Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 17 „Hreinsanir“ í Suður-Kóreu Deilur um herút- gjöld í Danmörku Óöld í Suður-Afríku Frederick Jansen situr hér í aur og eðju á Klipíontein-stræti í Höfðaborg i Suður-Afríku eftir að híllinn hans hafði verið grýttur. velt um koll og eldur borinn að honum sl. mánudag. Jansen brenndist mjög í árásinni og er enn iila haldinn. Seoul, 15. ágÚHt. AP. TALSMAÐUR stjórnvalda í Suður-Kóreu sagði í dag, að rúmlega 30.000 manns, sem hann lýsti sem alls kyns glæpalýð, hefðu verið handtekin síðan herstjórn- in hóf „hreinsunarherferð- ina“ svokölluðu sl. mánu- dag. Rúmlega þúsund þessara manna verða dregnir fyrir herrétt en aðrir flestir ganga í gegn- um fjögurra vikna endur- hæfingu í herbúðum I hreinsunarherferð stjórn- valda hefur mörgum ríkis- starfsmönnum og kennurum verið sagt upp störfum og þeim gefið að sök að vera spilltir og Aftökur í Iran TUTTUGU og fimm voru teknir af lifi í íran í dögun á föstudag, 15 þeirra fyrir hlutdeild í misheppnaðri byltingartilraun í síðasta mánuði. Þar með hafa 68 verið líflátnir fyrir þátt- töku í byltingartilrauninni. Fyrrverandi seðlabanka- stjóri og háttsettur yfirmað- ur Savak voru meðal hinna liflátnu. Sendiherrar átta vestrænna ríkja ræddu í gær við Hashemi Rafsanjani þingforseta og báðu hann um aðstoð til að hraða því að gíslarnir í bandaríska sendiráðinu verði látnir lausir. Rafsanjani lofaði að ræða málið við þingið, en gaf ekki til kynna að gíslunum yrði fljótlega sleppt. Lon Anjfeles, 15. ájfúst. AP. LEIKFELAGI Playboy timarits- ins í ár, Dorothy Stratten, tvitug að aldri, var myrt mcð byssuskoti í andlitið í gær að sögn lögreglu. Flest bcndir til að eiginmaður hennar hafi verið að verki og að hann hafi siðan framið sjálfs- morð. hysknir við vinnuna. A vegum margra fyrirtækja og blaða hefur einnig verið hrundið af stað svokallaðri „frjálsri hreinsunarherferð" og hafa margir verið látnir taka pokann sinn. Veður víða um heim Akureyri 12 léttskýjaö Amtterdam 26 heiöakírt Aþena 29 heiöakírt Berlin 21 akýjad BrUssel 27 akýjað Chicago 25 rigning Feneyjar 25 akýjað Frankfurt 23 akýjað Faareyjar 11 akýjeö Gent 25 ekýjaö Helsinki 21 heiöakirt Jerúsalem 29 heiöakírt Jóhannesarborg 12 heióskírt Kaupmannahötn 23 skýjað Laa Palmaa 25 akýjaö Uaaabon 24 rigning London 24 rigning Loa Angelea 32 heiðakírt Madrid 32 heiöakírt Malaga 30 löttakýjaó Mallorca 28 akýjaó Miami 30 rigning Moakva 20 akýjeö New York 31 heióakírt Oaló 23 heiöakirt Paría 27 akýjeö Reykjavík 11 akúrir Rio do Janeiro 29 akýjaó Róm 30 heiöskfrt Stokkhólmur 23 heióskírt Tel Aviv 30 heióskirt Tókýó 32 heióakírt Vancouver 19 skýjaó Vinarborg 21 skýjsó Komið var að líki Strattens á heimili hennar í vesturhluta Los Angeles á rúmi í svefnherbergi, og lá lík eiginmannsins fyrrverandi, Paul Snyders, á gólfinu við hlið- ina, þar sem einnig fannst hand- byssa. Hvorugt var í klæðum. Þau höfðu verið gift í tvö ár, en búið sitt í hvoru lagi siðasta mánuðinn. Kaupmannahöfn, 15. ágúst. Frá