Morgunblaðið - 22.08.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980
23
Minning:
Minning:
Jóhanna Sigríö-
ur Jónsdóttir
Guðmundur Böðv-
arsson frá Hrísum
Fædd 14. júlí 1892
Dáin 15. ágúst 1980
í dag fer fram útför Jóhönnu S.
Jónsdóttur frá Isafjarðarkirkju.
Hún andaðist í Sjúkrahúsi Akra-
ness 15. ágúst sl.
Jóhanna Sigríður Jónsdóttir var
fædd að Naustum við Skutulsfjörð
í Eyrarhreppi, N-ísafj.sýslu 14.
júlí 1892.
Foreldrar hennar voru Jón
Jónsson frá Arnardal og kona
hans, Magdalena Magnúsdóttir.
Þau höfðu lítið bú að Naustum,
enda jarðnæði lítið, en Jón var
formaður á fiskibát. Þegar Jó-
hanna var fimm ára, drukknaði
faðir hennar, er báturinn fórst
með allri áhöfn. Var þá Magda-
lena ein með fimm ung börn og
það sjötta fæddist tveim dögum
eftir lát Jóns. Var það skírt Jóna
og er hún nú ein á lífi af þeim
systkinum og býr í Reykjavík í
skjóli barna sinna, 82 ára að aldri.
Önnur systkini voru: Magnús og
Sigurgeir, en þeir drukknuðu báð-
ir á ungum aldri. Guðný bjó í
Kaupmannahöfn og andaðist þar,
en Jón Magdal, bóndi í Engidal í
Skutulsfirði, lést í apríl 1978.
Eins og tíðast var á þeim tíma
tvístraðist fjölskyldan við lát
heimilisföður eða móður. Jóhanna
fór í fóstur og uppeldi til föðurfor-
eldra sinna, Jóhönnu Þorleifsdótt-
ur og eiginmanns hennar, Jóns
Sigurðssonar frá Svefneyjum á
Breiðafirði, en þau bjuggu að
Fremrihúsum í Arnardal í Eyrar-
hreppi. Þau bjuggu traustu búi og
við góðan efnahag. Hjá þeim ólst
Jóhanna upp við strangan aga og
mikla vinnu, eins og venja var á
þeim tíma, en góðan og traustan
mat, því að oft var nýr sjávarafli
með öðrum matföngum. Jóhanna
vandist því jafnt inni- og útiverk-
um, heyskap, skepnuhirðingu og
mótekju og jafnvel réri hún til
fiskjar, en skammt var á miðin í
þá daga og eins og kunnugt er, var
mikið útræði frá Arnardal og voru
allt að 100 manns heimilisfastir
þar um skeið.
Fæddur 27. nóvember 1919
Dáinn 2. ágúst 1980
Fyrir hvert ljós sem slokknar
annað tendrast. Fyrir hvert ljós
sem eykur birtu sína dofnar sú
mynd sem áður upplýstist. En
fyrir þá mynd sem máist og
dofnar kemur önnur sem tekur sér
sess í hjörtunum. Og sú mynd sem
hjartað kýs að geyma er sam-
slungin óskum vorum um þá
töfrabirtu er vér að eilífu viljum
njóta — en er önnur, því hún er
hugmynd, síkvik tálsýn, sjón-
hverfing. En þótt myndin væri
kyrrstæð þá vantaði hana fylling
og safa, líkt og blóm sem þiðnar úr
frera og hefir glatað lögun og lit.
Fyrir hvert orð sem talað var
önnur koma. Og fyrir þau orð sem
tjáð voru fyrrum streymir fram
gnótt nýrra orða er annan sann-
leik geyma. En sannleikurinn er
síbreytilegur eins og myndin í
hjörtunum.
Vor tregi er annar en yðar tregi,
því tilfinningar vorar renna í
farveg sem tengist mynd í hjarta
og hver maður rannsakar sína
mynd og sitt hjarta þótt erfitt sé,
því myndin er eins og hríslandi
vatn.
