Morgunblaðið - 22.08.1980, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.08.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980 29 sjónvarp kalla Frelsissamtök Pal- estínumanna, en þeir eru einna helst frægir fyrir flugrán og morð á saklausu fólki. Eg skora á yfirvöldin að neita að taka á móti þessum mönnum og þeirra líkum. Einnig á að neita þeim um að opna skrifstofu hérna ef til kæmi því það væri svívirða og móðgun við alla þá sem þeir hafa kúgað og myrt, að ég tali nú ekki um ísrael. Við getum aldrei viðurkennt ofbeldi sem rétta lausn á einu eða neinu máli, síst af öllu morð. Með vinsemd V.S. Þessir hringdu . . . • Besta kjarabótin Sigurður Guðmundsson frá Bíldudal hringdi: Það er ekki ýkja hátt risið á formanni B.S.R.B. þessa dagana. Það var allt öðruvísi haustdagana 1977. Það er e.t.v. véfréttin frá Mánaþúfu sem gefur honum þær upplýsingar að opinberir starfs- menn séu síður tilbúnir í verkfall nú en árið 1977. Kannski væri það besta kjarabótin sem opinberir starfsmenn gætu fengið ef þeir félagar Kristján og Haraldur tækju sér ævilangt frí frá stjórn- arstörfum B.S.R.B. Þeir gætu þá ógrímuklæddir snúið sér að póli- tíkinni. • Höfum verið í hálfgerðu fangelsi með listina Vegna fyrirspurnar sem birt- ist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag, langar mig til að víkja örlítið að viðkomandi máli: Áður fyrr voru óperur fluttar beint í gegnum útvarpið, og allir gátu tekið upp eftir vild. En háu herrarnir í útvarpinu sáu sér ekki fært lengur að hafa þann háttinn. Nú orðið eiga þeir eina til tvær óperur í mesta lagi, öllum hinum hefur annaðhvort verið fleygt, eða þeir hafa náðarsamlegast gefið manni óperurnar. Aftur á móti eru nokkrir sem hafa tekið óper- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Bakú við Kaspíahaf í sumar kom þessi staða upp í skák þeirra K. Grig- orjans og Garry Kasparovs, sem hafði svart og átti leik. 27... Hxg3!, 28. Rxg3 - Rg4, 29. Rfl - Bxe3, 30. Rxe3 - Dh2+ og hvítur gafst upp, því eftir 31. Kfl — Rxe3+, 32. Kel — Rxg2+. tapar hann drottningunni. Kasparov sig- raði á mótinu og tryggði sér um leið seinni áfanga að stórmeistara- titli. urnar upp og eiga þær allar á bandi. í augnablikinu hef ég í láni af manni alla Labohene eins og það ieggur sig. En þeir nota alltaf útlenda í verkin, því þeir myndu þurfa að borga okkur og sinfóníu- nni ef þeir spiluðu verk eftir okkur. Við óperusöngvararnir höf- um gert margt gott, og lært í mörgum tilfellum eins mikið og útlendu söngvararnir. Þeir hjá útvarpinu eiga íslensku lögin okkar, þau geyma þeir vel, því þau eru íslensk. Þetta er gífurlega óhvetjandi að gera þetta, þegar öllu er svo hent. Ef við viljum gera vel stoppa þeir okkur. Það er eins og að við höfum verið í hálfgerðu fangelsi hérlendis með listina. E.t.v. kem ég að þessu síðar. Þetta yrði allt of langt mál í Velvak- anda. Þó að sumir sofi kannski þá vaka líka aðrir. Guðrún Á. Símonar HÖGNI HREKKVÍSI SIGGA V/öGA £ ÁlLVEÍUkJ 3 VlVÖ^SÁÍ tá VM ■bVCö ÍKK/ sm ao uw uW/ Frá lögreglunni: Lýst eftir vitnum og tjónvöldum ÞANN 15.8. sl. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifreiðina R-69815, sem er Datsun fólksbifr. ljósbrún að lit á bifr.stæði framan við Hagkaup. Skemmd er á vinstra afturaurbretti og afturhurð. Átti sér stað frá kl. 18.30 til 18.45, og er rauður litur í skemmdinni. Þann 16.8. sl. var tilkynnt að ekið hafi verið á bifr. R-53327 sem er Renault fólksbifr. græn að lit á Bólstaðarhlíð við hús nr. 14. Skemmd er á hægra afturhorni, höggvara og aurbretti. Átti sér stað frá kl. 20.30 þann 15.8. til kl. 03.50 þann 16.6. Þann 16.8. sl. var tilkynnt að ekið hafi verið á bifreiðina F-388 sem er Skoda, gulur að lit, á Hólsvegi vestan Langholtsvegar. Skemmd er á vinstra framaurbretti og fram- höggvara. Þann 16.8. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifreiðina Y-8882 sem er Honda Accord, grásanseruð. Átti sér stað á bifr.stæði sunnan Tryggvagötu og norðan veitinga- staðarins Nausts. Átti ser stað frá kl. 14.00 til 16.20. Skemmd er á hægri hurð og framaurbretti og er í skemmdinni för eftir höggvara- gúmmí. Bifreiðin stóð að norðan- verðu á bifr.stæðinu og snéri fram- enda til suðurs. Þann 18.8. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. R-71048 sem er Toyota Corolla, rauð að lit, á bifr.stæði við Grettisgötu 84. Átti sér stað þann 17.8. frá kl. 17.00 til 19.00. Skemmd er á vélarloki, vinstra framaurbretti og svuntu. Viljaekki Laaa-bíla WashinKton. 20. áKÚst. AP. TVEIR handarískir öldunga- deildarþingmenn, Thomas Eagelton og Birch Bayah beita sér nú af alefli fyrir því, að komið verði í veg fyrir innflutning sovéskra Lada-bifreiða til Bandaríkj- anna. Öldungadeildarþing- mennirnir eru frá tveimur mestu bílaverksmiðjurikjum Bandaríkjanna. „Það er i hróplegri andstöðu við handaríska stefnu að flytja inn Lada-bifreiðir þegar Bandaríkin hafa sett við- skiptabann á Sovétrikin vegna innrásar Sovétríkj- anna i Afganistan,** sögðu þeir í yfirlýsingu. Þeir hyggjast fá öldunga- deildina til þess að samþykkja bann á innflutning bifreið- anna. Satra-fyrirtækið hyggst á næstunni flytja inn nokkur hundruð Lada-bifreiðir til reynslu. Talsmaður fyrirtæk- isins sagði, að vonir stæðu í framtíðinni til að flytja inn 50 þúsund Lada-bifreiðir á ári. Hann sagði, að andúðin á Sovétríkjunum væri nú svo mögnuð að til lítils væri að flytja inn bifreiðar frá Sov- étríkjunum. Fyrirtækið hygð- ist koma þessu á til reynslu og síðan bíða átekta þar til öldur andúðar lægir. Tæplega 8,4 milljónir bifreiða voru fram- leiddar og seldar í Bandaríkj- unum á síðastliðnu ári. Fryöryk og Pálmi í fyrsta skipti fyrir sunnan, í Stapa í kvöld og Hvoli annaökvöld. Sætaferöir frá B.S.Í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.