fréttaritara Mbl. MIKLAR umræður fara nú fram i Danmörku um útgjöldin til hermála. Rætt er um skyldur Dana sem aðila að NATO og Kjeld Olesen, utanrikisráðherra, hefur látið fara frá sér harðorða yfirlýsingu vcgna ummæla Rússa þar að lútandi. Umræðurnar stafa af því, að flest NATO-rikin eru hlynnt þvi, að herútgjöid verði aukin um 3% árlega á næstu árum og bera fyrir sig aukinn herstyrk Rússa og innrásina i Afganistan. Anker Jörgensen vill hins vegar, að hlutfallsleg aukning verði engin en þar eru borgaralegu flokkarn- ir á öðru máli. Útgjöld til her- mála eru nú 6% af útgjöldum danska rikisins og hækka sjálf- krafa með aukinni verðbólgu. Yfirmenn hersins halda því fram, að ef útgjöldin verði ekki aukin frá því, sem nú er, verði ekki unnt að verja Sjáland ef til styrjaldar kemur. Yfirmaður danskra varnarmála, G-K. Krist- ensen, segir að ef Danir ráði ekki fram úr þessum málum sjálfir verði þeir að sjá til þess, að unnt verði að taka á móti bandarískum liðsstyrk á ófriðartímum. Afstaða Ankers Jörgensen til herútgjaldanna varð til þess, að honum var hælt á hvert reipi í Prövdu, málgagni rússneska kommúnistaflokksins. Þar var sagt, að Anker vildi ekki „ýta undir vígbúnaðarkapphlaupið" og að útgjöldin til varnarmála væru „þung byrði á dönskum skattborg- urum". Kjeld Olesen utanríkisráð- herra vísaði þessu „axlaklappi" algerlega á bug og sagði, að það væri tilraun til að reka fleyg á Tyrkland: Ankara. 15. ájcúst. AP. ÚTLIT var fyrir það í dag, að kosninKar færu fyrr fram í Tyrklandi en fyrir- huKað var. Lítill flokkur ákafra múhameðstrúar- manna, sem stutt hefur stjórn Suleyman Demirels, hefur krafist þess að efnt verði til kosninga 26. október nk. en þær áttu að fara fram næsta vor. Frelsisflokkurinn, sem krefst nýrra kosninga, heldur því fram, að nauð- synlegt sé að stokka upp á þinginu en þar hefur nú enginn flokkur hreinan meirihluta. Búist er við að Réttlætisflokkurinn og Demirel forsætisráðherra séu hlynntir kosningum í haust í ljósi þess, að nokk- uð hefur dregið úr verð- bólgu í Tyrklandi. Hún er nú um 60% en var 83% þegar Demirel tók við. Leiðtogar Lýðveldisflokks- Blóðbað á Indlandi í deilum trúflokka _ Nýju-Delhi, 15. áKÚst. AP. ÁTÖK milli múhameðstrúar- manna og* hindúa brutust út i Gömlu-Delhi i dag og óeirðir eru enn í Moradabad, þriðja daginn í röð, þar sem á annað hundrað manns hafa beðið bana. Útgöngubann var sett á í nokkrum fátækrahverfum i Gömlu-Delhi. nálægt Jama Masjid, stærstu mosku í Ind- landi, eftir að kveikt hafði verið í versiunum og nokkrir menn beðið bana i átökunum. Óeirðirnar í Gömlu-Delhi, sem er áföst höfuðborginni, eru taldar stafa af reiði múhameðstrúar- manna yfir blóðbaðinu í borginni Moradabad. Þar henti það, að svín hlupu inn í mosku meðan á bænastund stóð en í augum mú- hameðstrúarmanna eru Svín óhreinar skepnur. Múhameðstrú- armennirnir segjast hafa grýtt svínin en lögreglumenn, sem voru þar nærri, héldu að skeytunum væri beint að þeim og skutu á mannfjöldann. milli NATO-ríkjanna. „Þetta