Fyrir hvern mann sem stöðvast
fer annar á stað. Hver maður sem
eykur hraða sinn fjarlægist minn-
ingu þess sem héðan er horfinn.
Og slíkur er hraði heimsins að
tilfinning hjartans fær aldregi
Jóhanna varð því þrekmikil á
unga aldri og kappsöm og dugmik-
il við öll störf. Jóhanna dvaldi hjá
fósturforeldrum sínum þangað til
hún hóf búskap með unnusta
sínum 1916—1917, Guðfinni Sig-
urði Jónssyni frá Naustum, f. 8/10
1889. Bjuggu þau í litlum bæ í
landi Fremri-húsa, er kallaður var
Garðshorn og höfðu nokkur jarð-
arafnot. En ætlunin var að taka
við búi að Naustum vorið 1919.
Þau eignuðust dreng 19. ágúst
1917 er skírður var Halldór Ingi-
mar Gutti. En sviplega endaði
sambúð þeirra, því að rúmlega ári
síðar veiktist Guðfinnur Sigurður
og andaðist úr spönsku veikinni
16. desember 1918. Jóhanna bjó
áfram í Garðshorni með drenginn
sinn og nokkrar kindur, sem hún
heyjaði sjálf fyrir og hirti um, og
var tíðast í kaupavinnu á sumrin.
Á þessum árum dvaldi Magdalena,
móðir hennar, oft hjá henni. En
brátt dró til alvarlegri tíðinda í
lífi Jóhönnu. Drengurinn hennar
ungi veiktist af taugaveiki og
andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarðar 3.
febrúar 1926, aðeins 9 ára gamall.
Þessi ástvinamissir var mikið
áfall og raun fyrir Jóhönnu og er
vafasamt, að hún hafi nokkru
sinni beðið þess báetur.
Nokkru síðar fór Jóhanna að
vinna á ísafirði og flutti síðan
þangað og þar átti hún heimili til
ársins 1972, er hún flutti til
Akraness.
Þann 19. ágúst 1930 giftist
Jóhanna Ingimundi Ögmundssyni
frá Reykjavík, er þá stundaði
sjómennsku og fékkst við útgerð,
en síðar húsasmíði á ísafirði og
víðar. Hann var þá ekkjumaður og
voru ungir drengir hans í uppeldi
hjá þeim Jóhönnu um skeið.
Með Ingimundi eignaðist Jó-
hanna þrjár dætur: Halldóru,
gifta Páli Einarssyni, innheimtu-
manni í Hafnarfirði, Magdalenu,
gifta Hermanni G. Jónssyni full-
trúa, Akranesi og Auðbjörgu,
gifta Guðmundi Þorbjörnssyni út-
gerðarmanni, Reykjavík. Barna-
börn Jóhönnu eru 8 og eitt barna-
barnabarn.
kyrrstætt form heldur hverfist í
móðunni. En hvert ljós sem
slokknar kviknar á ný og tendrast
á annarri bylgju. Og bjarmi þeirr-
ar bylgju lýsir upp sviðið og
endurnærir hjartað. Hver maður
sem réttir ljós sitt inná sviðið er
leiddur til leiks á ný. Sá maður
sem vér nú kveðjum eygir hönd í
bylgju bjarmans, — og hennar er
höndin hlý og mild og teygir sig
útfyrir tjaldið og vísar leiðina.
Og hraði heimsins er að baki.
Vakinn er andvari líkur þeim er
bærir fífur dalsins og ýrir hæg-
streym sýkin.
Níels Hafstein
Ingimundur Ögmundsson and-
aðist 28. maí 1968.
Jóhanna vann ætíð utan heimil-
is þegar færi gafst, er hún bjó á
Isafirði og oftast við fiskverkun
ýmiss konar. Var hún frábær
dugnaðarkona og samviskusöm
við vinnu og lét eigi af störfum
fyrr en 79 ára, er hún handleggs-
brotnaði. Þegar hún varð áttræð
skrifaði vinur hennar um hana í
blaðagrein eftirfarandi, en það
lýsir henni vel:
„Það er oft sagt um tápmiklar
konur, að þær séu karlmanns
ígildi og á það sannarlega við um
Jóhönnu. Það er sama hvort hún
hefur heldur staðið við vöskukass-
ana, saltfiskstabbann, stakkinn á
reitnum, vinnuborðið í hraðfrysti-
húsinu, unnið í garðinum heima
hjá sér eða hvað annað, sem hún
hefur tekið sér fyrir hendur, þá
hafa handatiltektir hennar ein-
kennst af kappsemi og dugnaði.
