til Ítalíu og í Frakklandi má innflutningurinn ekki fara yfir 3% af heildarmarkaðinum. Brezk yfirvöld hafa ekki feng- ist til að taka ákveðna afstöðu í málinu, en látið hefur verið að því liggja, að beitt verði einhvers konar verndaraðgerðum, ef ekki verður breyting á innflutningn- um, auk þess, sem varaviðskipta- ráðherra Breta sagði fyrir skömmu, að forráðamenn Dats- unverksmiðjanna hefðu gefið loforð um, að verulega verði dregið úr framleiðslunni fyrir Bretlandsmarkað. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar herb íbúö í Njarövík eöa Kefla- vík koma til gretna. Fasteignasala Vilhjálms Þór- hallssonar Vatnsnesvegi 20, Keflavik, sími 1263. sölumaöur heima 2411. Keflavík Höfum kaupanda aö eldra ein- býlishúsi helst meö 4 herb.. má vera hæö og ris í skiptum fyrir 150 ferm mjög góöa sérhæö í tvíbýll. Til sölu nýleg 5 herb. íbúö meö bllskúr. Njarðvík Til sölu fokhelt einbýlishús vlö Njarövíkurbraut. skipti á 3ja 3ja herb. íbúð óskast til leigu fyrir hjúkrunar- fræöing frá 1. sept. n.k. Uppl. hjá starfsmannahaldi í síma 29302. St. Jósepsspítalinn, Reykjavík. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferöir 17. ágúst: 1. kl. 09. - Þórisjökull - Þóris- dalur. Fargj. kr. 6.000 - 2. kl. 13. - Ketilstígur - Krísuvík kr. 4.000,- Helgarferðir 22.—24. ágúst: 1. Þórsmörk - Gist (húsi. 2. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í húsi. 3. Hveravellir - Hrútfell - Þjófa- dalir. Gist í húsi. 4. Álftavatn á Fjallabaksleiö syöri. Gist í nýju sæluhúsi F.Í.: 5. Berjaferö í Dali. Svefnpoka- pláss aö Laugum Brottför kl. 08 föstudag. Farmiöasala og upplýsingar um feröirnar á skrifstofu F.Í., öldu- götu 3. Krossinn Æskulýössamkoma í kvöld kl. 20.30 aö Auöbrekku 34, Kópa- vogi. Allir hjartanlega velkomnir. Félag kaþólskra leikmanna efnir til skemmtiferöar fyrir kaþólsk börn, 5—12 ára, laugar- daginn 30. ágúst. Fariö veröur aö Martíustööum í Kjós, kl. 9 aö morgni, frá Landakotsskóla. Æskilegt aö einhverjir gætu haft meö sér tjöld. Þátttaka tilkynnist í síma 43304 fyrir 23. ágúst. Stjórn FKL Heimatrúboðiö Óðinsgötu 6A Almenn samkoma á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.30. Bæn og vitnisburöir. Sunnud. 17. 8. kl. 8 Þórsmörk, einsdagsferö. 4 tíma stanz I Mörkinni, verö 10.000 kr. kl. 13 Árnastigur eöa létt ferö um Hafnaberg og Reykjanes, verö 5000 kr., frítt f. börn m fullorðnum. Fariö frá B.S.i. vest- anveröu Graanland, Eystribyggö, 4 —11. sept, fararstj. Kristján M Bald- ursson. Útivist 6, ársrit 1980 er komiö, og óskast sótt á skrifstofuna Lækjarg. 6a. Útivist s. 14606

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.