Morgunblaðið - 21.09.1980, Blaðsíða 18
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980
0$
^öggu:
"Str
•2
4?
a
„Dagar
og nætur“
kemur ut i lok vikunnar
Hljómplata þeirra Björgvins Halldórssonar og
Ragnhildar Gísladóttur, „Dagar og nætur" er vænt-
anleg í búðir fyrir mánaðamót. Umfjöllunarefnið er
sambúð karls og konu eins og fram hefur komið í
fréttum áður.
Hljóðfæraleikarar á plötunni eru Björgvin Hall-
dórsson og Friðrik Karlsson, sem leika báðir á gítara,
Haraldur Þorsteinsson leikur á bassagítar, Sigurður
Karlsson á trommur, Magnús Kjartansson á hljóm-
borð, Kristinn Svavarsson á saxófón og John
Mealing á hljómborð líka.
Björgvin Halldórsson stjórnaði upptökunum en
Gunnar Smári Helgason og Geoff Culver stjórnuðu
upptökuborðinu.
Björgvin og John Mealing sáu síðan um fram-
haldsvinnu í Bretlandi og Mealing útsetti strengi.
Mealing þessi er einn af betri hljómborðsleikurum
Breta og hefur m.a. verið í Strawbs og If.
Þess má líka geta að Björgvin er á leiðinni til
írlands 2.-3. október, en þar tekur hann þátt í
Castlebar söngva- og lagakeppninni sem hefst 5.
október. Björgvin mun syngja þar lagið „Skýið“ sem
hefur fengið nafnið „Maiden of the Morning" á
ensku en hitt lagið er svo „Dægurflugan" sem heitir
„Bumble Bee“ á ensku. John Mealing sá um útsetningar
á lögunum.
En á „Dagar og nætur" eru 12 lög bæði innlend og
erlend, en Jón Sigurðsson hefur samið texta við 10
þeirra
Lögin. eru þessi:
Hlið eitt: Eins og nú (Jóhann G. Jóhannsson),
Franska lagið (erl.) Við eigum saman (erl), Tvö ein
(Björgvin Halldórsson), Ég gef þér allt mitt líf (Jóhann
Helgason), Allt sem ég á (erl.), en í þvi lagi er
Karlakór Reykjavíkur til hjálpar.
Hlið tvö: Dagar og nætur (Jóhann G. Jóhannsson),
Þegar tvö flón rekast á (erl.), Þú ert sem blóm
(Magnús Kjartansson), Enginn má sjá (Ragnhildur
Gísladóttir), Fyrsta ástin (Jóhann Helgason) og Lítið
leyndarmál (Björgvin Halldórsson).
Björgvin mun síðan fara aftur inn í stúdíó fyrir
jól, en hvort úr því verður jólaplata eða efni fyrir
erlendan markað er enn óráðið.
hia.
CIR
MIRROR
ÞAÐ ERU fleiri en Jazzvakning
sem flytja okkur jazzinn frá
umheiminum, því Nordjazz stóð
fyrir komu dönsku jazzhljóm-
sveitarinnar Mirror.
Mirror er skipuó fimm af
fremri jazz/rokk-tónlistar-
mönnum Dana, þeim Thomas
Clausen (hljómborð), Aage
Tangaard (trommur), Jan zum
Vohrde (saxófónn/flauta), Alan
Botschinsky (trompet) og Bo
Stief (bassi).
Flestir þeirra hafa meðal ann-
ars leikið með bassaleikaranum
Niels Henning Örsted-Petersen,
en Mirror var stofnuð af Thomas
Clausen ásamt Jan zum Vohrde,
Aage Tanggard vg Ole Skipper
Mosgaard (bassi). Gáfu þeir út
eina plötu í þeirri mynd „Mirror"
1980, en Botschinsky kemur
reyndar fram á þeirri plötu, en
allt efnið var samið af Clausen.
Clausen og zum Vohrde byrjuðu
að leika saman í jazzrock hljóm-
sveitinni Creme Fraiche 1975, en
meðal bassaleikara í þeirri
hljómsvet voru bæði Niels Henn-
ing Örsted-Petersen og Bo Stief.
Zum Vohrde hefur auk þess leikið
með mörgum af þekktari jazzleik-
urunum, þ.á m. með Thad Jones,
Dexter Gordon og Ben Webster.
Clausen og Stief stofnuðu hljóm-
sveitina Entrance eftir Creme
Fraiche og Clausen síðan Exit.
Stief var þar áður í hljómsveitum
eins og Midnight Sun (1970), Riei
Mikkelborg V8 (1970) og Soul
Service (1973).
