Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 5
Bygginganefnd flugstöðvar: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 5 Formaður flugráðs kem- ur í stað húsameistara ríkisins LEIFUR Magnússon, formaður flugráðs, hefur verið skipaður i byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugveili í stað Garð- ars Ilaildórssonar, húsameistara rikisins, vegna anna þess siðar- nefnda við hönnunarstörf. Ólafur Jóhannesson, utanrikisráðherra, sagði í samtali við Mbl. i gær. að hann gerði ráð fyrir að bygg- ingarnefndin skilaði af sér full- hannaðri flugstöð i október n.k. Helgi Ágústsson, deildarstjóri varnarmáladeildar utanríkisráðu- neytisins, er formaður nefndar- innar, Pétur Guðmundsson flug- vallarstjóri varaformaður og aðrir nefndarmenn eru Ásgeir Einars- son, skrifstofustjóri flugmála- stjórnar, Keflavíkurflugvelii, og Jón E. Boðvarsson, skrifstofu- stjóri fjárlaga- og hagsýslustofn- unar. Ráðunautur nefndarinnar er Guðmundur Eiríksson, þjóðréttar- fræðingur í utanríkisráðuneytinu, en hann er einnig lærður verk- fræðingur. Messa umsækjanda Seljasóknar PRESTKOSNINGAR fara fram í Seljasókn í Reykjavík þann 31. þessa mánaðar, eins og áður hcfur komið fram í fréttum Morgunblaðsins. Á morgun, sunnudag, mun annar umsækj- enda, séra Úlfar Guðmundsson messa i Bústaðakirkju. Hefst guðsþjónustan kl. 11 árdegis. Messunni verður útvarpað á mið- bylgju, 1412 KHZ 210 metrar. Á kjörskrá í Seljasókn eru 2450 manns en alls búa í sókninni um tíu þúsund manns. Kjörskrá ligg- ur þessa daga frammi í Öldusels- skóla alla daga frá kl. 16 til 19. Þar getur fólk fengið upplýsingar um hvort það er á kjörskrá, eða ekki. Fjárlög 1981: Fjárlagadrögin tilbúin eftir tvær til þrjár vikur AÐ SÖGN fjármálaráðherra, Ragnars Arnalds, miðar gerð fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1981 vel. Undirbúningur að fjár- lagagerðinni er nú i fullum gangi og er þess að vænta, að drög að þeim verði tilbúin eftir tvær til þrjár vikur. „Fjárlagafrumvarp- ið er fyrsta mál hvers þings og ef takast á að leggja það fram við þingsetningu, sem væntanlega verður venju samkvæmt 10. okt. n.k., vcrður rikisstjórnin að vera búin að samþykkja það i byrjun september.“ — Hafa tillögur efnahagsnefnd- arinnar, sem þið fenguð í dag, einhver áhrif á fjárlagagerðina? „Ég hef nú aðeins rennt í gegnum þessar tillögur og minnist þess ekki að slikt komi til, þó er líklega minnst á ríkisfjármálin í heild á einum eða tveimur stöðum, en það varðar aðeins heildarum- fang útgjalda og tekna. Ríkis- stjórnin á einnig eftir að fjalla um þessar tillögur efnahagsnefndar- innar,“ sagði Ragnar í lokin. Pétur Guðjénsson á ferðalági í NEWYORK í New York gefur að líta alla heimsbyggðina í hnotskurn. Þar eru öll þjóöerni, öll trúarbrögð, öll form húsagerðarlistar, öll þjóðerni matargerðar, allt vöruúrval heimsins, mestur fjöldi skýjakljúfa, er gefur borginni þann stórkostleik, er fyrirfinnst aöeins í New York. Heimsókn á topp Empire State-byggingarinnar, R.C.A.