Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 17
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Nýja K-línan frá Chrysler væntanleg hingað í október EINS OG skýrt hefur verið frá hér í bílaþættinum áður, hyggj- ast Chrysler-bílaverksmiðjurnar bandarísku rétta sinn hag við, með framleiðslu svokallaðrar K-línu, en það eru tiltölulega litlir bílar, sem verið hafa í hönnun í nokkur misseri. Svo mikið leggur verksmiðjan upp úr þessari nýju framleiðslu sinni, að hún ákvað að bjóða öllum þingmönnum Bandaríkjaþings, að reynsluaka bílunum. Okkur tókst ekki á sínum tíma að útvega mynd, þar sem þetta var algert leyndarmál, lak aðeins til nokkurra blaða. Því þykir okkur ekki úr vegi að birta mynd af einum bíl K-línunnar, Plymouth Reliant. Hann er óneitanlega Bílar Umsjón: JÓHANNES TÓMASSON OG SIG- HVATUR BLÖNDAHL stílhreinn, en hann minnir óþyrmilega mikið á litlu bílana frá Buick og Pontiac. Lee Iaccoa, stjórnarformaður Chrysler, hef- ur látið hafa eftir sér í fjölmiðl- um að undanförnu, að nái K-lín- an ekki fótfestu á markaðinum, sé framtíð verksmiðjanna ráðin. Jón Hákon Magnússon, fram- kvæmdastjóri Vökuls, sem hefur umboð fyrir Chrysler, sagði í samtali við Mbl., að þeir hefðu þegar pantað 30 bíla af K-lín- unni og væru þeir væntanlegir í næsta mánuði. Hann sagðist ekki geta gefið upp nákvæmt verð ennþá, en það mætti búast við, að bílarnir yrðu eitthvað í kringum 11 milljónir króna, það færi þó lítillega eftir útfærsl- unni. FÍB reiknar út rekstrarkostnað: Rekstrarkostnaður meðal fólkstófmð- ar hleypur orðið á milljónrnn króna FÉLAG íslenzkra bifreiðaeig- enda hefur nýverið reiknað út reksturskostnað á ári fyrir meðalfólksbil. Þar kemur fram, að miðað við 10 þúsund kilómetra akstur á ári er heildarkostnaðurinn tæplega 2,2 milljónir króna, miðað við 15 þúsund kilómetra akstur rúmlega 2,6 milljónir króna og tæplega 3,1 milljónir króna ef aksturinn er um 20 þúsund kilómetrar á ári. Annars skýrir meðfylgjandi tafla út reikningana betur. kr/iri uppsaf naö kr./km uppsaf nað REKSTRARKOSTNAÐUR A ÁRI FYRIR MEÐAL FÓLKSBIFREIÐ 1. Miðað við 10.000 km akstur Breytilegur kostnaður 838.363 Ábyrgðartrygging 179.593 Ýmislegt 65.000 Húftrygging 166.000 Fjármagnskostnaður 938.870 2. Miðað við 15.000 km akstur Breytilegur kostnaður 1.283.505 Ábyrgaðrtrygging 179.000 Ýmislegt 65.000 Húftrygging 166.000 Fjármagnskostnaður 938.870 3. Miðað við 20.000 km akstur Breytilegur kostnaður 1.734.625 Ábyrgðartrygging 179.593 Ýmislegt 65.000 Húftrygging 166.000 Fjármagnskostnaður 938.870 838.363 83,84 83,84 1.017.956 17,96 101,80 1.082.956 6,50 108,30 1.248.956 16,60 124,90 2.187.826 -------------------- 93,88 218,78 1.283.505 1.463.098 1.528.098 1.694.098 2.632.968 85,57 11,97 4,33 11,07 85,57 97,54 101,87 112,94 62,59 175,53 1.734.625 86,73 86,73 1.914.218 8,98 95,71 1.979.218 3,25 98,96 2.145.218 8,30 107,26 3.084.088 -------------------- 46,94 154,20 Svonefndur hugmyndabill frá Volvo er með nokkuð nýju sniði svo sem sjá má or er honum ætlað að kanna viðbrögð við- skiptavina við nýrri hönnun. HuRmyndabillinn er nokkuð minni en 240/260 gerðirnar. Leið Volvo inn í næsta áratug VOLVO-verksmiðjurnar hafa framleitt svonefndan hug- myndabil. en hann er ekki ætlaður til fjöidaframleiðslu heldur á að gefa ákveðnar visbendingar um i hvaða átt verkfræðingar verksmiðjunnar stefna. Að sögn talsmanna Volvo er billinn byggður á óskum um rými og þægindi, sem viðskiptavinir krefjast og verður billinn notaður til að kanna viðbrögð viðskiptavina við nýrri hönnun. Hugmyndabíllinn er styttri og léttari en 240/260 tegundin og eru í honum ýmsar nýjungar. Má þar nefna nýja gerð fjöðrunar á afturöxul og kerfi sjálfvirkra bílbelta. Nýi fjaðrabúnaðurinn er nokkru léttari en eldri búnað- ur og gerir hann einnig mögulegt að færa