Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 47 Hvernig myndast vöruverð? „íslenskar iðngreinar sem búa við frjálsa verðmyndun hafa spjarað sig“ „HæfiloK verðhækkun á rétt- um tíma á allt framloiðslumaKn gctur jtefið fyrirtæki jafn miklar tckjur og meiri hækkanir sem dreift er yfir allt árið,“ sa«ði VíKlundur Þorsteinsson í sjó- nvarpsþættinum ok hafa þessi ummæli vakið talsverða athynli en Víjtlundur studdi þau með eftirfarandi dæmi: (Tafla 1) Ríkisstjórnin virkar eins og yfirverdlagsrád „Á meðan íslenskar iðnaðarvör- ur eru undir verðlagseftirliti og sæta þessum smáskammtahækk- unum sem að framan eru raktar, þá leiðir það oft til þess að verðlag á þeim vörum, svo og innfluttum samkeppnisvörum hækkar meira en raunin væri ef um frjálsa samkeppni væri að ræða,“ sagði Víglundur. Afskipti verðlagsráðs og ríkisstjórnar, sem farin er að virka eins og yfirverðlagsráð, hafa beinlínis stuðlað að því að vöru- verð hækkar meira en skyldi. Það er vegna þess, að þegar verðhækk- anir eru loksins samþykktar, er þegar orðin þörf nýrrar hækkunar til að mæta tekjutapi sem fyrir- tækin hafa orðið fyrir meðan þau biðu eftir hækkuninni. Þannig að við næstu verðhækkun þarf að h ekka til að mæta verðbólgunni fi í síðustu hækkun, sem og því tekjutapi sem fyrr er getið.“ Varðandi vísitöluhækkanir vil ég visa til skýrslu þjóðhagsstofn- unar um hag iðnaðar 1977,“ sagði Víglundur. „Þar stendur: „Frá því í febrúar 1968, þangað til í nóvember 1976 hækkaði vísi- tala vöru og þjónustu um 618%. Sé vísitölugrunninum skipt eftir vöruflokkum og markaðsaðstöðu kemur í ljós að íslenskar neyslu- vörur í vísitölunni, aðrar en land- búnaðarafurðir og fiskur hafa hækkað á þessu tímabili um 590% og innfluttar neysluvörur um nær sama hlutfall, eða 586%. Innlend- ar vörur sem lítt eru háðar heimsmarkaðsverði hafa hækkað nokkuð meira, eða 647%, og vörur sem háðar eru heimsmarkaðsverði vegna innfluttra hráefna um 610%. Þær vörur sem eiga í samkeppni við innflutning hafa hinsvegar hækkað minna eða um 539%. Er það mjög svipuð hækkun og varð á innfluttum vörum, sem eiga í samkeppni við íslenskar vörur, en þær hafa hækkað um 534%. Aðrar innfluttar vörur hafa hækkað í verði um rúmlega 600% á tímabilinu". Frjáls verðlagning skilar öllum hagkvæmustu niðurstöðunum, — neytandanum jafnt sem framleið- andanum," sagði Víglundur. íslensku fyrir- tækin bjóða lægsta fáanlega verðið Um reynslu iðnaðarins af frjálsri verðlagningu sagði Víg- lundur: „Á undanförnum árum hefur komið skýrt i ljós, að þær fáu iðngreinar sem búa við frjálsa verðlagningu í raun, svo sem fataiðnaður, veiðarfæraiðnaður og umbúðaiðnaður, hafa náð það góð- um árangri að innflutningur á samkeppnisvörum fyrirfinnst varla og það segir sína sögu. Aðrar iðngreinar sem hafa verið undir verðlagseftirliti, þó ekki undir hámarksverðákvæðum, svo sem hreinlætisiðnaður, hafa einn- ig náð mjög góðum árangri og bjóða i dag verulega lægra verð á sinni framleiðslu. Það var gerð verðkönnun á þvottaefni sama dag og sjónvarpsþátturinn var 19. ág- úst. Niðurstaðan var þessi: „Þegar verðlagsmál iðnaðarins eru skoðuð kemur þannig berlega í ljós að iðngreinar sem búa við frjálsa verðlagningu eða lítil af- skipti verðlagsráðs hafa spjarað sig það vel að í sumum þessara iðngreina