Annað sem mjög einkennir hana
er trúmennska, húsbóndahollusta,
skilvísi og heiðarleiki í hvívetna.
Hún hefur aldrei viljað láta upp á
sig standa í einu eða neinu, ætíð
mætt stundvíslega til vinnu, þegar
hún hefur verið til þess kvödd, þó
að stundum væri heilsan þannig,
að frekar væri ástæða til að taka
sér hvíld og skuldi hún einhverj-
um eitthvað, getur hún tæpast á
heilli sér tekið fyrr en full skil eru
gerð. Þó að hún hafi oft lagt nótt
við dag í vinnu utan heimilis,
hefur hún aldrei látið hlutina vaða
á súðum heima hjá sér, þar er öllu
haldið hreinu og snyrtilegu."
Þegar dætur Jóhönnu voru
löngu farnar frá ísafirði og vinnu-
þrekið bilað, kaus hún að flytja
frá ísafirði til Akraness, til að
vera nær börnmum sínum og
afkomendum. Hún var 80 ára, er
hún kom til Akraness í ágúst 1972.
Hún bjó sér í þægilegri íbúð að
Vesturgötu 113 og undi furðu vel
hag sínum, þó að hugurinn væri
löngum fyrir vestan. Hún varð
fyrir því áfalli að lærbrotna og
studdist að lokum við hækjur. En
ætíð sá hún um sig sjálf og heimili
sitt þangað til í maí sl. er hún fór
á sjúkrahúsið.
Jóhanna var mikil gerðarkona,
stórlynd og skapföst og á stundum
nokkuð hrjúf á ytra borði, en
trygglynd og vinaföst. Glaðlynd
var hún að jafnaði og hið vest-
firska málfar hennar sérlega fag-
urt og kjarnyrt. En best mun
Jóhanna hafa notið sín á vinnu-
stað með glöðu og dugmiklu fólki.
Vinnan og störfin voru henni
mikils virði, enda oft reynt í lífinu
að vinnusemi og trúmennska í
starfi varð eitt til bjargar.
Jóhanna vildi að leiðarlokum
hvíla í gamla kirkjugarðinum á
Isafirði við hlið mannsefnis síns
og drengsins unga, er hún missti í
hádegi lífs síns. Þar kveðjum við í
dag Jóhönnu við gröfina út við
Fjarðarstrætið, þar sem hafaldan
gjálfrar í fjörunni handan götunn-
ar. En héðan blasir einmitt við
Arnarnesið og þar upp af Arnar-
dalur og Kirkjubólshlíðin að
Naustum, æskustöðvar Jóhönnu,
þaðan sem hún átti svo margar
minningar um vonir og hamingju
en jafnframt vonbrigði og sorgir.
Ég þakka Jóhönnu, tengdamóður
minni, fyrir kynninguna, samveru
og samfylgd um 30 ára skeið og
traustleika hennar og vináttu alla
tíð.
Hvíli hún í friði.
Hermann G. Jónsson
Fæddur 28. október 1905.
Dáinn 12. ágúst 1980.
Guðmundur Böðvarsson var
fæddur að Hrísum í Rangárvalla-
sýslu, foreldrar Böðvar Friðriks-
son og Jónína Guðmundsdóttir, og
var hann elstur í stórum systkina-
hópi. Fluttist fjölskyldan síðar að
Einarshöfn á Eyrarbakka.
Lífsbaráttan var hörð á þeim
tímum og varð hann fljótt að
hjálpa til heima, og síðan að
heiman og vinna fyrir sér á unga
aldri.
