Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 Jónas Pétursson: Hugleiðingar heima á 17 dögum í Svíþjóð Myndir 70 ára búsaugna Orlof! Hvað er nú það? Orð, sem aldrei heyrðist í mínu ungdæmi. Frí eða leyfi heyrðust þá nefnd. En sjötugur maður hefir lifað tvenna tímana. Og nú er orlof eða sumarfrí orðið einn af stóru þáttunum í þjóðfélaginu. Og nú er ég staddur í Svíþjóð í fyrsta sinn í orlofi, sem nefna mætti því nafni. Sjötugur frá síðustu sumar- málum. Og nú brýt ég heilann m.a. um það, hvað er hægt að hafa „fyrir stafni", gamalt orðtak með ákveðna merkingu, en fyrirbæri nýtt í mínu lífi. Jú, ég hefi skrifað á mörg kort, nokkur bréf, rölt í hitanum hér um nágrennið. En á einhvern veginn erfitt með að ná þeirri innri ró og fullnægjukennd, sem störfin, þau störf, sem ég hefi fengist við í lífinu, með tilgang, — af viti—, veita stund eftir stund, dag eftir dag og ár eftir ár. Án þeirrar rósemi, fullnægju, ánægju og hvildarþarfar, sem vinnan veit- ir, væri lífið óbærilegt. Ég fór að hugsa um það hér í Flogsta, hver væri undirstaða lífsins um þessar slóðir. Grasblettir eru hér stórir milli og kringum íbúðarblokkirn- ar, en þeir eru slegnir títt, líkt og vangar tilhaldssamra karlvera, og afraksturinn hverfur í svörðinn. Uppskera er því ekki, en lífsbót fyrir búendur hér, sú lífsbót, sem ekkert mannlíf getur í raun verið án: Bein samskipti við mold og gróður. En svo er mikið um tré, sumt má vafalaust telja í fram- leiðslugildum. En umhverfis hefi ég horft á stórar breiður hveiti- og byggakra, ótvíræðar undirstöður mannlífs og þjóðlífs. Já, viðfangsefni þessara orlofs- daga. Búskapur og mál landbún- aðar heima á Fróni. Búskapur, með stuðningi fisk- veiða stóð undir lífi íslenzku þjóðarinnar fram á 20. öldina. Fábreyttar lífskröfur voru gerðar og harðæri af ís og eldi héldu fólksfjölda í skefjum. Á þessari öld hefir breytingin orðið frá fátækt til bjargálna og síðar velmegunar, að minnsta kosti á ytra borði, samhliða mikilli fjölg- un þjóðarinnar, sem öll hefir sezt að í þéttbýli. Nú eru sífellt háværar raddir um of mikla búvöruframleiðslu, of mikið fjármagn í landbúnað, of margt fólk í sveitum. Gagnrýni er oftast auðveld og sumt þarf betur að fara í búskapnum og sveitalíf- inu, en svo er það sannarlega á fleiri sviðum þjóðlífs og sérstak- lega er peningamatið, tölvusjón- armiðið orðið hættulegt sem grundvöllur mats á því þjóðlífi, sem hamingjusöm þjóð á Islandi getur aðeins byggt á. Það er að byggja land sitt allt, að minnsta kosti eins og nú er, með batnandi skilyrðum í samgöngum fyrst og fremst þar sem lakast er nú. Með landbúnaði sem undirstöðu heim- ilishalds, barnauppeldis, þess uppeldis á sem stærstum hluta íslenzkrar þjóðar, sem tvímæla- laust er algjört skilyrði þeirra tengsla þjóðar við land í gegn um órofin samskipti barns frá vöggu til vits við landið, gróður þess, búfé þess, lyngið, steinana, læk- ina, hólana, lömbin og kálfana, kýrnar og hestana, — í daglegu lífi þeirra með sveitafólkinu. Þetta er mynd lífs 70 ára íslend- ings og lögð hér á borðið fyrir þá, sem skilja og sjá hugsjónir. Kjarnfóðurgjald