eldsneytisgeyminn á öruggari stað, þannig að hann er nú vel varinn höggi, t.d. við aftanákeyrslu. Volvo-verksmiðj- urnar telja að tölvukerfi verði í hverjum bíl árið 1985 og eru nú ýmis kerfi í rannsókn hjá verk- smiðjunum. CRT rafsýnakerfi er í hugmyndabílnum og veitir það ökumanninum ýmsar upplýs- ingar um ástand bílsins, bensín- eyðslu, hraða, þrýsting í hjól- börðum, snúning vélar o.fl. Hugmyndabíllinn er knúinn bensínvél, byggðri á B-21 vél- inni. Hefur hún sjálfvirka elds- neytisinnspýtingu og með smárakerfi er fylgist með bruna og eldsneytisinnspýtingu svo að mesta möguleg vinnsla náist. Er það enda eitt aðalmarkmið bíl- aframleiðenda um þessar mund- ir að auka nýtni eldsneytis sem mest. Árið 1983 munu taka gildi í Bandaríkjunum ný lög varð- andi öryggisútbúnað í bílum af svipaðri stærð og Volvo. Er það sérstakt kerfi sem á að fara sjálfkrafa í samband við högg. Sem fyrr segir er ætlunin að hugmyndabíllinn sýni leið Volvo inn í níunda áratuginn og er ætlunin að árangur þeirra at- hugana, sem gerðar hafa verið í sambandi við hugmyndabílinn verði notaður við frekari þróun hjá verksmiðjunum. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 61 Nýr áfangi fyrir stafni.næstur í nýrri sókn*. Haf skip hf .tekur upp Ameríkusiglingar Árangur sem skilar sér til allra Hafskip hf. hefur nú haldið uppi siglingum til meginlandsins í yfir 20 ár, til hafna á Norður- löndum, við Norðursjó og við Eystrasalt. Félagið heldur nú uppi áætlunarferðum til flestra hafna Evrópu. Þótt stundum hafi blásið á móti hefur félagið staðið af sér alla sjóa og tekist að tryggja heilbrigða samkeppni í vöruflutningum á þessum leiðum. Einnig hefur félaginu tekist að innleiða nýja tækni sem einfaldar störfin, eykur öryggi og dregur úr kostnaði. Sá árangur kemur inn- og út- flytjendum til góða með ýmsum hætti og hefur já- kvæð áhrif á vöruverð og hag alls almennings. Nú valkostur í siglingum til Vesturheims_____________________________ Nýtt átak er nú framundan í starfi Hafskips hf., fastar Ameríkusiglingar. Á bak við þá ákvörðun eru óskir margra viðskiptavina félagsins og hluthafa. öðrum skipafélögum hefur mistekist að halda uppi sam- keppni á þessari leið. Hafskip hf. ætlar sér að breyta þeirri stöðu. Ekki með óraunsæju farmgjaldastríði — heldur heiðarlegri samkeppni sem felur í sér aukna þjónustu og tryggir að allir farmflytjendur sitja við Vr sama borð. Takist vel til, verður hægt að koma í veg fyrir tíðar hækkanir farmgjaldataxta og tryggja aukið viðskiptaöryggi allra inn- og útflytj- enda. í Bandaríkjunum gilda ströng lög um skrán- ingu slíkra taxta og þeim verður ekki breytt nema með fyrirvara. í meginatriðum býður félagið því taxta þá, sem gildandi eru á þessari flutningaleið. Hafskip býður því stórum sem smáum flutnings- aðilum þjónustu sína — hvort sem um er er að ræða búslóð einstaklings eða stóra gáma inn- og út- flytjenda. Fái Hafskip hf. byr á hinni nýju sigl- ingleið getur það gefið fjölda flutningsaðila vind í seglin og haft jákvæð áhrif á þjóðarhag.__ Tilboð um Tilboð um þátttöku þína Hlutafjárútboð_________ Hafskip er nú vel í stakk búið til að takast á við ný verkefni og byggja upp skipaflota sem fullnægir kröfum nútímans um hraða og fullkomna tækni. Á liðlega einu ári hafa hátt í þriðja hundrað nýjir hluthafa gengið til liðs við félagið og nemur hlutafé þess nú um 700 milljónum króna. Áformað er að bjóða viðbótarhlutafé 200 milljónir króna á tíma- bilinu fram til aðalfundar félagsins í marz 1981. Þeir sem vilja eiga hlut að nýrri sókn og taka þátt í upp- byggingu þróttmikils skipafélags, sem hefur hlut- verki að gegna, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu okkar. Hafskip hf. Hafskip hf. Hafnarhúsinu við Tryggvagötu Sími 21160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.