Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 65
í dag
fyrir nokkrum árum
foeddist ég.
Ég þrýsti mér
gegnu m þröngt op
inn í íjósid
oggrék
Ég tók ad anda
með hraustum lungunum
og hjartad sló
eins og það átti að gera.
Ég vissi ekki enn
að ég var ég,
en þú, Drottinn,
vissir það.
Þú þekktir mig
áður en égfæddist.
AUtaf
hefur þú elskað mig.
Þú hejurfylgt mér
og varðveitt mig
þangað til í dag.
Nú bið ég þig
á afmadisdaginn minn:
Blessaðu
nýja árið mitt!
Atta dagana mina
foe égfrá þér.
Þú lœtur hjartað mitt slá
ogéger þinn (þín).
Umsjón: Séra Jón Lkilbií Hróbjartsson
Séra Karl Sigurbjörnsson
Sigurður Pdlsson
JW
ÁUDROTTINSDEGI
Börn og* bænir
Frjálsar og
bundnar bænir
Það er gott að búa börnin
þannig í stakk að þau kunni
ákveðnar „kjarnabænir".
Það geta verið ákveðnar
bænir, svo sem morgunbæn-
ir, kvöldbænir, borðbænir,
þakkarbænir, bænir um
fyrirgefningu o.s.frv. Rím-
aðar bænir eru auðlærðar og
henta vel til að fara með í
hóp. En barnabænir þurfa
ekki nauðsynlega að vera
rímaðar eða svonefnd
barnavers. Það er einnig
hægt að kenna börnum
ákveðnar bænir, sem orðað-
ar eru með venjulegum
hætti. Sé þessa ekki gætt er
hætta á að skil skapist milli
bundinna og frjálsra bæna,
milli „réttra" bæna og bæna
sem beðnar eru með eigin
orðum barnanna.
Jóhann varð leiður á að
biðja, þegar hann var orðinn
sex ára. Eiginlega varð hann
þó ekki leiður á að biðja,
heldur leiddust honum rím-
aðar bænir. Þá sögðum við
ofur einfaldlega við Guð:
„Þakka þér fyrir daginn,
Guð.“ Þetta var allt og sumt,
en þetta var eigi að síður
fullgild bæn. Bænir þurfa
ekki að vera af ákveðinni
lengd til þess að vera gildar.
Gildi bænar er ekki í réttu
hlutfalli við orðafjöldann.
Gildi þeirra er háð því,
hvort Guð og samfélagið við
hann er í brennidepli.
Smátt og smátt vaknaði
með Jóhanni löngun til þess
að bæta svolitlu við þessa
stuttu bæn þegar við báðum
á kvöldin, og þá bættum við
við: „Fyrirgefðu okkur allt
sem við höfum gert rangt á
þessum degi, og varðveittu
okkur hjá þér“. Ef börnun-
um eru kenndar bænir á
þeirra eigin máli, eru líkur á
að þau geri bænaorðin að
sínum og grípi til þeirra
þegar þeim liggur á. Þannig
verður hin „bundna" bæn
„frjáls".
Stundum er „frjálsum" og
„bundnum" bænum teflt
fram hvorum gegn öðrum.
En auðvitað er hér ekki um
andstæður að ræða. Þessar
tvær aðferðir auðga hvor
aðra og eru hluti af órofa
heild.
Hvernig biðja börn?
Sumir vara við því að láta
börn biðja frá eigin brjósti.
Því er þá haldið fram að
börn á forskólaaldri eigi að
halda sig við ákveðnar,
lærðar bænir vegna þess að
þeim hætti svo til að biðja á
eigingjarnan hátt. Sagt er
að börnin séu sjálfhverf og
því sé hætta á að bænirnar
snúist aðeins um þau sjálf.
