Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980
Jón til
Washington
Ólafur settur forstjóri
SAMKVÆMT heimildum Morg-
unblaðsins mun Jón Sigurðsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunnar,
hverfa til starfa i stjórnarnefnd
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins i Was-
hington i októbermánuði næst-
komandi. Verður Jón fulltrúi
Norðurlanda í stjórnarnefndinni,
en kjör i hana fer fram á
ársfundi sjóðsins i næsta mánuði.
Við starfi Jóns Sigurðssonar
sem forstjóri Þjóðhagsstofnunar
tekur Ólafur Davíðsson, hagfræð-
ingur, sem verið hefur aðstoðar-
forstjóri þar. Verður Ólafur settur
í starfið í fjarveru Jóns, en
samkvæmt þeim reglum, sem um
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gilda,
sitja fulltrúar einstakra landa 2 ár
í stjórnarnefnd hans.
Karl Bretaprins
í hádegisverð
að Bessastöðum
KARL Bretaprins kemur til
Reykjavíkur á þriðjudaginn
19. ágúst og mun þá sitja
hádegisverðarboð forseta Is-
lands, Vigdísar Finnbogadótt-
ur, að Bessastöðum.
Sem fyrr heldur Bretaprins
til laxveiða í Vopnafirði og
mun hann dvelja hér á landi í
tólf daga.
Síldarverð
ákveðið, rætt
um loðnuverð
eftir helgi
ÁKVEÐIÐ hefur verið lágmarks-
verð á sild til söltunar og fryst-
ingar og gildir verðið frá upphafi
síldarvertíðar til 30. september
1980. Samkomulag varð um verð-
ið í Verðlagsráði sjávarútvegsins.
Hins vegar verður fyrsti fundur
um verð á loðnu haldinn næst-
komandi þriðjudag. en loðnuvcið-
ar mega byrja 5. september.
í frétt frá Verðlagsráðinu segir
að stærðarflokkun framkvæmist
af Framleiðslueftirliti sjávaraf-
urða og er verðið miðað við að
síldin sé „upp til hópa“ komin á
flutningstæki við hlið veiðiskips.
Síldin skal vera íslaus. Lágmarks-
verðið er sem hér segir fyrir hvert
kíló:
33 sm og stærri ....175 kr.
30 sm að 33 sm ....120 kr.
27 sm að 30 sm .... 91 kr.
25 sm að 27 sm .... 76 kr.
í Austurstræti.
Ljósm. ÓI.K.Max.
Hitaveitan tekur 700 milljóna erlent lán:
Ríkisstjórnin heldur aftur
af verðhólgunni með annarri
hendi, en ýtir undir með hinni
segir Birgir ísl. Gunnarsson
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti á fundi sinum i gær, að
leita eftir erlendu lánsfé, til að
leysa til bráðabirgða fjárhags-
vanda Hitaveitu Reykjavíkur.
Samkvæmt heimildum, sem
Morgunblaðið hefur aflað sér,
mun vera ætlunin að fá allt að
700 milljóna króna lán í þessum
tilgangi, og hefur stjórn Veitu-
stofnana verið falið að vinna að
undirhúningi þess, en þetta fjár-
magn á að brúa það bil sem enn
er óbrúað eftir 18% hækkunina.
Á borgarráðsfundinum í gær
voru mættir Jóhannes Zoéga hita-
veitustjóri og Valdimar K. Jóns-
son formaður stjórnar Veitustofn-
ana. Gerðu þeir grein fyrir stöðu
fyrirtækisins, og rætt var um
leiðir til úrlausnar.
Síðan var borin fram svohljóð-
andi tillaga frá meirihluta borg-
arráðs, það er af fulltrúm Alþýðu-
flokks, Álþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks:
„í trausti þess að hitaveitan fái
í framtíðinni þær leiðréttingar á
gjaldskrá sinni að eðlilegur rekst-
ur hennar verði tryggður, telur
borgarráð, þrátt fyrir erfiðan
fjárhag fyrirtækisins, að tengja
beri sem fyrr á þessu ári öll ný hús
á veitusvæði hennar jafnskjótt og
þau eru tilbúin og leggja jafn-
framt dreifikerfi í ný byggingar-
hverfi.
Felur borgarráð stjórn Veitu-
stofnana ásamt hitaveitustjóra að
vinna að því að slíkt verði hægt,
meðal annars með útvegun á
nauðsynlegu lánsfé."
Við atkvæðagreiðslu um málið
sat Albert Guðmundsson hjá, en
Birgir ísleifur Gunnarsson greiddi
tillögunni atkvæði sitt, en gerði þó
svofellda bókun áður:
„Ég greiði atkvæði með þeirri
tillögu, sem hér er til afgreiðslu,
enda er það mikið hagsmunamál
húsbyggjenda á höfuðborgarsvæð-
inu að lögð sé hitaveita í hús
jafnóðum og þau eru tilbúin.
Ég vil þó láta þá skoðun í ljós,
að ég tel það óskynsamlega fjár-
málastjórn að þurfa að taka erlent
lán, allt að 700 milljónum króna,
til að geta staðið undir nauðsyn-
legum framkvæmdum á árinu.
