Morgunblaðið - 24.08.1980, Page 1
Sunnudagur
24. ágúst
fMttgtittfritafeife
Bls. 33—64
Síöustu ábúendur aö Horni, Hornvík, Hornströndum:
Texti og myndir: Fríöa Proppé
Fóru aldrei til sængur nema
byssan væri við rumstokkinn
Þau hjón Þorkell ojf Hulda. Á vfkinni má sjá trilluna tfóðu, Fák ÍS 5. Hinum megin við víkina sér í Rekavik bak Höfn.
ið lifðum i
eitt ár á þvi
sem náttúr-
an gaf af
sér, einu ut-
anaðkomandi aðföngin voru
rúgmjöl, hveiti o.þ.h. Undir
vorið var aðeins súrmatur og
smávegis af saltfiski eftir. Ég
man enn óbragðið i munni
mér, ég gat alls ekki haldið
þessari einhliða fæðu niðri
lengur. Ég skil líka vel nú,
hversu móður minni leið illa,
vitandi af okkur hér aleinum
og mér bálóléttri, aðeins 17
ára gamalli. — Siðari hluta
vetrar var hafis landfastur.
Við fórum aldrei til sængur,
án þess að fullvissa okkur um
að byssan væri fullhlaðin við
rúmstokkinn. Við óttuðumst
komu vágestins, isbjarnar-
ins.“
Sú sem þetta mælir er Hulda
Eggertsdóttir frá Bolungarvík,
en hún og eiginmaður hennar,
Þorkell Sigmundsson, voru síð-
ustu ábúendur í Hornvík, nyrzt
á Hornströndum. Þau bjuggu
þar aiein í eitt ár, 1951—52, en
það var nokkrum árum eftir að
allir fyrrverandi ábúendur í
þessari afskekktu vík höfðu
flutzt á brott. Einu beinu
tengsl þeirra við siðmenntaðan
heim voru í gegnum rafhlöðu-
útvarpstæki, því ekkert var
rafmagnið og aðeins einn
lampi á heimilinu til birtugjaf-
ar á köldum og myrkum vetr-
arkvöldum. Hulda, gekk ekki
kona einsömul þennan vetur og
fæddist þeim hjónum sonur um
vorið, rúmum mánuði fyrir
áætlaðan tíma. Kynding íveru-
staðarins var frá eldavél, sem
hituð var upp með rekavið.
Morgunblaðið hitti þau hjón
í Frímannshúsi að Horni í lok
júlímánaðar sl., en þau bjuggu
einmitt í því sama húsi þetta
ár fyrir tæpum 30 árum. Húsið
keyptu þau af Hallfríði, dóttur
Frímanns Haraldssonar, en
hann byggði það sjálfur árið
1935 af stórhug miðað við þann
tíma. Frímann var sonur Har-
aldar Stígssonar, en hann var
sonur athafnamannsins og
listasmiðsins Stígs Stígssonar,
sem oftast var nefndur Stígur
á Horni. Síðustu ábúendur að
Horni, áður en Hulda og Þor-
kell komu þangað, voru Stigur,
bróðir Frímanns og fjölskylda
hans, en þau bjuggu í svo-
nefndu Stígshúsi, sem er við
hlið Frímannshúss. Stígur
Haraldsson og fjölskylda hans
fluttu frá Horni 1946.
Hulda og Þorkell dvelja nú í
Frímannshúsi eins oft og þau
geta, þó mest á sumrin af
skiljanlegum ástæðum, og
segja þau, að dvölin þar gefi
þeim meira en nokkur utan-
landsferð. „Við förum miklu
fremur hingað en til Spánar."
Trúði þessu
ekki
— En hver var ástæðan
fyrir þessari ársdvöl ykkar
hér?
„Við vorum ástfangin, — var
nákvæmlega sama hvar við
vorum niðurkomin og við átt-
um okkar drauma," sagði
Hulda. Það hummaði eitthvað í
Þorkeli — þó var tónninn ekki
óánægjulegur, og Hulda hélt
áfram: „Þá var þetta einnig
hálfgert veðmál. Við höfðum
haft á orði, að okkur langaði að
búa í víkinni, og látið að því
liggja að við myndum gera
alvöru úr því, þó byggð hefði
lagzt hér niður. Bróðir Þorkels
trúði þessu ekki, þ.e. að við
myndum nokkru sinni gera
alvöru úr þessu og hann sagði
einhverju sinni við mig, að ef
við færum að búa að Horni
mætti ég velja mér failegustu
gimbrina hans. — Það gerði ég
þegar að því kom, og ég valdi
þá beztu.“
Þorkell rifjar upp sem með
sjálfum sér: „Við höfðum í
búinu þetta ár eina kú, — kött
og fimmtán rollur, og fengum
25 lömb um vorið," og segir
síðan ákveðið, eins og hann
þurfi að sannfæra viðmælanda
sinn: „Hér á Hornströndum er
í reynd gott að búa, sannkölluð
matarkista, og búpeningur —
alla vega rollur — hefur ætíð
fengið æti úti við allt árið um
kring, það gerir fjörubeitin.
Þegar við vorum hér veiddum
við fugl, ég fór niður á hand-
vaði í bjargið. — Nei, ég var
aldrei fyglingur hér áður fyrr,
enda of ungur þá til slíkra
verka. Við tókum einnig mikið
af eggjum, sem við súrsuðum.
— Þá fengum við fisk úr sjó —
já, af nægu er að taka“ — og
Hulda hélt áfram: „Við söfnuð-
um líka svartfuglsfiðri í sæng-
ur handa okkur báðum, það
þurfti fiður af um 150 fuglum í
hvora sæng. Við hefðum getað
nýtt betur. í gamla daga
þurfti allt að nýta á stórum
heimilum og voru þá hjörtu og
lifur og jafnvel hausarnir af
fuglinum notað til fæðu, en það
er önnur saga.“
Átti barnið
mánuði fyrir
tímann
— Funduð þig ekki fyrir
einmanaleika — og hvernig
gátuð þig látið vita af ykkur?
„Einmana, nei alls ekki —
Þetta var erfitt en ágætt,"
svöruðu þau til. Þau sögðust
hafa farið reglulega að Horn-
bjargsvita í Látravík til að láta
vita af sér, en þaðan var
samband við umheiminn. „Það
voru oft erfiðar og seinfarnar
ferðir að vetrarlagi, við fórum
á skíðum. í brekkunum varð
Þorkell stundum að skríða á
undan með skíðin á hjarninu
og koma síðan til baka og
hjálpa mér. Mamma var orðin
svo taugaveikluð út af okkur
um vorið, að ég fékk þau
skilaboð frá henni, þegar ég
átti eftir tvo mánuði af með-
göngutímanum, að ef ég kæmi
mér ekki strax til byggða
myndi hún láta ná í mig með
valdi. Ég ætlaði mér ekki að
fara fyrr en að mánuði liðnum,
en lét þetta eftir henni til að
róa hana, — já, og vissi
SJÁ NÆSTU SÍÐU
„Ottudumst komu „Vorum hér alein, „Vorum ástfangin
vágestsins — ég 17 ára og nákvæmlega sama
ísbjarnarins“ og bálólétt“ hvar við vorum“