Sem fulltíða maður stundaði
hann sjómennsku fram eftir ævi
og fór víða um lönd á þeim árum,
en eftir að heilsan tók að bila,
stundaði hann léttari störf meðan
kraftar entust.
Hann kvæntist Sigríði Jónsdótt-
ur, ágætri konu, og bjuggu þau að
Urðarstíg 11 allan sinn búskap.
Eignuðust þau eina dóttur, en
einnig gekk hann í föður stað
dóttur Sigríðar, sem hún átti áður.
Eru dæturnar báðar giftar og
barnabörnin orðin fimm. Voru
þau honum mikill gleðigjafi, og
dvöldu þau langtímum á heimil-
inu, þar sem þau nutu ástúðar og
umhyggju svo sem best má verða.
Guðmundur var hljóðlátur mað-
ur og lét lítið yfir sér, en hann var
greindur vel og víðlesinn, enda las
hann jafnan góðar bókmenntir í
tómstundum. Hann var dagfars-
góður og vandaður og mátti hvergi
vamm sitt vita. En umfram allt
var hann einstaklega hjartahlýr
maður.
Slíka menn er gott að eiga að
samferðamönnum. Við, sem höf-
um „gengið um hlaðið" hjá Guð-
mundi í rúman aldarfjórðung höf-
um ekki farið varhluta afvelvild
hans og hlýhug. Hefir það komið
fram við bæði menn og málleys-
ingja. Alltaf var hann manna
fúsastur til að rétta hjálparhönd,
þegar á lá, og eru honum nú
færðar hjartans þakkir fyrir alla
góðvild og hjálpsemi.
Mörg síðustu ár ævinnar átti
hann við mikla vanheilsu að
stríða. En hann kvartaði lítt og
mætti hinum þungbæru veikind-
um með einstakri þolinmæði og
hugprýði.
Var honum það mikil stoð, hve
kona hans lagði sig fram að
hjúkra honum og létta byrðarnar í
öll þessi ár, þar til yfir lauk.
Við hjónin flytjum fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Svo gefur hverjum, sem hann er
góður til. Það er von okkar og trú,
að slíkur maður sem Guðmundur
eigi góða heimkomu handan
landamæranna.
Megi hlýjar óskir og þakkir
okkar fylgja honum á þeirri veg-
ferð.
Þórdís Aðalbjörnsdóttir
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég á dásamlega móður. Algjör skilningur ríkir á milli
okkar. og mér líður vel hjá henni. Þess vegna hef ég aldrei
kvænzt. En nú er ég orðinn þritugur. og ég er farinn að velta
því fyrir mér, hvort okkur hafi báðum orðið á mistök. Vinir
minir eiga fjölskyldur. og svo virðist sem veröldin fari að
mestu fram hjá mínum dyrum. Eigið þér nokkurt ráð?
Vitur maður sagði einhvern tíma: „Mamma, það má
líkja þér við gamma." Það var sannleikskorn í orðum
hans. Skynsöm móðir veit, hvenær hún á að hætta að
láta son sinn halda í pilsfald hennar og verða að
manni. Það getur orðið afbrot við samfélagið, ef hún
rænir hann karlmennskunni vegna viðhorfsins:
„Mamma veit betur“.
Jafnvel dýrin gera sér grein fyrir, að þau geta ekki
haldið afkvæmum sínum um aldur og ævi, og þau
hafa vit á að ýta þeim út í heiminn, svo að þau standi
á eigin fótum. Þetta er lögmál lífsins, og við eigum
ekki að brjóta það — ekki heldur mæður, sem vilja
vel, en hafa villzt af leið. Mæður mega ekki svipta
börn sín vináttu og eðlilegum samskiptum við aðra.
Jafnvel Biblían segir: „Fyrir því skal maður
yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína.“
(Matt. 19,5). Ekkert er við því að segja, þótt maður
gangi ekki í hjónaband, ef hann vill það ekki. En
karlmenni lætur jafnvel ekki ástríka móður sína
fjötra sig við pilsfald hennar.
Sigurður Gunnars-
son — Minningarorð