Pálmi á Akri skeilti á fyrirvara- laust um Jónsmessuna, sem land- búnaðarráðherra, gjaldi af inn- fluttu kjarnfóðri. Gjaldið var all- ríflegt, því ber ekki að neita, en hreyfanlegt, eins og slík ákvæði þurfa að vera. Ég hefi áður og oft haldið því fram, að slíkt gjald þyrfti að taka, — hefði átt að vera komið til fyrir 10—12 árum a.m.k., sem auðveldasta og rökréttasta stjórntæki á búvöruframleiðsluna. Ætla hefði mátt að a.m.k. þeir, sem sí og æ eru að skrifa og tala um offramleiðslu íslenzkrar bú- vöru í mjólk og dilkakjöti, hefðu fagnað þessari ákvörðun, því aug- ljóst er að afleiðing hlýtur að verða minni framleiðsla, enda nú komnar fram tölur í mjólkur- framleiðslunni, sem sanna þetta. Strax skal viðurkennt að einn frægasti búvörufjandi, Jónas, rit- stjóri Dagblaðsins, tók þessu vel og taldi spor í rétta átt, fljótt eftir útgáfu laganna. Get ég þessa hér honum til hróss, sem vitni um þá sanngirni, sem honum er ekki alls varnað um og skilnings á málinu. Um annan Jónas verður ekki það sama sagt, doktor Jónas Bjarna- son, sem ræðst að Pálma Jónssyni í langri grein í Morgunblaðinu og m.a. vegna þessarar ákvörðunar. Komst þar upp um strákinn Tuma, sem það eitt vakir fyrir að leggja sem mest af sveitum lands- ins í eyði, eyða byggðum og bændum. Fjölmargar mótmæla- samþykktir, úr furðulegustu átt- um og grautvitlausar greinar hafa birzt og blöð hampað, jafnvel þau, sem þó virðast í hvorugan fótinn þora að stíga, út af kjarnfóður- gjaldinu. Mér er það vel ljóst að svo sköruleg ákvörðun og jafnframt harkaleg, var líkleg til að valda nokkrum deilum. En það verður jafnframt að hafa í huga, að hún kemur á elleftu stund. Það er ekki sök Pálma og þess vegna hlaut hún að verða róttæk. Flestum bændum ætti a.m.k. að verða fljótlega ljóst, að hún kemur til að bæta nokkuð úr í svonefndu kvóta- kerfi. Játa ég að framkvæmd þess hefi ég ekki skilið. Og það er mitt mat að ríflegt kjarnfóðurgjald um 10—12 ára skeið hefði leyst það, sem kvótakerfinu er ætlað að leysa. Þeir, sem búa við alifugla og svín, hljóta auðvitað að hækka sína framleiðslu í sölu og hafa nú þegar gert. Hefir alltof lengi verið unað við þá óheilbrigðu verzlunar- hætti, sem slíkt undirverð á kjarnfóðri veitti einmitt í þessum búsafurðum. Það er eitt grundvallaratriði íslenzkrar búvöru, að hún sé til hins ítrasta framleidd með af- Jónas Pétursson. rakstri íslenzkrar moldar, með svo litlum aðföngum, sem kostur er. Svína- og alifuglabúskapur hefir ekki leitazt við að gera það á meðan undirverð kornsins var svo óheyrilegt. En það er ein leiðin, sem hagnýta ber í þeim búgrein- um, betur en áður að nýta innlent fóður, já, líka í þeim búgreinum. Þótt uppreisnarandi hafi jafn- vel heyrzt út af bráðabirgðalögun- um, er ég sannfærður um að á skömmum tíma valda þau heppi- legum straumhvörfum í búskap og valda því að hver einasti bóndi, við hvað sem hann býr, takmarkar erlend aðföng svo sem framast má. Sveitalíf Hver skal vera framtíð land- búnaðar á íslandi? Byggð þarf að haldast um allar sveitir Islands. Býlum og bændum má ekki fækka. Búsýsla heimilis- haldsins