Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 t Bróöir okkar, GUDMUNDUR ÓSKAR GÍSLASON, •kipstjóri fré Haugi í Flóa, lézt í Boston í Bandaríkjunum 8. ágúst. Systkini hins lótna. t Látin er í Richmond B.C. Kanada, mágkona mín, SVEINBJÖRG HARALDSDÓTTIR TRYGGVASON Fyrir hönd vandamanna, Vilborg Tryggvadóttir. t Maöurinn minn, faöir okkar og afi SVEINN BORGÞÓRSSON Sléttahrauni 23, Hafnarfiröí lést í Landspítalanum 14. ágúst. Jaröarförin ákveöin síöar. Fyrir hönd vandamanna Vilborg Jóhannsdóttir og börn. Móöir okkar, SIGRÍDUR GÍSLADÓTTIR, sem lést 10. ágúst, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Sigþór Þórarinsson Jón G. Þórarinsson Gyóa Þórarinsdóttir Kristbjörn Þórarinsson. t Þökkum auösýnda samúö og stuöning við andlét og útför móður minnar, tengdamóöur og systur, JÓHÖNNU MARÍU JÓHANNESDÓTTUR, Jóhannes Víöir Haraldsson Elín Skaptadóttir Júlíus B. Jóhannesson og börn t Þökkum samúöarkveöjur viö andlát og útför bróöur okkar og mágs, HARÐARJÓNSSONAR, bifreiöaeftirlitsmanns. Sérstakar þakkir til starfsmannafélags Bæjarleiöa. Hertha W. Jónsdóttir Stefén M. Gunnarsson Gunnar Á. Jónsson Unnur Einarsdóttir Olafur H. Jónsson Guóríöur Björnsdóttir. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim fjölmörgu sem vottuöu samúö og vinarhug viö fráfall og útför föður okkar og tengdafööur SÉRA MAGNUSAR GUÐMUNDSSONAR, fré Ólafsvík. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki Landspítal- ans. Helga Magnúsdóttir, Eínar Th. Magnússon, Petrína H. Steinadóttir, Kristín Magnúsdóttir Möller, Anna Magnúsdóttir, Guömundur Óli Olafsson. t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu. HELGU HRÓBJARTSDÓTTUR, Brekkum Mýrdal, Jóhanna Jóhannesdóttir, Vigfús Ólafsson, Óskar Jóhannesson, Jóhanna Unnarsdóttir, Elin Á. Jóhannesdóttir, Arnkell J. Einarsson, Guöjón Jóhannesson, Katrín Jóhannesson, Steingrímur Jóhannesson, Ásdís Jóhannesdóttir, Halldór Jóhannesson, Guölaugur Jóhannesson, Olafur Jóhannesson, Sigurbjartur Jóhannesson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Agnar Kolbeinsson, Jón Ingvarsson, Guölaug G. Vilhjélmsdóttir, Sigrún Ellertsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Sigrún Guöbergsdóttir, Auóur Guðmundsdóttir, Lóa Hallsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aörir vandamenn. Eden: Ellen Birgis sýnir 24 verk ÞANN 19. ágúst opnar Ellen þetta fyrsta einkasýning hennar. Birgis sýningu í Eden, Hveragerði. Myndirnar eru til sölu og sýn- Ellen sýnir þar 24 myndverk-og er ingunni lýkur 27. ágúst. Minning: Sigmundur Krist- berg Guðmundsson Fæddur 27. nóvember 1915. Dáinn 10. ágúst 1980. Rutt er og eyða eftir eika vali úr hæii Htutt urt falla fréttir förlar eftirmæli. Ljóðin bera keim af sinum Högum sem er blik af fáum hvönnum slögum. St.G. Þessi vísuorð komu mér í hug, þegar síminn bjaliaði og dóttir mín tjáði mér klökkum rómi, að vinur okkar Sigmundur Guð- mundsson Heiðmörk 58 Hvera- gerði væri allur. Hann hafði orðið bráðkvaddur á ferð með konu sinni og fleiri góðum félögum uppi í Borgarfirði. Dáinn, horfinn. Þessum hverf- ulleik verða þeir ekki sízt daglega varir við, sem gamlir eru. En sá er lífsins gangur og ekki um að sakast. Og þegar minn ágæti vinur Sigmundur er burt kallaður af plani lífsins, langar mig til að þakka honum og konu hans stórar gjafir og ógleymanlega kynningu. Sigmundur var fæddur 27. nóv- ember 1915 að Birgisvík á Strönd- um. Foreidrar hans voru sæmdar- hjónin Guðmundur Guðbrandsson frá Veiðileysu og Ingibjörg Guð- mundsdóttir frá Birgisvík. Bæði þau hjón eru látin. Tíu voru börn þeirra hjóna og Sigmundur þeirra elztur. Svo nærri má geta hvort snáðinn hefur ekki orðið að taka til höndunum svo fljótt, sem auðið var, bæði við land og sjó. Sig- mundur var tíu ára, þegar fjöl- skyldan flytur frá Birgisvík til Drangavíkur, rýrðarkot, sem mönnum var tæplega bjóðandi, fóðraði sárafáar kindur, eina kú og einn hest. Erfið mun þeim hjónum hafa verið frumbýlisárin á þessum kotum eins og