Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 27 Hafliöi Helgason - Minningarorð Hafliði Helgason, frændi minn, lézt á Borgarspítalanum hér í Reykjavík hinn 8. júlí sl. Hann fæddist á Siglufirði þann 31. ágúst árið 1907, fyrsta barna- barn afa okkar og ömmu, Hafliða Guðmundssonar og Sigríðar Páls- dóttur. Hann var einkabarn foreldra sinna, Helga Hafliðasonar kaup- manns og útgerðarmanns á Siglu- firði og konu hans Sigríðar Jóns- dóttur, ættaðri úr Fljótum í Skagafirði. Helgi móðurbróðir minn var mikill atorku- og dugn- aðarmaður og komst því fljótt í góð efni á þeirra tíma mæli- kvarða. Sigríður var mikil fríð- leikskona og orðlögð fyrir reisn sína og myndarskap og var heimili þeirra eitt hið glæsilegasta á Siglufirði. Þegar ég man fyrst eftir mér, var það mikil tilhlökkun og viðburður að fara í heimsókn í „Helgahús". Hafliði ólst upp við ást og umhyggju foreldra sinna. Ungur fór hann að heiman í skóla, fyrst í Gagnfræðaskóla Akureyrar, síðan í Menntaskólann í Reykjavík, og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1928. Um það leyti urðu miklar breyt- ingar á högum Hafliða. Foreidrar hans höfðu slitið sambúð og eftir það hélt hann heimili með móður sinni og fór strax að vinna, svo ekki varð úr frekara framhalds- námi. Alltaf var mjög kært með þeim feðgum unz Helgi andaðist árið 1938. Ég var stödd í Svíþjóð hjá systur minni þegar Hafliði frændi okkar lézt. Við systurnar fórum að rifja upp minningar frá æsku okkar á Siglufirði. Það voru mjög náin tengsl og samgangur á milli allra ættingjanna, því öll börn Hafliða hreppstjóra voru búsett á Siglufirði, nema fóstursystirin, sem giftist til Noregs. Einkum er okkur minnisstætt, að Hafliði reyndist okkur eins og bezti bróð- ir, er við misstum föður okkar ungar að aldri. Sumarið 1937 kom til Siglu- fjarðar ung og falleg stúlka úr Reykjavík, Jóna Sigurveig Einars- dóttir. Eins og ungt fólk á þeim árum, þurfti hún að leita sér atvinnu, þar sem hana var helzt að fá, og lá þá leið margra til Siglufjarðar. Móðir mín seldi fæði eftir að hún varð ekkja og var því oft margt ungt fólk saman komið í gamla „Hafliðahúsinu". Þar bar fundum þeirra Hafliða og Jónu fyrst saman, þvi hann var dagleg- ur gestur hjá okkur og hún vinkona mín og kostgangari. Hinn 28. apríl árið 1940 gengu þau í hjónaband og lifðu í ástríkri sambúð í rúm 40 ár. Á hinu fallega heimili þeirra við Lindargötu á Siglufirði var oft mjög gestkvæmt, ekki sízt á sumrin þegar ættingjar og vinir komu til Siglufjarðar og það var tekið á móti öllum af gestrisni og hlýju. Sigríður, móðir Hafliða, bjó hjá þeim þar til hún lézt árið 1960. Hafliði og Jóna eignuðust fimm syni, sem allir eru velgerðir og velgefnir eins og foreldrar þeirra, og barnabörnin eru orðin tíu. Hafliði var mjög greindur mað- ur og afar listhneigður. Hann var vel drátthagur, hafði leiklistar- hæfileika og lék oft með Leikfélagi Siglufjarðar á yngri árum. En fyrst og fremst átti tónlistin hug hans og sjaldan held ég að hann hafi notið sín betur en þegar hann settist að píanóinu í góðra vina hópi og lék allt, sem viðstaddir óskuðu að heyra. Starfsferil Hafliða rek ég ekki hér, það hafa aðrir gert. Eftir að hann lét af störfum sem útibús- stjóri Útvegsbankans á Siglufirði dvöldu þau hjónin oft hér fyrir sunnan, enda fjórir synirnir, og fjölskyldur þeirra, búsettir hér í Reykjavík. Hafliði unni heimabæ sínum Siglufirði og helgaði honum alla starfskrafta sína. Ég sendi Jónu, sonum hennar, tengdadætrum og barnabörnum samúðarkveðjur okkar systranna, og óskum þeim alls góðs í framtíð- inni. Blessuð sé minning Hafliða Helgasonar. Þessi fáu kveðjuorð frá okkur systrunum, vil ég enda með síð- asta erindi úr kvæði, sem ort var til ömmu okkar og ég fann í fórum móður minnar eftir lát hennar: „Vér frlum kuAí þÍM *>k börnin þín (>K þokkum alla manndáö íyrr ok síAar þin vorftur minnst á moöan roöull skín á morKunprúðar SÍKÍufjarðarhlidar.