Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 36
Síminn á ritstjóm
og skrifstofu:
10100
_í '•-'•'jbjiwpw’í
Síminn
á afgreiðslunni er
83033
Jtttrgimbfofréb
8'lPiiriMMWiWttr V""*W wL»
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980
Landanir íslenzkra fiskiskipa í V-Þýzkalandi:
Mun fleiri en á
síðasta ári — 10%
hærra meðalverð
LjÓHinynd Mbl. RAX.
Kovalenko á Blesastöðum
Morgunblaðið hitti sovéska flóttamanninn Viktor Kovalenko að máli á bænum Blesastöðum á Skeiðum
i gærkvöldi og rabbaði við hann um ástæðuna fyrir því að hann flýr Sovétríkin. Viðtalið er á bls. 3. en
myndin var tekin á tröppum Blesastaða þar sem Viktor er með þeim Hermanni og Ingibjörgu á
Blesastöðum og i forgrunni er friður hópur barna á bænum.
Guðjón Jónsson:
Tilboð ríkisin^ toryel/lar
samninga ASI og VSI
„ÞETTA tilboð. sem ríkisstjórnin sjálf gerir, hefur þvælt málið. Það
er fjarri þvi að okkar samningsmál verði auðleystari á eftir,“ sagði
Guðjón Jonsson, formaður Málm- og skipasmiðasambandsins, þegar
Morgunblaðið leitaði álits hans á samkomulagsdrögum BSRB.
Ml'N FLEIRI islenzk fiskiskip
sigldu með afla sinn og lönduðu
erlendis i siðastiiðnum mánuði
heldur en i júli i fyrra. Ef litið er á
sjö fyrstu mánuði ársins kemur i
Ijós. að landanir islenzkra skipa i
Bretlandi voru álika margar í ár
og þær voru fyrri helming síðasta
árs. Hins vegar hafa mun fleiri
skip landað i V-Þýzkalandi i ár
heldur en í fyrra. Fyrstu sex
mánuðina í ár fékkst að meðaltali
1(K? hærra verð fyrir fiskinn í
Þýzkalandi heldur en á sama
tímabili í fyrra. í Bretlandi var
verðið hins vegar 9% lakara. Mið-
að er við v-þýzk mörk og sterl-
ingspund, en pundið hefur styrkzt
Kópavogur:
Ákveðið að
kaupa Fífu-
hvammslandið
B/EJARSTJÓRN Kópavogs
samþykkti á fundi sinum seint i
gærkvöldi með átta atkvæðum
gegn þremur að kaupa Fífu-
hvammslandið. Atkva-ði með
kaupunum greiddu bæjarfull-
trúar Alþýðubandalagsins,
Framsóknarflokksins og sjálf-
stæðismanna. en atkvæði gegn
kaupunum greiddu tveir bæjar-
fulltrúar Alþýðuflokksins og
hæjarfulltrúi Borgaralistans.
Fundur bæjarstjórnarinnar
hófst klukkan fjögur í gær og
urðu miklar umræður um kaupin
á fundinum og lauk afgreiðslu
málsins ekki fyrr en á ellefta
tímanum í gærkvöldi. Felld var
tillaga frá bæjarfulltrúum Al-
þýðuflokksins um að bera kaupin
á Fífuhvammslandinu undir
bæjarbúa með 7 atkvæðum gegn
3 en einn fulltrúa Alþýðubanda-
lagsins sat hjá. Kaupverð Fífu-
hvammslandsins er 790 milljónir
króna.
nokkuð gagnvart markinu siðustu
12 mánuði.
Fyrstu sex mánuði þessa árs
fengust að meðaltali 48 pens fyrir
hvert kíló af ísfiski í Bretlandi eða
sem nemur um 590 krónum á gengi
gærdagsins. Fyrstu sex mánuðina í
fyrra var verðið á hvert kíló hins
vegar að meðaltali 44 pens og er því
um 9% lækkun að ræða á milli ára.
í V-Þýzkalandi var meðalverðið
1,76 þýzk mörk fyrir kílóið fyrri
helming þessa árs eða um 490
krónur. í fyrra var verðið í Þýzka-
landi fyrri hluta ársins 1,60 þýzk
mörk og er því um 10% hækkun að
ræða frá því í fyrra. Samtals seldu
íslenzk skip ísfisk í Bretlandi fyrir
5,7 milljarða íslenzkra króna fyrri
helming þessa árs, en í Þýzkalandi
fyrir um 2,6 milljarða króna.
Til loka júlímánaðar lönduðu
islenzk fiskiskip 136 sinnum í Bret-
landi, en 138 sinnum sömu mánuði í
fyrra. I júlímánuði jukust mjög
sölur ytra og má nefna að þá seldu
44 skip í Bretlandi, en 17 í sama
mánuði í fyrra. Frá áramótum til
loka júlí seldu íslenzk skip 43
sinnum í Þýzkalandi, en 33 sinnum
á sama tímabili í fyrra. Sem fyrr
munar mestu um júlímánuð, en þá
seldu 14 skip í Þýzkalandi á móti
aðeins 2 í sama mánuði í fyrra.
