Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 2
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Verslun hóg- værasti aðilinn í kröfugerð Á þessu má raunar sjá, að verslunin er langhógværasti aðil- inn í kröfugerð — það er að segja, gerir lægstar kaupkröfur," sagði Einar Birnir. Loks skilgreindi Einar vöruverð með eftirfarandi hætti: „Vöruverð er samtala þeirra verðmæta í efni og launum sem í vöruna hefur verið lagt þann dag og á þeim stað þar sem varan er ?eld“. — Utlendingar fá sín verðmæti (kaup) í útflutningsverðinu. — Ríkið tekur sitt kaup vegna samfélagsins! (tollar og söluskatt- ur). — Flutningsaðilar, tryggingafé- lög og bankar taka sínar þóknanir (kaup). — Verslunin fær álagningu (kaup), en handa hverjum? a) Einstaklingnum sem heitir fyrirtæki og greiðir húsaleigu, rafmagn, hita og skatta. Þarf sem sagt eins og aðrir einstaklingar að fæða sig og klæða, greiða skatta og skyldur, viðhaida áhöldum og tækjum og síðast en ekki síst að eiga lager (og ef vel ætti að vera eitthvað fyrir áföllum ef þau ber að hendi). b) Af ofanskráðu er ýmiss kostnaður (greiðsla launa og efn- is) til annarra fyrir annarra vöru og vinnu annarra einstaklinga eða fyrirtækja. c) Laun einstaklinganna sem hjá einstaklingnum fyrirtæki vinna. Það verður ekki framhjá því litið, að það þurfa allir að fá brúkleg laun til að geta lifað sómasamlegu lífi, — einstakling- urinn fyrirtæki, ekki síður en aðrir,“ sagði Einar Birnir, formað- ur Félags íslenskra stórkaup- manna. Tafla I — Lágtollavara Borðsalt 500 gr. Tollur vörugj. og önnur aöfl.gj. 13,7% Gengi 28.12. ’79 £ — 881.70 Hækkun á £ 33,36% 1. Innkaupsv. erl. 2. Tollur vörugj. önnur aöfl.gj. 3. Flutn.gj. vátr. uppsk. akst. o.fl. 4. Bankakostn. og vextir 5. Heildsöluálagning 6. Smásöluálagning Hækkun 28,3% Gengi 7.8. ’80 £ — 1175.39 127 45 38 9 20 90 329 38,6% 13,7% 11,6% 2,7% 6,1% 27,3% 100,0% 169 60 40 12 26 115 422 40,0% 14,2% 9,5% 2,8% 6,2% 27,3% 100,0% Tafla II — Hátollavara Sjónvarp. Tollur, vörugj. og önnur aðfl.gj. 31% Gengi 28.12. ’79 Gengi 7.8. '80 us $ 395.40 US $ 495.60 Hœkkun á $ 25,34 1. Innkaups. erl. 169.600 24,7% 212.594 24,9% 2. Tollur vörugj. o.fl. 210.504 30,6% 263.595 30,8% 3. Flutn.gj. vátr. o.fl. 13.568 2,0% 14.000 1,6% 4. Bankakostn. & vextir 20.352 3,0% 25.350 3,0% 5. Ábyrgðar & þjónustugj. 47.488 6,9% 59.160 6,9% 6. Heildsöluálagn. 33.920 4,9% 42.260 4,9% 7. Smásöluálagn. 61.056 8,9% 76.070 8,9% 8. Söluskattur 130.728 19,0% 162.862 19,0% Hækkun 24,6% 687.016 100,0% 855.891 100,0% „Síður en svo að ríkisvaldið dragi úr óréttlætinu44 „Það er mikið óréttlæti sem dreifbýlið býr við vegna þess hvað flutningskostnaður frá Reykjavík er hár, sem þýðir hærra vöruverð úti á landi heldur en á Reykjavíkursvæðinu,“ sagði Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri í Borgarnesi. Hann sýndi meðfylgjandi töflu þessu til staðfestingar. Smásöluverðsútreikningur Vara án söluskatts Slotts tómatsósa heildsöluverð Flutningsgjald 0.600 kg Trygging 1% Smásöluálagning 38% Smásöluverö Verðmismunur miðað við Reykjavík Vara með söluskatti C-11 þvottaefni