Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 67 Hetjur íólksins og átrúnaðargoð hafa hvert á eftir öðru hrunið af stalli og orðið að skrýmslum og glæpamönnum. (SJÁ: Villigötur) ÚR HEIMI VÍSINDANNA—— Hinn dularfulli dauð- dagi atómfræðinganna Ekki alls fyrir löngu var egypzk- ur kjarnorkuvísindamaður ráð- inn til starfa hjá Kjarnorku- málanefndinni i írak. Margir fyrri starfsbræður hans renndu til hans öfundaraugum, þvi að starf hans við kjarnorkurann- sóknir í íran virtist mjög eftir- sóknarvert, enda hefur þeim fleygt verulega fram að undan- förnu. í annan stað sáu margir ofsjónum yfir þvi, hvað hann — dr. Yahiaya Mashad — myndi bera úr býtum fyrir störf sín, en laun hans voru átta sinnum hærri en laun starfsbræðra hans í Egyptalandi. En öfundin hvarf eins og dögg fyrir sólu i júlí sl., þvi að þá fannst Meshad myrtur á hóteli í París. í egypzkum kjarnorku- rannsóknarmiðstöðinni i Inchas, skammt frá Kairó, þar sem Meshad starfaði áður, hafa menn Það er hægt að bíða heilsutjón - fyrir fæðingu Ef konur reykja á meðgöngu- tíma getur það heft andlegan þroska barna þeirra allt að 16 ára aldri að þvi er fram kemur i rannsókn opinberrar stofnunar i Bretlandi, er lætur sig varða mál- efni barna. Niðurstöður þessar eru byggðar á könnun, er gerð hefur verið á 15.000 börnum, sem fæddust fyrstu viku marzmánaðar 1958. Könnunin var viðamikil og tók langan tíma og kemur þar í fyrsta sinn fram, að reykingar mæðra á meðgöngutíma geti haft svo langvarandi áhrif á þroska barnanna eða þroskaleysi. Það er þegar viðurkennt að nýfædd bðrn reykingarkvenna eru almennt léttari en gengur og gerist, og þá hefur það einnig komið fram, að áhrif reykinga á meðgöngutíma geta hamlað líkamlegum þroska barnsins allt að 11 ára aldri. Við rannsóknirnar var tekið mið af ýmsum öðrum þáttum, sem geta haft áhrif á þroska barnanna, og námsgetu þeirra, svo sem þjóðfé- lagsstétt mæðranna, aldur þeirra og leitt ýmsum getum að því, hvers vegna hann var ráðinn af dögum. Hallast menn helzt að þvi, að þar hafi ísraelskir njósnarar verið að verki eftir að hafa komizt á snoðir um rannsóknir hans í írak, ellegar að írakar sjálfir hafi stytt honum aldur vegna þess að hann hafi búið yfir of mikilli vitneskju um kjarnorku- áform þeirra. írakar hafa selt olíu til Vestur- landa og fengið í skiptum mikils- verðar upplýsingar varðandi þróun kjarnorkuvopna. Einkum hafa Frakkar látið þeim slíka vitneskju í té. Sérfræðingar telja, að fyrir bragðið muni Irakar geta komið sér upp kjarnorkuvopnum innan fárra ára. Meshad hafði einmitt verið í samningamakki við Frakka, þegar hann var ráðinn af dögum í París, rétt áður en hann ætlaði að fara aftur til Bagdad. hæð. Börn kvenna, sem reyktu 10 sígarettur á dag eða meira eftir fjórða mánuð meðgöngu skiluðu lakari úrlausnum úr verkefnum í ensku og stærðfræði, sem fyrrnefnd stofnun lét leggja fyrir, heldur en börn kvenna, sem ekki reyktu. Jafnvel börn kvenna, sem dregið höfðu úr reykingum á meðgöngu- tíma reyndust almennt slakara námsfólk en börn kvenna, sem reyktu ekki. — Penny Charlton. Yfirmenn hótelsins létu brjóta upp hurðina að herbergi hans, þar sem hann kom ekki fram á tilsettum tíma. Hafði hann greini- lega verið barinn til bana. Ekki hafði verið snert við eigum hans og fé hans var óhreyft. Rennir það stoðum undir hugmyndir um, að hann hafi verið myrtur af póli- tískum ástæðum. Meshad er ekki fyrsti eygypzki vísindamaðurinn sem ferst með dularfullum hætti. Árið 1952 fórst dr. Samira Moussa kjarnorku- efnafræðingur í bílslysi í Banda- ríkjunum. Egypzkur starfsfélagi hennar hafði verið með henni í bílnum en var hvergi nærri þegar komið var á slysstað, og hefur síðan hvorki sézt tangur né tetur af honum. Árið 1975 var