Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 28
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 Vt « MORödlv KAFP/NO wf I>að er ekkert lenjjur að hafa á þessum fja... golfvelli Er það dýr steik? I>á vil ég svoleiðis mat. ^annleikskjarninn í íslendingasögunum BRIDGE Umsjón: Pall Bergsson Á spil dálksins gefst ekki vel að reyna sex hjörtu. Legan var hreint ómöguleg og sagnhafi. vestur. varð að sætta sig við tvo niður. En spilið kom fyrir i sveitakeppni og á hinu borðinu var aftur reynd siemma. Austur gaf, allir á hættu. Norður S. K7 H. G1062 T. KG8 L. 8543 Vestur S. ÁDG1082 H. ÁD985 T. D L. G Austur S. 643 H. K73 T. Á105 L. KD92 Suður S. 95 H. 4 T. 976432 L. Á1076 COSPER Get ég fengið heimilistryggingu? Ég á konu og fjögur egg. Skúii ólafsson, skrifar: „Uppgröftur í Hrafnkelsdal hef- ur vakið nokkra athygli, þar sem Sigurður Nordal, hélt því fram, að sagan af Hrafnkatli goða væri skáldsaga, og byggði hann þessa fullyrðingu sína m.a. á því að byggð í Hrafnkelsdal hefði aldrei verið mikil, eins og er talið í sögunni og sérstaklega tók hann Þjóstarsyni sem dæmi um menn, sem aldrei höfðu verið til. • „Ilreinn sannleikur“ Þegar Sig. Nordal var að alast upp, var því almennt trúað, að íslendingasögur, og prentað mál væri „hreinn sannleikur." Menn efast nú um flest, sem sést á prenti, og telja íslendingasögur vera „hreinar bókmenntir." Trú- lega er sannleikskjarninn í íslend- ingasögunum það einkenni, sem gerir þær að lifandi bókmenntum. • Veittu Þjóstarsonum Þegar Sig. Nordal tók Þjóstar- syni sem áberandi dæmi um skáldsögulegar persónur, var hann mjög óaðgætinn, þar sem Þormóður Þjóstarson var þjóð- kunnur, og víða nefndur í Land- námu, sbr. bls. 332 í útg. Jakobs Benediktssonar af Landnámu, og þar er einnig að finna niðja Molda-Gnúps, ættskrá XXV. Af þessari ættskrá sést, að Þormóður Þjóstarson er sá tengiliður, sem skýrir ættartengsl við höfðingja vestan af landi, sem allir veittu Þjóstarsonum (þ.e. Berki, syni Þormóðs Þjóstarsonar og Illuga rauða, tengdasyni Þormóðs), en þeir voru goðorðsmenn um Þorskafjörð og víðar um Vest- fjörðu, vegna tengda við afkom- endur Geirmundar heljarskinns. • Kirkja að Borg Þórdísar Þórólfsdóttur Skalla-Grímssonar, sem var þjóð- kunn, er og getið í Hrafnkels sögu; hún er talin kona Þormóðs, en er nátengd Iðunni, konu Þormóðs; hún var kona Gríms Svertingsson- ar á Mosfelli í Mosfellssveit, og hálfsystir Þorgerðar konu Ólafs pá í Hjarðarholti, Þorsteins á Borg á Mýrum og Beru konu Össurar, bróður Þórodds goða, föður Skapta lögsögumanns, sem tók við lögsögn af Grími Svert- ingssyni, en þeir voru fyrstu lögsögumenn, eftir að Island kristnaðist árið 1000. Þegar Kjart- an Ólafsson var veginn laust eftir kristnitöku, er þegar komin kirkja að Borg, og Þóroddur á Hjalla var í fremsta flokki kristinna manna. • Börkur heíur séð sér leik á borði Sé þetta tekið saman, virðist tímasetning sögunnar vera laust fyrir kristnitökuna, og samkv. ættskrá Molda-Gnúps, er þar einnig Hrafnkell goði (þ.e. sonar- sonur Hrafnkels landnámsmanns) sem er væntanlega sá Hrafnkell goði, sem sagan fjallar um. Hann hefur tengst fyrri mótherjum sín- um, eftir að hann taldi það hégóma að trúa á goð, og hætti blótum. Ásbjörn, föðurbróðir Hrafnkels, lét dæma fátækan bónda til dauða fyrir að taka hross hans í óleyfi. Slík endurtekin níðingsverk hafa mælst illa fyrir hjá kristnu fólki og hefur Börkur Sagnirnar: Ausíur Suður Vestur Norður 1 lauf pass 1 spaöi pass 1 icrand pass 3 hjórtu pass 3 spaöar pass i tífclar dobl i fcrönd pass 5 hjórtu pass 6 spaóar Allir pass Dálítið glannalegur samningur enda var austur nokkuð