Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 35 Atli Eðvaldsson skoraði fyrsta markið í vestur-þýsku deildakeppninni í ár ÞAÐ MÁ með sanni segja að Atli Eðvaldsson hafi byrjað knattspyrnuferil sinn í Þýzkalandi með glæsibrag. Keppni í vestur-þýzku úrvalsdeildinni, Bundesligunni, hófst í gærkvöldi og það var enginn annar en Atli sem skoraði fyrsta mark hins nýbyrjaða keppnistímabils. Félag hans, Borussia Dortmund, lék gegn Uerdingen á heimavelli og sigraði Borussia 2:1. Atli lék í stöðu miðframherja og skoraði hann fyrsta mark leiksins og þar með fyrsta mark deildarinnar snemma í fyrri hálfleik. — Boltinn barst til Atla og hann skoraði örugglega af stuttu faeri, sagði Ásgeir Sigurvinsson í gærkvöldi, en hann fylgdist með leiknum í sjónvarpi. — Atli stóð sig vel í leiknum og hann mun vonandi standa sig vel í þessari erfiðu deild, sagði Asgeir. - SS Þór bætir við stigum í GÆRKVÖLDI léku bór og Völsungur i 2. deild á Akureyr- arvelli. Leiknum lyktaði með sigri Þórs, 2—1, eftir að staðan í hálfleik var 2—1, þannig að öll þrjú mörkin komu i fyrri hálf- leiknum sem var mjög liflegur, og nokkuð vel leikinn af hálfu beggja liða. Fyrsta markið kom eftir góða fyrirgjöf frá hægri, þá skallaði Olgeir Sigurðsson í netið af stuttu færi, fallegt mark. Þetta var á 25. mínútu. Völsungar náðu því óvænt forystu í leiknum. Þór jafnar svo metin á 33. mínútu er Árni Stefánsson skorar úr vítaspyrnu. Á 41. mínútu skora Þórsarar sitt annað mark, var þar að verki Óskar Gunnarsson sem skaut þrumuskoti beint í markið, af stuttu færi. í síðari háifleiknum áttu Völs- ungar ágæt marktækifæri, meðal annars skalla i þverslá, en ekki tókst þeim að skora. Þá átti Nói Björnsson, Þór, þrumuskot á 90. mínútu sem small í stönginni. SOR Stuðmenn fjölmenna til Vestmannaeyja í DAG kl. 16.00 leika í Vest- mannaeyium ÍBV og Valur i 14. umferð íslandsmótsins i knatt- spyrnu. Mun vera uppsclt i hóp- ferð þá sem farin verður til Eyja á vegum Vals og fjöldi manns á biðlista. Það mun því full Fokk- er-flugvél af stuðmönnum Vals lenda i Eyjum i dag og nokkrar minni vélar. bá létu Valsmenn sækja Jón Einarsson, framlinu- manninn sprettharða. til Sauð- árkróks en þar stundar hann vinnu. Fór flugvél eftir honum i gærdag og mun jafnframt flytja hann strax norður að leik lokn- um. Það er því ljóst að Valsmenn munu flagga öiiu sinu besta i Vestmannaeyjum í dag, stuðn- ingsmönnum jafnt sem leik- mönnum. Fyrri leik Vals og ÍBV lauk með 7 — 2 sigri Vals, og víst er að leikmenn IBV hafa harma að hefna. — þr. Knattspyrna um helgina Laugardagur 16. ágúst 1. deild Akranesvöllur kl. 15.00 lA—Þrúttur 1. deild Vestmannaeyjavóllur kl. 16.00 ÍBV-Valur 1. deild KópavoKsvöllur kl. 15.00 IIBK—Vikinitur 2. deild ísafjaröarvóllur kl. 11.00 ÍBÍ—Selfoss 2. deild Norófjaróarvöllur kl. 15.00 Þróttur—Armann 2. deild Kaplakrikavöllur kl. H.00 llaukar —Austri 3. deild A SandKeróisvöllur kl. 16.00 Reynir —Líttir 3. deild Fellavöllur kl. 11.00 Leiknir—Óðinn 3. deild Vikurvöllur kl. 16.00 Katla—Hekla 3. deild B NjarAvíkurvöllur kl. 16.00 Njarðvik—Aftureldinit 3. deild Gróttuvöllur kl. 16.00 Grótta—Grindavik 3. deild Garösvöllur kl. 16.00 Viðir—Stjarnan 3. deild C BorKarnesvöllur kl. 16.00 SkallaKrimur—Ólafur l’a. 3. deild Akranesvöllur kl. 17.00 HÞV—Reynir 3. deild ólafsvikurvöllur kl. 16.00 Vikinxur — BolunKarvik 3. deild D Grenivikurvöllur kl. 16.00 MaKni —HSÞ b 3. deild ólafsfjardarvöllur kl. 16.00 Leiftur—KS 3. deild LauKalandsvöllur kl. 16.00 Árroðinn — Ilófðstrend. 