Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980
»4» / 1
1 V Ó "* kaff/nu 1 ^
ást er...
að vinna
hlutina saman.
BRIDGE
Umsjón: Péll Bergsson
Það er alveg öruggt, að sá setn
situr með trompás í vörn getur
alltaf komið í veg fyrir, að and-
stæðingar vinni alslemmu. En slík
spil eru líka þau einu, sem telja
má hundörugga trompslagi í vörn.
Suður gaf, allir á hættu.
Norður
S. 92
H.8763
T. ÁD
L. Á8632
Vestur
S. ÁDG85
H. G109
T. K109
L. D10
Austur
S. -
H. K542
T. 7532
L. K9754
COSPER
8414 IJ COSPER
— Hvað, geturðu ekki sofið? Ég trúi því vel, þegar
þú ert að þvælast á ganginum hálfnakinn og ónáða
friðsama borgara.
Missa Reykvíkingar
útibaðstað sinn?
Sigurður G. Ilaraldsson skrif-
ar:
„Eins og marga rekur eflaust
minni til, samþykkti borgarráð
Reykjavíkur á fundi sínum í júní
sl. nýjar reglur um opnunartíma
heita læksins í Nauthólsvík. Sam-
kvæmt þeirri smþykkt átti lækur-
inn að vera opinn frá klukkan sjö
að morgni til klukkan ellefu að
kvöldi.
• Framkvæmdin
úr skorðum
En fljótlega eftir þessa sam-
þykkt fór það hins vegar að koma
í ljós, að framkvæmd þessarar
samþykktar stóð eitthvað í þeim,
sem um hana áttu að sjá. Eftir
mínum skilningi er það Hitaveita
Reykjavíkur og ráðamenn hennar
sem eiga að sjá um að áður
tiltekin samþykkt borgarráðs sé
haldin og framkvæmd.
• Spurningar
vakna
í framhaldi af þessu hljóta að
vakna ýmsar spurningar. Á t.d.
enginn aðili í borgarkerfinu að sjá
svo um, að samþykktir borgarráðs
séu haldnar en ekki hunsaðar? Er
það ekki niðurlægjandi fyrir borg-
arráð, að framkvæmd samþykkta
þess skuli ganga svona skrykkj-
ótt?
• Þáttur Hita-
veitunnar
Hitaveitan er sá aðili í þessu
tilviki, sem ég nefndi, er sjá á um
Suður
S. K107643
H. ÁD
T. G864
L. G
Bólivíubylting, kókaínbylting?
Suður opnaði á 1 spaða og varð
seinna sagnhafi í 4 spöðum. Út af
fyrir sig la-la samningur, sem
vinnst þegar heppnin er í sam-
ræmi við bjartsýnina. En sögnum
var ekki lokið, vestur gat ekki
stillt sig og doblaði og hver láir
honum það?
Útspil hjartagosi. Hagstætt
upphaf og suður fékk á drottn-
ingu. Sagnhafi svínaði tígli og tók
næst á báða rauðu ásana. Þá
trompaði hann tígul í blindum og
hjarta heima. Þessu fylgdi lauf á
ásinn og lauf trompað heima. Þá
voru eftir fimm spil á hendi og
sagnhafi spilaði síðasta tíglinum.
Vestur varð að trompa og í reynd
valdi hann gosann svo nían tæki
ekki slaginn. Og eftir það var
sama hvað hann gerði. Sagnhafi
hlaut að fá slagina tvo, sem hann
vantaði, slétt unnið.
Auðvelt er að vera vitur eftirá.
Vestur gat hnekkt spilinu með því
að spila út í upphafi trompás og
síðan drottningunni. Þá fær hann
seinna á tígulkóng og losar sig úr
spilinu með trompfimmi. Og síðan
fær hann á bæði trompgosa og
áttu eða fjóra í allt.
Miami. Florida, 14. ágÚHt — AP.