Slík lántaka eykur enn á erfiðleika
Hitaveitunnar í framtíðinni og er
ekki síður verðbólguhvetjandi en
eðlileg hækkun gjaldskrár."
Birgir ísleifur sagði í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins í
gær, að það sem gerst hefði, væri
að Hitaveitan hefði verið neydd til
að taka erlent lán til að geta
staðið að eðlilegum framkvæmd-
um. Hér væri augljóslega verið að
leika á vísitöluna, en um leið væri
jafnljóst, að erlend lántaka myndi
ekki síður hafa áhrif á verðbólg-
una í landinu. Væri þetta mál því
furðulegra, sem það væri haft í
huga, að gjaldskrá Hitaveitu
Reykjavíkur væri langlægst allra
á landinu. Jafnvel grónar hitaveit-
ur eins og á Seltjarnarnesi og í
Hveragerði væru mun hærri, til
dæmis væri gjaldskrá hitaveit-
unnar í Hveragerði 40% hærri en
í Reykjavík.
Birgir sagði, sem fyrr segir, að
erlend lántaka myndi verða til að
auka á verðbólguna hér á landi,
ekki síður en hækkun gjaldskrár.
Sagði hann þetta líkast því, sem
ríkisstjórnin reyndi að halda aftur
af verðbólgunni með annarri
hendi, en ýtti undir hana með
hinni.
Samþykkt að hefja
byggingu B-álmu
Borgarspítalans
Kostnaður áætlaður 3,5 milljarðar
Alþjóða hafrannsóknaráðið:
Mælir gegn síld-
veiðum við Noreg
ÁLIT Alþjóða hafrannsókna-
ráðsins er, að ekki skuli leyfa
neinar veiðar á norsk-islenzku
síldinni við Noreg í haust, sagði
Jakob Jakobsson, fiskifræðing-
ur er hann var spurður álits á
þeirri ákvörðun norskra stjórn-
valda að leyfa veiðar á 10
þúsund tonnum úr þessum sild-
arstofni. — Rökin, sem ráðið
tilgreindi fyrir áliti sínu, voru
þau, að stofninn hefði aukizt
mjög hægt undanfarin ár eða i
mesta lagi um 30 þúsund tonn á
ári og þvi bæri ekki að leyfa
þessar veiðar, sagði Jakob.
— Reynslan 1977 er sú, að þá
veiddu Norðmenn mun meira en
ákveðið var í upphafi og í raun
veit enginn hve mikið var veitt
þá, en verulegt magn af „svartri
síld“ fór fram hjá kerfinu. Ef
veiðarnar núna fara verulega
fram úr 10 þúsund tonnum
dregur það verulega úr þvi
markmiði að stofninn nái sér.
— Þessi norsk-íslenzka síld
eða atlanto-skandiska síld var
síðast við ísland í einhverjum
mæli árið 1967. Síðustu ár hefur
stofninn verið svo lítill, að hann
hefur ekki þurft að leita út fyrir
norska landgrunnið, þar hefur
hann fengið nóg æti. Hvort
stofninn myndi leita til íslands
ef hann næði fyrri stærð er
erfitt að segja um, en það eitt er
vitað, að hingað kom hann á
hverju ári áður fyrr, sagði Jakob
Jakobsson.
NÚ HEFUR verið samþykkt að
hefja uppsteypu og utanhússfrá-
gang á B-álmu Borgarspítalans.
Ileildarkostnaður við að Ijúka
B-álmu með búnaði og tækjum er
áætlaður 3,5 milljarðar króna
miðað við verðlag aprilmánaðar.
Rúmmál byggingarinnar er
23.176 rúmmetrar og rúmafjöldi
verður 160—170, segir í frétt frá
byggingarnefnd Borgarspítal-
ans.
Innkaupastofnun Reykjavíkur
hefur nú auglýst útboð fram-
kvæmda í samræmi við fyrirliggj-
andi heimildir, það er að segja
uppsteypu frá botnplötu og frá-
gangs hússins að utan að öllu leyti
með múrhúðun og gleri í gluggum.
Uppsteypu á að ljúka og húsið gert
fokhelt fyrir 1. febrúar 1982 og
frágangi utanhúss á að ljúka fyrir
1. september sama ár.
Chicagoflug Flugleiða
fellt niður í október
FLUGLEIÐIR hafa nú fellt niður
allar ferðir sinar til og frá
Chicago í októbermánuði og mun
það ekki skýrast fyrr en ákveðið
hefur verið með vetraráætlun
hvort flugi til Chicago verður
haldið áfram, eða hvernig þvi
verður háttað.
Farskrárdeild félagsins hefur
haft samband við þá farþega, sem
áttu pantað far í október til
Chicago og bent þeim á, að
ferðirnar hafi verið felldar niður,
þannig að þeir verði að fljúga til
New York.
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, sagði í samtali við Mbl.,
að engin ákvörðun hefði enn verið
tekin um flugið yfir Atlantshafið í
vetur og því væri ekkert hægt að
segja um áframhald flugsins til
Chicago.