Dranga- vík, afskekkt býli, þriggja tíma gangur á næsta bæ, og mun oft hafa reynt á dug og kjark hús- bóndans við umönnun og forsjá heimilisins, því brátt fjölgaði börnunum. Sigmundur vinnur for- eldrum sínum allt, sem hann má, bæði á sjó og landi. Fullþroska fer Sigmundur til Isafjarðar og vinnur þar jöfnum höndum við landvinnu og sjó- mennsku. Ég hef það eftir Sig- mundi, að 3. júlí 1943 hafi verið mesti hamingjudagur í lífi hans, en þann dag kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Kristínu Jóns- dóttur Jónssonar klæðskera, mestu ágætiskonu. Þau hjón bjuggu á Isafirði til ársins 1950, en flytja þá þaðan til Hveragerðis, þar sem Sigmundur varð ráðs- maður við elliheimilið Ás undir stjórn Gísla Sigurbjörnssonar, sem hann taldi mesta úrvalshús- bónda. Þegar Sigmundur hafði unnið rúm sjö ár við elliheimilið, kaupa þau hjón húsið Heiðmörk 58, sem þurfti mikið að bæta. Auk þess byggðu þau gróðurhús og stækkuðu þau smám saman eftir því sem fjárhagslega geta og heilsa leyfðu. Þau hjón eignuðust þrjár mannvænlegar dætur, sem allar eru farnar úr föðurhúsum og giftar. Sigmundur hafði orð á því, hve gaman væri að skipta við náttúr- una, fylgjast með þroska blóm- anna, tala við þau, svæfa á kvöldin og vekja á morgnana. Á vorin var Tryggvi Óskarsson Þórshöfn - Minning Fæddur 7. júní 1938. Dáinn 9. ágúst 1980. Mig langar að minnast frænda míns Tryggva Óskarssonar með nokkrum orðum, en hann lést á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir harða baráttu við illkynjaðan sjúkdóm. Tryggvi var á besta aldri, elstur af stórum systkinahóp. Hann var einstaklega góðlyndur og ljúf- menni hið mesta. Tryggvi var heimakær, kunni best við kyrrð og fámenni þorps- ins þar sem hann átti heima og nálægð hafsins, en hann var sjómaður og drjúgur var hans skerfur til heimilisins og þjóðar- búsins. Ha"n var mikill styrkur foreldrum sínum í erfiðri lífsbar- áttu með sinn stóra barnahóp. Hann var valmenni og mun sárt saknað af öllum sem þekktu hann. Ég samhryggist innilega for- eldrum hans og systkinum. Ef á minum ævlvesi intvlnum á* Hvlptur n. GuAwwn mælir; vrat þú eigi Keymdir eru þeir hjá mér. Aftur Kefa þér skal þá þar sem hel ei icranda má. (Sálmur) ísabella. mikið unnið, þrátt fyrir sár veik- indi, sem þjáðu Sigmund meira og minna á þriðja áratug. Því verður ekki með orðum lýst, hve mikill kraftur og lífsgleði fylgdu návist hans, þrátt fyrir veikindin. Vegna tengsla kynntist ég þeim hjónum, þegar þau bjuggu á ísa- firði. Við fyrstu sýn orkaði það ekki tvímælis, hvað í manninum bjó, glæsimenni, burðamíkill, svo að af bar, fórnfús þegn, mikill mannvinur, hreinskiptinn og hjartahlýr. Honum var unun að því að verða að liði mönnum og málefnum, sem vildu fegra lífið og bæta, styrkja hinn veika reyr á svelli mannlífsins og kveðja til drengilegra dáða. Sigmundur var sósíalisti í orðsins fyllstu merkingu. Ég var svo heppinn að kynnast Sigmundi mikið og vel, því eftir að þau komu í Hvera- gerði, var ég þar mörgum sinnum á náttúrulækningaheimili NLFI mér til heilsubótar. Eitt sinn var Sigmundur þar mér samtímis. Þá var mikið spjallað, hlegið og spilað bridge, en sú íþrótt lét honum vel og þar fór hann á kostum sem víða annars staðar. Margar hugljúfar minningar skilur Sigmundur eftir í sporaslóð sinni og margir sakna vinar í stað, svo einstakur var hann í samskiptum sínum við alla menn, unga og gamla. Þó lét hann aldrei svo mikið, að hann ætti ekki nóg handa heimili sínu, ástkærri eiginkonu, dætrum og barnabörn- um, sem voru honum allt. Ég var beðinn að skila hjartans kveðju frá börnum mínum og mökum þeirra, svo og frá Sigríði og Ólafi. Að lokum kveð ég Sigmund vin minn og tileinka honum orð hinn- ar helgu bókar: „Drottinn þekkir daga ráðvandra og arfleifð þeirra varir að eilífu." Hvíl í friði inn milli fjalla í ylríkri mold Hveragerðis. Bjarni M. Jónsson. ATIIYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn iátna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.