En eru bænir barna eigin-
gjarnari en gengur og ger-
ist? Ekki er það mín
reynsla. Heima hjá okkur
biðja börnin gjarnan frá
eigin brjósti þegar farið
hefur verið með hinar föstu
kvöldbænir. Og það sem
komið er að aftur og aftur er
fyrirbæn fyrir öllum þeim
sem líða nauð. Sérstaklega
fyrir fátækum, soltnum og
munaðarlausum börnum.
Þessi fyrirbæn er gjarnan
tengd bæn um að Guð hjálpi
okkur til að gera það sem í
okkar valdi stendur til að
heimurinn verði betri og
réttlátari.
Börn eru sjálfhverf, það
er rétt. Þau miða tilveruna
við sjálf sig sem miðdepil
heimsins. En á margan hátt
er því svipað farið með
okkur fullorðna fólkið að
öðru leyti en því að sjón-
deildarhringur okkar er
gjarnan víðari. En það að
vera sjálfhverfur þarf ekki
endilega að fela í sér eigin-
girni.
Einmitt vegna þess hve
börn eru upptekin af eigin
aðstæðum reynist oft auð-
velt að fá þau til að setja sig
í annarra spor. Þau gera sér
þess gjarnan fulla grein
hversu skelfilegt er að fá
ekki mat, umhyggju og ást-
úð. Einmitt vegna þess hve
börn finna sig öðrum háð og
verða oft fyrir aðkasti, geta
þau haft samúð með þeim
sem eru varnarlausir, bæði
mönnum og skepnum.
Annars er engin þörf á að
fara í launkofa með „eigin-
gjarnar" bænir. Okkur leyf-
ist að gera himneskum föður
okkar kunnar allar óskir
okkar og þrár. Þá fyrst er
við áræðum að biðja um
eitthvað ákveðið og væntum
árangurs verður bænin og
máttur hennar raunveru-
leiki í lífi okkar.
Við getum vænst alls af
Guði. En eitt verðum við að
muna: Guð er ekki til þess
að sinna duttlungum okkar í
hvívetna. Það er ekki Guð
sem á hlýða okkur, heldur
þvert á móti. Tilgangur
bænarinnar er ekki sá að
leggja inn „pöntunarlista"
hjá Guði. Tilgangur og tak-
mark bænarinnar er samfé-
lag við Guð. í þessu lífssam-
félagi eigum við allt og
getum beðið hvers sem er:
„Sonur minn; þú ert alltaf
hjá mér og allt mitt er þitt.“
(Lúk. 15, 31).
Bæn „í leiðinni“
Venjulegasta bænastell-
ingin er spenntar greipar og
lokuð augu. En það er einnig
hægt að horfa til himins
þegar beðið er, teygja hand-
leggina upp, beygja hnén
(krjúpa), leggja saman lóf-
ana o.s.frv. Það er gott að
geta notað líkamann til
tjáningar þegar við biðjum.
Þannig erum við ekki aðeins
háð orðunum einum.
En það er einnig hægt að
biðja án þess að það sjáist á
líkamanum. Það er sem
hægast hægt að biðja með
opin augun meðan hendurn-
ar fást við eitthvað annað.
Enginn þarf að vita um
þegar barn talar við Guð á
leiðinni í skólann, eða út-
hellir hjarta sínu fyrir hon-
um mitt í rifrildishávaða
foreldranna. Bænin er
leyndardómur. Og það er
dásamlegt að eiga leynd-
armál með Guði, vegna þess
að hann veit allt og skilur
allt og elskar mann eins og
maður er.
Það er hægt að tala við
Guð „í leiðinni“. Eitt orð,
hugsun, — og samfélagið er
lifandi og virkt. Ég held að
bænir sem beðnar eru „í
leiðinni“ henti börnum
ágætlega. Og þetta er mik-
ilvæg bænaaðferð. Ef við
sem lifum í streituþrunginni
veröld lærum ekki að biðja
mitt í dagsins önn, hvað
verður þá um bænalífið? Við
höfum ekki ráð á að ein-
skorða bænalífið við þær
dýrmætu stundir einar, sem
við getum verið ein og
ótrufluð.