3. deild E Blönduósvöllur kl. 16.00 USAH—EflinK 3. deild ÁrskóKsstrandavöllur kl. 16.00 Reynir—Tlndastóll Sunnudagur 17. ágúst 1. deild LauKardalsvöllur kl. 19.00 KR-FH Mánudagur 18. ágúst l.deild LauKardalsvöllur kl. 19.00 Fram-ÍBK Þriðjudagur 19. ágúst 2. deild Lauitardalsvöllur kl. 19.00 Fylkir-KA Fimmtudagur 21. ágúst 2. deild LauKardalsvöllur kl. 19.00 Ármann — Ilaukar Föstudagur 22. ágúst 2. deild Akureyrarvöllur kl. 19.00 KA-ÍBÍ 2. deild Selfossvöllur kl. 19.00 Selfoss—Þór Multer þykir efnilegastur VIRT italskt knattspyrnublað efnir árlega til atkvæðagreiðslu á meðal iþróttafréttamanna i Evr- ópu um hvaða knattspyrnumaður undir 24 ára aldri sé álitinn sá efnilegasti og besti i Evrópu. Að þessu sinni sigraði Vestur-Þjóð- verjinn Hansi Muller sem leikur með Stuttgart. Mttller er fæddur 27.júlí 1957 og hefur leikið 95 leiki fyrir Stuttgart og 21 lands- leik fyrir Þýskaland. Hann fékk að þessu sinni 26 stigum meira en Brady, Arsenal. Listinn yfir 10 efstu menn i kjörinu litur svona út. Stig Hansi Múller(VfB Stuttgart) 138 Liam Brady (Arsenal) 112 Frank Arnesen (Ajax) 82 Laurie Cunningham (R. Madrid)78 Antonio Cabrini (Juventus) 77 Garry Birtles (Nottingham) 77 Lothar Matthaus (Gladbach) 77 Pietro Fanna (Juventus) 59 Herbert Hermann (Grassh.) 47 André Egli (Grasshopper) 42 • Hansi Múller séður með aug- um italsks teiknara. Rummenigge skorar mest ÞAÐ ER ekki umdeilt að vestur- þýska knattspyrnan þykir' sú besta í heiminum. Og þýska 1. deildin er sú jafnasta sem sögur fara af. Nú i fyrsta sinn leikur islenskur knattspyrnumaður með v-þýsku liði. Atli Eðvaldsson leikur með Borussia Dortmund. Þýska deildakeppnin er að byrja og þvi ekki úr vegi að lita á markhæstu leikmenn deildarinn- ar frá síðasta keppnistimabili. ógnvaldur markvarðanna, Rum- menigge, skoraði 26 mörk i 34 leikjum sinum fyrir Bayern Múnchen en þeir sigruðu í deild- inni. Hér að neðan er svo listi yfir þá sem koma næstir og innan sviga hve mörg mörk liðin skor- uðu yfir tímabilið. Hamburger SV: Horst Hrubesch ,í 21 (86) VfB Stuttgart: Hansi Múller 14 (75) Kaiserslautern: Reiner Geye 17 (75) FC Köln: Dieter Múller 21 (72) Borussia Dortmund: Manfred Burgsmúller 20 (64) Mönchengladbach: Harald Nickel 20 (61) Schalke 04: Klaus Fischer 7 (40) Eintracht Frankfurt: Bum Kun Cha 12 (65) VfL Bochum: Hans-Joachim Abel 13 (41) Fortuna Dússeldorf: Klaus Allofs 16 (62) Bayer Leverkusen: Peter Szech 9 (45) 1860 Múnchen: Horst Wohlers 7 (42) MSV Duisburg: Rudolf Seliger 8 (43) Bayer Uerdingen: Friedhelm Funkel 14 (43) Hertha Berlin: Henrik Agerbeck 9 (41) Werder Bremen: Werner Dressel 12 (52) Eintr. Braunschweig: Ronnie Worm 8 (32) Mjög tvísýnt um úrslit BIKARKEPPNI FRÍ, 1. deild, verður háð á frjálsíþróttavellin- um i Laugardal i dag og á morgun. og hefst keppni báða dagana kl. 14. Undanfarin átta ár hefur frjálsiþróttafólk íþróttafélags Reykjavikur (ÍR) farið með sigur af hólmi i keppn- inni. Að þessu sinni þykir ljóst að keppnin verði nokkuð hörð um sigurinn, þar sem hið harðsnúna frjálsíþróttalið Knattspyrnufé- lags Akureyrar (KA) kom upp úr 2. deild í fyrra. ÍR-ingar hafa sigrað auðveld- lega öll átta síðustu ár, en „sér- fræðingarnir" segja að ekki verði Ijóst fyrr en í síðustu keppnis- greininni hvaða lið sigri nú, en keppnin muni þó fyrst og fremst standa milli ÍR og KA. Þessi tvö félög tefla fram landsliðsfólki i flestum greinum, og er því fyrir- fram hægt að fullyrða, að það félag, sem fer með sigur af hólmi, verðskuldi titilinn bezta frjáls- íþróttafélag landsins, en Bikar- keppninni er einmitt ætlað að skera úr um það hverju sinni. „Sérfræðingarnir" hafa „tippað" mikið að undanförnu, en þó ber þeim ekki alltaf saman um hvort IR eða KA sigri. Þeim ber hins vegar flestum saman um, að það komi að þessu sinni í hlut frjáls- íþróttafólks úr Kópavogi (UBK) að falla ofan í aðra deild. UBK hefur jafnan verið í einu af efstu sætum keppninnar undanfarin ár, og er eitt þriggja félaga sem sigrað hefur í keppninni, sem nú fer fram í 15. sinn. FH-ingar eru þó engan veginn úr fallhættu, og er ekki loku fyrir það skotið að einnig verði hörð barátta á botn- inum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.