Morgunblaðið - 21.09.1980, Side 22

Morgunblaðið - 21.09.1980, Side 22
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Gamla fólkinu borgað fyrir búferlaflutninga Eyðimerkurrefurinn, Erwin Rommel marskálkur, var frægur fyrir að leika óvænta leiki, eins og þeir vita manna best, sem börðust í Norður-Aíríku í síðari heimsstyrjoldinni. Nú hefur einkasonur hans, Manfred Rommel, borgarstjóri í Stutt- gart. sýnt og sannað að hann er enginn eftirbátur pápa gamla i þessum efnum. Vegna mikilla húsnæðisvand- ræða í Stuttgart kom Manfred með þá frumlegu hugmynd, að borgin keypti gamalt fólk, sem byggi eitt, út úr allt of stórum íbúðum og sæi því fyrir góðri vist á elliheimili. í Vestur-Þýzkalandi öllu er talið að húsnæðisskorturinn nemi einni milljón ibúða, og í Stuttgart, sem er þó betur sett en margar aðrar borgir, eru „aðeins" 4000 fjöl- skyldur á biðlista hjá borginni. Rommel borgarstjóri, sem kennir pólitíkusum á borð við hann sjálf- an um húsnæðisskortinn, telur að með „flutningspeningunum" megi bæta úr sárustu neyðinni þar til fleiri íbúðir hafa verið byggðar. Gamalt fólk, sem hefur áhuga á „flutningspeningunum" hans Manfreds, fær greiddar 29 þús. króna fyrir hvern rúmmetra og mest hálfa aðra milljón ef það flyzt úr húsnæðinu og leigir það fjölskyldum, sem eru á götunni. Rommel kennir skammsýnum pólitíkusum um ástandið, sem hann segir að hafi ekki séð fyrir afleiðingar „fæðingasprengjunn- ar“ á sjöunda áratugnum og auk- ins fjölda útlendinga í landinu. Hann kennir einnig um húsaleigu- lögum jafnaðarmanna, sem hafi valdið því, að nú hafi enginn áhuga á að fjárfesta í öðru húsnæði en sínu eigin. Fyrir sjö árum voru meira en 700.000 íbúðir byggðar árlega en árið 1978 var talan komin niður í 135.000. Afleiðingin er sú, að nú eru hundruð þúsunda fjölskyldna á biðlista eftir húsnæði á vegum hins opinbera. ROMABORGl Mengunin er að tortíma fortíðinni Sumar fegurstu marmarastytt- urnar og minnismerkin i Róm eru nú horfnar sjónum manna. Þær standa að vísu enn á sínum stalli en hafa verið sveipaðar grænum dúk. sem á að verja þær fyrir menguninni. sem er á góðri leið með að breyta þeim í ryk- hrúgu. Embættismenn borgarinnar segja, að Konstantínusarboginn, Trajanussúlan, boginn, sem kenndur er við Septimus Severus, og önnur merk minnismerki verði a.m.k. að nokkru leyti falin undir Prósentu- reikningur sem púður er í Atvinnuleysi er mikið í Bret- landi um þessar mundir. Hefur það ekki sízt bitnað á ungu fólki. sem lokið hefur grunnskólanámi án þess að tileinka sér sérnám. Nú hafa opinberir aðilar beitt sér fyrir heils- og hálfsdags nám- skeiðum. þar sem þetta unga fólk er þjálfað til þátttöku i atvinnu lífinu. og hefur aðsókn að nám- skeiðunum farið vaxandi undan- farin tv<> ár. Þau eru miðuð við 16 ára unglinga, sem hafa mjög takmark- aðan undirbúning eða nánast eng- an. Er ljóst, að þetta unga fólk, sem hefur enga möguleika á að fá atvinnu, er í vaxandi mæii farið að koma auga á gildi þess að hljóta menntun, sem gerir það gjald- gengt úti á vinnumarkaðnum, og er þar bæði átt við bóklega menntun og verklega. Nú liggja fyrir tölur um það, að 78% þeirra 3 þúsund ungmenna, sem lögðu stund á slíkt framhaldsnám á þessu ári hefur tekizt að fá vinnu. Ein af skipuleggjendum þessara dúknum þar til borgin hefur aflað sér fjár — og