Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 20
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Fæstir hafa víst nokkuð á móti því að fá ilmandi og volg brauð með morgunmatnum. Við höfum ekki svo mikið við svona hvunndags, en e.t.v. er ástæða til að gæða sér og sinum á slíku góðgæti á sunnudagsmorgnum, eða öðrum morgnum, þegar allir mega vera að því að sitja í ró og næði og njóta morgunverðarins. Hér á eftir koma uppskriftir að tvenns konar brauði, sem er hvort um sig jafn vel við hæfi á morgunverðarborðið. Og auðvit- að er brauð jafn vel til fundið með eftirmiðdagskaffinu um helgar, eða með kvöldkaffinu þegar vel liggur á okkur. Og ekki má gleyma því að bæði brauðin eru ágæt með mat, enda er brauð ljómandi meðlæti. Þar er það ekki sízt osta- brauðið sem á vel við. Hvers konar álegg fer vel með þessum brauðum, t.d. nýtt grænmeti. Á skonsurnar getið þið einnig not- að góðar sultur, t.d. heimalagaða rabarbarasultu, rifsberjasultu, eða aðra sultu úr haustuppsker- unni. Góða skemmtun! Heilhveitiskonsur Skonsur eiga ættir að rekja til Englands eða Skotlands. Um allt Stóra-Bretland eru þær geysi vinsælt kaffibrauð. Ég ætti reyndar heldur að segja tebrauð, því eins og kunnugt er drekka þarlendir helzt te. Af svona þekktu brauði eru auðvitað til býsna margar útgáfur, og hér fylgir ein, sem ég held mikið upp á. Hún hefur þann kost að vera bæði auðveld og fljótleg í fram- kvæmd. Já, hvernig væri að láta fólkið spreyta sig við bakstur- inn? Megingaldurinn við skonsu- bakstur er að blanda deiginu hratt og vel saman og hnoða það ekki. Skonsurnar verða ekki eggsléttar og hnífjafnar, enda hvers vegna ættu þær að vera Skonsur og ostabrauð það .. Verið þvi snögg að blanda deigið og koma því í ofninn. Hér er notað sódaduft á enska vísu. Skonsurnar lyfta sér ekki mikið, en eru samt alls ekki þungar og þéttar. Það er auðvelt að ná í heilhveiti. En allra bezt er að nota heilhveiti, sem er malað í steinkvörn. Slíkt hveiti liggur því miður ekki á lausu, en fæst stöku sinnum í Kornmarkaðnum á Skólavörðustígnum. Ef þið náið í slíkt hnossgæti, skuluð þið ekki setja ykkur úr færi að ná í poka. Auk þess sem hveitið er gott í þessa uppskrift, er það afar ljúffengt í hvers kyns brauð. Þetta steinmalaða korn er ekki aðeins bragðgott, heldur þykir það einnig hollara en hveiti malað á venjulegan hátt. Það mælir því allt með því að nota slíkt hveiti, og það væri óskandi að fleiri kaupmenn sæju ástæðu til að hafa það á boðstól- um. 6 dl heilhveiti, gjarnan malað í steinkvörn 1 tsk sléttfull sódaduft 50 gr smjör 2 dl súrmjólk ‘/í dl mjólk 1. Setjið ofninn á 200°. Smyrjið bökunarplötu. 2. Blandið saman hveiti og sódadufti í skál. Bræðið smjörið. Látið mesta hitann rjúka úr því og hellið saman við súrmjólkina og mjólkina. Búið til holu í mitt hveitið og hellið súrmjólkur- blöndunni þar í. Hrærið hveitinu rösklega saman við súrmjólkur- blönduna og hnoðið allra síðast, svo að deigið samlagist, en ekkert meira en það. Mótið deigið í kringlótta köku á smurða plötuna og skerið hana í átta bita. Stingið plötunni inn í heitann ofninn og bakið í miðj- um ofni í um 20 mín. Þá ættu skonsurnar að vera orðnar gyllt- ar og iimandi og þar með tilbúnar á borðið. Skorpan er stökk, en þær eru mjúkar og hreint sælgæti. Þær eru beztar volgar og nýbakaðar. Ég get ímyndað mér að það sé gott að frysta þær, en ég hef aldrei komizt til að reyna það, því þær hafa alltaf horfið strax ... Ostabrauð Þetta er gerbrauð, og því ekki alveg eins fljótlegt og skonsurn- ar, en árangurinn er ósvikinn fyrir brauðaðdáendur. Brauðið er býsna matarmikið, enda not- uð mjólk og feiti í það, að ógleymdum ostinum. Þið getið notað vatn í stað mjólkur ef