Bæn getur verið fólgin í
því að beina huganum til
Guðs, vera sér meðvitandi
um návist hans og hvíla í
þeirri vissu. Þegar við erum
viss um þessa nálægð Guðs
verður okkur mögulegt að
biðja „án afláts". Hann se*n
er okkur nálægur, heyrir
áður en við opnum munninn.
Samfélag
heilagra
Þessi hending trúarjátn-
ingarinnar er í rauninni til
frekari áréttingar á því sem á
undan fer þ.e. trúnni á heil-
aga almenna kirkju. Kirkjan
er fyrst og fremst söfnuður
Krists, þeirra sem skírðir eru
til Jesú Krists og trúa á
hann. Þessi söfnuður er heil-
agur samkvæmt orðum ritn-
ingarinnar og þá er átt við að
hann sé tekinn frá til ákveð-
innar þjónustu og tilheyri
heilögum Guði.
Þegar Páll postuli ávarpar
söfnuðina í bréfunum notar
hann gjarnan orðið heilagur
og segir: Þér heilagir! Og
þetta ávarp notar hann jafn-
vel um söfnuðinn í Korintu-
borg sem svo mjög átti í
erfiðleikum vegna mannlegra
árekstra og deilna. Orðið
heilagur er því ekki fyrst og
fremst notað um menn sem
lifa svo til fullkomnu lífi,
mannlega talað, eins og fólk
virðist oft halda. Aftur á
móti er þetta heiti bundið
verki Guðis, það er hann sem
helgar, hann sem skírir og
gefur trúna fyrir sinn heilaga
anda.
Eitt af því sem einkennir
kirkju Krists alveg frá önd-
verðu er samfélag þessara
„heilögu" manna. Það kemur
skýrt fram í Postulasögunni
að samfélagið var einn af
grundvallarþáttum trúarlífs-
ins, sbr. orðin í Post. 2:42:
„Og þeir (þ.e. þeir sem tóku
trú á hvítasunnudag) héldu
sér stöðuglega við kenningu
postulanna og samfélagið og
brotning brauðsins og bæn-
irnar.“
Þeir létu sér ekki nægja að
lifa með trú sína út af fyrir
sig, þeir urðu að vera saman
bæði í helgidóminum og í
heimahúsum. Þeir lásu sam-
an úr Gamla testamentinu
svo og það sem smátt og
smátt var ritað af postulun-
um. Þeir báðu saman, létu sér
ekki nægja að biðja í ein-
rúmi. Bænagjörðin fór gjarn-
an fram í formi lofgjörðar,
tilbeiðslu og fyrirbæna.
Borösamfélagið var ávállt
hápunktur samfélagsins, sem
gjarnan var kallað þakkar-
gjörð. Þeir höfðu um hönd
heilagt altarissakramenti og
reyndu það sameiginlega að
hinn upprisni Drottinn var
mitt á meðal þeirra.
í þessu sambandi má líka
geta þess að orð trúarjátn-
ingarinnar: Ég trúi á samfé-
lag heilagra, hefur stundum
verið túlkað með þeim hætti
að það sé samfélag um hið
heilaga, og þá er einmitt átt
við náðarmeðulin.
En þessi einkenni kristinn-
ar kirkju sem birtast m.a. í
því sem ég nú hef nefnt, dóu
ekki út með frumsöfnuðinum.
Kirkjusagan er saga „Guðs
lýðs" allt fram til nútímans!
Kristin kirkja hefur alltaf
einkennst af * samfélagi.
Kirkjuhús og samkomuhús
víðsvegar um heiminn vitna
skýrt um þessa þörf hvar sem
kristindómurinn hefur farið.
Jafnvel þótt kristnum
mönnum hafi verið bannað
að koma saman þá hafa þeir
ekki getað látið það vera, sem
best sést á staðreynd neðan-
jarðarkirkjunnar í ýmsum
austantjaldslðndum og víðar.