Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 6
PÓLLAND 50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 sér að þeir horfi þegjandi og hljóðalaust upp á að innviðir heimsveldisins bresti, sagði blaðamaður nýlega á Vestur- löndum. Lech Walesa og vinir hans í MKS hafa lagt sig fram um að styggja ekki sovéska ógnvaldinn meira en nauðsynlegt er. „Til- gangurinn með verkföllunum er aðeins sá að afla okkur réttar til þess að gæta hagsmuna okkar sjálfir — nokkuð sem hin opin- beru verkalýðsfélögin hafa aldrei gert. Við munum ekki leitast við að breyta þeim þátt- um, sem felast í stjórnarskrá landsins. Við munum ekki beita okkur fyrir því að Pólland segi sig úr Varsjárbandalaginu og viðurkennum, að kommúnista- flokkurinn skuli vera forystuafl í stjórn landsins. Við lítum ekki á okkur sem stjórnmálaflokk og munum ekki beita okkur fyrir því að eignarhaldinu á fram- leiðslutækjunum verði breytt." Þessar yfirlýsingar voru þó ekki samþykktar átakalaust í MKS. Margir af róttækustu full- trúum í MKS vildu ekki heyra minnst á leiðandi hlutverk flokksins í stjórnkerfinu. En Lech Walesa hafði eftirfarandi að segja, eftir undirritunina og beindi hann þá orðum sínum til þessa róttæka hóps: „Við höfum ekki fengið öllu því framgegnt sem við óskum, en beittasta vopnið höfum við þó fengið. Verkfallsrétturinn og okkar eig- / ið verkalýðsfélag gera okkur kleift að ná fram því sem á vantar síðar.“ „Andsósíal- ísk öfl ‘ Viðbrögð landanna austan- tjalds við atburðunum i Póllandi voru öll á sama veg. Aðgerðir verkfallsmanna voru fordæmdar og forystumenn þeirra sakaðir um að vera handbendi vest- rænna auðvaldssinna. Hér voru „andsósíalísk öfl“ á ferðinni og vegið var að rótum hins sósíal- íska verkalýðsríkis. Óttinn við innrás var stöðugt vakandi og heræfingar, sem hófust umsvifa- laust eftir samningsgerðina, létu ekki bíða eftir sér, þegar eftir að kjarnyrtar yfirlýsingar yfir- valda í öðrum kommúnistaríkj- um höfðu verið gefnar: „Hernað- armáttur okkar í þágu varð- veizlu friðar hefur nú fengið sérstakt stjórnmálalegt gildi, vegna ógnunar sem komið hefur úr nýrri átt,“ sagði í yfirlýsingu í flokksblaði í Austur-Þýska- landi. „Bræðralag sósíalísku ríkj- anna mun sýna enn þá einu sinni, að herir ríkjanna eru reiðubúnir til að vernda sósíal- ismann og friðinn hvenær sem er, jafnvel þótt aðstæður í al- þjóðasamskiptum séu erfiðar." Hafði áhrif vída Áhrifa af verkföllunum í Pól- landi varð einnig vart meðal verkafólks í öðrum Austur- Evrópuríkjum. í Tékkóslóvakíu voru leiðtogar kommúnista- flokksins minntir á að vera á varðbergi gagnvart hugsan- legum óróleika og í Austur- Þýskalandi bárust óstaðfestar fréttir um að verkamenn af pólskum uppruna væru að íhuga verkfallsaðgerðir. Sovétmenn fóru mjög hörðum orðum um verkföllin, þegar þeir loksins rufu þögnina um atburðina, og ætluðu sýnilega að kæfa allt hugsanlegt andóf í fæðingu. I Póllandi fóru verkamenn í verksmiðjum víða um landið í verkfall til þess að verða sér úti um sömu réttindin og verka- mennirnir við Eystrasalt höfðu aflað sér og hafa stjórnvöld gengið að kröfum þeirra mjög fljótt. Stuðningur Vesturlanda hefur að mestu leyti komið fram í varkárum yfirlýsingum. Stjórn- völd á Vesturlöndum eru hrædd um, að öflugri stuðningur muni gefa kommúnistunum átyllu til þess að grípa til hörkulegra aðgerða gegn verkamönnunum. Vesturlandabúar fagna yfirleitt þeim árangri, sem hefur áunnist og flestir kommúnistaflokkanna á Vesturlöndum hafa lýst yfir ánægju með samkomulagið. Jafnvel franskir kommúnistar sem löngum hafa haft orð á sér fyrir að vera hallir undir Sovét- menn, fagna þessum friðsamlegu málalokum. Um þetta var samið HÉR FER á eftir ágrip samningsins, sem undirritaður var í Gdansk: 1. grein veitir verkamönnum rétt til þess að stofna „frjáls verkalýðsfélög, óháð Kommúnista- flokknum og stjórnum verksmiðjanna.“ 2. grein tryggir verkfallsrétt og öryggi verkfalls- manna og þeirra, sem veita verkfalls- mönnum aðstoð. 3. grein kveður á um, að málfrelsi og ritfrelsi skuli virt. 4. grein tekur til réttar fórnarlamba úr fyrri andófsaðgerðum, og frelsis pólitískra fanga. 5. grein segir að landsmenn skuli upplýstir um MKS — hina sameiginlegu stjórn verkamanna — og öllum skuli kynntar kröfur MKS. 6. grein segir, að til þess að leysa efnahagsörðug- leika Póllands, verði að upplýsa landsmenn alla um ástandið, og gefa síðan þjóðinni kost á að ræða leiðir til úrbóta. 