Alan Botschinsky var í hljóm-
sveit, sem hét Trouble (1970) og
þótti nokkuð sérstök, þar sem þar
— spegilmynd
danska jazzins
voru samankomnir jazzistar að
spila á rafmagnshljóðfæri. í þeirri
hljómsveit var Niels Henning líka.
Þeir Botschinsky og Petersen voru
líka saman í Iron Office 1976. Þeir
félagar, Mirror, léku fyrir jazz-
unnendur í síðustu viku á Hótel
Sögu og í Hamrahlíðarskólanum.
Tónlist þeirra var nokkuð klass-
ískur jazz með hliðarsporum bæði
í eldri og yngri stefnum. Botsch-
insky er greinilega búinn yfirveg-
uðum hæfileikum á trompettinn,
og þeir félagar Bo Stief og Aage
Tanggard gerðust stórgóðir þegar
leið á kvöldið.
Jazzinn hefur lengi verið það
merkilegasta sem Daninn hefur
haft fram að færa í tónlist og þeir
þótt góðir á því sviði. Mirror er
skipuð mönnum sem hafa lifað og
hrærst í þeim danska jazz sem
víðast hefur farið. hia
Jazzvakning 5 ára
JAZZVAKNING, félag jazzáhugafólks, er 5 ára um þessar mundir. Félagsskapur þessi hefur
stuðlað að mun meira jazzlífi en fyrir var og flutt hingað heim fjöldan allan af merkilegum
jazzistum. Má nefna Niels Henning Örsted-Petersen og George Adams/Don Pullen Quartet, sem
voru síðustu stórnöfnin.
í vetur er í bígerð að fá fleiri erlenda jazzista í heimsókn og verður Bob Magnusson fyrstur.
Auk þess mun Jazzvakning ráðgera útgáfu ársrits þar sem fjallað verður um jazzmál almennt.
hia
Bob Magnusson bassaleikari spilar
með jazzúrvalsliðinu í næstu viku
Bob Magnusson, bandariskur
bassalcikari af islensku bergi brot-
inn að hluta mun halda þrenna
hljómleika hérlendis i næstu viku.
Verða hljómleikar þessir i Glæsibæ
(23/9) á þriðjudaginn og á Hótei
Loftleiðum miðvikudaginn (24/9)
og fimmtudaginn (26/9). Leikur
með úrvalsliði islenska jazzins,
þeim Viðari Alfreðssyni (trompet),
Guðmundi Ingólfssyni (pianó), Guð-
mundi Steingrimssyni (trommur)
og Rúnari Georgssyni (saxófónn).
Á efniskránni verða lög eftir Bob
Magnusson auk íslenskra þjóðlaga í
útsetningu Gunnars Reynis Sveins-
sonar og líklega þekktir jazz-
standardar.
Bob Magnusson er hér á vegum
Jazzvakningar í tilefni af 5 ára
afmæli félagsskaparins (sjá nánar
annars staðar á opnunni), en hann
hefur reyndar lengi haft hug á koma
hingað og skoða slóðir forfeðra
sinna. Kemur hann hingað til viku-
dvalar ásamt fjölskyldu sinni. Bob
Magnusson hefur leikið í jazzhljóm-
sveitum frá 21 árs aldri, en þá
byrjaði hann í hljómsveit Buddy
Rich. Síðan hefur hann leikið með
Sara Vaugham, Art Pepper, og Joe
Farrell svo nokkrir séu nefndir.
Hann hefur þó ekki gefið frá sér
nema eina sólóplötu, sem kom ný-
lega út á Discovery-nierkinu í
Bandaríkjunum og hét hún „Revela-
tion“.
Auk hljómleikanna mun Bob
hljóðrita fyrir útvarp og væntanlega
sjónvarp líka, auk þess sem hljóðrit-
uð verður hljómplata sem síðan
verður gefin út af Jazzvakningu
síðar á árinu.
hia
Það er orðið langt um liðið
siðan við heyrðum eitthvað
nýtt írá honum Paul Simon.
Hann hefur staðið í máiaferl-
um ýmiskonar síðan siðasta
plata hans kom á merki CBS,
en nú er hann kominn á
Warner Brothers. Tónlistin á
„One Trick Pony“ er úr sam-
nefndri kvikmynd sem hann
leikur aðalhlutverkið i og
samdi handritið að. Myndin
fjallar um tónlistarmann á
hljómleikaferðalagi og ungan
son hans.
Að sjálfögðu eru flest allir
textarnir tengdir efniviðnum
og hlutfallið í lögunum
kannski ekki eins og á fyrri
plötum hans. Tónlistin á þess-
ari plötu er afar döpur, en afar
falleg og hugljúf. Aðeins tvö
lög geta talist lífleg á plötunni
„Late In The Evening" sem er
þegar orðið vinsælt á lítilli
plötu, og „Ace In The Hole“