Morgunblaðið - 21.09.1980, Side 7

Morgunblaðið - 21.09.1980, Side 7
Samstarf naudsynlegt En þótt stórum áfanga sé nú náð er langt frá því að barátt- unni sé lokið. Jacek Kuron, meðlimur KOR-samtakanna, sem látinn var laus úr fangelsi um leið og samningarnir voru undirritaðir, gerir sér grein fyrir að yfirvöld munu gera sitt ýtr- asta til að ná aftur þeirri stöðu, sem þau urðu að hörfa frá og þannig gera samningana mark- lausa. Hann segir þó, að yfir- völdum sé í raun nauðsynlegt að hafa samstarf við verkalýðinn til þess að mögulegt verði að ráða fram úr þeim gífurlega efna- hagsvanda, sem þjóðin er stödd í. Skuldir pólska ríkisins erlend- is nema 20 milljörðum dollara og án samráðs við verkamennina verður stjórninni ókleift að beita nokkrum aðgerðum sem komið geti að gagni í baráttunni. Hún verður að fá samþykki launa- fólks fyrir þeim niðurskurði, sem nauðsynlegt verður að gripa til svo árangur náist. „Mátturinn, sem verkafólkið er orðið sér meðvitað um, er í raun stórkostlegur og það sem talið var fjarstæða árið 1977 er nú orðið að veruleika," segir Jacek Kuron. Pólskar aðstæður í viðtali, sem blaðamaður frá Vesturlöndum átti við Kuron skömmu eftir að hann var látinn laus, lýsir Kuron spá sinni um hver framvinda verður í Pól- landi út frá þeirri sérstöðu, sem pólskt samfélag hefur. Hann segir að í uppreisninni í Austur- Þýskalandi ’53 og í Ungverja- landi ’56 hafi markmið fólksins verið að ráða niðurlögum hins kommúníska stjórnkerfis, en til- raunir þess verið brotnar á bak aftur af sovéskum hersveitum. í Prag 1968 og í Póllandi 1970 hafi orkan beinst að því að ná fram umbótum innan ramma komm- únismans en þær aðgerðir hafi einnig verið bældar niður. Að- gerðirnar í Póllandi nú byggja á öðrum forsendum og málið snýst ekki lengur um það að kollvarpa kerfinu eða leita umbóta innan þess, heldur á andófið sér stað til hliðar við kerfið. Einokun flokksins er ekki jafn afgerandi í pólsku samfélagi og í öðrum ríkjum austan járntjalds og ým- is öfl önnur hafa sterk áhrif á þjóðfélagið. Kirkjan gegnir stærra hlutverki í Póllandi en í nokkru hinna ríkjanna og hefur á liðnum árum gegnt hlutverki stjórnarandstöðu í ýmsum mál- um þó hún verði að hafa hægt um sig. Yfir 80% landbúnaðarins er í höndum einkaaðila þótt aðrir atvinnuvegir séu þjóðnýttir og gefin eru út á laun yfir 50 rit, sem dreift er um allt landið. Þessi atriði hafa skapað hag- stæð skilyrði fyrir framfarir í lýðræðisátt og í Póllandi hefur nú í fyrsta skipti almenningur sigrast á rikisvaldinu. Sá sigur sem vannst í Júgóslavíu, var árangur baráttu sem leiðtogi þjóðarinnar, Tító, háði gegn yf- irboðara úr öðru landi, Moskvu- stjórninni og var af öðrum toga. Nú á eftir að koma í Ijós hvort árangur sem almenningur hefur náð í viðureign við innlenda valdhafa verður gerður að engu eða nær að festa rætur, og ljóst er að yfirvöld munu gera sitt bezta til að gera samningana marklausa. Innrás talin ólíkleg Sovétmenn hafa oftar en einu sinni ráðist inn í lönd, þar sem kommúnistar hafa verið við völd. í Búdapest hafði flokknum verið steypt af almenningi í landinu, herinn hafði gengið til liðs við uppreisnarmenn og inn- an flokksins sjálfs voru jafnvel ekki allir hreintrúaðir kommún- Vladimir Borisov reyndi að stofna frjálst verkalýösfélag í Sovétríkj- unum. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 5 1 Frá guösþjónustu, sem haldin var undir berum himni, áöur en samningurinn ar undirskrifaöur. Walesa, leiötogi verkfallsmanna, og Jagielski, samningamaöur ríkisstjórnarinnar. Jacek Kuron, félagi ( Kor-samtökunum spáir erfið leikum á nœstu mánuðum. istar. Flokkurinn var ekki lengur til og starfsmenn leynilögregl- unnar fóru huldu höfði til þess að verða ekki fyrir aðkasti frá almenningi. Ef ekki hefði komið til hernaðaríhlutun Sovétmanna hefði verið úti um hið sósialíska stjórnkerfi landsins, og því „neyddust" Sovétmenn til þess að senda herlið á vettvang. í Prag höfðu umbótasinnar náð meirihluta í miðstjórn flokksins. Dubeck hugðist hvorki segja sig úr Varsjárbandalaginu, né afneita kommúnisma, en stjórn hans var hlynnt ritfrelsi og hafði á stefnuskránni umbæt- ur í efnahagsmálum. í Póllandi er málið annars eðlis. Yfirvöld leggja jafn mikla áherslu á að kröfum verkfalls- manna verði haldið niðri og munu af öllum mætti reyna að hnekkja þeim réttindum, sem þau urðu að gefa eftir með samningunum. Mikið veltur á því hvernig Kania, hinum nýja leiðtoga, tekst til í þessari bar- áttu og vist er að verkið verður ekki auðunnið. Efnahagur Pól- lands er í ólestri og stjórnvöld hafa því úr litlu að spila til þess að koma til móts við efnahags- legar kröfur verkamanna, þótt víst sé talið að Sovétmenn muni taka á sig þann bagga að veru- legu leyti. Kania verður nú að sigla á milli skers og báru og gæta þess að ýfa ekki óróaölduna að nýju. Kania er sagður harður leiðtogi og vel liðinn af stjórn- inni í Moskvu. Víst er að Sovét- menn muni ekki grípa inn í með hervaldi fyrr en pólski kommún- istaflokkurinn hefur misst al- gerlega stjórn á ástandinu. Sovétmenn eru nú þegar upp- teknir í Afganistan og jafnvel almenningi í Sovétríkjunum hlýtur að verða nóg um ef átök hefjast í Póllandi einnig. Mad- rid-ráðstefnan er á næsta leiti, þar sem kannaðar verða efndir Helsinkisáttmálans, og innrás í Pólland yrði þeim ekki til hags- bóta þar. Það sem eimir eftir af „détente" stefnunni yrði þá einn- ig úr sögunni og Rússar hafa áhyggjur af bandarísku eld- flaugunum, sem Vestur-Evrópu- lönd hyggjast koma fyrir. Viðræður um takmörkun á nýju bandarísku kjarnorkueld- flaugunum, yrðu að engu. Marx ritaði fyrir meira en öld síðan, að vofa kommúnismans væri á sveimi í Evrópu auðvalds- ins. Svipaður draugur sækir nú að yfirvöldunum í Austur- Evrópu: vofa verkalýðsins. Borissov Að yfir- stíga óttann Andófsmaöurinn Vladimir Borissov, sem rekinn var frá Sovétríkjunum 1977, eftir aö hafa ásamt nokkrum félögum sínum stofn- aö frjálst verkalýösfélag, fylgist aö vonum af sérstakri athygli meö atburðunum í Póllandi. Tímaritiö L’Express átti nýlega samtal viö hann í íbúö hans í París: — Hver veröa áhrif atburö- anna í Póllandi á verkafólk í öörum Austantjaldslöndum? — Sú staöreynd aö andófs- geröir sem þessar hafi boriö árangur í einu af alræðisríkjun- um mun aö sjálfsögöu verka hvetjandi á andófsmenn í hin- um ríkjunum. Verkafólki veröur nú Ijóst, hvers þaö er megnugt, og hefur um leiö oröiö vitni aö undanhaldi kúgunaraflanna. — Hvaöa þáttur í ávinningi verkfallsmannanna er e.t.v. þýöingarmestur? — Verkafólkiö ræöur nú yf- ir sterku vopni til þess aö þrýsta á yfirvöldin. í löndunum okkar hefur veriö erfiöast aö yfirstíga óttann. í Sovétríkjun- um hafa yfirvöld lögbundinn rétt til aö elta uppi alla þá, sem koma nærri verkföllum, ekki aöeins forystumennina, heldur einnig óbreytta þátttakendur. — Ef einhvern tímann kæmi upp í Sovétríkunum svipuö hreyfing og komið hefur upp í Póllandi, yröu yfirvöld tilneydd aö láta undan kröfunum, líkt og varö í Póllandi. En hvort slík hreyfing mun veröa til veltur aö miklu leyti á aögeröum ríkis- stjórnarinnar. Yfirleytt er ekki efnt til verkfalla nema mjög alvarlegt ástand hafi skapast og hvorki Moskvu-stjórnin né nokkur annar aðili getur spáö fyrir um hvaö skeöur á morg- un. (L'Exprmt)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.