heildsöluverð Flutningsgjald 0.788 kg Trygging 1% Smásöluálagning 30% Söluskattur 23,5% Útsöluverð með söluskatti Verðmismunur miðað við Reykjavík „Það er síður en svo að ríkis- valdið dragi úr óréttlætinu," sagði Ólafur, „því það innheimtir sölu- skatt af flutningsgjaldinu út á landi þegar um söluskattskylda vöru er að ræða. Það eitt hækkar vöruverðið oft um eitt til tvö prósent eftir því um hvers konar vöru er að ræða, og því hversu flutningsgjaldið er hátt, sem fer auðvitað eftir vegalengdum." Meiri reksturs- kostnadur Auk flutningskostnaðar kvaðst Ólafur vilja benda á að reksturs- kostnaður dreifbýlisverslana væri talsvert meiri en verslana í þétt- býli sem væru nær heildsöluaðil- um. „í fyrsta lagi má nefna síma- kostnað," sagði hann, „þá beinan ferðakostnað til Reykjavíkur, tímatöf, meðal annars vegna ferðalaga. Vegna fjarlægðar frá lagerum Reykjvíkur þarf verslun á landsbyggðinni að hafa meiri lager en ella, sem leiðir af sér þörf fyrir meira húsnæði og hefur því í för með sér meiri fjárbindingu í Reykjavík Staöur I Staður II * 351,00 351,00 351,00 0,00 13,26 21,75 0,00 3,64 3,73 133,38 139,80 143,06 484,00 508,00 520,00 24,00 36,00 5,0% 7,4% Reykjavík Staöur 1 Staöur II 440,00 440,00 440,00 0,00 17,42 28,57 0,00 4,57 4,69 132,00 138,60 141,98 134,42 141,24 144,53 706,00 742,00 760,00 36,00 54,00 5,1% 7,6% Ólafur Sverrisson kaupfélags- stjóri. vörubirgðum og húsnæði. Fjár- magn það sem þannig er bundið í áðurnefndum hlutum í verslun úti á landi umfram það sem þörf er fyrir á höfuðborgarsvæðinu, kost- ar auðvitað stórum meiri vaxta- byrði en annars væri. í því sambandi er rétt að geta þqss að vaxtalaus gjaldfrestur smásölu- verslunar hjá heildsölum er svo til úr sögunni. Loks má benda á að raforkuverð er jafnan hærra úti á landsbyggðinni. Þar sem ekki er hitaveita þarf að nota olíu til upphitunar. Hún er dýr og versl- unin fær ekki olíustyrk frekar en annar atvinnurekstur." Eignaupptaka Hvað viltu segja um vísitöluvör- urnar? „Það er alveg ljóst að laun smásöluverslunarinnar fyrir að selja búvörur eru alltof lág. Fram- leiðendum mun mörgum hverjum vera þetta fullkomlega ljóst en samt fæst ekki á þessu nein leiðrétting. Ég vil líka árétta að það er fráleitt að leyfa ekki verslunum að hækka vörulager sinn í ört hækk- andi verðlagi. í raun má líkja þessu við eignaupptöku. Það er nauðsynlegt að hafa verðlagseft- irlit en það á fyrst og fremst að vera hlutlaus upplýsingastofnun," sagði Ólafur Sverrisson, kaupfé- lagsstjóri. „Kaupmenn ráða engu um „Ef einhver heldur að þær vöruhækkanir sem eiga sér stað séu fyrir tilstilli kaupmannsins, þá er það mikill misskilningur, því hann ræður engu um vöru- verðið og getur þvi ekki talist ábyrgur fyrir því,“ sagði Gunnar Snorrason, formaður Kaup- mannasamtaka íslands, þegar Mbl. bar undir hann fyrirsögn úr einu dagblaðanna sem kynnti sjónvarpsþáttinn á þessa leið: „Er kaupmaðurinn á horninu sökudólgurinn?