segja menn, sem ekki aðeins draga niður lífskjör þjóðar sinnar með óheyrilegum herútgjöldum, heldur beita nýjustu drápstækjunum gegn almenningi í Afganistan, sem fer ekki fram á annað en að fá að ráða sér sjálfur í sínu eigin landi," sagði Olesen. Enn er nægur tími til stefnu áður en ákvarðanir verða teknar um herútgjöldin og eins og oftast áður er búist við að flokkarnir komi sér saman um pólitiska lausn. ins eru andvígir haustkosn- ingum og telja að stjórnin muni tapa fylgi fram til vors vegna óaldarinnar í landinu. 59 börn fórust í bíóbruna Baxdad. 15. ágúst. AP. FIMMTÍU og níu börn biðu bana og 49 slösuðust i bíó- bruna i Bagdad i dag að sögn innanrikisráðuneytis íraks. Flest börnin týndu lífi þegar þau reyndu að ryðjast út úr kvikmyndahúsinu er eldurinn kom upp. Sagt er að skamm- hlaup hafi valdið eldsvoðan- um. Ekki var minnzt á hermd- arverk. Flest barnanna, sem voru flutt í sjúkrahús, fengu fljót- lega að fara heim til sín þar sem þau reyndust lítið slösuð. Þetta gerðist 1976 — Kakuei Tanaka, fv. for- sætisráðherra Japans, ákærður fyrir að þiggja mútur af Lockheed. 1974 — Tyrkir lýsa yfir vopnahléi eftir skiptingu Kýpur. 1972 — Misheppnað tilræði við Hassan II Marokkókonung. 1964 — Nguyen Khanh hershöfð- ingi forsætisráðherra í Saigon í stað Duong Van Minh. 1960 — Bretar veita Kýpur sjálf- stæði og Makarios erkibiskup verður forseti. 1956 — Ráðstefna notendafélags Súez-skurðar hefst í London. 1953 — Byltingartilraun keisara- sinna hefst í Persíu. 1896 — Bretar gera Ashanti í Vestur-Afríku að verndarríki — Guli finnst við Bonanza Creek, Alaska, og Klondyke-gullæðið hefst. 1870 — Orrustan um Vionville. 1827 — Tyrkjasoldán hafnar orð- sendingu Rússa, Frakka og Breta um vopnahlé í Grikklandi. 1825 — Lýst yfir stofnun lýðveldis í Bóliviu. 1819 — Peterloo-fjöldamorðin í Bretlandi. 1812 — Orrustan um Smolensk hefst. 1780 — Orrustan um Camden, Suður-Karó'.ínu. 1777 — Orrustan um Bennington, Vermont. 1717 — Her Eugens prins af Savoy sigrar Tyrki við Belgrad sem fellur. 1570 — Jóhann Sigismund Zap- olya af Transyivaníu gerir leyni- samning víð Maximilian keisara II í Speyer gegn Tyrkjasoldáni og afsaiar sér stórum hluta Ung- verjalands. 1513 — Hinrik VIII sigrar Frakka við Guinegate. 620 — Orrustan á Brávallaheiði (d. Haraldur kgr hilditönn). Afmæli. Jean de La Bruyere, franskur rithöfundur (1645 — 1696). Andlát. 1678 d. Andrew Marveii, skáid — 1977 d. Elvis Presley. Innlent. 1662 Prestsetrið í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd brennur — 1238 Sighvatur kemur með lið sitt í Skagafjörð 1920 Sveinn Björnsson skipaður sendiherra í Kaupmannahöfn — 1941 Winston Churchill kemur til Reykjavíkur — 1978 Lúðvík Jósefssyni falin stjórnarmyndun — 1978 Fyrsta banaslys í failhlífastökki hér — 1886 f. Ólafur Friðriksson. Orð dagsins. Helztu orsakir vandamála eru lausnir vandamála — Severeid-lögmálið. Playboy-fyrirsæta ársins fannst myrt Vilja að kosið verði í haust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.