BANDARÍSKA utanríkis-
ráðuneytið rannsakar
hugsanlega þátttöku kóka-
insala á Florida í herbylt-
ingunni í Bólivíu að sögn
blaðsins nMiami News“ í
dag. Bólivía er einn helzti
framleiðandi coca-plönt-
unnar sem kókain er búið
til úr.
Joseph Reap, talsmaður ráðu-
neytisins, sagði í viðtali við blaðið
að Bandaríkin hefðu hætt eftirliti
með eiturlyfjasölu í Bólivíu eftir
byltinguna. „í svipinn erum við að
kanna ásakanir um að meiriháttar
eiturlyfjasamtök hafi stutt bylt-
inguna í Bólivíu."
Reap sagði að ráðuneytið hefði
upplýsingar um að nokkrir liðsfor-
ingjar, sem eiga sæti í nýju
stjórninni, séu að einhverju leyti
bendlaðir við eiturlyfjasala.
Hann sagði að fastlega mætti
gera ráð fyrir að kókaínsalar á
Flórída hafi veitt þann stuðning,
sem þeir máttu, þótt ekki lægji
enn fyrir óyggjandi vitneskja. Enn
sem komið væri lægju aðeins fyrir
ásakanir um að eiturlyfjasalar
væru viðriðnir fjárhagslegan
stuðning við herforingjastjórnina.
Seinna sagði Reap í Washing-
ton, að rangt væri eftir honum
haft í viðtalinu um tengsl liðsfor-
ingja í stjórninni við eiturlyfja-
sala. Blaðið kvaðst standa við
frétt sína.
Dennis Deconcini öldungadeild-
armaður hefur beðið Daniel Inoye,
formann undirnefndar fjárveit-
ingarnefndar öldungadeildarinn-
ar, að fyrirskipa lokaðar vitna-
leiðslur um möguleika á „kókaín-
byltingu" í Bólivíu.
Svín á bænastað veldur uppþotum
Moradahad, Indland. 14. ágúnt — AP.
86 manns biðu bana í dag í
átökum sem brutust út milli
lögreglu og æstra múham-
eðstrúarmanna í Moramabad i
norðurhluta Indlands. Átökin
komu upp eftir að orðrómur
barst út um að svini hefði verið
hleypt inn i moskuna i borg-
inni, meðan bænastund stóð
yfir i tiiefni þess að Ramadan
mánuðurinn er liðinn.
Ramadan mánuðurinn er
heilagur mánuður hjá múham-
eðstrúarmönnum og þeim er
bannað að leggja svínakjöt sér
til munns. Ef svínið hefur farið
inn í moskuna eru það helgi-
spjöll af versta tagi.
Reiðir tilbiðjendur sökuðu
lögregluna annaðhvort um að
hafa sýnt kæruleysi í vörslu
moskunnar eða jafnvel viljandi
hleypt svíninu inn í moskuna.
Mótbárur lögreglunnar komu
að engu gagni og hinir 15
þúsund tilbiðjendur ruddust út
á götur borgarinnar og lögðu
eld að stjórnarbyggingum og
heimilum og verslunum hindúa.
Allt tiltækt lögreglulið var
kallað út þegar átökin brutust
út og er liðið enn í viðbragðs-
stöðu.
Maður, sem segist hafa verið
viðstaddur upptök átakanna
segir að svínið hafi komið
hlaupandi inn í moskuna og
lögreglan ekki aðhafst neitt til
þess að reyna að hindra það.
Þegar tilbiðjendurnir urðu síð-
an varir við dýrið köstuðu þeir
grjóti að því til þess að hrekja
það út og hélt lögreglan þá að
verið væri að grýta sig. Skaut
hún þá á tilbiðjendurna og
átökin brutust út.
Enn er ekki vitað með vissu
hvort svín kom inn í moskuna
eða ekki en yfirvöld segja að
óeirðaseggir hafi komið orð-
rómnum á kreik. Enn aðrir
segja að tilnefnt svín hafi í raun
verið kálfur.