djarfur þegar hann tók sagnvöldin í sínar hendur. Sagnirnar voru fullkom- lega eðlilegar þar til vestur sagði 4 tígla. Var það fyrirstöðusögn, sem lýsti slemmuáhuga. Þá sagði norð- ur með dobli sínu frá góðum spilum í tíglinum en austur spurði um ása og skellti makker sínum í slemmuna. Norður spilaði út tíguláttu og gaf þar með möguleika. Sagnhafi lét lágt frá blindum, fékk á drottninguna og spilaði hjarta á kónginn. Og eftir að hafa látið laufið í tígulásinn reyndi hann svíningu í trompinu. Vafasamt tiltæki enda hélt suður niðri í sér andanuni og vonaðist til, að norð- ur spilaði þá hjarta. En honum varð ekki að ósk sinni, norður spilaði einhverjum öðrum lit og þar með vann vestur sitt spil. Þessi hætta hefði ekki verið fyrir hendi ef vestur hefði spilað trompás og síðan drottningu eftir tígulásinn. Þá hefði vinningur v 'rið öruggur þegar trompin -KÍptust 2—2 og þegar norður ætti kónginn blankan. Portisch Hubner VII Tíunda skák einvígisins var tvímælalaust besta skák Húbners í Abano Terme. Tiunda einvigisskákin Hvítt: Portisch Svart: Hiibner Semi Tarrasch 1. c4 - c5, 2. RÍ3 - RÍ6, 3. Rc3 — e6, 4. g3 — Rc6, 5. Bg2 — d5, 6. cxd5 — Rxdð. Eftir 6. — exd5, 7. d4 kemur fram Tarrasch vörn 7. 0-0 - Be7, 8. d4 - 0-0, 9. Rxd5 í fjórðu skákinni lék Portish 9. e4. 9. - exd5. 10. dxc5 - Bxc5, 11. Dc2 — Bb6, 12. Hdl Portisch hefur einangrað d-peð svarts og þetta peð verður þungamiðjan í skákinni. Skákmenn deila um það, hvort það sé kostur eða löstur að hafa stakt d-peð í þessari stöðu. Húbner vinnur þrætuna í þetta sinn. 12. - Df6, 13. Bg5 - De6. 14. Bf4 - h6,15. Dd3 - Hd8,16. a4. Portisch reynir að hrekja biskupinn á b6 á verri reit, en um leið veikir hvítur peðastöðu sína. 16. - D7, 17. Bd2 - Bg4, 18. a5 — Bc5, 19. Hacl — a6. Húbner skorðar a5-peðið, enda er það ákjósanlegt skotmark. 20. Hel — Hac8. Frumkvæðið hefur smám saman verið að renna úr höndum Portisch. Nú reynir hann að ná tökum á d4-reitnum, en það mis- tekst. 21. h3 - Be6, 22. e3. Hótar 23. Bc3. 22. - Bb4!. Húbner beinir geiri sínum að a5-peðinu og dregur athygli hvíts frá d4-reitn- um. 23. Hal - Dd7, 24. Kh2 - BÍ5, 25. Db3 — Bxd2. Leikir svarts eru afar markvissir. 26. Rxd2 - d4! Skák eftir GUÐMUND SIGURJÓNSSON Svartur hefur unnið peð og vinn- ingshorfur hans eru mjög góðar. 37. Hcl - Rc2, 38. Hcdl - Rb4. Húbner vill ekki skemma stöðu sína og endurtekur því leikina. 39. Hcl - g6, 40. Hc3 - b6. Undirbýr 41. — Hc5. D-peðið ryðst nú fram af miklum krafti. 27. Rfl - d3. 28. Hedl - De7, 29 Da3 — Rb4! Góður reitur fyrir riddarann. 30. e4 — Be6, 31. Hd2 - Hd4, 32. Re3 - Hc5! Húbner bætir stöðu manna sinna jafnt og þétt. 33. Hadl — Dd8. Nú fellur a-peðið. 34. Rd5 - Bxd5, 35. exd5 — Dxa5, 36. Dxa5 — Hxa5. 41.14 Biðstaðan. Við vorum glaðir í bragði, þegar við yfirgáfum skák- staðinn, enda var ljóst að svartur ynni taflið án erfiðleika eftir. 41. — Hc5. Það olli okkur þó nokkru hugarangri að frétta það, að Húbner hefði leikið öðrum biðleik. Um síðir fundum við þó einfalda vinningsleið. 41. — Hal. Líklega engu síðri leikur en 41. — Hc5. 42. BÍ3 - b5! Hótar 43. - Hc4. Eftir þennan leik er málið einfalt. 43. Kg2 - Hc4, 44. Kf2 - K18, 45. Bdl. Aðrir leikir eru jafn árang- urslausir. 45. — Hxc3, 46. bxc3 — Rxd5, 47. Hxd3 - Rxc3! Svartur hefur nú tvö peð yfir. Portisch getur gefist upp. 48. Bc2 — b4, 49. Ke3 — a5 og sVartur gafst upp. Staðan í einvíginu var þá þessi: Húbner: 6 vinningar Portisch: 4 vinningar Húbner þurfti því aðeins jafntefli í næstu skák til að sigra í einvíginu. Við vorum farnir að huga að næsta einvígi gegn Korchnoj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.