þekkingar — til að verja þau frá frekari skemmdum. Fíngerðar andlitsmyndirnar á Konstantínusarboganum, sem reistur var árið 315 e. Kr., eru mjög illa farnar, nef, augu og kinnar hfa bókstaflega horfið í menguninni sl. tuttugu ár. Trajan- ussúlan er einnig í mikilli hættu. Lágmyndirnar, sem sýna sigra Trajanusar keisara, eru máðar og molnaðar og andlit og hjálmar margra hermannanna horfin með öllu. Sökudólgurinn, sem þessu veld- ur, er „súr rigning". Brennisteinn- inn í útblæstri bifreiða blandast rigningarvatninu og myndar veika brennisteinssýru, sem étur sig inn námskeiða, Diane Garrard, sagði nýlega í blaðaviðtali: — Þeim unglingum fer fjölgandi, sem taka heils dags námskeið hjá okkur, og það gefur m.a. vísbendingu um, að þeir taka námið mjög alvarlega. Margir af þessum unglingum voru haldnir skólaleiða og sáu engan tilgang í því að reikna út prósent- ur og brotabrot í skólanum. Aftur á móti gengur þeim vel við sams konar nám á námskeiðunum, þeg- ar reynt er að setja það í hagnýtt samhengi. Unglingarnir eru m.a. látnir kanna, hvernig þeir geti eignazt plötuspilara á sem auðveldastan hátt, hvernig bezt sé að taka lán, og hvernig þeir geti hagnýtt sér ýmis sértilboð. Þegar dæmið er sett þannig upp, sjá þeir ákveðinn tilgang í því að reikna út prósent- ur og brot og gera það af miklum áhuga. Þá hafa nemendurnir fengið hálfsmánaðar þjálfunarnámskeið hjá fyrirtækjum og hafa atvinnu- rekendur verið einkar fúsir til samstarfs. Fyrir bragðið hafa unglingarnir öðlast hagnýta re.vnslu og ef til vill fengið mögu- leika á áframhaldandi starfi við fyrirtækin. - DENNIS BARK- ER. í marmarann og mylur hann niður. Vinnupallarnir og dúkurinn koma að vísu ekki í veg fyrir mengunina en draga þó nokkuð úr henni með því að skýla styttunum fyrir veðri og vindum. Adriano La Regina, sem hefur yfirumsjón með fornminjum Rómaborgar, hefur beðið þingið um rúma 107 milljarða króna til að hreinsa stytturnar, skrá þær og stemma stigu við frekari skemmd- um með því að húða þær verjandi efnum. Á mesta umferðartímanum í miðborg Rómar er kolsýringurinn 500 hlutar af milljón, sem er átta sinnum meira en talið er skað- laust fyrir menn og fyrir listaverk úr steini og málmi. Þeir, sem áhugasamir eru um verndun gam- alla minja, leita ýmissa leiða til að bjarga styttunum, en sérfræð- ingar segja, að enn sé allt á tilraunastigi og t.d. þurfi að endurnýja plasthúðunina árlega. Sumir sérfræðinganna spá því, að stytturnar og minnismerkin verði undir tjaldi í áratug eða tvo en La Regina vonar, að það verði ekki nema í fimm ár. Hann segir hins vegar, að ef ekkert verði að gert muni þessi minnismerki róm- verskrar hámenningar verða fokin út í veður og vind um næstu aldamót. — Clara Hemphill FRÆOSLUMÁL „Endurhæfing“ — Hátt 1 sautján þúsund „slæpingjar“ af báðum kynjum voru nýverið handteknir i Suður-Kóreu og sendir i betrunarvist undir umsjá hersins. Á þessari AP-mynd frá einum búðanna gera fangarnir svokallaðar likamsæfingar. ARFTAKI PARKS| Chun er síst betri en Park Margir hafa illan bifur á Chun Doo Hwan hershöfðingja. sem nýlega hefur tekið við forsetatign i Suður-Kóreu. Hann þykist vera hlynntur nýrri stjórnarskrá fyrir ríkið, þar sem kveðið er á um, að forseti sitji ekki lengur að völdum en um 7 ára skeið, en margir sérfræðingar telja hins vegar, að