Morgunblaðið - 16.08.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980
13
uðu í víkinni og þá var skákíþrótt-
in í hávegum höfð og m.a komið á
skákmóti þar sem tveir urðu efstir
og jafnir með sex og hálfan
vinning hvor, þau Sigurður Valur
og Svana Samúels. Tefldu þau til
úrslita og vann Sigurður eftir
skemmtileg tilbrigði á báða bóga.
Á fimmtudeginum var sama
góða veðrið. Dagurinn var notaður
á svipaðan hátt og sá fyrri, en nú
lögðu nokkrir á ný land undir fót.
Gengið var um nágrennið og
hálffallin og failin íbúðarhús
skoðuð. I nánd við sumarbústað-
inn er svonefndur Skiphóll. Þar er
sagt, að heilt skip hafi verið grafið
ásamt miklu gulli og gersemum,
en í hvert skipi, sem reynt hafi
verið að grafa í hólinn átti
mönnum að hafa sýnst íbúðarhús
sín standa í björtu báli og hafi
þeir því ætíð orðið frá að hverfa.
Að kvöldi fimmtudagsins gekk
hluti hópsins upp að Sandvíkur-
vatni. Mikill hiti var í lofti og
skrýtin tilfinning að vera á kvöld-
göngu á hálendi nyrzt við Dumbs-
haf í kæfandi hitamollu, sem
minnti helst á hitabylgju við
Miðjarðarhaf. Á bjargbrúninni
ofan Sandvíkurvatns barst í fang
andvari af hafinu og þótti sumum
sér það til bjargar verða. Bjarg-
brúnin þarna er ekki ósvipuð brún
Hornbjargs, en þó er Hornbjargið
tilkomumeira og hrikalegra.
Gangan frá Atlastöðum upp að
Sandvíkurvatni og niður aftur tók
u.þ.b. fjórar klukkustundir.
Séð úr Atlastaðahlið yfir Fljót. Fjallið á miðri myndinni er Tunguhorn, neðar á miðri mynd er bústaðurinn, sem dvalið var í.
Hungraðir
útlendingar
Einskis óvenjulegs urðum við
vör í Fljótavík hvorki þessa heims
né annars, en eina heimsókn
fengum við. Var það þýzkt par
sem hafðist við í tjaldi við Reiðá
innst í víkinni. Komu þau til að
spyrjast fyrir um veiðimöguleika.
Hafði íslenzkur kunningi þeirra
sagt þeim, að þau þyrftu ekki að
bera með sér mikil matvæli, því
silungur væri þarna í kippum og
gætu þau lifað á þvi sem landið
gefur einu saman. Ekki höfðu þau
orðið vör fiskjar fremur en við og
voru hálfilla á sig komin vegna
hungurs. Buðum við upp á súpu og
brauð og spjölluðum við þau. Þau
höfðu farið með Fagranesinu að
Horni og gengið þaðan og ætluðu
að fara til baka með Fagranesinu
frá Aðalvík á föstudeginum.
Höfðu þau á orði að veðrið væri
mjög svipað því sem þau höfðu
kynnst í Spánarferðum sínum og
undruðust umtal og skrif um
íslenzka veðráttu. Við reyndum að
segja þeim sannleikann um veðr-
áttuna okkar, en mættum aðeins
vantrúuðu augnaráði og ákváðum
þá að láta þeim eftir að trúa því
sem þau vildu.
í næsta og síðasta hluta verður
sagt frá ferðinni yfir í Aðalvík,
dvölinni þar og heimferðinni.
Súkkulaði og rúsinum dælt i mannskapinn
áður en haldið var i erfiðasta brattann.
III. hluti
Að morgni fengu allir hárþvott. Fóru þar ómældir lítrar vatns til
að skola burt ferðarykið.
Jeppinn góði, sem sagt er frá i greininni. Upp á hlað komst hann
með rekaviðinn og vistirnar. Lítið er orðið eftir af upphaflegum
innréttingum þannig að Matthias t.v. og Samúel t.h. kusu að sitja á
þakinu.