dr. Nabil el Kaleeny kjarnorkuverkfræðingur á ferð í Prag og hvarf þar með dularfullum hætti. Hringt var til hans, og hann fór út eftir að hafa talað stuttlega í símann, en ekkert hefur síðan til hans spurzt. Hann er nú talinn látinn og yfirvöld í Tékkóslóvakíu hafa lýst yfir því, að þau geti á engan hátt skýrt hvarf hans. Vísindamenn í Egyptalandi hafa vaxandi grunsemdir um, að dauði þessara þriggja félaga þeirra tengist á einhvern hátt starfi þeirra við þróun kjarnorku- vopna. Reynist þessar grunsemdir á rökum reistar, er ekki úr vegi að búast við því, að nokkrir aðrir geti farið sömu leið. A.m.k. 200 egypzkir kjarnorku- vísindamenn starfa í öðrum ar- abaríkjum. Flestir eru þeir í hinum oliuauðugu ríkjum Irak og Líbýu, en Khaddafi þjóðarleiðtogi í Líbýu hefur aldrei farið í laun- kofa með þá löngun sína að komast yfir kjarnorkuvopn, hvað sem það kostar. - SHYAM BHATIA. REYKINGAR Dagblað alþýðunnar segir, að þetta unga, vonsvikna fólk reyni oftast að forða sér frá örvænt- ingu með því að „afla sér efnis- legrar ánægju," eins og komizt er að orði. Fréttir berast hvaðan- æva að af ólifnaði og svalli æskufólks, sem gengur algerlega fram af dæmigerðum Kínverjum, — hófsömum og ráðsettum. Embættismaður kommúnista- flokksins í Hengzhou hefur birt opin bréf til ungmenna í Sjang- hai, þar sem hann fer þess á leit, að þau og aðrir, sem koma til hins fræga og fagra útivistar- svæðis við Vesturvatn í borg hans, sýni betri hegðun og um- gengni en að undanförnu. „Ég sá ungt fólk niðri við vatnið og það talaði á Sjangbai- mállýzku. Þau voru í furðu'ígum fötum,“ segir hann í miklum hneykslistón. Sum pörin ' ysstust upp við trén og önnur voru í faðmlögum á bekkjum. Hegðun þeirra var viðurstyggileg og spillti ánægju annarra, sem þarna voru.“ Útvarpið í Jilim skýrði nýlega frá nýrri tegund af dansæði sem gripið hefði um sig. Nokkrir verkamenn hefðu verið leiddir fyrir rétt fyrir að hafa boðið fólki aðgang að ósiðsamlegum dansleik. Eftir því sem útvarpið segir buðu hinir ákærðu eða „tældu" 43 verkamenn inn á ólöglegan dansleik. Dansleikurinn var haldinn í lítilli herbergiskytru og þar var leikin „úrkynjuð" tónlist af snældum. Þegar ballið var búið „blönduðust þátttakendurn- ir og sváfu allir saman í kytr- unni, „að því er sagði í fréttinni. Henni lauk svo með þessum orðum: „Þessi svokallaði fjöl- skyldudans er engan veginn við- hlítandi tómstundagaman fyrir fjöldann." Samkvæmt háværum kröfum almennings hefur dans þessi verið bannaður með lögum og dansararnir hafa verið „gagn- rýndir og leiddir frá villu síns vegar." - JONATHAN MITSKY. __Kjöt skrokkar Hálfir nautaskrokkar 1 fl. UN I verö innifalið úrbeining, pökkun og merking 2.689, Nautalæri 1. fl. UN I verö innifalið úrbeining, pökkun og merking. 3.450.- Nautaframpartar 1 fl. UNI verö innifalið úrbeining, pökkun og merking. 2.094.- Hálfir nautaskrokkar O OQII 2. fl. gæðaflokkur UN II verö fcaOOUa innifalið úrbeining, pökkun og merking. Nautalæri 2 fl. gæöaflokkur UN II verð innifaiiö úrbeining, pökkun og merking. 3.030.- Nautaframpartur 4 QCQ 2 fl. gæðaflokkur UN II verð IiOvOj innifaliö úrbeining, pökkun og merking. UN I er ungnautakjöt í 1. gæöaflokki, stærð 55—90 kg á hálfan skrokk. UN II er ungnautakjöt í 2. gæðaflokki, sværð 40—55 kg á hálfan skrokk. j l Ef kjötskrokkar eru teknir í heilu, óunnir, er veröið 300 kr. ódýrari pr. kg. Hálfir svínaskrokkar tilbúnir í frystirinn verö Innifalin úrbeining, pökkun og merking 2.830, 10 kg nautahakk, tilboðsverð aöeins 3.200.- Skráö verö 5.724.- 10 kg. folaldahakk tilboðsverð aöeins 1.100.- Opið föstudaga frá kl. 7—7 og laugardaga frá kl. 7—12. Scs^^ro^o[a)@TrtSfea[Rí] Laugalæk2, sími 86511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.