hans heitasta ósk sé að verða lifstiðarforseti. Chun var tiltölulega lítt þekkt- ur, þegar hann varð forseti 10 mánuðum eftir morðið á Park Chung Hee, sem var lærifaðir hans og fyrirmynd. Þeir fáu útlendingar, sem hitt hafa hann að máli eftir að hann varð þjóðhöfðingi, hafa einkum veitt eftirtekt hégómagirnd hans og valdagræðgi. Sl. vor efndu stúdentar til mikilla mótmælaaðgerða gegn honum. Þegar þær stóðu sem hæst lét hann auka vald herlaga- stjórnarinnar, sem mynduð var eftir morðið á Park, og nær það nú um gervallt landið. Hann fyrirskipaði handtökur á svo til öilum andstæðingum sínum. í þeirra hópi voru ýmsir af nán- ustu vinum Parks og helztu leiðtogar stjórnarandstöðunnar. Við fyrrgreindar mótmælaað- gerðir lék Chun illilega á stúd- enta, að því er fullvíst þykir. Hann mun hafa fyrirskipað her og lögreglu að aðhafast ekkert gegn þeim, þannig að þeir settu allt á annan endann á strætum og torgum. Þegar leikurinn stóð sem hæst, var mikið lögreglulið kvatt á vettvang, og beitti það pipargasi gegn mótmælaseggjun- um. Bandaríkjamaður, sem stundað hefur kennslu við há- skóla í Suður Kóreu frá árinu 1953, segir að með þessu móti hafi Chung viljað réttlæta að- gerðir sínar. — Stúdentaleiðtog- ar gera sér nú ljóst, að þeir hafi gengið í gildruna, segir hann. Háskólarnir hafa verið lokaðir frá því að mótmælaaðgerðirnar hófust, en nú telur Chun sig svo öruggan um sinn hag, að hann hefur ákveðið, að kennsla skuli hefjast að nýju. Hins vegar hefur það verið brýnt mjög fyrir kenn- urum og nemendum, að þeir verði tafarlaust teknir höndum, ef þeir svo mikið sem ræði um pólitískar mótmælaaðgerðir. Herlagastjórnin hefur látið handtaka þúsundir andófsmanna og margir þeirra hafa sætt pynd- ingum. Þá hafa hundruð kennara og blaðamanna verið neyddir til að láta af störfum, og bönnuð hefur verið útgáfa um 200 blaða og tímarita. - DONALD KIRK VILLIGÖTURj Þeir hafa líka sín Hallæris- plön í Kínaveldi Dagblöð í Kina eru yfirleitt mjög alvöruþrungin og þar hef- ur að undanförnu mátt lesa greinar, fullar vanþóknunar um unglingaskril í níðþröngum föt- um i faðmlögum á almannafæri, og um aðra, sem brugðu sér á hjólaskauta og dönsuðu á spit- alagöngum „eins og glæpa- menn“. Og í Kína fer nú fram almenn umraða um, hvernig megi veita villuráfandi æsku landsins lífsfyllingu. I nýútkomnu hefti af ritinu Fréttir af kínverskri æsku birt- ust játningar 23ja ára gamallar konu, Pan Xiao að nafni, og hafa borizt tugþúsundir bréfa frá fólki, sem vill láta í ljósi álit á því, sem hún hefur fram að færa. Það er raunar harla dapurlegt, því að hún segir, að fyrir sér hafi lífið glatað allri þýðingu, þokka og dulúð. Sem barn kveðst hún hafa lagt sig í líma við að byggja upp framtíð kommúnismans, en í umróti menningarbyltingarinnar hafi hún glatað allri von. Dagblöðin hafa einnig fjallað um örvæntingu og vonleysi æskufólks. Dagblað alþýðunnar segir að æskan hafi mátt þola gríðarlegar þjáningar í menning- arbyltingunni. Hugmyndir henn- ar um kommúnismann og fram- tíð Kínverja biðu hastarlegt skipbrot á þessum róstursama áratug (1966-1976). Blaðið fullyrðir, að margt fólk hafi gefið upp alla von. Hetjur þess og átrúnaðargoð hafi hvert á eftir öðru hrunið af stalli og orðið að skrýmslum og glæpa- mönnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.