Ekkert lát er á sölum erlendis og
hafa útgerðarmenn nú pantað land-
anir fyrir skip sín langt fram í
september.
Kristján Ragnarsson formaður
LIU sagði í samtali við Mbl. að
ástæður þess, að útgerðarmenn létu
skip sín sigla með aflann í svo
miklum mæli væri einfaldlega sú,
að þeir ættu ekki annarra kosta völ.
Hann var spurður hversu hátt verð
þyrfti að fást fyrir aflann tii að
siglingar borguðu sig. Svaraði hann
því til, að sér virtist lágmark til að
þessar siglingar væru áhugaverðar,
að fá 500 krónur fyrir kíióið af fiski,
sem landað er í Þýzkalandi, en 700
krónur fyrir kíióið í Bretlandi.
Utgerðarmaður, sem blaðið ræddi
við taldi nauðsynlegt að fá nokkuð
hærra verð en Kristján nefndi.
Þau drög fela það í sér að þeir,
sem unnið hafa í fjögur ár og eru í
5.—10. launaflokki færast upp um
einn launaflokk. Þetta hefur í för
með sér launahækkun þessara
hópa frá 6,4—8,0%. Ennfremur
munu laun í efstu launaflokkum
BSRB verða leiðrétt til samræmis
við kaup félaga innan BHM. Sú
kauphækkun á að koma til fram-
kvæmda í þremur áföngum. Hún
hefur í för með sér allt að 7,7%
hækkun launa.
Fram hefur komið hjá forystu-
mönnum ASI að þeir muni meta
stöðu sína með tilliti til samnings-
uppkasts þess, sem BSRB nú hefur
undir höndum. Næsti sáttafundur
ASÍ og VSÍ hefur verið boðaður á
mánudaginn og er þá búist við
nýjum kröfum af hálfu fulltrúa
ASI. Guðjón Jónsson sagði enn-
fremur: „Það er alltaf rætt um að
kröfur ASÍ setji allt úr skorðum,
en það er bersýnilegt að ekki er
skorið við nögl í tilboði BSRB. Þó
að við hefðum fengið það, sem VSÍ
bauð okkur í síðustu tillögum, er
það langt fyrir neðan það, sem
BSRB hafði áður og fær núna
samkvæmt tilboði ríkisins. Með
þessu móti verða iðnaðarmenn hjá
ríkinu margfalt hærra launaðir en
á almennum vinnumarkaði."
Það fer víst ekki milli mála að þessi kappi gæti haía verið uppi á sturlungaöld. Aðeins eitt mælir á
móti þvi eins og allir sjá. Morgunblaðið fylgdist með upptökum á kvikmyndinni um Snorra Sturluson
og frá því segir í máli og myndum á miðopnu. Ljósm. Mbi. Kristinn.
Rófur lækka um 50%
og hvítkál
í heildsölu
RÁÐGERT er að verð á nokkrum
tegundum af islensku grænmeti
lækki á mánudag. Þannig lækkar
verð á islenskum kartnflum en i
gær lágu ekki fyrir endanlegir
útreikningar á smásöluverði.
Verð á kartöflunum lækkar hins
vegar til bænda um 65 krónur
kilóið eða úr 450 krónum í 385
krónur. Ekki mun ráðgert að
gera neinar breytingar á niður-
greiðslum á kartöflum við þessa
verðbreytingu. Verð á gulrófum
mun að öllum likindum lækka
um 50% í heildsölu og verð á
hvitkáli lækkar i heildsölu um
37,5%.
Grænmetið hefur fram að þessu
verið selt á svonefndu sumarverði
en mikið framboð er nú á útrækt-
uðu grænmeti, þar sem tíðarfar í
sumar hefur verið mjög hagstætt
fyrir þá ræktun að öðru leyti en
því að þurrkar hafa á stöku stað
dregið úr sprettu. Ekki eru líkur á
að gulrætur lækki á mánudag og
um 37,5%
eftir helgi
óvíst er með verð á blómkáli og
öðru útiræktuðu grænmeti en róf-
um og hvítkáli.
Hver 25 kílóa poki af rófum
kostaði fyrir helgi í heildsölu
15.000 krónur en lækkar að öllum
líkindum í 7.500 krónur eftir
helgina. Tuttugu kílóa poki af
hvítkáli lækkar sennilega úr
16.000 kr. í 10.000 kr. í heildsölu.
Teknir með
hassolíu
ÞRÍR ungir menn sitja nú i
gæzluvarðhaldi vegna fikniefna-
misferlis.
Lögreglumenn í fíkniefnadeild
lögreglunnar í Reykjavík hand-
tóku mennina er þeir voru að selja
hassolíu. Er talið að mennirnir
hafi sjálfir staðið að innflutningi
fíkniefnisins.