*4 (G.G.) Sveinbjörg Kjaran Norrænn fundur heilbrigðis- og félagsmála- ráðherra í Reykjavík 18.—19. ágúst 1980 ÞEIR róðherrar á Norðurlönd- um, sem annast heilbrigðis-, fé- lags- og almannatryggingamál. hittast nú árlega í löndunum á víxl. Árið 1979 var slíkur fundur haldinn i Tampere í Finnlandi. 1 ár er fundurinn haldinn hér á landi og verður á Hótel Loftleið- um dagana 18. og 19. ágúst. Til fundarins koma dönsku ráð- herrarnir Ritt Bjerregaard, fé- lagsmálaráðherra, og Henning Rasmussen, innanríkisráðherra, finnsku ráðherrarnir Sinikka Luja-Penttilá, heilbrigðis- og fé- lagsmálaráðherra, og Katri-Hel- ena Eskelinen, aðstoðarráðherra, norski félagsmálaráðherrann NÁTTÚRUGRIPASAFN- IÐ á Akureyri efndi til náttúruskoðunarferðar um Glerárgil fyrir skömmu. Um 70 manns tóku þátt í ferðinni og var gengið frá Gleráreyrum upp á móts við Glerárbæ- inn. Mikinn blómagróður er þar að íinna. Næsta skoðunarferð verður laugardaginn 16. ág- úst, og er áætlað að safnast Arne Nielsen og sænsku ráðherr- arnir Karin Söder, félagsmálaráð- herra, og Elisabeth Holm, aðstoð- arráðherra. Af íslands hálfu situr Svavar Gestsson, heilbrigðis- og félags- málaráðherra, fundinn. Auk ráðherranna sitja fundinn embættismenn hinna ýmsu ráðu- neyta, sem hér eiga hlut að máli, svo og aðilar frá skrifstofu nor- rænu ráðherranefndarinnar í Oslo, þ.á m. aðalritarinn Hans Kiihne. Alls verða 60—70 manns á fundinum. Aðalumræðuefni ráðherrafundar- ins er „Heilsugæsla á Norðurlönd- um“ (Primárvárden i Norden). saman við miðbrúna í Eyjafjarðarárhólmum kl. 2 e.h. Stutt gönguferð verður farin um Hólmana en síðan gengið í Vaðlaskógarreit- inn. í bakaleiðinni verður e.t.v. litið á rústir hins forna þingstaðar við Eyr- arland. Jurtalíf er mikið í Hólmunum, fjörulíf nokk- urt og steinar í sjávarklett- um. Áætlaður ferðatími er þrjár til fjórar klukku- stundir. Á fyrri fundum hefur það yfir- leitt tíðkast að ráðherrarnir flyttu sjálfir inngangserindi um um- ræðuefnið. Á fundinum í Tampere var ákveðið að breyta til og fá embættismann til að innleiða um- ræður og verður Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, framsögumaður. Sömu daga og fundurinn stend- ur heldur félags- og umhverfis- málanefnd Norðurlanda fund hér á landi. — Ráðherrarnir og nefnd- in halda sameiginlegan fund 19. ágúst þar sem m.a. verður rætt um nýjan norrænan samning um almannatryggingar, tillögu um sameiginlegan vinnumarkað fólks á Norðurlöndum, sem vinnur í heilbrigðisþjónustu og áætlun um norræna samvinnu á sviði heil- brigðis- og félagsmála. I norrænu félags- og umhverf- ismálanefndinni sitja alþingis- mennirnir Matthías Á. Mathiesen og Pétur Sigurðsson af íslands hálfu. Miðvikudaginn 20. ágúst fara ráðherrarnir ásamt nefndinni og samstarfsmönnum sínum til Egilsstaða. Tilefni þeirrar ferðar er að 1975 var fjárveiting veitt frá Norðurlandaráði til að kosta könnun heilbrigðisþjónustunnar við heilsugæslustöðina á Egils- stöðum. — Þessari könnun er lokið og hefur skýrsla komið