þarf að vera meginuppi- staðan, með takmörkuð aðföng eftir mætti, með hóflegri, skyn- samlegri nýtingu landsgæða, til lífsframfæris fólks, sem verður um aldir innsti kjarni lífsmeiðar þjóðarinnar. Þaðan þarf þjóðin að endurnýjast að sem stærstum hluta vegna menningar og mann- dómsáhrifa. Búvöruframleiðslan verði eftir föngum stillt við hæfi lands og þjóðar, enda verður ávallt nokkur hluti býlanna fram- leiðslubú. Félagshyggja bænda hefir lengi verið rík og hvort sem bú þeirra eru stærri eða minni, verða þeir að finna þær leiðir, sem fara verður til að ná þessum markmiðum. Á meðal fjölda þétt- býlisfólks er ríkur skilningur ein- mitt á þessum markmiðum, að andleg áhrif búskapar, ekki síður en efnaleg með matvælafram- Ieiðslunni, gefa sveitunum gildið. Viðbragð Pálma á Akri með bráðabirgðalögunum er byggt á þessu viðhorfi, — ekki á blindsýn gróðahyggju, sem aldrei hefir skilið hvað búskapur er. Það eru mörg ár síðan ég sá nauðsyn á því að breyta grundvelli búvöruverðs, — hætta við meðal- búið en taka upp kúnstugt vel rekið fjármagns- og tæknibú, — þar sem fjármagnið fengi sitt. Með því hefði hið hættulega tal um kaup bænda misst fótanna, en hinn stóri afvegaleiddi hópur „neytenda" hefði viðurkennt „rök“ tækni og fjármagns í stað smá- bænda og kotunga. Ég er sannfærður um að „heim- ilishalds“bændunum hefði ekki orðið fótaskortur í því skjóli. Aðalbólin, „Staðirnir" og Nesin hefðu átt örugga framtíð, sem þau verða að eiga. Það sannar eaga Islands. í árslok 1959 var lögfest breyt- ing á lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins, þar sem var 10% útflutningstrygging á verði land- búnaðarafurða. Þetta var frábær- lega hagfellt og skynsamlegt ákvæði, sem tryggði langt tímabil friðar og öryggis í málefnum búskapar, enda til orðið í byrjun ráðherratíðar Ingólfs Jónssonar sem landbúnaðarráðherra. En þegar viðnámið gegn verðbólgunni brast með lokum Viðreisnar- stjórnar, stefndi ört í átt til aukins vanda. Misvægi innlends verðlags við verðlag viðskipta- landa samhliða góðæri og fráleitu kjarnfóðurverði orsökuðu meiri útflutningsbótaþörf en ella og of mikið andvaraleysi um áhrif allra þessara þátta á búvöruframleiðsl- una. Nú veltur á að bændasamtök- in, já, bændur skilji sinn vitjun- artíma og leysi farsællega sín mál. Á þann hátt einan er hægt að svara svo að flestir skilji þá gagnrýni sem uppi hefir verið og að ýmsu leyti með rökum. Við þá, sem eru haldnir kóngaskilningi um gullið sem mælikvarða á gildi, jafnt malbiks sem sveitalífs, þýðir lítið að tala. * r „Island, Island, ég vil syngja“ Kunnugt er, að mörg undanfar- in ár hafa birzt öðru hverju í blöðum árásargreinar á íslenzka búskaparstefnu, á landbúnaðinn, bændur og strjálbýli. M.a. um skeið á ýms fyrirtæki og byggðar- lög, sem dæmi um hættulega „byggðastefnu". Man ég sérstak- lega skrifin um þangmjölsverk- smiðjuna á Reykhólum, Þórshafn- arævintýri, um Hornstrandir og Melrakkasléttu. Þær raddir hafa að vísu ekki heyrzt mjög nýlega, en því meir um útflutningsbætur á búvöru, jafnvel niðurgreiðslur búvörunnar til íslenzkra neyt- enda. En oft var