er innflutningur óveru- legur eða nánast enginn, en i öðrum greinum þar sem innflutn- ingur er til staðar bjóða íslensku fyrirtækin yfirleitt lægsta fáan- lega verðið. Markaðshlutdeild inn- flutningsins í þessum tilfellum byggist fyrst og fremst á miklu auglýsingafjármagni erlenda framleiðandans og glötuðu verð- skyni íslenska neytandans,“ sagði Víglundur Þorsteinsson. Viglundur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri. Tvær mismunandi aðferðir við verðlagningu Forsendur: Arsframleiðsla 120 þúsund einingar. Sala dreifist jafnt yfir árið. DÆMI A DÆMI B Verö 01.01.1980 100 100 Veröhækkun 01.03.1980 10% 15% Veröhækkun 01.06.1980 10% 15% Veröhækkun 01.09.1980 10% Veröhækkun 01.12.1980 10% Söluverö í árslok 146 132 Heildartekjur fyrirtækis 14.380 14.690 Verð pr. kíló veral. 1 versl.2 19.8.1980 HAGKAUP VÖRUMARKAÐUR ÍVA ísl. 1006 1007 C-11 ísl. 915 915 DIXAN erl. 1728 Ekki til VEX ísl. 998 857 PRANA erl. Ekki til 1057 AJAX erl. 1408 Ekki til vöruverðið“ sem lána með verðtryggingu og laun landsmanna eru einnig bund- in vísitölu. Það eru aðeins vöru- birgðir í verslunum sem verður að selja á „gamla verðinu". Fyrir skömmu var seldur stóll í hús- gagnaverslun á Isafirði og kaup- andinn spurði hvernig stæði á því að hann væri ódýrari þar en hjá framleiðandanum sjálfum í Reykjavík. Svarið var að stóllinn hefði staðið í versluninni þrjá til fjóra mánuði, meðan hafði fram- leiðandinn hækkað hjá sér og kaupmaðurinn varð síðan að kaupa samskonar stól í verslunina hjá sér og bæta tugum þúsunda við þá upphæð sem hann hafði nýlega selt hann á út úr búðinni með álagningu." Handahófskennd vinnubrögd — Hvað með verðkannanir sem sýna mjög mismunandi verð á sömu vörum? „Sá verðsamanburður sem gerð- ur hefur verið bæði af hendi verðlagsyfirvalda og einstakra dagblaða er mjög villandi og til þess fallinn að vekja tortryggni. Í mörgum tilfellum hafa þessir aðil- ar framkvæmt þessar kannanir þannig að almenningur álítur að kaupmenn leggi misjafnlega háa prósentu á vöruna. Sannleikurinn er sá að allir hafa sömu viðmiðun (verðlagsákvæði). Mismunur á vöruverði milli verslana byggist eingöngu á því hvað varan hefur verið lengi í versluninni. Kom varan í gær, eða fyrir viku? Það ræður verðlaginu. Úr því ég er farinn að minnast á þessi úreltu verðlagsákvæði sem eru tvímælalaust verðbólguhvetj- andi vil ég taka nokkur dæmi sem valin eru af handahófi sem sýna svart á hvitu að útilokað er að að baki þeirra ákvarðana liggi raun- hæfar forsendur. Þetta eru bara handahófskennd vinnubrögð af hendi hins opinbera (Tafla E). SJÁ NÆST'U SÍÐU Colgate MFP fluor tannkrem herðir tennurnar og ver þær skemmdum. Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremið á markaðnum. Þusundir barna um viða verold hafa um árabil verið þáttakendur í visindalegri Colgate-prófun og hefur hún ótvirætt sannaö að Colgate MFP fluor tann- krem heröir glerung tannanna við hverja burstun. þannig að tennurnar verða sifellt sterkari og skemmast siður Þess vegna velja milljónir foreldra um heim allan Colgate MFP fluor tannkrem handa börnum sínum Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn og heröir hann . Þess vegna veröur glerungurinn sterkari. Og börnunum líkar bragðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.