Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 5
Stuöst viö L’Express, The Economist, Now! The Guardían og Die Zeit. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 49 Ótti vid Rússa En þrátt fyrir gleðina voru þó ofarlega í hugum fólks áhyggjur yfir því hvernig Rússar myndu bregðast við. Myndu þeir láta sér nægja að ygla sig? Myndu þeir þola að höggvið yrði svo nærri grundvallaratriðum stjórnskip- unar, sem er ein meginstoð heimsveldis þeirra. Hvað myndi gerast ef pólski vírusinn breidd- ist víðar út um lénsríki þeirra? Það er tæplega hægt að ímynda NÆSTU SIÐU Verkföllin í Póllandi hafa fært verkfalls- mönnum sigur. í fyrsta skipti í sögu kommúnismans í Austur-Evrópu hafa yfir- völd orðið að viðurkenna stjórnmálaafl, sem er óháð ríkisvaldinu, og því hefur myndast vísir að frjálsri stjórnarandstöðu í landinu. Kommúnistaflokkurinn reynir í lengstu lög að koma í veg fyrir að verkfallsmennirnir nái fram kröfum sínum um rétt til þess að stofna frjáls verkalýðsfélög, öðlast verkfalls- rétt og að ritskoðun verði afnumin, vegna þess að viðurkenning á þessum réttindum brýtur í bága við það grundvallaratriði í stjórnskipan landanna austan járntjalds að stjórn þeirra skuli vera óskipt í höndum eins flokks og að gagnrýni á hann skuli ekki látin viðgangast. Aðeins tíminn fær skorið úr um hvort þessi frjóangi fær að dafna — og e.t.v. skjóta rótum í öðrum austantjalds- ríkjum, eða hvort hreyfingin verður brotin á bak aftur, en ljóst er, að hér er um tímamótaatburð að ræða í baráttu fyrir mannréttindum austantjalds. Fyrst eftir að verkamenn- irnir lögðu fram kröfur sínar um verkfallsrétt og frelsi til þess að stofna verkalýðsfélög óháð ríkisvaldinu og afnám ritskoðunar, gerðu yfirvöld sér vonir um að mögu- legt væri að lægja óánægju- öldurnar með því að láta einung- is undan efnahagslegum kröfum verkfallsmanna. Smám saman gerðu yfirvöld sér þó ljóst þegar verkföllin breiddust út og einurð verkfallsmannanna efldist, að verkfallsmennirnir myndu ekki sætta sig við tilboð af því tagi, heldur voru kröfurnar fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis. Kjarabætur voru að sjálfsögðu hátt á blaði í kröfum verkfalls- manna, en megin áherslan var lögð á stjórnmálalegu atriðin. Fyrsti sigur verkfallsmanna varð að veruleika þegar yfirvöld lýstu sig reiðubúin til þess að ræða við sameiginlega forystu verkfallsmannanna, MKS. Yfir- völd höfðu fram að þessu neitað að hefja samningaviðræður nema því aðeins að hver verk- smiðja yrði afgreidd sérstaklega. Staða verkfallsmanna varð að sjálfsögðu mun traustari, þar sem yfirvöld neyddust til þess að semja við þá alla í einu. Næsta tilboðið, sem ríkis- stjórnin gerði til þess að koma til móts við kröfur verkfalls- manna fól í sér, að verkamenn- irnir fengju rétt til þess að kjósa fulltrúa í stjórn hinna opinberu Lech Walesa veifar til verk- fallsmanna að lokinni undir- skrift samningsins. verkalýðsfélaga, en þau myndu samt sem áður lúta valdi Komm- únistaflokksins. Þessu tilboði tóku verkfallsmenn fálega og sögðust engan áhuga hafa á endurbótum innan hinna opin- beru verkalýðsfélaga heldur af- nema þau. Loks sáu yfirvöld sér ekki annað fært en að ganga að kröfum verkfallsmanna í öllum meginatriðum, þar með töldum þeim, sem snéru að stjórnmála- legum réttindum. Sunnudaginn 31. ágúst undir- rituðu fulltrúar beggja aðila samkomulagið við mikinn fögn- uð allra viðstaddra eins og gefur að skilja og var athöfninni sjónvarpað um allt landið. Wal- esa skrifaði nafn sitt með gríð- arstórum penna, sem skreyttur var með mynd af Jóhannesi Páli II páfa, en slíkir pennar höfðu verið gerðir í tilefni af heimsókn páfans. Daginn eftir snéru 350.000 manns aftur til vinnu. Þegar útlit var fyrir að samn- ingar myndu takast við stjórn- völd, komu upp háværar raddir, sem kröfðust þess að allir menntamenn og aðrir andófs- menn, sem fangelsaðir höfðu verið meðan á verkföllunum stóð, yrðu látnir lausir, ella yrði ekkert úr samningunum. Var þarna aðallega um að ræða ýmsa menntamenn úr Kor-samtökun- um, sem handteknir höfðu verið fyrir aðstoð við verkfallsmenn. Eftir skamma umræðu um málið ákvað samninganefndin að bæta þessum kröfum á listann og urðu yfirvöld að ganga að þeim orða- laust. Þetta ber gott vitni um hve samstaðan milli verka- manna og menntamanna var öflug, en verkamenn hafa hingað til litið aðgerðir þeirra síðar- nefndu hornauga. HÆTTUR FYLGJA SIGRINUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.