“ „Kaupmenn reyna nánast að hanga aftan i kerfinu og halda sér fast,“ sagði Gunnar „því ef þeir sleppa tak- inu er ekki að sökum að spyrja. Kaupmaðurinn er síðasti hlekk- urinn i framleiðslunni og sá sem afhendir neytandanum vöruna. Fyrir það fær hann eina fasta álagningu sem á að duga til að greiöa allan kostnað, svo sem laun starfsfólks, húsaleigu, raf- magn, hita, sima, umbúðir og skatta. Sé eitthvað eftir er það kaupið sem kemur i hans hlut og það segir sig sjálft að það er ekki á „föstu gengi.“ Vísitöluvörur Gunnar kvaðst vilja minnast á eitt sem snerti sérstaklega mat- vörukaupmenn, en það væri sú tilhögun að láta ákveðnar vöruteg- undir bera aðrar uppi. „Hinar svokölluðu vísitöluvörur eru með álagningu sem er langt fyrir neðan dreifingarkostnað og eru auk þess kostnaðarsamari í rekstri en aðrar vörur. Þær þurfa að vera staðsettar í dýrum kæli eða frysti sem þarf að vera í gangi allan sólarhringinn allt árið, enda ber rafmagnsreikningur kaup- mannsins það með sér á hverjum tíma. Aðrar vörur, svo sem niður- suðuvörur eiga síðan að bera uppi álagningu á vísitöluvörum, hvort sem þær seljast mikið eða lítið. Þetta er auðvitað óviðunandi og okkar krafa er að hver vara standi undir sér. Varðandi verðhækkanir al- mennt, þá vil ég benda á að gengissig dollarans hefur verið 25% frá því í febrúar á þessu ári og fram til þessa dags. Mér sýnist, ef útflutningsvörur okkar hækka ekki í verði, muni dollarinn fylgja verðbólgunni og þá væntanlega hækka um önnur 25% til næstu áramóta. Þá væri gengissigið 50% á einu ári sem fer auðvitað beint inn í verðlagið." Gunnar benti á að dæmin sem sýnd eru í töflum a, b, c og d gæfu glögga mynd af þætti hins opin- bera í myndun vöruverðs. Hvernig átti kaupmaðurinn að fjármagna mismuninn? Fulltrúi neytenda í sjónvarps- þættinum spurði Gunnar hverju það sætti að vörur væru tví- og þrímerktar eins og oft sæist. Hann gaf þá skýringu að ef miðarnir væru hlið við hlið væri kaupmaðurinn með sérstakt verð- tilboð: leyft verð — okkar verð. Væru miðarnir hver ofan á öðrum gæti hafa átt sér stað röng verðmerking í fyrra tilfellinu og leiðrétting í því síðara og eins gæti verið um söluskattshækkun að ræða. Hefði hinsvegar varan verið hækkuð miðað við endur- kaupsverð nýrrar vöru væri það óheimilt. „Það er eiginlega óskilj- anlegt að þessu skuli vera þannig háttað," sagði Gunnar um síðast- talda atriðið, og má nefna mörg dæmi um hversu ósanngjarnt þetta er. í verslun sem ég þekki til var vörulagerinn: Áramótin 1978—1979, 50 millj- ónir Ári seinna ’79—’80, 75 milljónir, sama vörumagn. Hvernig átti kaupmaðurinn að fjármagna þennan 25 milljón króna mismun? Taka lán? Það er verðtryggt og þar með er fjár- magnið i vörunum orðið verð- tryggt en vörurnar ekki. Ef Iánið er ekki tekið, leiðir það til fjár- magnsskorts og vöruskorts og getur ekki endað nema á einn veg, Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtaka íslands. í verðbólgu eins og hér hefur geisað árum saman. Það er athyglisvert að allir lausafjármunir og fasteignir eru seldar á markaðsverði. Engum dytti í hug að selja íbúðina sama verði og hann keypti hana. Allir tTKgja sig fyrir verðbólgunni, til dæmis bankar og lánastofnanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.