út um hana. Guðmundur Sigurðsson, hér- aðslæknir á Egilsstöðum, sem hafði umsjón með könnuninni mun gera grein fyrir henni á hádegisfundi á Hallormsstað og síðan munu ferðalangarnir skoða heilsugæslustöðina og sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Fréttatilkynning frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Náttúrugrípasafnið á Akureyri efnir til skoðunarferðar Fjögur harnanna sem efnl eiga í hókinni. Börn — bók eftir börn gefin út í til- efni barnaársins RIFRILDI Fólkift rífst <>k skammar hvort annaó af minnsta tilrfni. Ilver sem þú ert eóa hvert sem þú íeró. þá muntu veróa vitni aó þessu sjáifur. I’aó Klymur i eyrunum dairinn út «K daKÍnn inn. I>ú munt eflaust taka þátt í þvi sjálfur. Er þetta veruleiki eóa er mÍK aó dreyma. 0. éK vildi aó þetta væri draumur. Kristin Henedjktsdóttir — 12 ára. í)r bókinni BÖRN. Barnaársnefnd efndi nýlega til blaðamannafundar og kynnti nýstárlega bók sem kemur í bókaverzlanir næstu daga. Bók þessi nefnist BÖRN og er gefin út af Menntamálaráðuneytinu í tilefni af alþjóðaári barnsins. Hún er skrifuð og myndskreytt af börnum á aldrinum 6 til 15 ára, nema formálinn sem er saminn af fullorðnum manni. Áttatíu og þrjú börn hafa lagt efni til bókarinnar og kennir þar margra grasa, — sögur, ritgerð- ir, Ijóð og vangaveltur um tilver- una, auk fjölbreyttrar mynd- skreytingar. Bókin er 65 blaðsíð- ur, litprentuð og er útgáfan hin vandaðasta. Efni í bókina var aflað með ritgerðasamkeppni sem Fram- kvæmdanefnd alþjóðaárs barns- ins á íslandi efndi til og fengu þau börn sem efni eiga í bókinni bókarverðlaun auk þess sem þau fá tvö eintök af henni ókeypis. Hönnun bókarinnar annaðist Þórir Sigurðsson, námsstjóri, en auk hans völdu efni í bókina þau Pétur Bjarnason, Sigríður Thorlacius og Vilborg Dag- bjartsdóttir. Litbrá h.f. annaðist prentun en Skólavörubúðin sér um sölu og dreifingu bókarinnar. Mynd úr bókinni Börn. V í kur f r éttir Nýtt fréttablað Keflvíkinga og Njarðvíkinga hefur göngu sina FIMMTUDAGINN 14. ágúst síð- astliðinn hóf nýtt fréttablað göngu sína og hefur það hlotið nafnið Víkurfréttir. Það er gefið út í Keflavík og mun efni þess fyrst og fremst til að byrja með einskorðað við Keflavík og Njarð- vík, en auk þess verður gert ráð fyrir að sameiginleg hagsmuna- mál Suðurnesja fái einnjg sitt rými. Upplag blaðsins verður 2.000 eintök til að byrja með og afgreiðsla þess verður að Ilring- braut 96, Keflavík og mun Vasaút- gáfan annast útgáfuna. Ritstjóri er Sigurjón R. Vikarsson og blaðamenn Steingrímur Lilliendal og Elías Jóhannsson. I leiðara blaðsins segir meðal annars: „Tilgangur með útgáfu þessa blaðs er ekki margbrotinn heldur er þetta aðeins tilraun til að gefa út frétta- og þjónustublað. Það er von okkar að almenningur taki þessari viðleitni okkar vel og liggi ekki á liði sínu, heldur láti óspart til sín heyra. Blaðið stendur öllum þeim opið sem eitthvað liggur á hjarta. Til að byrja með mun blaðið koma út hálfsmánaðar- lega, en þó er stefnt að útgáfu vikublaðs, ef vel tekst til. Þeir sem þekkja til sjá það strax, að þetta blað er nokkuð tengt Suðurnesjatíðindum og geta þess vegna spurt hvers vegna var ekki haldið áfram með útgáfu Suður- nesjatíðinda. Svarið er einfalt, — það þarf fleiri en tvo til þess að halda úti slíkri útgáfu, og þess vegna er þetta okkar viðleitni til að halda úti óháðu blaði hér á svæð- inu, þó minna sé í sniðum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.