Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 3 „Óttaðist mest að íslenska lög- reglan myndi afhenda mig aftur“ segir rússneski flóttamaðurinn Viktor Kovalenko í samtali við Morgunblaðið „UNGT fólk í Sovétríkjunum er yfirleitt mjöB óána'Bt með sovéska þjóðfélagskerfið, en það talar samt ekki mikið saman um það. I>að verða að vera mikið góðir vinir sem gera það, en út á við er ekki gagnrýnt,” sagði Viktor Kovalenko, rússneski flóttamaðurinn sem dvelur nú i góðu yfirlæti á bænum Blesastöðum á Skeiðum hjá Hermanni Guðmundssyni og Ingibjorgu Jóhannsdóttur, en þar ræddi Morgunhlaðið við flóttamanninn i gærkvöldi með aðstoð Áslaugar Agnarsdóttur. Þau Ingibjörg og Hermann hofðu á orði við blaðamenn að stuðla ætti að fjársofnun þegar þar að kæmi til þess að þessi ungi Ukrainumaður kæmist ferða sinna en hann vonast til þess að fá landvistarleyfi í Bandarikjunum. „Þeir koma á nóttinni“ „Ef einstaklingar minnast á eitt- hvað neikvætt gagnvart kerfinu í Sovétríkjunum, er lítið gert í fyrsta skipti," hélt Viktor áfram, „en ef það kemur fyrir aftur lendir hann á svörtum lista hjá samtök- um ungkommúnista og síðan er hann kallaður fyrir nefnd og svo þaðan af verra. Ef menn sjá ekki að sér liggur næst fyrir að vera sendur á geðsjúkrahús, eða þá að þeir koma á nóttinni og taka menn fasta. Þeir virðast hrifnir af því að Viktor Kovalenko koma á nóttinni, svo að fáir verði varir við þá augliti til auglitis. Ég lenti sjálfur í því að segja eitthvað óheppilegt þegar ég var í hernum og í kjölfar þess kom læknir til mín að næturlagi og spurði hvort ég hefði sagt ákveðna hluti. Ég játaði því og var þá hótað að ég yrði sendur á geðveikrahæli. Oft kemur það fyrir ef fólk hefur drukkiö of mikið og talað af sér að læknir kemur og hótar hælisvist eða fangelsi. Þeir sem lenda inn á slíkum stofnunum eiga eiginlega engra kosta völ ef þeir sleppa út, hvorki að fá vinnu eða komast inn í æðri menntastofnanir." „Menn eru ekki frjálsir“ „Hvaðan kemur þú í Sovétríkj- unum?“ „Ég er frá 100 þús. manna borg í miðri Ukraínu þar sem námu- vinnsla er aðalatvinnan. Þar lauk ég venjulegu skólanámi og fór síðan í tækniskóla í tvö ár og vann að því loknu 4 mánuði í verksmiðju áður en ég var kallaöur í herinn en þar var ég í tvö ár. Að herþjónustu lokinni fór ég til heimabæjar míns í námuvinnslu í kolanámunum og vann þar í eitt ár áður en ég fór á sjóinn. Eftir herþjónustuna fékk ég hugmyndina að því að yfirgefa föðurland mitt. í námunni lenti ég undir hælnum hjá yfirmanninum og það eru mörg atriði sem valda því að mér fellur ekki við það að búa í Sovétríkjunum. Okkur var iðulega sagt að vinna í námunum á frídögum um helgar en samt feng- um við venjulegt dagkaup og stundum eru menn kallaðir út til þess að vinna kauplaust, en verst er að menn eru ekki frjálsir að því að segja hug sinn. Ég fór því til sjós með það í huga að skapa mér tækifæri til þess að flýja land. Fyrsta tækifærið var hér á íslandi eftir þrjú ár til sjós. Við fórum 5 saman í land og þar af var einn yfirmaður sem bar ábyrgð á hópnum. Við áttum að halda hópinn en inni i hljómplötubúð tókst mér að verða eftir þegar aðrir í hópnum fóru inn í búð við hliðina til þess að kaupa sér gallabuxur, vestrænar gallabuxur. Þá skaust ég út og inn í leigubíl sem var rétt hjá og bað um að mér yrði ekið til bandaríska sendiráðs- ins. Þetta var fyrsta tækifærið, og ég hefði reynt að strjúka í hvaða borg sem var á Vesturlöndum. Við komum til Las Palmas fyrir nokkru, en þar var ekkert hægt að gera. Þegar við fórum í land var okkur smalað upp í strætisvagn og þar var okkar gætt á meðan við vorum í landi." „Veit aldrei hver er að njósna“ „Eru margir sömu skoðunar og þú varðandi landflótta?" „Þeir sem hafa áhuga á að strjúka úr landi fara ekki hátt með það. Maður veit aldrei hver er að njósna fyrir stjórnvöld og segir ekki einu sinni sínum nánustu frá slíku. Á vinnustöðum eru einnig eftirlitsmenn. í námunum voru lögreglumenn og ef þeir hefðu frétt eitthvað þá hefði það þýtt fangels- un og yfirheyrslur." „Hver eru helztu tómstunda- áhugamál þín?