Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur
21. sept. 1980
Jlforgpttifyfafrífe
Bls. 45-76
ægt að spara 7 þús-
und milljónir kr. á ári
Pað væri hægt að spara sjö þúsund
milljónir á ári ef verslunin í landinu mætti
taka 10% afslátt frá seljanda inn í vöruverðs-
útreikning. Þetta kom fram hjá Einari Birni,
formanni Félags íslenskra stórkaupmanna í
umræðuþætti sem sjónvarpað var í beinni útsend-
ingu 19. ágúst síðastliðinn undir nafninu „Hvernig
myndast vöruverð?" í þessum þætti var leitast við
að útskýra með ýmsum hætti hvernig stendur á
hinu síhækkandi vöruverði í landinu. Þarna komu
fram markverðar upplýsingar sem hinn almenni
neytandi og skattgreiðandi áttar sig allajafna ekki á
og sýnt var fram á með töflum svo ekki varð um
villst hver þáttur ríkisins er í verðlaginu. Þar sem
þetta er mál sem varðar alla landsmenn og einatt er
erfitt að átta sig á töflum sem birtast svipstund á
sjónvarpsskermi, sneri Morgunblaðið sér til
fjögurra þátttakenda umræðuþáttarins og bað þá að
greina frá því helsta með þar kom fram. Þeir eru, auk
Einars Birnis, Gunnar Snorrason formaður Kaup-
mannasamtaka íslands, Ólafur Sverrisson kaup-
félagsstjóri og Víglundur Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri, sem var fulltrúi iðnaðarins. Aðrir
þátttakendur voru Inga Jóna Þórðardóttir blaða-
maður sem bar fram spurningar fyrir hönd hins
almenna neytanda og Jón Hákon Magnússon
framkvæmdastjóri, sem stýrði umræðunum.
HVERNIG MYNDAST
II
VORUVERÐ?
„Ég hyKg raunar að þessi tala sé nokkuð hærri en vil fara gætilega
í slíkum útreikninjíumsagði Einar Birr.ir, þegar Mbl. spurði hann
um sjö milijarðana áðurnefndu og bað um nánari útskýringar. „Ef
undanskiiin eru skip, flugvélar, ál og olía, nam heildarinnflutningur
til lslands á síðasta ári. 1979, 216 milljörðum króna,“ sagði Einar. „Af
þeim innflutningi má varlega áætla. að 'A fengist með meðalafslætti
10%, það er 72 milljarðar eða lækkun innflutningsverðs um 7,2
milljarða. betta þýðir jafnframt lækkun vöruverðs til neytenda á
hátollavöru allt að 6% eða 4 milljarðar 320 milljónir, — um leið og
verslunin héldi að minnsta kosti sínu.“
Einar sýndi eftirfarandi dæmi um hvernig samsvarandi tölur gætu
orðið af lágtollavöru:
Lækkun innflutningsverðs kr. 7.200.000.000
3,5% lækkun til neytenda kr. 2.520.000.000
Eða samkvæmt fyrra dæminu:
Sparn. per einstakling ca: 20.000 á ári
Sparn. á þriggja manna f jölsk. ca: 60.000 á ári
Sparnaður á vísitöluf jölsk. (5) ca: 100.000 á ári
Samkv. seinna dæminu:
Sparn. per mann ca: 12.000 á ári
Sparn. á þriggja manna f jölsk. ca: 36.000 á ári
Sparn. á vísitöluf jölsk. (5)ca: 60.000 á ári
„Og þetta var fyrir árið 1979, en samkvæmt upplýsingum
Seðlabanka Islands er meðaltalsgengissig ísl. krónu gagnvart öðrum
myntum fyrstu 6 mánuði 1980 20%,“ sagði Einar.
Áhrif
gengisbreytinga
á vöruverd
Það er afar mismunandi hvað
vegur þyngst í vöruverði og breyt-
ingum á því, að sögn Einars og
nefndi hann sem dæmi, breytingar
á gengi og breytingar á flutnings-
gjaldi. Segja mætti, að stærstu
verðbreytingar innfluttrar vöru á
tímabilinu 1. janúar til 31. júlí í ár
væri vegna gengisbreytinga, þar
sem fyrstu sex mánuðina hefði
meðalgengissigið verið 20%. Hann
sýndi meðfylgjandi töflur, þessu
til staðfestingar, sem sýna lækkun
gengis íslensku krónunnar um
rúm 33% annarsvegar og um tæp
30% hinsvegar og hækkun vöru-
verðs á sama tíma (fyrstu sjö
mánuði þessa árs) um 28% (sa.lt)
og 24% (sjónvarp).
— En hvað með samsetningu
vöruverðsins?
„Já, það er annað dæmi um
afflutning á málefnum verslunar-
innar. Hér sjá menn fyrir sér,
þegar þeir eru með vöruverð til
neytenda í huga: erlent innkaups-
Einar Birnir, formaður Félags
íslenskra stórkaupmanna.
verð plús álagningu heildsala og
smásala. Þeir gleyma flutnings-
kostnaði (flutningsverslun skipa-
og flugfélaganna), þar sem fragtir
fylgja gengi auk „venjulegra"
verðlagshækkana, tryggingum
(trygginvaverslun), bankakostnaði
(vöxtum og fleiru) (Peningaversl-
un) og síðast en ekki síst ríkis(-
samfélagslálögunum, sem eru toll-
ur og önnur innflutningsgjöld og
söluskattur.
Tafla 1 er gott dæmi um „lág-
tollavöru" þar sem tollur er „að-
eins“ 13% og þar sem hlutfall
verðs og þungavöru er mjög
óhagstætt. Flutningsgjaldið er
þannig nærri jafnhátt tollinum,
en hvorttveggja hærra en banka-
kostnaður og heildsöluálagning til
samans, tollurinn meira en helm-
ingi hærri en sú álagning og
flutningsgjaldið nærri tvisvar
sinnum heildsöluálagningin.
Tafla 2 er hins vegar prýðilegt
dæmi um „hátollavöru" þar sem
tollurinn einn er nærri þriðjungur
verðs (30%), en hagstætt flutn-
ingsgjald, bankakostnaður, sér-
stakt ábyrgðargjald og heilsdölu-
og smásöluálagningin allt saman
26%, — sem sagt lægra en tollur-
inn einn. Söluskattur nær 20%
einn sér og þá er dæmið svona:
Illutur erlenda seljandans V*
hlutur ríkisins Vi
hlutur allra annarra 'A
SJÁ NÆSTU SÍÐU