Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 14
5 8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Fulltrúar frá flestum ortodoxum kirkjum heims- ins dvöldust í Skálholti fyrr í þessum mánuði tii að undirbúa einingarviðræður við lúthersku kirkjuna. Fulltrúarnir komu hingað til lands á laugardag- in fyrir tveimur vikum og sungu guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík daginn eftir. Eftir hádegið þann sama dag héldu þeir austur i Skálholt þar sem þeir þinguðu fram til föstudags. Um hádegið á föstudag héldu fulitrúarnir til Þingvalla þar sem þeir snæddu hádegisverð í boði kirkjumálaráðherra. Síðar um daginn komu þeir til Reykjavíkur og drukku síðdegiskaffi hjá biskupi íslands. Nokkrir þeirra héidu síðan norður í land en þeir fóru allir af landi brott um sl. helgi. Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. brugðu sér í Skálholt meðan ortodoxu fulltrúarnir þinguðu þar og tóku nokkra þeirra tali. Einnig var rætt við tvo fulltrúa frá Lútherska heimssambandinu sem þar voru þeim ortodoxu til ráðuneytis. m.t. Texti: Rannveig M. Níelsdóttir Myndir: Ragnar Axelsson Fyrri hluti Ortodoxu kirkjuleiðtogarn- ir fyrir utan kirkjuna í Skál- holti. Með þeim á myndinni er Heimir Steinsson skólastjóri lýðháskólans í Skálholti, kona hans Dóra Þórhallsdóttir og túlkar leiðtoganna. ■> ^ . . allir aiffci Jyeir cið verci eitt . . „Við höfum tekið fyrsta skrefið á langri gönguu EINA Norðurlandaþjóðin sem átti fulltrúa á undirbúningsfund- inum i Skálholti voru Finnar. Annar tveggja fulltrúa þeirra var ungur munkur, faðir Amhrosius. „Ég heillaðist af ortodoxu kirkj- unni vegna þess að hún hefur varðveitt frumkristnina. Annað var það einnig sem heillaði mig, það var hin viðhafnarmikla og skrautlega guðsþjónusta orto- doxra kirkna,“ sagði Ambrosius þegar hann var spurður að því hvers vegna hann hefði valið að þjóna Guði -sem munkur ortodoxu kirkjunnar. Faðir Ambrosius hefur lifað í munkasamfélagi í klaustrinu í Valamo í nokkur ár. Þetta er eina ortodoxa klaustrið á Norðurlönd- um. Það var áður við landamæri Finnlands og Rússlands en var flutt til Valamo í seinni heims- styrjöldinni. Fram að þessu hefur faðir Ambrosius kennt í guðfræðideild ortodoxu kirkjunnar í Finnlandi. Atvinna hans er ekki í klaustrinu sjálfu heldur er það heimili hans. Er þetta sérstök tegund af munka- samfélagi innan ortodoxu kirkj- unnar. Þrátt fyrir það ganga munkarnir daglega í svörtum skósíðum kuflum. „Vaxandi söfnuðurM „I Finnlandi eru ekki margir ortodoxar en þeim fer óðum fjölg- Faðir Ambrosius: „300 finnsk ungmenni hafa gerst meðlimir ortodoxakirkjunnar i ár.“ Rætt við föður Ambrosius, ung- an munk frá Finnlandi andi. Sérstaklega er það ungt fólk sem gengur í ortodoxa söfnuðinn. í ár hafa 300 ungmenni gerst safn- aðarmeðlimir. Ég held að ástæðan sé sú að nútímafólk er orðið þreytt á sí- felldum orðaflaumi. Það hefur meira rúm fyrir kristni sem er túlkuð með látbragði en þeirri sem er útskýrð með orðum. I ortodoxu kirkjunni túlkum við hinn mikla leyndardóm Guðs með látbragði og dýrlingamyndum í stað orða. Vitnisburður ortodoxa er einnig oft fram borinn með skrautlegu en þó látlausu látbragði. „Við getum lært mikið hvorir af öðrum“ — Hvaða þýðingu munu ein- ingaviðræðurnar hafa fyrir söfn- uðina í Finniandi? „í Finnlandi er ortodoxa kirkjan minnihlutakirkja og því vita finnskir ortodoxar meira um lút- hersku kirkjuna en þeir lúthersku vita um ortodoxu kirkjuna. Það er því nauðsynlegt að við ræðum saman. Og ef samræðurnar enda vel, ekki einungis út frá guðfræði- legu sjónarmiði heldur einnig hvað varðar sjálfan söfnuðinn, getum við lært mikið hvorir af öðrum og lifað í sameiningu. Við verðum að skoða það gaumgæfi- lega sem aðskilur okkur og komast að því hvað það er sem gerir kristna trú sérstæða. Ortodoxar og lútherskir geta lært mikið hvorir af öðrum," sagði faðir Ambrosius að lokum. Rætt við Augustin archimandrite í Sovétríkjunum og prófessor í guð- fræði við háskól- ann í Leningrad Áður er byltingin var gerð í Sovétríkjunum var ortodoxa kirkjan þjóðkirkjan þar. Nú er þar engin skráð þjóðkirkja en ortodoxi söfnuðurinn er sá stærsti sem þar starfar. Engar skýrslur eru til um það hversu margir tilheyra kirkjunni þar í landi en talið er að safnaðar- meðiimir séu einhvers staðar á bilinu 20—40 miiljónir. Einn fulltrúi ortodoxu kirkj- unnar í Sovétríkjunum á ráð- stefnunni í Skálholti var archi- mandrite Augustin (hann hét áður Nikitin). Hann er yfirmaður ortodox klausturs í Sovétríkjun- um og titillinn sem hann ber þýðir að hann er næstur biskupi að völdum innan kirkjunnar. Auk þess að vera yfirmaður klaustursins er Augustin próf- essor í guðfræði við háskólann í Leningrad. „Ég hef tekið þátt í öllum undirbúningsfundunum sem við höfum haldið. Því miður virðist það vera margt sem aðskilur ortodoxa og lútherska en við verðum að muna það að jafnvel lengsta ganga hefst á einu skrefi," sagði Augustin í samtali við Mbl. Samtalið fór fram í gegnum túlk sem kom með hon- um frá Sovétríkjunum. „Ef okkur tekst ekki að ná markmiðinu og ganga alla leið- ina er ég sannfærður um að næsta kynslóð sér til þess að það takist. Markmiðið er að hlýða því boði Drottins að allir kristnir verði eitt.“ — Hvernig er samband milli lútherskra og ortodoxra í Sovét- ríkjunum? „Á félagslegu sviði höfum við gott samband við lúthersku kirkjuna bæði í Sovétríkjunum og í öðrum löndum. Þegar t.d. fulltrúar Lútherska heimssam- bandsins ferðast um Moskvu, njóta þeir gestrisni ortodoxu kirkjunnar þar. Ortodoxar í Sovétríkjunum hafa í 21 ár átt viðræður við ýmsa lútherska söfnuði á Vestur- löndum. Árið 1959 áttum við fyrst viðræður við lútherska í „Nútímafólk hefur meira rúm fyrir kristni sem er túlkuð með látbragði66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.