“ „Tónlist og íþróttir. Ég stundaði box í fjögur ár og keppti í þeirri íþrótt." „Fyrst spurt um ættingja erlendis „Hvers vegna vilt þú fara til Bandaríkjanna?“ „Þar er frelsi og þar eru einnig margir Ukraínumenn og Rússar, en ég á ekkert skyldfólk þar. Ef ég hefði átt ættingja erlendis hefði ég aldrei fengið vinnu á úthafs- og millilandaskipum. Þegar maður sækir um slíka vinnu er fyrst athugað með ættingja erlendis og ef allt virðist í lagi er maður í innanlandssiglingum í eitt ár. Á því tímabili bárust fyrirspurnir um mig þangað sem ég hafði verið í vinnu og einnig heim til min. Og þar sem enginn sá neitt athugavert við mig var mér hleypt á milli- landaskipin með vegabréf. Það var það erfiðasta í þessu að fá vega- bréfið." „En hvað finnst þér erfiðast persónulega?" Ég var alveg rólegur yfir þessu og var ekki hræddur að yfirgefa mitt land. Mér líkar það ekki. Á sjónum var þetta stanslaust púl, Við gegningar i fjósinu ásamt yngsta fólkinu á bænum. en það er iðið við að reyna að tala við flóttamanninn. Ljósmyndir MoncunblaAiA: Ragnar Axolsson. Viktor á einni dráttarvéli.ini á Blesastöðum ásamt Gunnari sem kenndi honum á vélina. Þeir tala saman eins og fleiri heimilismenn á Blesastöðum, með handtilþrifum, bendingum og augnsvip og allt gengur vel, en Ingibjörg sagðist mundu sakna þessa unga manns. Viktor aðstoðar Hermann bónda við heyskapinn. tólf daga túrar og unnið alla sólarhringa í trekk. Síðan er að- eins farið í land til að landa.“ „Þau íá aldrei bréf frá mér“ “Ég á þar móður, föður, systur og bróður. Það verður líklega erfitt hjá þeim næstu 4—5 mánuðina og fjölskyldan verður líklega oft yfir- heyrð. Verst getur þetta verið fyrir bróður minn. Hann er bæjarfull- trúi í bæjarnefnd og verður örugg- lega settur á svartan lista vegna mín. Hann mun missa þá vinnu og framar verða honum ekki falin trúnaðarstörf. Þó ég skrifi mínu fólki munu þau aldrei fá bréf frá mér, en lögreglan mun hins vegar elta þau af og til til þess að fylgjast með.“ „Úr storminum inn í lognið“ „Hvernig var þér innanbrjósts þegar íslensk stjórnvöld tilkynntu að þú værir frjáls maður á ís- landi?" „Mér leið vel. Að fá frelsið var eins og að koma úr storminum inn í lognið, inn í frelsið úr fordómun- um. Ég óttaðist það fyrst þegar ég kom til íslands að íslenska lögregl- an myndi afhenda mig aftur, okkur var sagt það á skipinu að það þýddi ekki að reyna að strjúka." „Hvað heldur þú að hefði orðið um þig ef þér hefði verið snúið aftur?“ „Ég get ekki ímyndað mér það. Það fréttist ekki meir af slíkum, það er ekki talað um þá og ekki skrifað um það opinberlega." „Eru íslendingar eins og þú bjóst við?“ „Ég vissi mjög lítið um ísland, en fólk hefur verið mér mjög gott og ég vil sérstaklega færa hjónun- um hér mínar þakkir. Mér líkar vel hér, en mig langar til Bandaríkj- anna þar sem eru margir Ukraínu- menn. Mig langar að byrja nýtt líf í Bandaríkjunum, vinna þar og birta greinar um ástandið í Sovét- ríkjunum, segja sannleikann. En til Rússlands fer ég aldrei aftur. Nema þá að það verði frjálst eins og hér. Það þarf að gera nýja byltingu í Rússlandi fyrir fólkið.“ - á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.