Morgunblaðið - 16.08.1980, Side 7

Morgunblaðið - 16.08.1980, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 7 Fiskifræö- ingar — heima og heiman Tímaritið Sjávarfréttir, aérrit um sjávarútvegs- mál, sagir svo í lorystu- grein lyrir skemmstu: „Um nokkurt skeið hef- ur ríkt friður að kalla á milli sjávarútvegsráðu- neytisins og fiskifrœð- inga. Nú ber svo við að frá ráðuneytinu heyrast gagnrýnisraddir og niðurstöður fiskifræðinga eru véfengdar í veiga- miklum atriðum. Fiskifræöingar eru ekki óskeikulir og deila má um markmið við stjórnun fiskveiða og nýtingu ein- stakra fiskistofna. Mörg sjónarmiö geta einnig ráöiö því að ekki reynist með góðu móti unnt aö fara að tillögum fiski- fræðinga. Viö getum samt verið sammála um að lýsing þeirra á ástandí helstu nytjastofna við landið sá í meginatriðum rátt. Við höfum ekki ein- göngu leitað ráða hjá fiskifræðingum við eigin fiskveiðar heldur höfum við einnig beitt þeim fyrir okkur í samskiptum við aðrar fiskveiðiþjóðir. í þeim efnum eigum við mikitla hagsmuna að gæta. í síðasta þorska- stríði við Breta var óspart vitnað í orö fiskifræð- inganna og sömuleiöis í samningum okkar við Norðmenn um loðnuveið- ar við Jan Mayen og fleira mætti telja. Hvernig getum við ætl- ast til þess að aðrar þjóðir taki mark á fiski- fræðingum okkar ef viö gerum það ekki sjálfir? Með því að vísa á bug niöurstöðum þeirra erum við að slá vopn úr eigin hendi jafnframt því sem við getum stefnt eigin fiskveiðum í tvísýnu." Vandamál fólks og fyrirtækja Kristján Ragnarsson, formaöur LÍÚ, sagöi ný- verið í viðtali viö Helgar- póstinn: „Það er sameiginlegt vandamál, bæði vinnu- veitenda og launþega, hve ríkisvaldið tekur mik- ið af þjóðarframleiðsl- unni og eyöir illa. Þaö á að vera sameiginlegt bar- áttumál þessara aöila að ná aftur til fólksins stærri hluta af aflafé þess til eignar og ráðstöfunar". Hár hittir formaður LÍÚ naglann á höfuðið. Ofsköttun fyrirtækja veldur því m.a. aö þau geta ekki endurhæft sig (tæknivætt) í æskilegum mæli, til að standast kröfur tímans, ekki byggt sig upp til að mæta sam- keppniskröfum samtíma og framtíðar, vinnueft- irspurn komandi ára — né raunhæfum kjarabót- um. Á sama hátt veldur þynging beinna skatta á almenning því, að veru- lega færri krónur en ella verða eftir í launaum- slögum sem ráöstöfunar- tekjur heimilanna. Hækkkun söluskatts, hækkun vörugjalds, tvö- földun benzínverös með ríkissköttum o.sv.frv. „bæta svo um betur“ og klípa af kaupgildi eftir- stöðvanna í umslaginu. Ofsköttun dregur leynt og Ijóst úr vinnuframlagi almennings og verð- mætasköpun atvinnu- vega. Hún heldur því beinlínis lífskjörum al- mennings niðri. Hókus/pókus, vísitala og kindakjöt Niðurgreiðslur á kinda- kjöti eru að sjálfsögöu sóttar í vasa almennings ■neð sköttum til ríkisins. Við greiöum hluta kjöt- verðsíns í verzlunum — en afganginn hjá gjald- heimtunni. Sá hluti kjöt- verðsins, sem greiddur er hjá gjaldheimtunni, kemur hinsvegar ekki inn í vísitölu. Ef nógu mikið er tekið af heimilunum í sköttum til að greiða niður kindakjöt — sem máske er ekki fáanlegt — má halda vísitölunni niðri, eða réttara sagt verðbótum á almenn laun. Það er mergurinn málsins; — og þannig vill Alþýðubandalagið „vernda kaupmátt", að sögn, enda eru „kosn- ingar kjarabarátta", eins og menn muna væntan- lega, og setja má „samn- inga ( gildi“ á furðu- legasta hátt. Kjötið er að vísu greitt niöur fyrir hátekjufólk ekki síður en lágtekjufólk en jöfnuður, þar á meðal launajöfnuður, er hjart- ans mál hinna rauðu ráö- herra, sem eru hófsemin ein í eigin verðbótum á laun, ekki síður en í dagpeningum, (til að verða þjóðinni ekki til skammar), eða öðrum „skittiríis" hlunnindum, sem ekki sjást einu sinni undir stækkunargleri. Af þessum hófsemdarráð- herrum Alþýðubanda- lagsins getur „vísitölu- fjölskyldan" mikið lært, enda mun ekki af veita að „pöpullinn" nái áttum í „atéttabaráttunni"! Tilíbúa Selja- og Skógahverfa (Seljasóknar) Messa Séra Úlfar Guðmundsson messar í Bústaðakirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 11 f.h. Útvarpað verður frá messunni á mið- bylgju 1412 KHZ 212 m. • Messukaffi Á sunnudaginn kl. 3—5 verða kaffiveit- ingar í Félagsheimili Fáks fyrir kirkju- gesti og aðra er vildu hitta prestshjón- in og kynnast þeim nánar. • Stuðningsfólk Stuðningsfólk séra Úlfars Guðmunds- sonar mun hafa opna skrifstofu í Fáksheimilinu alla daga til kjördags. Opið verður kl. 17—22. Símar 39790 og 39791. Kjörskrá Athygli er vakin á því að kjörskrá miðast við 1. desember s.l. Þeir sem eru nýfluttir í sóknina þurfa því að aðgæta hvort þeir séu á kjörskrá. Vinsamlega hafið samband við skrifstofuna. Símar: 39790 og 39791. Kosningarnar Kosið verður 31. ágúst. Engin utankjör staðakosning. Innilegar þakkir færi ég ykkur öllum, frændfólki og vinum er glöddu mig á áttrœðisafmœli mínu 1. júlí si Sérstakar þakkir fœri ég bömunum mínum og tengdabömum. GuÖ blessi ykkur öll Elísa G. Einarsdóttir, Túngötu 18, ísafiröi. íbúar Seljaprestakalls athugiö, þeir sem flutst hafa í Seljaprestakall eftir 1. des. 1979 eru ekki á kjörskrá vegna prestkosn- inganna og þurfa því aö færa sig inn á kjörskrá sem liggur frammi í Ölduselsskóla til 19. ágúst milli kl. 16 og 19 daglega. Sóknarnefnd. Kynningarguðþjónusta vegna væntanlegra prestkosninga í Seljaprestakalli fer fram í Bústaöakirkiu þann 17. ágúst kl. 11. Séra Úlfar Guömundsson annar umsækjandi Seljapresta- kalls predikar. Guöþjónustunni verður útvarpaö á miöbylgju 1412 KHZ 210 metrar. Safnaöarnefnd. Hesta- eigendur Þeir, sem ætla aö hafa hesta á fóörum í vetur í húsum félagsins, eru áminntir um aö panta pláss sem fyrst og greiða inn á vetrarfóðrið. Þeir, sem voru meö hesta sl. vetur, ganga fyrir meö pláss til 31. ágúst. Hestamannafélagið Fákur. Okkur vantar duglegar stúlkur og stráka MIÐBÆR Hringið í síma 35408

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.