um svipað leyti talað í hlýlegu lofi um ýms nýrri viðfangsefni íslenzkra framtaks- og dugnaðarmanna og man ég þar einkum rekstur flugfélaga og síðar Flugleiða h/f í umsvifum á erlend- um sviðum. Og vissulega var það ánægjulegt. En framvinda efna- hagsmála hér heima snerti marga sem í umsvifum stóðu. Og kunnug er nú sú raunasaga í flugmálum okkar, að allt hefir riðað til falls. Forstjóri Flugleiða h/f hefir bent á innlendu verðþensluna, langt umfram gengishlutfall íslenzkrar krónu við erlenda gjaldmiðla. Þar lægi ein stærsta sökin fyrir gífur- legu tapi á flugrekstri á erlendum leiðum. Veruleg ástæða fyrir mik- illi útflutningsbótaþörf á landbún- aðarvöru hér er af sömu rót runnin: Gegndarlausri verðþenslu hér, langt umfram það, sem staða gjaldmiðla svarar til. Blöðin eru nú fámælt um flugmálin, ævin- týrablærinn sleginn dökkva. Staða Flugleiða er mikið áhyggjuefni og fækkandi starfsfólk þar. En jafn- vel blindir mættu fá sýn af þeirri ástæðu og átta sig á ábyrgðarleysi gagnvart íslenzkum landbúnaði, sem verið hefir kjölfesta í þjóðlíf- inu ekki sízt á tímum þrenginga, með þeim jafnvægisáhrifum, sem æðasláttur búskapar er ávallt búinn. Öll okkar lífshræring, öll okkar viðleitni í umsvifum til framfara verður að fylgja því leiðarljósi að skapa vinnu fyrir fólk. Störfin verða misjafnlega arðbær eftir starfsgreinum, en ekki mismunandi tíma. Atvinnu- leysi er alvarlegasta böl þjóðar. Atvinnuleysisbætur eru að vísu greiddar, en þær skapa ekki verð- mæti. Útflutningsbætur á land- búnaðarafurðir skapa e.t.v. ekki mikil verðmæti stundum að minnsta kosti, en þær hafa veitt Eyjólfur Guðmundsson skrifar frá Noregi: Baráttan við grenibjölluna Síðustu árin hefur grenibjall- an (granbarkbillen) gert mikið tjón í barrskógum Suður-Nor- egs. Árið 1978 eyðilagði hún t.d. 1,1 milljón rúmmetra af skógi, eða sem svarar timburmagni í 25 þúsund timburhús, miðað við 90 fermetra gólfflöt. Áður lagðist grenibjallan ein- göngu á dauð eða rotnandi tré, en nú siðustu árin hefur hún eyðilagt nytjaskóg af bezta gæðaflokki. Er hér um að ræða uggvænlega þróun, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Hið opinbera hefur nú lagt af mörkum um 100 millj. n. króna í baráttunni gegn þessum skað- valdi. Með mikilli fyrirhöfn hef- ur vísindamönnum tekist að framleiða lyktarefni, svipað því sem bjallan gefur frá sér. Efni þessu er komið fyrir í gildrum, sem gerðar eru úr plaströrum. Rennur bjallan á lyktina og leitar inn í gildruna, sem hún kemst ekki út úr. Mörg þúsund gildrur eru nú komnar út í skógana í þeim héruðum sem bjallan er ágengust. Vísindamenn og skógareigend- ur binda miklar vonir við þessar gildrur, og síðustu upplýsingar benda til þess að sumarið 1980 verði árangursríkt í baráttunni við bjölluna. Norðar í landi og í Vestur- Noregi gætir bjöllunnar lítið, og þar vex bæði laufskógur og barrtré eins og um aldaraðir. Vltenskaps- mennene med kraftfg advarsel mot granbarkbillene: Demáutryddes, ettersforsvmner grantrærne fra norske skoger! Aðvörun- arorð vísinda- manna í Noregi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.