7. grein snýst um laun verkfallsmanna meðan á vinnudeilunni stóð, 8. grein um hækkun grunnlauna og 9. grein um breytingar á launataxta. 10. grein leggur til takmörkun á matvælaútflutningi, til þess að auka framboð í verzlunum innanlands. 11. grein krefst þess að verzlanir, þar sem greitt er með erlendum gjaldeyri, verði lagðar niður, og að sama vöruverð gildi fyrir alla, háa sem lága. 12. grein viðurkennir kjötskömmtun sem tíma- bundna ráðstöfun. 13. grein krefst þess að ráðið verði í störf eftir hæfileikum umsækjenda en ekki eftir flokksskírteinum. 14. grein víkur að lækkun eftirlaunaaldurs, 15. grein fjallar um eftirlaun, 16. grein snýr að vinnuaðstöðu og sjúkraþjónustu. 17. og 18. grein fjalla um vöggustofur og fæðingarorlof. 19. grein fjallar um umsóknir og biðlista fyrir þá sem sótt hafa um leiguhúsnæði, 20. grein um ferðakostnað verkamanna, og 21. grein um að laugardagur skuli vera frídagur. Innviðir flokksins fúnir Samfara ásökunum á hendur pólsku verkfallsmönnunum komu stjórnvöld í hinum Austur-Evrópuríkjunum fram meö harðorða gagnrýni á forystu Pól- lands. Efnahagsmál landsins eru í ólestri, verðbólga í algleymingi og skuldabaggi þungur. Stjórnvöld í Póllandi hafa tekið geysistór erlend lán í þeim tilgangi að byggja upp iönaö í landinu, en árangurinn af þessari lánatöku hefur ekki verið sem skyldi. Loforð um betri tíma og bætt kjör hafa lengi haldið aftur af kröfum fólksins um aukin lýðréttindi, en nú virðist fyrirsjáanlegt að hag- vöxtur komandi ára verði lítill sem enginn og lífskjörin fari jafnvel versn- andi í landinu. Stefna Giereks í efnahagsmálum, hefur orðiö til þess að svipta hann vinsældum innan flokksins og nú nýlega var honum vikið frá völdum. En orsakanna fyrir slælegum ár- angri flokksins er aö miklu leyti aö finna í göllum í innviðum hans sjálfs. Andófsmaður sagöi nýlega, að Kommúnistaflokkinn skorti frumleika og lífskraft og varla væri að finna nokkurn raunverulegan afburða- mann í stjórnkerfinu. Auk þess hefði flokkurinn stöðugt verið að fjarlægj- ast pólskan veruleika og hann væri framandi pólskri þjóðarsál. Kaþólska trúin á ekki upp á pallborðið hjá flokknum, en hún stendur mjög traustum fótum meðal þjóöarinnar. Þjóðarstoltið, sem hefur náö aö eflast í aldalangri kúgunar- sögu, fellur illa að formúlum komm- únista um alheimssamkennd og auk- in krafa pólsku þjóðarinnar um lýðræðislegra þjóðfélag hefur ber- sýnilega farið fram hjá yfirvöldunum, ef tekið er mið af því hve þau þóttust geta sloppið vel frá verkföllunum, sem fóru eins og eldur í sinu um allt landiö. Pólski kommúnistaflokkurinn hef- ur aldrei látið viðgangast gagnrýni úr nokkurri átt, ekki einu sinni frá meölimum flokksins sjálfs. Gott dæmi um þetta er þegar Olszowski var rekinn úr framkvæmdastjórn flokksins og gerður að sendiherra í Austur-Þýskalandi, hann hafði gerst svo djarfur að taka undir gagnrýni Grabinskis nokkurs, á efnahags- málastefnu flokksins. Afleiðingarnar urðu þær að báðir voru gerðir áhrifalausir. Gierek varð reyndar að kalla aftur á Olszowski áður en hann var sjálfur rekinn, en Ijóst er að erfitt er að starfa við slík skilyrði að flokksmönnum er ekki leyft að ígrunda málefnin og segja skoðun sína á þeim án þess aö eiga brottvikningu á hættu. Ýmsir hafa komið fram með tillög- ur um að efnt veröi til leynilegra kosninga til forystu flokksins meðal félaga í flokknum. En jafnvel þótt frjálsar kosningar færu fram í flokkn- um er taliö ólíklegt, að það muni hleypa nýju blóöi í flokkinn. Frami innan flokksins virðist freista æ færri og færri, en einnig er talið að raunverulegur vilji til að koma til móts við kröfur almennings um umbætur á stjórnkerfinu, séu í raun ekki fyrir hendi. Margir þrífast á fyrirgreiðslu- og sérréttindakerfinu, sem gerir meðlimum flokksins t.d. kleift að kaupa eftirsótta hluti á hálfvirði miðað við almennan mark- að. Þar má nefna hús, bíla o.fl. en aðrir þegnar verða oft að bíða langan tíma áður en þeim gefst kostur á aö eignast slíka hluti, ef þeim bjóðast þá nokkurn tíma slík tækifæri. Ljóst er þó, að pólski kommún- istaflokkurinn veröur að vinna traust almennings að nýju, ef framvinda nýafstaðinna atburða á aö vera farsæl. Nú veröur hann að sigla milli skers og báru og gæta þess aö styggja ekki valdhafana í Moskvu, en þó má hann ekki höggva svo nærri kröfum verkfallsmannanna, aö óróa- aldan upphefjist aö nýju. (The Guardian)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.