-byggingarinnar eöa World Trade Center, 110 hæöir, opinberar hvað bezt þennan einstæöa stórkostleik. World Trade Center, með heilu verzlunarhverfi neðanjarð- ar, er syðst á Manhattan-eyjunni, langri og mjórri, liggjandi frá noröri til suöurs, en hjarta New York-borgar er á henni. Hiö fræga Wall Street, sem er li'ka samnafn fyrir stærsta fjármagns- markaö heimsins, er hér. Hér rísa risabankarnir í eigin skýjakljúfum, og hér er stærsta kauphöll heimsins, New York Stock Exchange. Þar gefur að líta, hvernig jafnvel smæsti fjármagnseigandi getur orðið eigandi og þátttakandi í stórfyrirtækjum Bandaríkjanna. Federal Hall er í Wall Street með minjagripum frá embættistöku George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Trinity Church, ein elzta kirkja í New York, er við enda Wall Street. China Town er nokkuö til austurs, kínverskt hverfi í miðri New York með austurlandamat og austurlenzkt vöruúrval. Nokkuð til noröurs er Wash- ington Square, aöaltorg í Greenwich Village, sem er listamannahverfi New York. Þúsundir skapandi listamanna eiga hér heimkynni, og hér eru haldnar stórar og litríkar útisýningar. Stórkostleg listasöfn eru í New York. Frægast er Metropolitan Museum of Art á 5. breiögötu í Central Park. Önnur listasöfn, Frick Collection, Guggenheim, og Museum of Modern Art eru meö stööugar farandsýningar. Madison-breiðgatan ofan viö 60. götu býður upp á fjölda lítilla sölusýninga (galleries). Central Park, Miögaröur, er stór trjágarður á miöri Manhattan- eyju. Hann gefur aö deginum í góöu veöri tækifæri til skógargöngu í miöri stórborginni. í honum er dýragarður. Rétt frá suö-vesturhorni Miögarös er Lincoln Center meö Metropolitan-óperunni, leikhúsi og tónlistarhöll. Þar eru fluttar óperur og haldnir hljómleikar og þar fara fram sýningar á leikritum og listdansi samtímis. Nú skal haldiö á 5. breiögötu miöja og skoöuö St. Patricks-dómkirkjan, gotneskt listaverk í hæsta gæöaflokki. Viö hliö hennar er hiö fræga vöruhús Sack’s 5th Avenue. En andspænis henni er Rockefeller Center, samsafn stórbygginga byggöra um 1930, neðanjaröar verzlunarhverfi og skrifstof- ur Flugleiöa. Þetta eru áhugaverðir stoppistaöir á leiö okkar til aöalbyggingar Sameínuðu þjóðanna, eins af fyrstu stórverkum hús- ageröarlistar úr málmi og gleri. Kynnisferðir eru farnar um aö- setrið og upplýsingar gefnar um starfsemi SÞ. Ekkert jafnast á viö ameríska steik, þaö vita þeir, sem kynnzt hafa. Pen and Pencil og The Palm eru frægir steikarstaöir. í hádeg- ismat er skemmtilegt aö fara á Sexurnar, 666, 5. breiögötu, Rainbow Room í RCA-byggingunni og Windowa of the World í World Trade Center (laugard. sunnud. og á kvöldin), allir staöirnir á efstu hæö skýjakljúfa meö ógleymanlegu útsýni yfir borgina. Einnig í Tavern on the Green, (Crystal room) í Central Park. Snöggur lúxushamborgari á J.P. Clark á 3. breiögötu. Á sunnudögum iöar allt af lífi í verzlunargötunni Grant Street í gyöingahverfinu á Lower Eaataide. Þar má gera reyfarakaup. Vöruhús eru Macy, Gimbles, og Alexanders. Hærri gæöaflokkar eru í Bloomingdales, B. Altman, Sacks 5th Avenue. Til hvíldar frá stórborgihni efu bátsferöir til Liberty Island þar sem Frelsisstyttan er eöa ^hringferö meö bát um Manhattan-eyjuna. Einnig ganga fljótaskip upp Hudson-fljótið. Viö þaö stendur West Point Military Academy, sem er frægasti herfræðiháskóli Bandaríkjanna. Fraeg nöfn nemenda: Mac Arthur, Patton, Eisenhower. í minja- safninu er veldissproti Görings. Á austurbakka árinnar í Hyde Park eru heimili Roosevelts og Vanderbilts, sem eru áhugaverð söfn í dag. Ef fara á aöeins stutta ferö í friö og kyrrö þarf ekki út fyrir Manhattan-eyju aö fara, því í Fort Tryon Park er The Cloisters, einstætt safn franskrar og spánskrar miöaldalistar. Þarna er safni uppruna- legra herbergja meö upprunalegum listaverkum komiö fyrir í byggingum sem minna á miðalda- klaustur. í sambandi viö New York-ferö væri tilvalin 3ja daga ferö til Washington, einnar fegurstu og sérstæöustu borgar heimsins. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.