Morgunblaðið - 22.08.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980
19
Vill ná peninga-
skápi Titanics
Bo8ton, 21. áfúst. AP.
BANDARISKI auðkýfingur-
inn Jack Grimm, sem Iagði til
fé í leitina að Titanic, segist
ekki ætla að vinna að því að
ná skipinu upp af hafsbotni
en segist vilja leggja fram fé
til þess að ná peningaskápi
skipsins.
Ekki segist Grimm vera viss
um hvað hann hafi að geyma,
en segir að í ensku dagblaði
hefði á sínum tíma komið
fram að í peningaskápi Titan-
ics væru demantar fyrir 125
milljónir Bandaríkjadala. Á
núgildandi verðlagi væri verð-
mæti þeirra um 300 milljónir
dala. Grimm segist vera viss
um að skápurinn hafi að
geyma mikil verðmæti, hvort
sem það eru demantar eður ei.
Til þessa hefur Grimm eytt
1 milljón dala til leitarinnar
en telur að það muni kosta 3
milljónir dala að ná skápnum.
Til þess þarf kafbát sérstak-
lega útbúinn til að bora gat á
skrokk Titanics. Grimm hefur
ERLENT
þegar lagt fram umsókn um
leyfi til framkvæmdanna og
áætlar að þær geti hafist í maí
eða júní á næsta ári.
Vegna veðurs hefur enn ekki
verið unnt að senda niður
myndavélar til að ganga úr
skugga um að flakið sem
leitarflokkur Grimms fann sé
raunverulega flak Titanics.
Hins vegar segja leitarmenn
að sónarmælingar hafi sýnt að
skipið á hafsbotni sé ná-
kvæmlega eins og Titanic.
Segist Grimm vera sannfærð-
ur um að flokkurinn hafi
fundið hið sögufræga skip sem
sökk fyrir 68 árum.
Marx
Lenin
Engels
Stalín
Marx, Engels, Lenín og
Stalín hverfa af Torgi
hins himneska friðar
PekinK 21. áinist. AP.
VERKAMENN í Kína hófu i dag
að brjóta niður styttur af Marx,
Engels, Lenín og Stalín sem
staðið hafa á Torgi hins himn-
Rússar truf la á ný
útvarpssendingar
Washington, I»ndon 21. ágÚRt. AP.
RÚSSAR hafa nú tekið til við
það að nýju að trufla útsend-
ingar útvarpsstöðvarinnar
Voice of America á rússnesku,
eftir nærri sjö ára hlé. Tals-
menn BBC höfðu i dag sömu
sögu að segja og töldu megin-
ásta'ðuna vera atburðina i Pól-
landi.
Talsmaður Voice of America
sagðist ekki hafa neina hugmynd
um ástæðuna fyrir truflununum,
en hins vegar hefðu þær oft
staðið í sambandi við ástandið í
samskiptum þjóðanna. Rússar
ávarpa á ensku til Bandaríkj-
anna um endurvarpsstöð á Kúbu
og er ekki fyrirhugað að trufla
þær útsendingar.
í tilkynningu BBC sagði, að nú
væri unnið að því eftir öðrum
leiðum að ná eyrum rússneskra
hlustenda. Gerard Manseli, for-
stöðumaður þeirrar deildar BBC,
sem sér um útsendingar til
annarra þjóða, sagði, að truflan-
irnar bæru merki um veikleika
Rússa. „Þeir óttast hugsanleg
áhrif atburðanna í Póliandi en
frá þeim hefur skilmerkilega
verið sagt í BBC,“ sagði hann.
Sovétmenn neituðu því í dag,
að þeir trufluðu útvarpssend-
ingar og kalla ásakanir Breta og
Bandaríkjanna hugarburð.
eska friðar síðan í menningar
byltingunni.
Aðgerðir þessar komu i kjölfar
tilkynningar frá stjórnvöldum
um að styttur þessar skyldu
fjarlægðar. Samstundis var gefin
út tilkynning um að þing landsins
kæmi saman 30. ágúst nk.
Aðalmál þingsins verða um-
ræður og lagasetningar varðandi
tekjuskatt, skipulagsreglur fyrir
lögfræðinga og efnahagsmál
strandhéraðanna. Þetta verður
fyrsta þingið sem kemur saman
eftir að stjórnvöld hófu aðgerðir
sem miða að því að gera ímynd
Maos fyrrum formanns mann-
legri en hún hefur verið meðal
almennings í Kína. Meðal annars
hafa margar stórar veggmyndir
af formanninum verið fjarlægð-
VITRETEX .
ÞAÐERVITIÞVI