ykkur sýnist svo og olíu í stað smjörs ef ykkur lízt það væn- legri kostur. Það er býsna gott að krydda brauðið með krydd- jurtum, en þið hafið ykkar hentisemi í því. Ef brauðið á að lyfta sér hratt, og þið viljið fá brauðið sem fyrst, velgið þið vökvann, svo hann verði um 37° eða heldur heitari, ef þið notið þurrger sbr. leiðbeiningarnar á pakkanum. Ef þið velgið vökv- ann, er deigið varla nema um 1 klst. að lyfta sér nægilega mikið, þ.e. að tvöfalda rúmmál sitt, eins og venjulega er miðað við. Og eins og ég hef minnzt á áður, er gerbakstur fjarska einfaldur, og auk þess skemmtilegur. Reynið sjálf og þið sannfærist. Ég held að flestum þeim, sem byrja að baka úr geri, beri saman um að það sé óvenjulega skemmtilegt, enda möguleikarnir óteljandi og árangurinn alltaf góður, þó hann sé ekki alltaf sá sami. Og krökkum finnst gaman að fá að handleika og móta deigið. Eins og ég hef nefnt áður er tilvalið og sjálfsagt að láta þau byrja sem fyrst að hjálpa til í eldhús- inu. Þau læra þá verkin og sjálfsagt að kenna þeim hrein- læti um leið. 30—50 gr ger eða um Vi pakki þurrger 3 dl mjólk 100 gr smjör eða 1 dl. olía 150 gr rifinn óðalsostur eða annar handbær ostur ca. 8 dl hveiti, e.t.v. 2 dl. heilhveiti + 6 dl hveiti 1 tsk timjan 2 tsk oregano 1. Myljið gerið í skál. Ef þið notið smjör, bræðið það og hellið saman við vökvann. Látið hann ná því hitastigi, sem hentar ykkur. Ef þið notið olíu, þá blandið henni í mjólkina og hitið ef ykkur sýnist. Ef þið notið þurrger, leysið það þá upp, eins og nefnt er á pakkanum. Ger- magnið skiptir ekki meginmáli, þ.e. þið þurfið ekki að mæla það upp á milligramm. 2. Hellið hæfilega heitum vökvanum yfir gerið og hrærið í, svo gerið leysist upp. Rífið ostinn. 3. Hellið nú mjölinu og ostin- um og kryddinu saman við vökvann og hrærið í. Ef deigið er mjög blautt, bætið þá mjöli við það. Þannig að hægt sé að hnoða deigið. Athugið þó að það verði ekki of þurrt, en bætið mjölinu smátt og smátt í. Þegar þið hafið hnoðað deigið sæmilega vel, þannig að það er orðið mjúkt og fjaðrandi, setjið það þá í skálina og látið það lyfta sér. Eins og áður er nefnt tekur það mislang- an tíma, eftir því hvað vökvinn var heitur, og eftir því hvað heitt er í kringum deigið. Meiri hiti fær það til að lyfta sér fljótar. Það er hæfilegt, þegar það hefur tvöfaldað rúmmál sitt, eða þar um bil. 4. Takið létt og loftmikið deigið úr skálinni og hnoðið enn á ný. Mótið það nú í bollur, langbrauð eða á þann hátt, sem ykkur lízt bezt og setjið á smurða plötu. Nú á það enn að lyfta sér í 15—30 mín., eða þar til það er orðið reisulegt. 5. Setjið ofninn á 250° ef þið eruð að baka lítil brauð, en á 200°, ef þið bakið eitt stórt, formbrauð, fremur þykkt. 6. Setjið nú háreist brauðin inn í heitan ofninn. Þar eiga þau að bakast í um 20 mín., eða þar til þau eru gullin og ilmandi og bökuð í gegn. Þau eru býsna góð beint úr ofninum en einnig köld, t.d. með smjöri og gúrkusneið- um. Og bragðmikil eru þau óneitanlega. Það er ekki beinlín- is ostabragð af þeim, en fínn keimur. Því ættu þau einnig að falla að smekk þeirra, sem eru annars lítt hallir undir osta. Öllum vinum mínum fjær og nær sem glöddu mig með heimsóknum, heilla- óskum og gjöfum á sex- tugsafmæli mínu 7. sept. s.L sendi ég alúðarþakkir og bestu kveðjur. Sigfús Halldórsson. í Kaupmartnahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI JKAUPMENN - VERSLUNARSTJÓRAR hak Appelsínur, sítrónur, greipaldin, epii rauö, epli græn, vínber græn, vínber blá, perur, melónur gular, bananar, ananas, kiwi, kókoshnetur, piómur, greipaldin honduras. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 1 -J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.